Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 23 AÐSENDAR GREINAR í FRAMHALDI af þeirri umræðu, er verið hefur undanfarið í fjöl- miðlum um aðalskipu- lag Hveravalla og þau drög að deiliskipulagi og umhverfismati, sem nú hafa verið auglýst til almennrar umsagn- ar, vil ég leyfa mér að benda lesendum Morg- unblaðsins á eftirfar- andi: Þær hugmyndir, sem forsvarsmenn Svína- vatnshrepps gera sér um arðsemi af fyrirhug- aðri ferðamannaþjón- ustu sinni á Hveravöll- um, eru óraunhæfar, ef tekið er mið af reynslu Ferðafélagsmanna af ára- tuga starfsemi á þeim stað, þar sem sjálfboðavinna hefur þó skipt miklu máli. Mun áhugaverðara væri fyrir Svínvetninga að byggja upp ferða- mannaþjónustu í skálunum miklu og glæsilegu í graslendinu norður undir Blöndulónum, sem eru á þeirra veg- um (hluti af Blöndubótum), en þar virðast vera góðar aðstæður til þess háttar starfsemi. í ljósi þessa er umræðuverð ætlun Svínvetninga um stórframkvæmdir á Hveravöllum og hugmyndir þeirra um að réttara sé nú að leggja það, sem eftir er af Blöndubótunum, í þær framkvæmdir, er þeir áætla bersýnilega að muni skila meiri arði með því móti en að láta þær liggja á bankabókum eins og verið hefur um sinn. Þeir mætu menn, sem að skipu- laginu standa, hafa látið liggja að því, að umgengni ferðamanna á svæðinu sé ill og horfi til landspjalla af þeim sökum. Hið sanna er - sem fjölda manna er vel kunnugt um - að lengi hefur verið náið samstarf milli Ferðafélags íslands og Nátt- úruverndarráðs á þessum friðlýsta stað. Þarna hefur sannarlega mikið verið gert til að bæta öryggi og umgengni ferðamanna, göngustígar verið lagðir eða merktir og m.a. vandaðar „trébrýr“ lagðar um hverasvæðið sjálft, sem bæði verndar hverina og umhverfi þeirra og ferðamennina sjálfa. Gamla sæluhúsið, sem þjónaði ferðamönnum þarna áður en eldri skáli Ferðafélags íslands var reistur, hefur nú verið endurbyggt fyrir höfð- inglegt styrktarfé úr Fjallasjóði. Ferðafélag- ið stóð að útgáfu vand- aðs bæklings um svæð- ið, sem hefur upplýs- ingar að geyma um gönguleiðir, umgengni og annað, sem ferðamaðurinn þarf að vita um, og er þessum bæklingi dreift til gesta á staðnum. Almennt má segja, að umgengni um svæðið sé góð enda er haft gott eftirlit með henni. Ekki er mér annað kunnugt en að starf- semi Ferðafélagsins á þessum stað hafi almennt mælst vel fyrir meðal ferðamanna og sú einfalda en trausta þjónusta og aðstaða félags- ins, sem þar er í boði, hafi orðið ótölulegum fjölda manna að miklu gagni. Við undirbúning að gerð aðal- skipulags^ var staðið undarlega að málum. Ég fullyrði af öryggi, eftir upplýsingum frá traustum Ferðafé- lagsmönnum og miðað við fyrirliggj- andi gögn, að sveitarfélagið, sem stóð að skipulaginu, hafði aldrei hið minnsta samráð við Ferðafélagið meðan á gerð skipulagsdraganna stóð og voru Ferðafélagsmenn þess vegna óviðbúnir því að þessi drög væru tekin til endanlegrar afgreiðslu eins og á stóð. Þeir höfðu ekki veður af því, að til stæði að skerða aðstöðu félagsins á Hveravöllum með þeim hætti, sem raun bar vitni um, því að annars hefðu þeir auðvitað tekið til öflugra andmæla á sínum tíma. Þáverandi forseta félagsins var að vísu gefið í skyn, í óformlegum við- ræðum og áður en eiginleg skipu- lagsvinna hófst, að til stæði að skipu- legga hreppinn allan, en þá var alls ekki látið að því liggja, að stefnt væri að því að meiða Ferðafélagið á nokkurn hátt svo sem með því að skerða eignir þess. Þessi vinnubrögð við undirbúning skipulags eru a.m.k. óvenjuleg og að mínu mati og ýmissa annarra óveijandi, því að ekki var við marga hagsmunaaðila að eiga á Hveravöllum, sem þurft hefði að tala við og tilkynna um niðurrif skála o.