Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Aukín
harka
í Peking
Stjómvöld í Kína hafa á síðustu vikum lagt
áherslu á hreinræktaða sósíalíska hug-
myndafræði og sýnt aukna hörku í samskipt-
um við umheiminn. Hefur þessi stefnubreyt-
ing mælst illa fyrir meðal erlendra fjárfesta.
mm
KÍNVERSKIR námsmenn sýna hug sinn til forsætisráðherra Kína í mótmælunum árið 1989,
EIÐTOGAR kínverska
Kommúnistaflokksins
hafa undanfarið tekið
upp breytta stefnu af
ótta við að þeir séu að
missa völd heima fyrir og að um-
heimurinn sé að brugga þeim laun-
ráð. Hefur þetta vakið upp áhyggjur
um að tími efnahagslegra umbóta,
sem hin aldni leiðtogi Deng Xiaoping
stóð fyrir, kunni að vera á enda.
Aukinnar hörku gætir á flestum
sviðum í stefnumótun kínverskra
stjórnvalda, allt frá mannréttinda-
málum og hugmyndafræði til við-
skipta og samskiptanna við Taiwan.
Hafa erlendir fjárfestar, sem til
skamms tíma flykktust inn á hinn
ört vaxandi kínverska markað, af
þessu miklar áhyggjur.
Að mati margra hefur hrokafull
og fjandsamleg framkoma stjórn-
valda tekið mesta glansinn af kín-
verska markaðnum.
Haga sér eins og þeim sýnist
„Kínveijar hafa ákveðið að þeir
geti hagað sér eins og þeim sýnist,"
sagði bankamaður í Hong Kong og
benti á hótanir um að bann verði
lagt við að greint sé frá efnahagsleg-
um upplýsingum og aukna skatt-
lagningu á erlend fyrirtæki. „Þeir
líta mjög stórt á sig þessa stundina
og eru sannfærðir um að Kína sé
það mikið veldi að umheimurinn
geti ekki litið framhjá því og alls
ekki gagnrýnt það.“
Annar fjármálamaður, sem hefur
margra ára reynslu af samskiptum
við Kínveija, segir stjórnvöld í Pek-
ing hafa tekið upp framgöngu er
byggi á mjög afdráttarlausri stefnu
innanlands jafnframt sem vestræn
gagnrýni, ekki síst á stöðu mannrétt-
indamála, sé tekin óstinnt upp.
Leiðtogar Kína séu að segja um-
heiminum að þeir geri hlutina sam-
kvæmt eigin höfði.
Enn sem komið er hefur þessi
stefnubreyting þó ekki valdið neinu
uppnámi í fjármála- og kaupsýslu-
heiminum. Háttsettur stjórnandi í
einu helsta verðbréfamiðlunarfyrir-
tæki Hong Kong segir þá kínversku
embættismenn er hann sé í tengslum
við sífellt verða opnari og að hann
sjái ekki neina ástæðu til svartsýni.
Hann játaði þó að innan kínversku
stjórnsýslunnar væri að finna mis-
munandi áherslur og að margar
stofnanir væru með sjálfstæða
stefnumótun.
Það á ekki síst við um stjórnina
í Peking og Jiang Zemin forseta, sem
vinnur nú að því að treysta völd sín,
til að verða arftaki Dengs.
Telja menn sig sjá handbragð for-
setans,- sem er verkfræðingur
menntaður í Sovétríkjunum, á bak
við aukna hörku í garð Taiwan, til-
raunir til að koma fréttaflutningi í
hendur flokksins á ný og aukna
áherslu á hreinræktaða sósíalíska
hugmyndafræði.
ÝMSIR fréttaskýrendur telja að dýrkunin á Deng, hinum aldna
en embættislausa flokksleiðtoga, heyri brátt sögunni til.
Reuter
Jiang Zemin, forseti Kína, er
talinn ábyrgur fyrir þeirri
harðlinustefnu sem einkenna
þykir framgöngu stjórnvalda
nú um stundir.
Ræðið um stjórnmál, ekki
efnahagsmál
I síðustu viku skipaði hann flokks-
mönnum að ræða meira um stjórn-
mál, sem túlkað hefur verið sem
skilaboð um að efnahagsmál hafi
veri of áberandi í umræðunni á
valdatíma Dengs.
Vestrænn stjórnarerindreki í Pek-
„Ríkí pabbastrákurinn“
nær eyrum kjósenda
BANDARÍSKI auðkýfmgur-
inn Steve Forbes er nú far-
inn að ógna Bob Dole í
baráttu repúblikana um forseta-
framboðið en forsetakosningamar
verða í nóvember. í sumum
könnunum er Forbes þegar með
meira fylgi en Dole og því getur
allt gerst í forkosningum á næstu
vikum. Forbes vill taka upp flatan
tekjuskatt, draga úr skattbyrðinni,
hann heitir stórauknum hagvexti
og almennri hagsæld í kjölfarið.
