Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Niðurskurður heil- brigðisþj ónustu - árvisst fyrirbrigði! NIÐURSKURÐAR- HRINURNAR í heil- brigðiskerfinu eru orðnar árvissar í byijun hvers árs, en í þetta sinn er sjúkrahúsunum í Reykjavík ætlað að skera þjónustu sína niður sem svarar u.þ.b. 700 milljónum króna. Ljóst er að slíkur niður- skurður hlýtur að valda stórfelldri skerðingu á þjónustu. Á undanförnum árum hefur starfsfólk sjúkrahúsanna komið til móts við tilskipanir stjórnvalda um sparnað og hagræðingu og töluverður árangur hefur náðst við að draga úr kostnaði. Ytrasta aðhalds hefur verið gætt og er mönnun á sumum sviðum komin undir öryggismörk. Reynt hefur verið að hagræða eftir bestu getu. Við hagræðingu þarf þó stundum að kosta einhveiju til í upphafí en lítill skilningur hefur verið á slíkum fórnarkostnaði og þess í stað hefur verið reynt að hagræða án nokkurs tilkostnaðar. Þar með er ljóst að einungis getur verið um takmarkaðar hagræðinga- raðgerðir að ræða. Niðurskurðinum hefur að mestu verið mætt með því að loka deildum að hluta til eða að öllu leyti. Slíkur niðurskurður bitnar einna mest á endurhæfingu, öldrun- arþjónustu og þjónustu við geðsjúka en svo til ógerlegt er að draga úr bráðaþjón- ustunni. Enginn sparn- aður felst þó í slíkum lokunum, hér er ein- ungis um niðurskurð á þjónustu að ræða eða tilfærslu á kostnaði. Ef lokað er á einum stað/einni deild hlýtur einhver annar að þurfa að veita sjúklingunum þjónustu. 1 fyrirtækjum er það að jafnaði talið merki um góðan rekstur ef framleiðni og afköst aukast og viðskipta- vinum Ijölgar. Sam- hliða slíkum rekstri fylgir oftast bætt ijárhagsstaða. Þessu er öfugt farið innan sjúkrahúsanna. Eftir því sem framleiðni og afköst aukast og viðskiptavinunum ijölgar verður fjárhagsstaðan verri. Kostnaður á hvern viðskiptavin lækkar reyndar en heildarkostnaðurinn eykst. Við búum við afkastaletjandi kerfi þar sem best er að gera sem minnst og hafa sem fæsta viðskiptavini, þá gengur allt vel og bókhaldið gengur upp! Flest starfsfólk í heil- brigðisþjónustu hefur þó haft þann metnað að þannig vill það ekki vinna, þjónusta við sjúklingana hlýtur að ganga fyrir. Það er degin- um ljósara að við verðum að snúa þessari þróun við, breyta kerfinu og hugarfarinu. Er sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík lausnin? Mikið hefur verið rætt um kosti og galla við samein- ingu sjúkrahúsa og margir vilja stíga skrefið til fulls og sameina bráða- sjúkrahúsin í Reykjavík. Um síðustu áramót tók Sjúkrahús Reykjavíkur til starfa eftir samein- ingu Borgarspítalans og Landakots- spítala. Ljóst er að einhver hagræð- ing mun verða af slíkri sameiningu, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið en í upphafi má gera ráð fyrir auknum kostnaði a.m.k. á sumum sviðum vegna samrunans. Vegna skammtímasjónarmiða stjórnvalda virðist allur sparnaðurinn og ha- græðingin þurfa að skila sér að fullu strax á fyrsta ári án þess að nokkru sé kostað til og það er einfaldlega ekki hægt. Með sameiningunni hefur yfirbyggingin og stjórnunarbáknið þó stækkað þannig að heildaryfirsýn verður erfíðari viðfangs. Ég tel að lausn á ijárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík felist ekki í sameiningu þeirra. Hins vegar tel ég mikilvægt að auka samvinn- una og samnýta þær auðlindir sem sjúkrahúsin hafa yfír að ráða og á ég þar bæði við tækjabúnað en ekki síst þekkingu starfsfólks og sérhæf- ingu deilda sjúkrahúsanna. Skýr verkaskipting sjúkrahúsanna er nauðsynleg. Forvarnarstarf Engir yrðu sælli en starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar ef hægt Sigrún Knútsdóttir Nýtt útbob ríkisvíxla mi&vikudaginn 31. janúar Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 3. fl. 1996 Útgáfudagur: 2. febrúar 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagar: 3. maí 1996, 2. ágúst 1996, 7. febrúar 1997 Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Veröa skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum eabönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverö samþykktra tilboða, að lágmarki 1 milljón króna. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 31. janúar. