Morgunblaðið - 04.02.1996, Page 2
2 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
TORFI Leósson, skákmeistari
Reykjavíkur (t.h.), að tafli
gegn Bergsteini Einarssyni
sem hafnaði í 3.-4. sæti með
8V2 vinning.
Torfi Leósson, ný-
krýndur skákmeistari
Reykjavíkur
Fyrsti sigur
á skákmóti
TORFI Leósson, 17 ára gamall
nemandi á félagsfræðibraut í
Menntaskólanum í Hamrahlíð, er
nýkrýndur skákmeistari Reykjavík-
ur. Torfí hlaut 9>/2 vinning af 11
mögulegum en í öðru sæti varð
Sigurður Daði Sigfússon með 9
vinninga.
Torfi segir að titillinn sé mikil
hvatning fyrir sig því þetta sé í
fyrsta sinn sem hann sigri á skák-
móti og ekki dragi það úr ánægj-
unni að það skyldi verá svo stórt
mót.
„Eg hef teflt kappskákir síðast-
liðin sex ár en mannganginn lærði
ég þegar ég var fimm ára. Þetta
er hápunkturinn á ferli mínum fram
að þessu og einkar skemmtilegt
fyrir þær sakir að nú hef ég skráð
nafn mitt í íslenska skáksögir. í
raun stefndi ég ekki að sigri í mót-
inu en ég fann mig vel. Það var
ekki fyrr en í lokaumferðinni sem
ég áttaði mig á því að ég átti mögu-
leika á að sigra,“ sagði Torfi.
Keppt var eftir Monrad kerfinu
og voru þátttakendur 92 talsins.
Torfi hafði ætlað sér að draga úr
skákiðkun í desember sl. en var þá
boðið að taka þátt í alþjóðlegu móti
í Hafnarfirði. Þar gekk honum vel
og segist hann þá hafa fundið aftur
fyrir mikilli ánægju af því að tefla.
Torfi hyggst nú taka þátt í Alþjóð-
lega Reykjavíkurskákmótinu í
marsmánuði.
Skákstigum
fjölgar hratt
Torfí var með 2.165 Elo-stig fyr-
ir Skákþing Reykjavíkur en ætla
má að hann sé kominn upp undir
2.300 stig eftir sigurinn núna. Hann
segist þó lítið hugsa um stigin því
það geti verið truflandi. Torfi segist
halda sérstaklega mikið upp á rúss-
neska stórmeistarann Salov. „Þegar
ég skoða skákimar hans á ég frek-
ar gott með að skilja þær. Það
gæti verið einhver sameiginlegur
skilningsþráður í taflmennsku okk-
ar,“ sagði Torfi.
Cslf skipulag og regiulegur
spsmaður i einum pakkn
W
Morgunblaðinu í dag fylgir
20 síðna blaðauki sem nefnist
Fjármál fjölskyldunnar. Þar
er fjallað um skattframtalið,
neytendamál, lífeyrissparnað
og fjölskyldufjármál auk ann-
ars efnis.
______FRETTIR_____________
Guðrun Pétursdóttir í
kjöri til forsetaembættis
DR. GUÐRÚN Pétursdóttir, 45 ára
háskólakennari og forstöðumaður
Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís-
lands, tilkynnti í gær ákvörðun sína
um að bjóða sig fram til embættis
forseta Islands í kosningum þeim
sem fram fara í júní nk. „Þessi
ákvörðun er tekin eftir vandlega
yfírvegun og athugun á viðhorfí
Qölda fólks víða um land, úr öllum
stéttum og aldurshópum," sagði
Guðrún þegar hún tilkynnti ákvörð-
un sína á blaðamannafundi í Þing-
vallaherbergi Hótels Borgar.
„Ég býð mig fram til þessa starfs
vegna þess að ég vona að ég geti
þjónað bæði landi og þjóð í þessu
embætti,“ sagði Guðrún. Hún kvaðst
mikill föðurlandsvinur, hafa áhuga
á fólki og vera þaulvön að koma
fram í starfí sinu bæði heima og
erlendis. „Ég tala mörg tungumál,
ég hef ágæta menntun og ég tel að
reynsla mín geti komið að góðu
gagni í þessu starfí,“ sagði hún.