þ.h. Ég leyfi mér að fullyrða, að nái fyrirhuguð skerðing á aðstöðu Ferða- félagsins fram að ganga sé veruleg hætta á því, að starfsemi félagsins á Hveravöllum leggist niður áður en langt um líður og ég tel svo sannar- lega að þar væri miður farið. (Sumir hinna bestu norðanmanna hafa haft við orð, að heppilegast væri, að eldri skáli Ferðafélagsins, sem höfundar núverandi skipulags segja þó af rausn sinni að megi standa, geti í framtíð- inni þjónað sem búningsklefi fyrir hótelgesti þeirra, en baðpollurinn litli er sem kunnugt er við hlið skálans). Ég er hins vegar ekki einn um það, meðal þeirra sem standa félaginu nærri, að hafa á undanförnum vikum skynjað mikinn og lifandi áhuga al- mennings í landinu á þessu máli. Engum fær dulist, að málstaður Ferðafélagsmanna hefur nú djúpan hljómgrunn meðal margra íslend- inga. Hygg ég þó, að sá hugur al- mennings eigi eftir að koma enn skýrar í ljós síðarmeir þótt auðvitað voni ég, að öll skoðanaskipti í þessu máli verði með menningar- og hóf- semdarbrag. Aðstandendur skipulags Hvera- valla stefna að stórframkvæmdum þar á eigin vegum. Ekki fer á milli mála, að mjög er vafasamt, hvort þessi viðkvæmi staður í hjarta óbyggðanna muni þola þau miklu mannvirki Svínvetninga, þ. á m. þjónustumiðstöðina stóru (allt að Það er grundvallarósk Ferðafélagsmanna, seg- ir Páll Signrðsson í fyrri grein sinni, að nýrra sæluhúsið fái að standa áfram. 900 fermetrum), sem drög að deili- skipulagi gera ráð fyrir. Einnig er rétt að leiða hugann að því, hvers konar ferðamennsku eða ferðaþjón- ustu skuli reka á Hveravöllum í framtíðinni. Á snið hennar að vera traust og einfalt eins og verið hefur á vegum Ferðafélagsins eða skal stefnt að vísi að íburði í skjóli fjár- magns, svo_ sem nú er miðað við á skipulagi? Í fyrirliggjandi og aug- lýstum drögum að deiliskipulagi er m.a. (þó með lítt áberandi hætti) gert ráð fyrir 1.500 fermetra viðbót- arbyggingarreit fyrir síðari stækk- anir eða fjölgun mannvirkja, þannig að ljóst er að hugmyndir Svínvetn- inga um mannvirkjagerð þarna eru í reynd mun stórtækari en hingað til hefur verið látið í veðri vaka. Þannig gætu þeir með hægu móti byggt 1.000 fermetra hús til viðbót- ar. Á þessi nýja áætlun um viðbótar- reitinn sér reyndar ekki stoð í stað- festu aðalskipulagi, sem deiliskipu- lag á þó að byggjast á. Vitað er, að mjög margir ferða- menn, sem fara um óbyggðir íslands - ekki síst erlendir ferðalangar en einnig fjölmargir Islendingar - kjósa helst að þær beri sem allra minnst merki um mannleg umsvif og að þau mannvirki, sem þó eru óhjákvæmileg þar, séu a.m.k. með einföldu sniði. Sæluhús Ferðafélags íslands og deilda þess, sem standa hógvær og veðurbarin í auðninni, falla almennt vel að smekk þessa fjölmenna hóps og hætt er við að mörgum ferða- manninum muni ekki hugnast stór- bygging (og síðar viðbótarbyggingar) af því tagi, sem reisa skal á Hvera- völlum, ef núverandi skipulagshug- myndir komast til famkvæmda. Vert er því að staldra nú við, taka upp áttavitann og huga að réttri stefnu áður en lengra er haldið. Áréttað skal, að grundvallarósk Ferðafélagsmanna - og jafnframt meginástæðan fyrir mótmælum þeirra við framkomnum skipulags- hugmyndum forsvarsmanna Svína- vatnshrepps - er sú, að nýrra sælu- hús félagsins fái að standa áfram þar sem það hefur verið síðan um 1980, og hið sama gildir að sínu leyti um önnur mannvirki félagsins á Hveravöllum og aðstöðu, er teng- ist þeim og ferðamannaþjónustu fé- lagsins þar. Það myndi að sjálfsögðu vekja sárindi meðal félagsmanna ef núverandi skipulagshugmyndir ná fram að ganga, og því óska forsvars- menn Ferðafélagsins þess eindregið að þessum mannvirkjum og aðstöðu félagsins verði ekki rutt í burtu til þess eins að rýma fyrir nýjum rekstraraðila á vegum sveitarfélags- ins, sem ætlar að skapa sér tekjur af ferðamannaþjónustu á Hveravöll- um og þarf því