Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 19 Kjarnorkusprengingar Frakka Ákvörðun um að hætta til- raunum fagnað ÁKVÖRÐUN Frakka að hætta kjarnorkutilraunum var fagnað víða um heim í gær. Ríki í Asíu og Kyrrahafi gagnrýndu þó áfram Frakka fyrir að hafa framkvæmt sex kjarnorkutilraunir en síðasta og jafnframt öflug- asta sprengjan var sprengd um helgina. I óvenju harðorðri yfirlýsingu frá japönsku stjórninni segir að Frakkar hafi neyðst til að hætta frek- ari tilraunum vegna alþjóðlegrar gagnrýni. Margir létu í ljós von um að nú yrði hægt að ganga frá alþjóðlegu samkomulagi um allshetjarbann við kjarnorkutilraunum, en stefnt er að því að undirrita það'í haust. Stjórnmálaleiðtogar í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi létu í ljós ánægju sína með að ekki yrðu sprengdar fleiri sprengjur en létu jafnframt reiði sína í garð Frakka koma skýrt fram. „Það er ánægju- legt að sprengingunum skuli hætt en þær hefðu aldrei átt að eiga sér stað til að byrja með,“ sagði Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu. „Það var aldrei ástæða til að framkvæma þessar tilraun- ir. Það var hneyksli að það skyldi gert engu að síður. Það var algjör- iega óásættanlegt að mikilvægt lýðræðisríki á borð við Frakkland skyldi hefja tilraunir á ný að kalda stríðinu loknu.“ Taka Frökkum með varúð Jim Bolger, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði að ríki í Kyrrahafi myndu taka Frökkum með varúð í mörg ár eftir þetta og fylgjast grannt með því hvort að þeir eða eitthvert annað ríki myndi gera hluti af þessu tagi á ný. Ráðamenn í Frönsku Polynesíu voru himiniifandi og sögðu nýtt tímabil hefjast nú þegar kjarnorku- tilraununum væri lokið. Gaston Flosse, forseti fulltrúaráðs eyríkja á svæðinu, hrósaði Chirac fyrir hugrekki og sagði að hans yrði minnst í sögunni sem mannsins er batt enda á kjarnorkutilraunir. Frakkar hafa lýst því yfir að þeir muni á næstu vikum undirrita samkomulag þar sem því er lýst yfir að Suður-Kyrrahafið sé kjarn- orkulaust svæði. Umfangsmikil fjárhagsaðstoð Óeirðir brutust út í Papetee, höfuðborg Tahiti, eftir fyrstu sprenginguna en ekki hefur komið til frekari mótmælaaðgerða. Oscar Temaru, leiðtogi sjálfstæð- issinna í Polynesíu, sakaði Chirac um að blóðmjólka Kyrrahafssvæðið í þágu hagsmuna Frakka. Hroki forsetans hefði komið greinilega í ljós í sjónvarpsávarpi hans á mánu- dagskvöld þar sem að hann minnt- ERLENT Reuter. KJARNORKUTILRAUNUM Frakka hefur víða verið mótmælt. Hér má sjá mótmælendur með skilti fyrir utan Parísaróperuna á mánudag einungis nokkrum klukkustundum áður en Chirac greindi frá því að hann hefði ákveðið að fleiri sprengjur yrðu ekki sprengdar. ist ekki einu orði á Polynesíu og íbúa þess. Frakkar ætla að veita um- fangsmikla ijárhagsaðstoð til ríkja á svæðinu á næstu árum til að vega upp þann samdrátt er verður þegar hernaðarframkvæmdir þeirra dragast saman. