Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 35 ' / MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt blað 8’eg‘ii eiturfíkn Á NÆSTUNNI kemur út blaðið Vansæla, en að því standa ungir framhaldsskólanemar á höfuð- borgarsvæðinu. Markmið þess er að berjast gegn eiturlyfjaneyslu ungs fólks. Ritstjóri er Viggó Örn Jónsson. Hann segir að ungt fólk hafi ýmis- legt að segja um eiturlyfjaneyslu og gagnrýnir umræðuna hingað til. „Einhvern veginn hefur umræð- an gert neysluna meira spenn- andi. Eitthvað hlýtur að hafa ver- ið athugavert við umræðuna fyrst árangurinn hefur ekki verið meiri en raun ber vitni,“ segir hann, en bætir við að umfjöllun Morgun- blaðsins upp á síðkastið hafi verið skref í rétta átt. „Við munum leitast við að sýna fram á að eiturlyfjaneysla er heimskuleg og hættuleg,“ segir I Viggó Örn og vill taka fram að blaðið er ekki á vegum Pélags framhaldsskólanema, þótt ráðgert sé að gera jafningjafræðslu þess skil í blaðinu. Ungt fólk í öllum framhaldsskólum mun leggja til efni í blaðið, sem ráðgert er að komi út á bilinu 20.-25. febrúar næstkomandi. Morgunblaðið/Einar Falur Viggó Örn Jónsson ritstýrir Vansælu, blaði ungs fólks gegn eiturfíkn. I ------------------------- | Kynning á kripalujóga KYNNING á kripalujóga verður laugardaginn 3. febrúar kl. 13 í Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15, 2. hæð. Kripalujóga tvinnar saman hat- | hajóga (líkamsæfmgar) og rajajóga (hugleiðslu og hug- ' stjórnaræfingar) og áherslan hvílir á sameiningu líkama, hugar og sálar. Kripalujóga hentar fólki á öllum aldri sem vill næra sig lík- amlega og andlega. Allir eru vel- komnir en æskilegt er að mæta í þægilegum fötum, segir í fréttatil- kynningu. --------------- [ Jass á Kringlukránni ÓLAFUR Stephensen píanóleikari og félagar leika á Kringlukránni miðvikudaginn 31. janúar. Á efnisskrá þeirra félagar eru sígild jasslög í bland við þjóðlegan | jass. Með Olafi leika þeir Tómas , R. Einarsson á kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson á ( trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. NÝÚTSKRIFAÐIR iðnrekstrarfræðingar af framleiðslusviði ásamt Helga Gestssyni, deildarstjóra rekstrardeildar. Brautskráning frá Tækniskóla Islands 72 NEMENDUR frá Tækniskóla Islands brautskráðust 20. janúar sl. I þetta sinn útskrifuðust fimmtíu og tveir iðnrekstrar- fræðingar, fjórir bygginga- tæknifræðingar með BS-gráðu, átta iðnfræðingar og sjö með raungreinadeildarpróf. Nem- endur í skólanum hafa aldrei verið fleiri en á þessari önn. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar frá Verslunar- ráði, Samtökum iðnaðarins og Landssambandi íslenskra út- vegsmanna fyrir framúrskar- andi námsárangur í iðnrekstrar- fræði. Þeir nemendur sem hlutu viðurkenningar voru Sigrún Sæmundsdóttir af framleiðslu- sviði, Sigríður Lóa Sigurðar- dóttir af markaðssviði og Magn- ús Bollason af útvegssviði. Hall- grímur Jónasson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, færði Tækni- skólanum að gjöf skúlptúrlista- verk eftir Örn Þorsteinsson en á verkið verða árlega letruð nöfn þeirra útskriftarnemenda sem skara fram úr við gerð loka- verkefnis í iðnrekstrarfræði. Er þá litið til þess að verkefnið beri af öðrum hvað varðar fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir atvinnulífið auk þess að vera lík- legt til að skila tiltekinni at- vinnugrein eða fyrirtæki bættri samkeppnisstöðu. Þeir fyrstu sem fá nöfn sín letruð á lista- verkið eru þrír iðnrekstrarfræð- ingar; Daði Valdimarsson, Pétur Magnússon og Signrður Jóhann- es Atlason. en þeir unnu loka- verkefni fyrir Sól hf. þar sem þeir