Morgunblaðið - 04.02.1996, Page 11

Morgunblaðið - 04.02.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 11 Okkur mun aldrei takast að byggja upp á Islandi öflugt atvinnulíf og sam- keppnisfært erlend- is nema fá erlent fjármagn inn í fyrirtækin. Því beinum við kröftum okkar nú mjög að leit að erlendum fjárfestum. frumkannana á erlendum mörkuðum og aðlögunar vörunnar að nýjum mörkuðum. Líka veittir styrkir til heimsókna í fyrirtæki og þátttöku í sýningum erlendis," segir Finnur. Um árangur af skipulegri leit að erlendum smáfyrirtækjum sagði ráð- herra það eitt að verið sé að skoða tvö sænsk fyrirtæki og einnig ein- hver í Þýskalandi, en vildi ekki nefna þau. „Ef á að treysta nýsköpunina þarf hún að verða innan starfandi fyrir- tækja ekkert síður en í nýjum fyrir- tækjum, vegna þess að þar er til staðar í fyrsta lagi íjármagn, í öðru lagi þekking og í þriðja lagi reynsla af rekstri fyrirtækja," sagði Finnur. Erlent fjármagn nauðsyn í sambandi við atvinnumálin höf- um við rætt um hin almennu skilyrði sem hafa verði í huga og nú bætir ráðherra við öðru atriði, erlendri fjár- festingu sem skipti gríðarlegu máli. „Ef okkur á að takast að byggja hér upp íslenskt atvinnulíf þá verðum við að auka þar erlenda fjárfestingu. Markaður okkar er svo lítill og fjár- magnið takmarkað. Við erum svo veikburða að okkur mun aldrei tak- ast að byggja upp á íslandi öflugt atvinnulíf, sem verður samkeppnis- fært við atvinnulíf erlendis, nema fá erlent íjármagn inn í fyrirtækin. Því beinum við kröftum okkar um þessar mundir mjög að leit að erlendum fjár- festum. Annars vegar gegnum Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, MIL, sem er að leita að erlendum fjárfestum í orkuf- rekum iðnaði og beinir sjónum sínum eingöngu að því. Hins vegar Fjárfest- ingaskrifstofu viðskiptaráðuneytis- ins, sem starfar með Útflutnings- ráði. Við höfum gefið út sérstakt kynningarrit um Island, þar eru tí- undaðir kostir íslands sem vænlegs fjárfestingaraðila, sem byggist á að- ild okkar að EES, hagstæðu skatt- kerfi, góðri legu landsins, samkeppn- ishæfu orkuverði, vönduðum vinnu- brögðum, velmenntuðu vinnuafli og hreinni og óspilltri náttúru. Þá höfum við tekið upp einstök verkefni í samvinnu við fyrirtæki og sveitarfélög,“ heldur ráðherra áfram. „Gleggsta dæmið um þetta er sam- starf ijárfestingaskrifstofunnar og sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hitaveitu Suðurnesja, þar sem Suð- urnesin eru tekin og sérstaklega skil- greind sem ákveðið svæði fyrir þá sem vilja flárfesta. Þetta svæði hefur upp á að bjóða heitt vatn, kalt vatn, nálægð við flugsamgöngur og reynslu í að reka stórfyrirtæki eins og ÍSAL. Allir þessir kostir eru tíund- aðir. Síðan förum við með skipuleg- um hætti í þetta með erlendum ráðg- jöfum. Höfum ráðið bandaríska ráð- gjafa, þýska ráðgjafa og enska ráð- gjafa til að kynna þessa kosti og reyna að finna fyrirtækin, sem eru að leita fyrir sér um ijárfestingu þar sem slík skilyrði eru uppfyllt. Annað svona verkefni höfum við sett í gang með Verslunarráði, sem er að leita að ijárfestum inn í starfandi fyrir- tæki. Og þriðja verkefnið sem við erum með í undirbúningi á þessu sviði er matvælaverkefni í samstarfi við Eyfirðinga. Og í undirbúningi er núna ijárfestingaverkefni í samvinnu við sveitarfélögin í Austurlandskjör- dæmi.“ En sýnast menn ekki hræddir við þetta erlenda fjármagn? „Ég hefí lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um erlenda ijárfestingu í íslensku at- vinnulífi. Verði það að lögum verður bein erlend fjárfesting áfram bönnuð í íslenskum sjávarútvegi. En sam- kvæmt frumvarpinu er leyfð óbein fjárfesting í fiskvinnslufyrirtækjun- um.