Steypuvinna
hafin í
álverinu
STEYPUVINNA hófst við nýjan
kerskála við álverið í Straumsvík
í gær. Steypt var í brautir í sökkl-
um kerskálans sem ÍSAL hafði
fengið sérstakt leyfi til þess að
steypa. Fyrirtækið hefur ekki
enn fengið byggingarleyfi frá
Hafnarfjarðarbæ. Frekari
steypuvinna fer ekki í gang fyrr
en leyfið hefur verið veitt. Að
sögn Tryggva Harðarsonar, for-
manns álviðræðunefndar Hafn-
arfjarðarbæjar, verður fundur í
byggingarnefnd næstkomandi
mið vikudag og hugsanlegt að
leyfið verði veitt þá.
Eindregnar óskir víða að
Guðrún sagði að hugmyndin um
framboð hefði farið að glæðast
snemma í haust þegar fólk sem til
hennar þekkti hefði farið að koma
að máli við hana. Sér hefðu borist
eindregnar áskoranir víða að. End-
anleg ákvörðun hefði verið tekin
fyrir fáum dögum.
Aðspurð um áætlaðan kostnað
við þátttöku í forsetakosningunum
og fjármögnun kosningabaráttunn-
ar, sagði Guðrún Pétursdóttir: „Ég
hef Iitla reynslu af kosningabaráttu
af þessum toga en svona barátta
er óframkvæmanleg nema menn
hafí að baki sér góðan hóp manna,
sem er tilbúinn að taka að sér að
sjá um fjármálin. Það er eins í þessu
framboði og í þeim sem á undan
hafa farið.“
Guðrún var spurð hveijir hennar
helstu samstarfsmenn væru: „Þar
eru ekki fulltrúar ákveðinna afla
Soðið í gat-
ið á Vini ÍS
VINUR ÍS, 257 tonna stálbátur frá
ísafirði, kom til heimahafnar kl. 6
í gærmorgun.
Leki kom að bátnum eftir að hon-
um hafði verið siglt á ísspöng þar
sem hann var að veiðum á Halamið-
um á föstudagskvöld. Smárifa kom
við sjólínu stjómborðsmegin að
framan og leki kom að káetu skip-
verja. Dælur höfðu vel undan og
skemmdir urðu óverulegar í káetu.
Rífa þurfti klæðningu úr káet-
unni meðan soðið var í gatið og var
stefnt að því að skipið héldi aftur
til veiða í gærkvöldi. Góð veiði hef-
ur verið á Halamiðum að undan-
fömu. Vinur er á línu.
þannig að það er erfítt að fara að
telja þá upp. Það mun koma í ljós
eftir því sem á baráttuna líður,"
sagði hún. Guðrún kvaðst telja sig
lítt þekkta meðal þjóðarinnar og
hún þyrfti að kynna sig, „þannig
að fólkið í landinu viti til hvaða
manneskju það er að taka afstöðu.
Það verður okkar meginmarkmið í
upphafí."
Hún sagði að ákvörðun um opnun
kosningaskrifstofu lægi ekki fyrir
né hver yrði fyrir valinu sem kosn-
ingastjóri framboðsins.
Á blaðamannafundinum kom
meðal annars fram að Guðrún
kvaðst styðja frumvarp sem eigin-
maður hennar, Ólafur Hannibals-
son, hefði lagt fram á Alþingi um
að skattfríðindi forseta íslands
verði afnumin.
Guðrún Pétursdóttir er dóttir
Mörtu Thors og Péturs heitins
Benediktssonar, fyrrum sendiherra,
bankastjóra og alþingismanns.
Um 20
starfsmenn
ÚA til Seyð-
isfjarðar
Fyrirtækið SÚA hf., sem Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. og
hlutafélagið Samleið stofnuðu í
haust, er að hefja loðnufrystingu
á Seyðisfírði. Þegar vinnslan verð-
ur komin á fullt, munu um 30
starfsmenn vinna við frystinguna
og fara 20 starfsmenn frá ÚA til
vinnu á Seyðisfirði. Aðrir starfs-
menn verða frá Seyðisfirði en ekki
tókst að fá fleiri heimamenn til
starfa.
SÚA gerði samning við SR-mjöl
um leigu á frystihúsi á Seyðisfírði.
Húsið var áður í eigu Norðursíldar
hf. og var endurbyggt í sumar.
SR-mjöl Iætur SÚA fá flokkaðar
loðnuafurðir sem síðan eru unnar
í frystihúsinu. Samningurinn gildir
til hausts árið 2000.