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslú ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. væri að skera niður kostnað í heil- brigðisþjónustunni - að hægt væri að skera niður sjúkdóma og slys. Ef mögulegt væri að ákveða fyrir- fram ijölda þeirra sem þurfa á heil- brigðisþjónustu að halda á hveijum tíma væri gulltryggt að sjúkrahúsin í Reykjavík næðu að halda kostnaði innan fyrirfram ákveðins fjárlaga- ramma. Heilbrigðisþjónustan er bara ekki svo einföld og sjúkdómar og slys gera sjaldnast boð á undan sér. Nokkuð hefur þó þokast í rétta átt við að draga úr afleiðingum ýmissa sjúkdóma og fækka slysum. Öflugt forvarnarstarf og heilsuefl- ing er mjög mikilvæg til að ná ár- angri í þessum efnum en þó verður aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir sjúkdóma og slys hvað sem öliu forvarnarstarfi líður. Fjár- magni sem veitt er til forvarnar- starfa er vel varið. Vissulega er það svo að. ijárfesting í forvörnum skil- ar sér oftast ekki fyrr en eftir nokk- uð langan tíma en flestar Ijárveit- ingar til heilbrigðismála virðast því miður taka mið af skammtímasjón- armiðum. Raunhæfur sparnaður í heilbrigðiskerfinu næst, að mati Sigrúnar Knútsdóttur, með öflugri endurhæfingu. Grensásdeild undir niðurskurðarhnífinn? Endurhæfingardeild hefur verið starfrækt við Borgarspítalann und- anfarin 23 ár og er deildin væntan- lega betur þekkt sem Grensásdeild en þá nafngift hefur hún fengið vegna staðset:ningar sinnar á Grens- áshæðinni. Á deildinni er góð að- staða til endurhæfíngar og þar er fullkomnasta meðferðarlaug á land- inu. Mikil áhersla hefur verið lögð á nauðsyn þess að andrúmsloft á endurhæfingardeild sé hvetjandi og hafa rannsóknir sýnt gildi þess fýrir árangur endurhæfíngarinnar. Það eru ófáir einstaklingar sem hafa hlotið endurhæfíngu á deildinni í þessi 23 ár, einstaklingar sem lent Yönduð vinnu- brög'ð á líftrygg- ingamarkaði SÉRSTÖK ástæða er til að þakka Bjarna Þórðarsyni trygg- ingastærðfræðingi fyrir gagnlegar ábendingar til er- lendra líftryggingafé- laga á íslandi, sem birtust hér í blaðinu á fímmtudaginn. Þar með er hafin fagleg umræða um söfnun- artryggingar, sem nú fást aftur hérlendis eftir alllangt hlé. Þær eru hins.vegar dijúg- ur þáttur í trygginga- vernd einstaklinga og heimila meðal grann- þjóða. í breskum blöðum er um þær fjallað daglega með faglegum at- hugunum, hagtölum, gagnrýni og almennum umræðum. Greinin er öðru fremur áminning um að gætilega skuli fara með töl- ur í öllum samanburði og lýsingum á ávöxtunargetu tryggingasjóða. Eru það orð í tíma töluð og mættu fleiri, sem bjóða skylda þjónustu, taka þau til sín. Það er góð regla að sýna jafnan allar hliðar vöru eða þjónustu í senn, þannig að neytahd- inn hafi ávallt heillega mynd fyrir augum. Tvennt er það, sem rekur mig fram á ritvöllinn í tilefni af þessum skrifum. Höfundur nefnir aðeins þau tvö félög, sem gagnrýnd eru. Þá eru nefnd nokkur atriði, sem talið er sjálfsagt að neytendur séu upplýstir um, og lesandinn skilinn eftir með þá hugmynd að alvarleg brotalöm sé almennt í kynningu þeirra, sem bjóða slíkar trygging- ar. Ég sætti mig við hvorugt og bendi á eftirfarandi: anfarin 10 ár. Er FP þar í efsta sæti. Friends eiga nú þeg- ar alistóran hóp trygg- ingartaka hér á landi og fer hann ört vax- andi. En áður en ís- lenski. markaðurinn opnaðist tók þetta félag dijúgan þátt í baráttu undirritaðs fyrir umbót- um á frumvarpinu til laga um vátryggingar- starfsemi og upplýsti meðal annars hveiju þyrfti að breyta til þess að erlend félög gætu boðið hér starfsemi sína. Hafi þeir heila þökk fyrir. Það er því rétt og tilhlýðilegt að félagið njóti athygli til jafns við önnur og gjaldi þess hvergi að aug- lýsingar og fréttaflutningur af starfseminni gefi virtum fagmanni ekki tilefni til athugasemda. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að miðlun mín er óháð öllum félögum og hefur sam- skipti við önnur en FP, bæði starf- andi og enn óskráð á íslandi. Hafin er fagleg umræða um söfnunartryggingar, ------>--------------- segir Arni Reynisson, sem hér fjallar um tryggingavernd ein- staklinga og heimila. Árni Reynisson „Friends provident“ Upplýsingar til neytenda „Friends Provident“ er eitt af elstu og helstu líftryggingarfélög- um Bretlands, og þar með verald- ar. Það nýtur virðingar á alþjóða- vettvangi enda starfar það í 14 löndum. Hinir þekktu skoðendur líftrygg- ingarfélaga Woodlock og Knight gefa því hæstu einkunn í saman- burði sem tekur til eignastöðu, ávöxtunar, hagnaðar og þjónustu (policy administration). Money Management, tímarit Financial Times, mælir reglulega hæstu greiðslur úr aðalsjóði (With Profit Fund) til tryggingataka und- Síðari hluti greinar Bjarna lýtur að nokkrum atriðum, sem hann telur brýnt að tekið sé á í kynningu söfnunartrygginga. Við fljótan lestur mætti ætla að neytendur fái ekki slíkar upplýsingar hjá íslensk- um miðlurum. Læt ég því fylgja hér með stutta lýsingu á þeim grundvallaratriðum sem lögð eru fyrir væntanlega tryggingartaka. Þegar neytendinn hefur kynnt sér almenna þætti í bæklingi með íslenskri þýðingu biður hann um tilboð miðað við aldur, söfnunar- tíma og fjárhæð. Þá fær hann í hendur einkalýsingu (illustration)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.