“ Stöðnun rofin Finnur segir að samningurinn um stækkun álversins í Straumsvík hafi haft meiri sálfræðileg áhrif heldur en efnahagsleg. „Atvinnulífið tókst á loft, því með samningnum var rof- in áratuga stöðnun sem verið hafði í uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Atvinnulífíð og fólkið fékk aftur trú á að við gætum gert slíka samninga - dregið til okkar erlenda fjárfest- ingu. Ég held að flestir hafí verið búnir að afskrifa stækkun álversins, þetta væri bara enn eitt álverið sem byggt væri á skrifborði iðnaðarráð- herra en kæmist ekki lengra. Því var þessi samningur okkur ekki hvað sist mikilvægur. Samningurinn sjálf- ur er raunar engir smámunir, því þetta er stærsti fjárfestingasamning- ur sem íslendingar hafa gert síðan samningurinn um byggingu verk- smiðjunnar 1966.“ Nú lítur út fyrir að samningur við Columbia Aluminium sé að detta út, hvað mundi það gera? „Ég vil ekki afskrifa það mál, en er ekkert of bjartsýnn á það vegna þessara átaka í fyrirtækinu í Bandaríkjunum. En ef það kæmi til þá væri verið að tala um að fara í miklu stærri fram- kvæmdir í virkjunum. Engar ákvarð- anir hafa verið teknar um hvar í þær mundi ráðist. Þá hafa verið uppi hugmyndir um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Þar erum við 55% eignaraðilar og getum í sjálfu sér tekið ákvörðun í krafti meirihluta. Hins vegar er það auðvitað óskyn- samlegt vegna þess að við höfum átt mjög gott samstarf við eignaraðila okkar þar, Elkem í Noregi og Sumi- tomo í Japan. Þeir komið inn í með aðstoð á erfiðleikatímum. Því viljum við freista þess að skapa góða sam- stöðu um stækkunina. En í mínum huga er ekki nokkur einasti vafi að stækkun þeirrar verksmiðju er mjög hagstæður kostur. Ákvarðanir um það gætu e.t.v. verið teknar mjög fijótlega, en maður sér ekki fram á að stækkunin kæmi í fullan rekstur fyrr en 1999. Við erum auðvitað í þessu sambandi að reyna að stilla saman markaðsaðstæðum og af- hendingu á orku. Síðan höfum við verið í sambandi við þennan gamla Atlantsálhóp, þar sem Bandaríkja- menn, Hollendingar og Svíar voru með hugmyndir um byggingu á Keil- isnesi. Þar höfum við ekkert afskrif- að.“ Framtíöarstefna í orkumálum Nú hafið þið verið að tala um að leysa upp Landsvirkjun og jafnvel leggja niður Orkustofnun. „Staðreyndin er sú að Landsvirkj- un hefur frá því hún var stofnuð gegnt gríðarlega mikilvægu hlut- verki í að tryggja þá stóriðjusamn- inga sem við höfum náð. Það bygg- ist á því að Landsvirkjun er öflugt fyrirtæki með þennan sterka bak- hjarl sem er ríkið. Það er engin spurning að samningurinn um bygg- ingu ÍSAL á sínum tíma, samningur- inn um Járnblendiverksmiðjuna og þeir orkusölusamningar sem við höf- um náð við erlenda aðiia, nú síðast stækkun ÍSAL og það sem við erum kannski nú að horfa fram á, byggist á því að Landsvirkjun er þetta sterka og öfluga fyrirtæki þar sem ríkið er bakhjarlinn. Þannig að því getum við ekki raskað. Auðvitað má velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að skipta fyrirtækinu upp, annars vegar í fyrir- tæki sem selur inn á almennings- markaðinn og hins vegar þetta fyrir- tæki sem sér um stórorkusöluna. Staðreyndin er sú að Landsvirkjun hefur yfirburðastöðu í orkuvinnsl- unni. Þegar ég tala um að auka sam- keppnina, þá er ég að tala um að fieiri aðilar geti unnið orku. Maður sér þá fyrir sér að fyrirtækin sem færu í samkeppnina seldu raforkuna inn á net, sem sæi um dreifinguna um land- ið. Þótt mótuð hafi verið nokkuð skýr stefna í orkumálum fyrir einum 15 árum þá hefur fennt svolítið yfír hana. Ég legg áherslu á að taka þá stefnumótun