sýndu fram á að hægt væri að draga saman orkunotkun fyr- irtækisins um 20%. í ræðu rektors, Guðbrands Steinþórssonar, kom fram að nemendur skólans væru nú 530 talsins sem er það mesta sem verið hefur og ljóst væri að ekki verður hægt að taka við fyrir- huguðum fjölda nýnema á hausti komanda nema í stærra húsnæði. Bílvelta í hálkunni Hellu. Morgunblaðið. ÖKUMAÐUR og farþegi Toyota Hilux-jeppa sluppu að mestu leyti við meiðsli eftir að ökumaðurinn missti vald á honum í glerhálku á Þykkvabæjarvegi sl. mánudags- kvöld. Ökumaðurinn var kominn langleiðina á Hellu þegar bílinn snarsnerist á veginum, sporðreist- ist, skall á rafmagnsstaur og valt út fyrir veginn. Bílinn er mjög mikið skemmdur og óökufær. . ■ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Úr gjaldskrá Leikskóla og Dagheimila 1990-95 Vísitala Leikskólar: 5 klst. á dag meb fæbi ■ BARNADEILD Sjúkrahúss „monitora") til að fylgjast með lífs- Rcykjnvíkur fékk nýlega að gjöf mörkum veikra barna. Stjórn Thor- frá Thorvaldsensfélaginu fullkom- valdsensfélagsins afhenti starfsfólki inn gjörgæslubúnað (móðurstöð og barnadeildarinnar tækin. Athuga- semd við línurit Morgunblaðinu hefur borizt at- hugasemd frá Bergi Felixsyni, for- stöðumanni Dagvistar barna í Reykjavík, við línurit, sem birtist í blaðinu 25. janúar síðastliðinn. Þar bendir hann á að í töflu, sem Morgunblaðið hafi fengið úr ráð- húsi, sé villa hvað varðar 5 stunda vistun hjá forgangshópum, en það gjald var notað við gerð línuritsins. Bergur leggur saman leikskóla- gjöld fyrir alla visttíma og reiknar hlutfallshækkun eftir því. Kemur þá fram að gjöld forgangshópa og einstæðra foreldra hafa hækkað að meðaltali um 12,8% frá hausti 1989 til dagsins í dag. Leikskóla- gjöld fyrir aðra hafa hækkað um 23,6% á sama tímabili, en þar munar mest um heilsdagsgjald, sem var tekið upp 1. janúar 1994, þegar opnað var fyrir heilsdags- vistun fyrir öll 3 til 5 ára börn. Vísitala launa og verðlags, sem kostnaður leikskóla miðast við, hefur á þessu tímabili hækkað um 35%. Garðyrkju- félög stofnuð ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna hagsmunafélög blóma- og græn- metisframleiðenda sem yrðu lands- félög með aðild að Sambandi garð- yrkjubænda. Tilgangur félaganna er m.a. að stuðla að hverskonar fræðslustarf- semi, koma á samræmdum flokkun- arreglum og gæðamati með hags- muni framleiðenda og neytenda í huga. Að afla upplýsinga um inn- lenda framleiðslu og aðstoða við ræktunarskipulagningu svo og að gæta hagsmuna félagsmanna varð- andi innflutning og samkeppnis- stöðu. Allir blóma- og grænmetisfram- leiðendur geta orðið stofnfélagar, hvort sem þeir hafa starfað áður í svæðisbundnum garðyrkjubænd- afélögum eða ekki. Stofnfundur Félags blómafram- leiðenda verður haldinn á Hótel Örk, Hveragerði, föstudaginn 2. febrúar kl. 13 í Þinggerði (kjall- ara). Stofnfundur Félags grænmet- isframleiðenda verður haldinn á sama stað kl. 15. Þeir sem óska eftir að fá frekari upplýsingar um félögin geta haft samband við skrifstofu Sambands garðyrkjubænda á Selfossi. -----«------- Þorrablót í Garðinum ÁRLEGT þorrablót Kiwanisklúbbs- ins Hofs verður haldið í samkomu- húsinu nk. laugardag. Kiwanis- rnenn héldu einnig blót í fyrra og fjölmenntu þá brottfluttir Garð- menn og skapaðist góð stemmning í húsinu. Miðaverðið er 3.000 krón- ur. Nániskeið fyrir þá sem vilja lengra: NúTÍMAFoRRmJN VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjof • námskeiö • utgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 960219 ___________Raðgreiðslur Euro/VISA 800 Selfossi • S. 482 2788 Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.