að losna við sam- keppnisaðila um gistingu og þjón- ustu. Að lokum vil ég leyfa mér að vísa til athygiisverðra og tímabærra ummæla höfundar Reykjavíkurbréfs í Morgunblaðinu 14. þessa mánaðar, þar sem m.a. er íjallað um fram- kvæmdir á hálendinu í ljósi núver- andi umræðu um skipulag hálendis- svæða. Þar segir m.a., orðrétti' „Hingað til og áratugum saman eru það Ferðafélag Islands og ferðafélög einstakra landshluta, sem hafa kom- ið upp sæluhúsum á áningarstöðum í óbyggðum. Þessi félög hafa staðið vel að verki. Nú ætlar Svínavatns- hreppur að fjarlægja skála Ferðafé- lags Islands við Hveravellli. Nú telja menn sig bersýnilega geta sagt: nú get ég! En geta þeir? Ætli það sé ekki skynsamlegra að njóta forystu og ráða þeirra, sem áratugum saman hafa af einskærum áhuga sinnt þess- um málefnum.“ Höfundur er forseti Ferðafélags Islands. Skipulag Hveravalla Páll Sigurðsson Komum í veg fyrir undir- verktöku launamanna Á SÍÐUSTU árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki í bygging- ariðnaði hafi gert starfs- menn sína að „undir- verktökum“, þ.e. „1 aunamannaundirverk- tökum" svo kölluðum. Tilgangurinn með því hefur verið að komast undan þeim skyldum sem kjarasamningar og lög leggja á atvinnu- reksturinn. Og miðað að því að lækka launa- kostnað fyrirtækjanna á kostnað launafólks. Öllum ber saman um að þessi þróun hafi leitt af sér minni gæði, verri afkomu launamanna og aukin skattsvik. í mörgum tilfellum standa starfsmenn frammi fyrir tveim kostum, fyrri kosturinn er að þeir gerist undirverk- takar atvinnurekandans og sá síðari að þeir hætti störfum hjá fyrirtæk- inu. í atvinnuástandi eins og við höfum þekkt síðustu misseri eiga starfs- menn ekki margra kosta völ. Ef þeir velja síðari kostinn er aldeilis óvíst að þeir fái aðra atvinnu fyrr en eftir margar vikur eða mánuði. Við þessar aðstæður er það alþekkt að „launa- mannaundirverktakanum" sé greitt svo lágt endurgjald fyrir vinnu sína, að þegar hann hefur greitt skatta og skyldur, er hlutur hans orðinn lægri en umsamdir kauptaxtar gera ráð fyrir. Þegar einstaklingar eru komnir í þessar aðstæður fer freist- ingin til skattsvika að verða mikil. Kjarasamningar gilda Nokkrir dómar hafa gengið um réttarstöðu „launamannaundir- verktaka“. Nánast undantekningarlaust hafa dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að samningar sem byggja fyrst og fremst á samn- ingi um útselda vinnu, hafi sama gildi og venjulegt vinnusam- band launamanns og atvinnurekanda. Þetta þýðir að „launamannaundirverktaki" getur krafíst svipaðra réttinda og starfsmenn með hefðbundið ráðning- arsamband, hvað varðar uppsögn, veikindi og slys. Vitað er að margur neytandinn (verkkaupi) hefur farið illa út úr við- skiptum við verktaka þar sem þetta fyrirkomulag hefur veiið viðhaft. Oft hefur reynst erfitt að gera einhvem ábyrgan fyrir verkunum. Verktakinn og „launamannaundirverktakinn“ vísa hvor á annan og neytandinn stendur óvarinn. Mörg jteirra fyrirtækja sem viðhafa þetta fyrirkomulag hafa verið virkir þátttakendur á útboðsmarkaðin- um. Alþekkt er að þau hafi undirboðið verk og oft á tíðum farið undir eðlileg kostnaðarmörk. Verðlagningin hefur byggst á því að koma vinnulaununum niður og skammta starfsmönnunum ákveðinn hluta tilboðsverðsins án tillits Þorbjörn Guðmundsson Undirverktaka launa- manna er öfugþróun, að mati Þorbjörns Guð- mundssonar, sem hér skrif ar um þetta fyrirbrigði á vinnu- markaðinum. til þess hvort um eðlilega greiðslu sé um að ræða. Sem betur fer hafa mörg leiðandi fyrirtæki í byggingariðnaðinum hald- ið sig fyrir utan „launamannaundir- verktöku," og þau standa sig hvað best á markaðinum, hafa góða mark- aðshlutdeild, tryggja starfsfólki sínu góða afkomu og skila neytendum góðri vöru og þjónustu. Samræmt orðalag