Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóðatónleikar
Anna Sigríður
Helgadóttir
Gerrit
Schuil
ari og síðustu öld
ANNA Sigríður Helgadóttir mezzó-
sópran og Gerrit Schuil píanóleikari
halda ljóðatónleika í sal Tónlistar-
skólans á Sauðárkróki þriðjudaginn
6. febrúar kl. 21. Á efnisskránni
eru sönglög frá þessari og síðustu
öld. Flutt verða verk eftir B. Britt-
en, Dvorák, Gunnar Reyni Sveins-
son og bandaríska sönglagahöf-
unda.
Anna Sigríður stundaði söngnám
við Tónskóla Sigursveins og Söng-
skólann í Reykjavík. Árið 1989 hélt
hún til Ítalíu þar sem hún var nem-
andi Rinu Malatrasi í þrjú ár. Jafn-
framt því að syngja með kórum og
sönghópum hefur hún víða komið
fram sem einsöngvari og flutt bæði
sígilda tónlist og djass.
Á næstunni heldur Anna Sigríður
til Svíþjóðar þar sem hún tekur
þátt í uppfærslu við óperuna í
Gautaborg.
Gerrit Schuil er hollenskur píanó-
leikari, hljómsveitar- og óperustjóri
sem búið hefur á íslandi undanfarin
ár. Hefur hann tekið virkan þátt í
íslensku tónlistarlífi og meðal ann-
ars stjómað Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands, auk þess að taka þátt í
leikhúsuppfærslum og koma fram
með ýmsum íslenskum tónlistar-
mönnum.
Fjölbreytt-
ar myndir
BIRGIR Schiöth sýnir pastelmyndir
og teikningar í anddyri verslunar
ÁTVR í Kringlunni. Einnig eru fjórar
myndir eftir hann til sýnis í versl-
uninni Litir og föndur á Skólavörðu-
stíg.
Birgir hefur starfað lengi við mynd-
listarkennslu, bæði á Siglufirði, þar
sem hann er fæddur og í Garðabæ.
Hann er hættur í kennslunni og sinnir
nú eingöngu myndlistinni. Birgir hef-
ur haldið um 14 sýningar á verkum
sínum og síðast sýndi hann portrett-
myndir af myndiistarmönnum í
Mokkakaffi í október síðastliðnum.
„Ég geri nokkuð fjölbreyttar
myndir. í ÁTVR er hægt að sjá eins-
konar þverskurð af því sem ég er
að gera. Ég mála aðallega með pa-
stellitum en einnig með vatnslitum.
Mér fannst upplagt að sýna í Kringl-
unni, enda er þetta fjölsóttur stað-
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ sýningu Birgis Schiöths
I anddyri verslunar ÁTVR í
Kringlunni.
ur,“ sagði Birgir Schiöth. Sýningarn-
ar standa um óákveðinn tíma.
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐMUNDUR Ándri Thorsson, Guðmundur Steingrímsson, Jón Karl
Helgason og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Listaklúbbur Leik-
húskjallarans
Verðlaunaleikrit frumflutt á Rás 1
Frásagnir og
ljóð sem
tengjast
Reykjavík
RÚSÍNUR, Heimilissýning í HöU-
inni, Bjartur og borgarmyndin,
Ráðhúsið hús skáldsins, Kort til
Önnu, írlandsferðin, Simmasjoppa,
Reykvíkingur hugsar á göngu,
Nýársnótt í Reykjavík, Utjaðrar -
tólf dagbókarbrot og Austurstræti
- göngugata in memoríam eru
stuttar frásagnir og ljóð sem tengj-
ast Reykjavík á einn eða annan
hátt og verða flutt í Listaklúbbnum
á mánudagskvöldið.
Dagskráin er tileinkuð nýjasta
hefti Bjarts og frú Emilíu, tíma-
ríti um bókmenntir og leikhús, en
efni þess er að þessu sinni helgað
Reykjavík.
Lesið verður úr verkum rithöf-
undanna Braga Ólafssonar, Ósk-
ars Árna Óskarssonar, Þórarins
Eldjárns, Jóns Halls Stefánssonar,
Jóns Karls Helgasonar, Haralds
Jónssonar, Steinunnar Sigurðar-
dóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur og
Sjón. Undir lestrinum leikur tríóið
Skárra en ekkert tónlist.
„Dagskrá þessari er annars veg-
ar ætlað að vekja athygli á tímarit-
inu Bjartur og frú Emilía og hins
vegar að njóta afraksturs af þeirri
andagift sem höfuðborgin blæs
skáldum sínum í bijóst,“ segir í
kynningu frá Listaklúbbnum.
Frátekna borð-
ið í Lourdes
ÚTVARPSLEIKHÚS-
IÐ á Rás 1 frumflytur
leikritið „Frátekna
borðið í Lourdes“ eftir
Anton Helga Jónsson
í dag kl. 14. Verkið
verður endurtekið á
morgun kl. 21.
Leikritið fékk fyrstu
verðlaun í leikritasam-
keppni útvarpsleik-
hússins og Félags leik-
skálda á íslandi síð-
sumars 1995. Það fjall-
ar um karlmann sem
kominn er yfir miðjan
aldur og tregðu hans
við að skýra sínum
nánustu frá baráttu
sinni og hugarangri þegar draum-
arnir koma ekki heim og saman við
veruleikann.
Anton Helgi sendi út boðsmiða á
leikritið en það er tilraun til að
beita nýjum aðferðum í kynningu á
útvarpsefni. „Það er eins og margir
kunni ekki að stilla á rás 1 en þó
hef ég orðið var við að hlustun á
unnið efni í útvarpi hefur aukist.