upp og tel tíma einmitt kom- inn núna til að setjast niður og móta fram- tíðarstefnu í orkumál- um. Fyrir því eru tvær meginástæður. Að- stæður hafa breyst á undangengnum árum, orkugeirinn að verða alþjóðlegri og stefnan er ekki skýr gagnvart þeim sem við skipu- lagið þurfa að búa. Þess vegna vil ég taka skipulag orkumála til endurskoðunar og setja þar íjögur meginmarkmið: l)að auka hagkvæmni 2) að koma á aukinni samkeppni í orku- vinnslunni 3) að geta tryggt orku- jöfnun í landinu, enda yrði ekki póli- tísk samstaða um annað, og 4) að afhendingaröryggi verði tryggt. Þessi nefnd er að fara af stað innan tíðar. Ég hefí óskað eftir tilnefningu frá öllum þeim aðilum, sem málinu tengjast og hafa hagsmuna að gæta. Ég ætla ekki að gefa nefndinni neina forskrift. Hún fer þó af stað með þessi fjögur markmið, sem verða útgangspunktar af minni hálfu.“ Grunnrannsóknir ávallt á Orkustofnun Hvað er ráðherrann að hugsa varðandi grunnrannsóknirnar, sem þetta byggist allt á, ef Orkustofnun yrði lögð niður? „Það stendur ekki til að leggja Orkustofnun niður, það er af og frá. Henni gæti hins vegar verið fengið breytt hlutverk. Ég legg áherslu á að grunnrannsóknir verði ávallt til á Orkustofnun. Rannsóknarumhverfið verður þar til ásamt varðveislu upp- lýsinga og þekkingar. Hins vegar er alltaf spurning með hvaða hætti menn afla sér þessarar þekkingar. Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstofn- anir, hvort sem það eru orkustofnan- ir eða aðrar, geti verið sveigjanlegar í öllum sínum störfum. Orkustofnun á að vera sú stofnun sem heldur utan um grunnrannsóknir, hún á að vera það sveigjanleg að hún geti leit- að út á markaðinn og látið vinna fyrir sig. Öll þekking þarf ekki að vera fyrir hendi í einni stofnun. Allar upplýsingar sem snúa að grunnrann- sóknum þurfa að vera þar. Það ger- um við með því að hlutverk Orku- stofnunar sé skilgreint, hún sé í ákveðnum verkefnum, en geti látið sjálfstætt starfandi verkfræðinga, jarðvísindamenn o.fl. vinna ákveðin verk fyrir sig. Þar sé til staðar mann- skapur til að sinna nauðsynlegum grunnrannsóknum, en viðbætur geti komið gegnum aðkeypta þjónustu. Orkustofnun hefur mikilvægu hlut- verki að gegna sem rannsóknastofn- un.“ Auólindagjald á allar auðlindir Hefur verið drepið á hugsanlegan auðlindaskatt í sambandi við virkj- anir? „Umræðan um auðlindaskatt er að mínum dómi á villigötum," svarar Finnur. „Það sem fyrst og fremst hefur verið einblínt á er að láta sjáv- arútveginn greiða auðlindagjald í þeim tilgangi að jafna samkeppnis- aðstæður milli sjávarútvegs og iðn- aðar. Um þessar mundir er sjávar- útvegurinn eða einstakar greinar hans reknar með talsverðu tapi. Aft- ur á móti er afkoman í iðnaðinum góð. Þegar slíkar aðstæður eru uppi þá þarf ekki auðlindaskatt á sjávar- útveginn til þess að jafna aðstæður hans við aðstæður iðnaðarins. For- gangsverkefni í sjávarútveginum er að byggja upp fiskistofnana og greiða niður skuldir atvinnugreinar- innar. Með þessu er ég ekki að úti- loka auðlindaskatt. Ef lagður verður á auðlindaskattur þá verður hann að leggjast á allar þær atvinnugreinar sem nýta auðlindirnar, hvort sem er í sjávarútvegi eða iðnaði. Ef sú póii- tíska ákvörðun verður tekin að leggja á auðlindaskatt þá ct það bara eitt form skattheimtu. í dag eru lagðir á beinir skattar, óbeinir skattar og eignarskattar og viðbótarekattheimt- an yrði þá auðlindaskatturinn. Ég vil alls ekki útiloka að slíkur skattur yrði lagður á þar sem skattstofn fyr- ir slíkan skatt væri mjög öruggur, innheimta skattsins trygg, en slík viðbótarskattlagning á ' atvinnulífið kallaði auðvitað á aðgerðir gagnvart því til þess að bæta upp þá viðbót sem af hlytist. Ef við yrði komið aukinni sam- keppni í orkuvinnslu og margir aðilar sæktust efir virkjunarrétti á ákveðn- um stöðum, þá gæti einmitt ákvörðun um hver fengi virkjunarréttinn verið tekin með hliðsjón af því hver treyst- ir sér til þess að greiða mest fyrir afnotin af auðlindinni. Sá sem greiddi hæst gjald væri vafalaust sá sem ræki sitt fyrirtæki þannig að hann treysti sér til að borga háan skatt fyrir auðlindina og um leið að vera samkeppnisfær í orkuverði til neyt- enda.