í útboðsskilmálum Nefnd á vegum Reykjavíkurborg- ar, um svarta atvinnustarfsemi, lauk nýlega störfum. í nefndinni áttu sæti fulltrúar vinnumarkaðarins, rík- isins og Reykjavíkurborgar. Nefndin varð sammála um að leggja til við Reykjavíkurborg og ríki, að tekið yrði upp samræmt orðalag í útboðs- skilmálum, í því skyni að koma í veg fyrir „launamannaundirverktöku". Tillagan er svo hljóðandi: „Verktaka og undirverktaka er óheimilt að gera samning um undir- verktöku við einstaka starfsmenn eða starfshópa, í þeim tilvikum þar sem um ráðningarsamband er að ræða og það á við samkvæmt venju og eðli máls. Ríki og Reykjavíkurborg taki framangreint orðalag inn í útboðs- skilmála og Samtök iðnaðarins beiti sér fyrir því að verktakar, sem aðild eiga að samtökunum, geri hið sama.“ Þessi tillaga er án efa eitt mikil- vægasta skrefið sem stigið hefur verið til að hindra þessa öfugþróun sem átt hefur sér stað á íslenskum vinnumarkaði. En tillagan dugir skammt ef framkvæmdin lætur á sér standa. Viðbrögð ríkis og sveitarfélaga hafa verið jákvæð Fulltrúi Samiðnar í nefndinni lagði áherslu á að komið yrði í veg fyrir að launamenn væru sviptir þeirri afkomutryggingu sem kjarasamn- ingurinn veitir og að allir aðilar sam- einuðust um niðurstöður nefndarinn- ar. Samiðn ákvað því að fylgja tillög- unum eftir sl. haust, með því að skrifa öllum stærstu sveitarfélögum landsins bréf og vekja athygli þeirra á tillögu nefndarinnar og jafnframt spytja þau um hvernig þau standi að útboðum og hvort þau hefðu hug- að að því að taka upp tiilögu nefndar- innar í útboðsskilmála sína. Einnig var mörgum ríkisfyrirtækjum og Samtökum iðnaðarins skrifað bréf og þau spurð þess sama. Undirtektir hafa verið mjög góðar bæði hjá ríki og sveitarfélögum, þó að nokkuð vanti á að farið hafi verið í einu og öllu eftir tillögu nefndarinn- ar. 1 nokkrum sveitarfélögum standa fyrir dyrum breytingar á útboðsskil- málum í sömu átt og nefndin leggur til. Reykjavíkurborg og Vegagerð ríkisins hafa farið að tillögum nefnd- arinnar og sett framangreint orðalag inn í útboðsskilmála sína. Það skortir svör frá samtökum atvinnulifsins Eins og að framan greinir hafa ríki og sveitarfélög haft frumkvæði að því að koma í veg fyrir „launa- mannaundirvertöku" og um leið að draga úr afleiðingum þessa fyrir- komulags, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Til að ná frekari árangri er ljóst að einkafyrirtækin verða að taka á „launamannaundirverktökunni" með svipuðum hætti og sveitarfélögin og ríkið eru að gera. Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband íslands áttu fulltrúa í nefndinni og tóku full- an þátt í því að móta tillögurnar og stóðu að niðurstöðum hennar. Ennþá hafa lítil eða engin viðbrögð komið frá fyrirtækjum í einkageiranum og er því eðlilegt að spytja hvort vænta megi að þau taki á „launamanna- undirverktökunni" með hliðstæðum hætti, og fulltrúar þeirra í nefndinni lögðu til að gert yrði gagnvart sveit- arfélögum og ríki. Launamenn hljóta að eiga kröfu á því að samtök at- vinnurekanda svari því með hvaða hætti þau ætli að taka á þessum málum í framtíðinni. Ljóst er að stórt skref væri stigið í þá átt að útrýma þessu óréttláta vinnusambandi, sem „launamanna- undirverktakan" er, ef öll aðildarfyr- irtæki VSÍ og Samtaka iðnaðarins samþykktu og fylgdu því eftir að inn í útboðsskilmála fyrirtækjanna komi ákvæði unt að óheimilt sé að gera starfsmenn að „undirverktökum". Ef allir þeir aðilar, sem áttu aðild að nefndinni, tryggðu framkvæmd tillagna hennar mundi fjöldi heimila hafa tryggari afkomu, draga mundi úr skattsvikum, verkgæði batna og um leið yrði samkeppnisstaða fyrir- tækjana á útboðsmarkaðinutn jöfn- uð. Höfundur er starfsmaður Samiðnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.