Hann virðist með þessum boðskap
sínum hafa tekist að ná eyrum al-
mennings og aðrir frambjóðendur
keppast nú við að leggja fram hug-
myndir um breytingar á skattkerf-
inu; flatur skattur er oft hluti
þeirra. Boðskapur Forbes er fyrst
og fremst sá að taka beri upp ein-
falt skattkerfi með sem
fæstum undanþágum
og verði undirstaðan
flatur, 17% tekjuskatt-
ur er allir greiði. Þá
muni losna um hömlur
á sjálfsbjargarviðleitni,
þetta muni hleypa
miklum krafti i allt
efnahagslífið á skömm-
um tíma.
Dálkahöfundurinn
Robert Samuelson hjá
Newsweek og fleiri
gagnrýnendur Forbes
segja hann oftúlka
ýmsar skynsamlegar
hugmyndir um breyt-
ingar í opinberum rekstri og mis-
nota almenna andúð á skattpín-
ingu. Hugmyndir hans muni aldrei
geta leyst sjálfan
grundvallarvandann,
ofþenslu ríkisútgjalda
og vaxandi kröfur
allra, einriig vel-
efnaðra miðstéttar-
manna, um aukna og
ódýrari þjónustu opin-
berra aðila - án
skattahækkana.
Vinstrisinnaðir
demókratar segja að
flatur tekjuskattur
muni aðallega koma
auðugu fólki til góða,
misskipting auðs hljóti
að vaxa. Einnig er
bent á að Forbes horfi
fram hjá ýmsum aukaverkunum,
m.a. auknum halla á ríkissjóði.
Steve Forbes
Ausið úr eigin sjóðum
Steve Forbes er 48 ára gamall,
elsti sonur Malcolms Forbes er varð
vellauðugur á útgáfustarfsemi og
eru eignir frambjóðandans taldar
nema 439 milljónum dollara, um
27.000 milljónum króna. Hann
þiggur ekki opinbert fé til baráttu
sinnar og getur því ausið af eigin
sjóðum meðan þeir endast, giskað
er á að hann hafi þegar eytt allt
að 20 milljónum dollara, tæpum
þrettán hundruð milljónum króna.
Þótt repúblikanar séu yfirleitt tald-
ir hlynntir auðmönnum hafa keppi-
nautar Forbes ekki hikað við að
gagnrýna fjárausturinn. Ræða þeir
háðslega um „ríka pabbastrákinn“.
í herbúðum Dole hafa menn
krafist þess að Forbes leggi fram
skattaskýrslu sína til að kjósendur
geti séð hvort hann hafi notað
ýmsar löglegar en umdeildar
skattasmugur til að losna sjálfur
við tekjuskatt en grunur leikur á
því.
Mjög er um það deilt hvort vin-
sældir Forbes sé sápukúla er fljót-
Iega bresti. Sumir segja að almenn-
ingur hafi einkum fengið áhuga á
honum vegna gríðarlegrar auglýs-
ingaherferðar hans og aðrir fram-
bjóðendur séu einfaldlega svo
óspennandi að samkeppnin sé lítil.
Fólk sé dauðþreytt á venjulegum
pólitíkusum og einn helsti kostur
Forbes sé að hann hafi ekki verið
virkur í stjórnmálum fyrr en nú.
Þeir sem til hans þekkja segja
að Forbes hafi lengi fylgst afar vel
með helstu hræringum í landsmál-
unum. Faðir hans bauð sig tvisvar
fram til ríkisstjóra í New Jersey
en tapaði; sonurinn dró margan
lærdóminn af þeim tilraunum.
Forbes virðist frá unga aldri hafa
haft ánægju af því að viðra um-
deildar skoðanir og deila um hug-
myndafræði. Hann er sagður
þijóskur, kurteis en harðskeyttur.
„Eg er í þessu til að sigra,“ sagði
hann nýlega.
Mörgum þykir bjartsýni Forbes
á framtíð þjóðarinnar, einfaldanir
hans á vandamálunum, ofurtrúin á
einstaklingsfrelsi og kapítalisma
minna nokkuð á Ronald Reagan.
Menntamannsleg framkoma Forb-
es og þurrlegur fyrirlestrastíll
stinga þægilega í stúf við þaulæfð
alþýðlegheit og stórkarlalega
fyndni sem oft einkennir banda-