Fjölmiðlafrelsisbylgjan virðist vera
yfirgengin og fólk er farið að velja
sér efni til hlustunar," sagði Anton
Helgi Jónsson.
Hann sagði einnig að neysla
manna á hlustunarefni, eins ogt.d.
hljóðbókum og leikrit-
um á spólum eða disk-
um, væri að aukast.
Hann sagðist notfæra
sér þá möguleika sem
útvarpið sem miðill
býður og verkið hafi
fengið viðurkenningu
fyrir það. „Eyrað
skiptir ennþá máli.
Mér finnst möguleikar
útvarpsins vera gífur-
legir. Sem dæmi um
það er drengur sem
hringdi í útvarpið og
kvartaði yfir því að það
væru engir þættir um
risaeðlur á dagskrá.
Útvarpsmaðurinn
hváði og undraðist kvörtunina, en
þá sagði drengurinn að það væri
svo fínt að fjalla um risaeðlur í
útvarpinu því „...þá getur maður
ímyndað sér hvað þær eru stórar
og hvernig þetta allt var .. . og
það er sá möguleiki sem útvarpið
hefur. Við getum búið til okkar
Júragarð og það þarf ekki að vera
mjög dýrt.“
„Eg er ekki búinn að heyra allt
verkið ennþá og ég bíð spenntur
eftir frumflutningnum. Mér sýnist
Ásdís Thoroddsen leikstjóri vera að
gera einkar skemmtilega hluti,“
sagði Anton Helgi.
AntonHelgi
Jónsson rithöfundur.
Drottningar í dreifbýlinu
KVIKMYNDIR
Háskólahíó
TIL WONG FOO, MEÐ
ÞÖKK FYRIR ALLT, JULIE
NEWMAR „TOO WONG
FOO, THANKS FOR EVER-
YTHING JULIE NEWMAR"
★ ★
Leikstjóri: Beeban Kidron. Aðal-
hlutverk: Patrick Swayze, Wesley
Snipes, John Leguizamo. Universal.
1995.
ÁSTRALSKA gamanmyndin um
eyðimerkurdrottninguna Pricillu
var grátbrosleg og frábærlega
hnyttin úttekt á svokölluðum drag-
drottningum, þ.e. karlmönnum sem
klæðast kvenfatnaði og haga sér
að öllu leyti eins og kvenfólk.
Bandaríska dragdrottningagrínið
með því langa nafni „Too Wong
Foo, Thanks for Everything Julie
Newrnar" eða Til Wong Foo, með
þökk fyrir allt, Julie Newmar, siglir
í kjölfarið og verður aúðvitað borin
saman við hana enda margt líkt
með skyldum.
í báðum myndunum einkennast
dragdrottningarnar af einhverri
ótrúlegri og skrautlegri lífsgleði og
ósigrandi einurð og báðar segja af
dragdrottningum á ferðalagi um
dreifbýlið þar sem þær snúa öllu á
hvolf. En Pricilla var vegamynd þar
sem hver bráðfyndin uppákoman
fylgdi annarri og málfarið var klúrt
og persónusköpunin unnin af tals-
verðri dýpt. í „Julie Newmar"
stoppa dragdrottningarnar í ger-
samlega niðurníddum smábæ, eru
aldrei dónalegar og reynast í sönn-
um stíl amerískra Hollywoodmynda
bæjarfélaginu einstök lyftistöng;
þær lækna geðsjúka, bægja frá
heimilisofbeldi og gera siðaða menn
úr villuráfandi aumingjum. Frank
Capra hefði getað gert þessa mynd.
Ástralska myndin þurfti ekki á
því að halda að grínast með karl-
mennskuímynd leikaranna. í „Julie
Newmar“ eru tveir hasarmynda-
leikarar, Patrick Swayze og Wesley
Snipes, settir í kjóla, skreyttir með
hárkollum og málaðir í öllum regn-
bogans litum og það látið vera part-
ur af gríninu. Báðir standa þeir sig
frábærlega vel-í hlutverkunum og
einnig John Leguizamo sem þriðja
dragdrottningin þótt maður kynnist
þeim í raun aldrei nema utan frá.
Þeir hafa hver sín einkenni og fara
vel með þau: Swayze er n.k. yfir-
stéttakona enda ættstór, Snipes er
svona Cleopatra Jones, einstaklega
stórkarlalegur bjargvættur, og
Leguizamo er spænskættaða smá-
mellan með stóra hjartað. Bæjarfé-
lagið er við fyrstu sýn eins og klippt
út úr ijallahéruðum „Deliverence"
en reynist einstaklega móttækilegt
fyrir breytingum og kvenþjóðin sér-
staklega. Kannski er myndinni ætl-
að að sýna hvað Bandaríkjamenn
eru í raun fijálslynd þjóð fái hún
tækifæri til að sanna það. Margt
verður fyndið þegar hinir tveir ólíku
heimar mætast, margt væmið og
full margt fyrirsjáanlegt en það
sveimar Ijúfur andi yfir vötnunum
og grínið er skoplegt. Fyndnastur'
allra er Chris Penn í aukahlutverki
lögreglumanns á höttunum eftir
öfuguggunum sem hann í naut-
heimsku sinni telur helst að finnist
í blómabúðum og balletttímum.
Arnaldur Indriðason
SÝNING á olíuverkum Guð-
rúnar Einarsdóttur stendur nú
yfir í Galleríi Sævars Karls í
Bankastræti. A sýningunni eru
ellefu verk unnin á síðastliðnu
ári. Þetta er níunda einkasýn-
ing Guðrúnar en hún hefur
einnig tekið þátt í samsýning-
um hér heima og erlendis.
Sýningin stendur til 13. febr-
úar næstkomandi og er opin á
verslunartíma.