“ Umbreytingar á f|ármagnsmarkaðinum „í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir miklum breyt- ingum á flármagnsmarkaðinum. Nái það allt fram að ganga gætu orðið stórstígari umbreytingar en nokkurn tíma hafa orðið á fjármagnsmarkað- inum,“ segir Finnur. „Það byggi ég í fyrsta lagi á að ríkisstjórnin hefur ákveðið að breyta " ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög. Tilgangurinn er sá að tryggja jafnar samkeppnis- aðstæður ríkisviðskiptabankanna og hlutafélagsbankans. Jafnframt að opna fyrir þann möguleika að ríkis- viðskiptabankarnir geti bætt eigin- fjárstöðu sína. Við þurfum að tryggja eiginfjárstöðu þessara banka. Það gerum við með því að opna bankana fyrir nýjum hluthöfum, svo að þeir verði betur í stakk búnir til að mæta erlendri samkeppni. Við styrkjum ekki eignastöðu bankanna með því að selja eignarhluta ríkisins og skipta þannig um eignarhald á því sem fyr- ir er í bönkunum." Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Annað atriði í stjórnarsáttmálan- um er að ríkisstjórnin ætli að taka fjárfestingalánasjóðakerfið til end- urskoðunar. „Ég sé það geta gerst með þeim hætti að þessir meginfjárfestinga- lánasjóðir eins og Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður séu gerðir að hlutafélögum. Og síðan verði til sérstakur sjóður, sem væri nýsköpunarsjóður atvinnulífsins - gæti þess vegna alveg eins verið Iðn- þróunarsjóður - þar sem ákveðinn hluti af eigin fé eða arði þessara fjár- festingalánasjóða yrði greiddur til nýsköpunar í atvinnulífinu. Megin- hlutverk þessa nýsköpunarsjóðs yrði að veita fyrirtækjum lán, ábyrgðir eða styrki til þróunar- og nýsköpun- arverkefna, stuðla að vöru- og tækni- þróun, og markaðssetningu íslenskr- ar framleiðslu og þekkingar hérlend- is og erlendis." Ráðherra nefndi þriðja liðinn sem máli skipti í þessari endursköpun á fjárfestingamakaðinum. „Ríkis- stjórnin hefur áform um að flytja húsnæðislánakerfið yfir í bankakerf- ið. Og ijórði þátturinn er síðan endur- skoðun á lífeyrissjóðakerfinu.“ Lífeyrissjóöirnir opnaðir Hvernig sér Finnur Ingólfsson þessa endurskoðun á lífeyrissjóða- kerfinu? Nú er sá lífeyrissjóður sem fyrst og fremst kemur ríkinu við með betri kjör en aðrir sem greiða hann niður. „Nefnd á vegum fjármálaráðherra er að vinna að þessu. Eitt af verkum þessarar nefndar er einmitt að sam- ræma lífeyrisréttindi landsmanna. Endurskoðun á lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna gæti verið liður í því. Þær breytingar sem ég vil sjá á líf- eyriskerfinu eru að áfram skuli vera skylda að greiða í lífeyrissjóð, laun- þegi geti valið þennan lífeyrissjóð sem hann vill greiða í, réttur séreign- arsjóða verði skilgreindur, lög verði sett um starfsemi lífeyrissjóðanna og að launþeginn geti ákveðið hversu víðtæka tryggingavernd hann vill kaupa sér. Áf hverju skyldi einhleyp- ur maður t.d. þurfa að greiða iðgjald í makalífeyri og barnalífeyri? Því skyldi hann ekki geta ákveðið hver hans tryggingavernd á að vera? Gæti þar af leiðandi kannski fengið sér aukna lífeyrisvernd eftir því hvernig hans aðstæður eru. Þetta val á fólk auðvitað að hafa. Þetta tel ég að líka geti verið til innan starfandi lífeyrissjóða. En mikilvægast er þó að auka sjóðsfélagalýðræðið, það verði miklu meira og beint afgerandi um störf og stefnumótun lífeyrissjóð- anna. Það á að gerast með árlegum aðalfundi í öllum lífeyrissjóðum. Þar eiga allir sem eiga lífeyrisréttindi að geta komið, fengið upplýsingar og tekið þátt í aðalfundinum með at- kvæði sínu. Með atkvæði sínu haft bein áhrif á stjórn, fjárfestingastefnu og rekstur.