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, fagnaði ákvörðun Frakka og sagði Chirac hafa staðið við það loforð sitt að hætta tilraunum eins fljótt og unnt væri. Chirac hefur sætt harðrí gagn- rýni fyrir kjarnorkutilraunirnar jafnt á alþjóðavettvangi sem heima- fyrir og hafa gagnrýnendur forset- ans gjarnan kallað hann „Hiro- Chirac“ með tilvisun til fyrstu kjarnorkusprengjunnar er sprengd var yfir japönsku borginni Hiros- hima árið 1945. Franskar vörur hafa víða verið sniðgengnar og jafn- vel nánustu samstarfsríki Frakka innan Evrópusambandsins hafa formlega fordæmt tilraunirnar. Gagnrýni á Bandaríkjastjórn Til að öðlast virðingu á ný hyggjast frönsk stjórnvöld nú styðja samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum af fullu kappi. Charles Millon, varnarmálaráð- herra Frakklands, var í viðtali hjá útvarpsstöðinni RTL í gær spurður hvort að þessi afstaða einkenndist ekki af hræsni. „Við sögðum strax í upphafi að við myndum fram- kvæma þessar tilraunir en hætta síðan tilraunum alfarið. Önnur ríki hafa sagst vera hætt tilraunum en ekki útilokað frekari tilraunir s.einna meir,“ svaraði Millon. Hafa þessi ummæli verið túlkuð sem óbein gagnrýni á Bandaríkja- stjórn en franskir embættismenn segja Bandaríkjamenn vilja koma inn undanþáguákvæði í samkomu- lagið sem er í undirbúningi, þar sem einstaka tilraunir eru heimil- aðar við „sérstakar aðstæður". Stærsta gámaskip í heimi A.P. Moiler-útgerðin í Danmörku kynnti í liðinni viku stærsta gámaskip sem smíðað hefur ver- ið fram til þessa. Það heitir Reg- ina Mærsk, er 318 metra langt eða á lengd við Eiffelturninn í París og getur tekið um 6.000 tuttugu feta langa gáma. Meðal- siglingahraði verður um 25 sjóm- ílur á klukkustund. Skipið er hið fyrsta af 12 sömu gerðar, var smíðað í Lindo-skipasmíðastöð- inni í Óðinsvéum og kostaði rúm- lega sjö milljarða ísl kr. Áhöfnin er aðeins 13 manns. Li varar Tævana við sjálfstæði Taipei, Peking. Reuter. LI Peng, forsætisráðherra Kína, varaði stjórnmálaleiðtoga á Tævan við öllum sjálfstæðishugmyndum í gær og sagði Kínverja ekki geta heitið því að beita ekki hervaldi til að hindra slíka þróun. Kínvetjar líta á Tævan sem uppreisnarhérað. Fyrstu beinu forsetakosningar á Tævan verða 23. mars. Li sagði í gær að samskiptin við Tævan myndu aðeins geta þróast með eðlilegum og friðsamlegum hætti ef hugmyndir um formlegt sjálfstæði eyjarinnar yrðu lagðar á hiliuna. Ekkert gæti breytt þeirri staðreynd að Tævan væri kínverskt hérað. Viðbrögð leiðtoga á Tævan við yfír- lýsingu Li í gær voru misjöfn, margir sögðu að ekkert nýtt hefði komið fram í henni. Li nefndi engin tímamörk er hann ræddi um valdbeitingu. Einn af frambjóðendum stjómarandstöðunnar sakaði stjóm Lee Teng-huis foreeta um óvarkámi, hún hefði egnt Kína- stjóm að óþörfu, reyna mætti að semja við kommúnistastjómina um friðsam- lega lausn á deilunum. Almenningur á Tævan hefði ekki fengið réttar upp- lýsingar um stöðu mála. J' VIB opnar í útibúi íslandsbanka á Selfossi VÍB býður nú ásamt íslandsbanka enn frekari þjónustu \dð einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans á Selfossi. í dag verður opið hús í útibúinu þar sem bin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VIB verða á staðnum. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra á Hótel Selfossi um kvöldið. Húsið opnar kl. 19:30 og verða kaffiveitingar í boði íslandsbanka. 20:00 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. 21:00 Greiðir þú of háa skatta? Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. Verðbréfafulltrúi VÍB í útibúi Islandsbanka á Selfossi er Aslaug Guðmundardóttir. Hún mun annast alla almenna ráðgjöf kaup og sölu verðbréfa. Síminn hjá henni er 482-1011. FORYSTAI FJARMALUM! VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Adili ad Verðbréfaþingi Íslattds • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.