Siguróli Kristjánsson, verkstjóri
hjá UA, er farinn til starfa á Seyðis-
fírði og hann sagði í samtali við
Morgunblaðið, að unnið væri að
uppsetningu á nýrri pökkunarlínu
og frystitækjum og prufukeyrsla
væri að fara í gang.
„Við förum róléga af stað en
gerum ráð fyrir að afkastagetan á
sólarhring verði 50-60 tonn þegar
allt verður komið á fullt og þá
verður unnið á vöktum,“ sagði
Siguróli.
burðarliðnum
►Finnur Ingólfsson er búinn að
vera iðnaðar- ogyiðskiptaráðherra
frá því í apríl sl. Á upphafsdegi
ráðherradóms sagði hann að sín
stærstu verkefni yrðu að fjölga
störfum, að fylgja eftir stækkun
álversins í Straumsvík og breyta
ríkisbönkunum í hlutafélög. Nú er
meðgöngutfminn liðinn. /10
Aukin harka í Peking
►Stjómvöld í Kína hafa á síðustu
vikum lagt áherslu á hreinræktaða
sósíalíska hugmyndafræði og sýnt
aukna hörku í samskiptum við
umheiminn. Hefur þessi stefnu-
breyting mælst illa fyrir meðal
erlendra fjárfesta. /12
Huliðsheimur sjóbirt-
ingsins að opnast
► Sjóbirtingur, eða sjógenginn
urriði, er einkennisfiskur stóráa á
austanverðu Suðurlandi. Þrátt fyr-
' ir það hefur ósköp lítið verið vitað
um lífshætti hans en nú eru hafn-
ar viðamikiar rannsóknir á sjóbirt-
ingi. /18
Sólarupprás
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Pál Kr. Páls-
son í Sól hf. /22
B
► 1-28
Fúsi íSalem
►Varla kemur svo skip í ísafjarð-
arhöfn að Sigfús B. Valdimarsson
komi þar ekki um borð færandi
hendi með kristilegt lesmál og efni
ætlað sjómönnum. /1-4
Aftansól á glugga
►Á Vísnatorgi að þessu sinni er
fyallað um vísur sem sprottið hafa
í návígi íslendinga við hafið. /5
Ójarðneskurgróður
►Björk Guðmundsdóttir hélt fyrir
rúmri viku stærstu tónleika sína
til þessa, þegar hún lék í Wembley
Arena, 12.000 manna höll og Unun
hitaði upp. /14
c
FERÐALOG
► 1-4
Kampavín og kleinu-
hringir í morgunmat
►Sagt frá skútulífi og „snorki"
við Aruba í Karíbahafmu. /2
Keisarans gjöf kom
Austurríki á blað
►Rifuð upp sagan af því þegar
Otto III keisari gaf biskupnum í
Freising landið í kringum Neuho-
fen við ána Ybbs fyrir þúsund
árum, og hvað það hafði í för með
sér. /3
D BÍLAR
► 1-4
Tæknilegar hindranir
gegn amerískum bílum
► Bandarískirbílar2,4% af heild-
arbílasölunni hérlendis árið 1995
/2
Reynsluakstur
►Baleno með aldrifi á hagstæðu
verði. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak tdag 40
Leiðari 26 Fólk I fréttum 42
Helgispjall 26 Bió/dans 44
Reykjavíkurbréf 26 íþróttir 48
Minningar 32 Útvarp/sjónvarp 49
Myndasögur 38 Dagbók/veðu'r 51
Bréftil blaðsins 38 Gárur 6b
Brids 40 Mannlífsstr. 6b
Stjörnuspá 40 Dægurtónlist lOb
Skák 40 Kvikmyndir 12b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Dr. Guðrún Pétursdóttur á blaðamannafundi á Hótel Borg I gær þar sem tilkynnt var um forseta-
framboð hennar. Við hlið hennar situr Ólafur Hannibalsson, eiginmaður hennar, og að baki þeim
stuðningsmennirnir, frá vinstri, Áslaug Ragnars, Þóra Arnórsdóttir, Jón Bragi Bjarnason, Kristín
Bjarnadóttir og Hilmar Foss.
STEYPUVINNA hófst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í nýjum kerskála álversins í Straumsvík
í gærmorgun.