“ Úr því við erum að tala um ein- staklingana sem beint er að fjár- magnstekjuskatti, hvar er það mál statt eftir frestunina? „Þetta er á vegum fjármálaráð- herra og eftir því sem ég best veit er nefndin langt komin í sínum störf- um og þar sæmilega góð pólitísk samstaða. Það eru áform ríkisstjórn- arinnar að koma þessum fjármagns- tekjuskatti á. Tvennt skiptir þarna miklu máli, í fyrsta lagi að féð fari ekki þangað sem menn telja skjól fyrir skatti og hitt að þetta leiði ekki til vaxtahækkunar." Finnur kveðst ekki vita hvenær þetta verður, en það geti orðið á þessu ári. Við drepum aðeins á pappírslaus * viðskipti, sem ráðherrann telur geta orðið til mikillar hagkvæmni og get- ur vel séð að verðbréfamarkaðirnir þróist yfir í það. Og á hugsanlega þátttöku í Evrópumynt, sem hann virðist ekki telja eins hagkvæmt í okkar litla efnahagslega umhverfi. Ekki breyting á Seðlabanka Það leiðir talið að bönkunum, sem orðið hafa fyrir mikilli gagnrýni. M.a. að ríkisvaldið hafí allt of mikil tök á Seðlabankanum. Geti með því stjórnað vöxtum. Vill viðskiptaráð- herra auka sjálfstæði Seðlabankans? „Ríkið er auðvitað mjög stór aðili á þessum fjármagnsmarkaði og get- ur verið leiðandi aðili á þessu sviði. En Lífeyrissjóðirnir ráða þar einnig miklu. Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun. En hann hefur hins vegar það hlutverk að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann getur ákveðið að gera ágrein- ing opinberan, en eftir sem áður á hann að fylgja stefnu ríkisstjórnar- innar. Á meðan þetta fyrirkomulag er til staðar tel ég vera mikilvægt að bankastjórar Seðlabankans séu í góðu sambandi við stjórnvöld á hverj- um tíma,“ segir Finnur Ingólfsson og kveðst ekki hafa hugað að neinum breytingum á Seðlabankanum. Hann vill sjá hver þróunin verður þar sem mjög miklar breytingar eru að verða á markaðinum svo sem fram hefur komið. Best að stíga eitt skref í einu. Níu mánuðir á ráðherrastóli Finnur Ingólfsson er búinn að vera iðnaðar- og viðskiptaráðherra í 9 mánuði. Hann er viðskiptafræðingur að mennt. Þetta er hans fyrsta ráð- herraembætti, en áður hafði hann verið aðstoðarmaður tveggja ráð- herra, sjávarútvegsráðherra 1983- 1987, þar sem hann kveðst hafa feng- ið sitt pólitíska uppeldi hjá Halldóri Ásgrímssyni, og síðan aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- ráðherra til 1991, er hann varð al- þingismaður. Hann sér ekki ástæðu til annars en að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið, samstarfíð sé mjög gott og undir traustri forustu. Þessir fáu mánuðir sýni að þetta sé ríkisstjóm framfara. Á þessum níu mánuðum virðist meðgangan hafa gengið fljótt og vel og býsna margt í burðarliðnum í ráðuneytum hans. Finnur er fjölskyldumaður. Kona hans er Kristín Vigfúsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiga þau 3 börn. Þótt ekki gefist miklar tómstundir eru áhugamálin mörg. Hann stundar lík- amsrækt og íþróttir, spilar knatt- spyrnu með vinum sínum. Hann kveðst vera mikill útivistarmaður og náttúrubarn í sér, enda kom hann ungur maður utan af landi, frá Vík í Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.