Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 16
AUKhf/SÍAk15d11-669 16 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENNTUN Föstudaginn 9. februar 1996 að Hótel Scgu A-sai 2. hæó D A G S K R Á : 8:45 - 9:00 Afhending róðstefnugagna 9:00-9:10 Setning ráöstefnunnar - ávarp menntamálaráðherra 9:10-9:15 Hvers vegna ráöstefna um starfsmenntun? Guðbrandur Steinþórsson rektorTækniskóla íslands 9:15-9:25 Starfsmenntun fyrir fleiri? Sigurður Guðmundsson verkefnastjóri landsskrifstofu Leonardo á íslandi. 9:25 - 9:40 Starfsmenntun í baráttu viö bóknám Gerður G. Óskarsdóttir kennslustjóri HÍ. 9:40 - 9:50 Samstarf Tækniskóla íslands og heilbrigöisstofnana um menntun meinatækna og röntgentækna Þórunn Káradóttir Hvasshovd deildarstjóri i röntgentækni TÍ. 9:50-10:00 Borgarholtsskóli - nýtt átak í starfsmenntun Eygló Eyjólfsdóttir skólameistari Borgarholtsskóla 10:00-10:15 Kaffihlé 10:20- 10:30 Opnar Fiskvinnsluskólinn nýja leið inn í skólakerfiö? Gísli Erlendsson forstöðumaður Fiskvinnsluskólans 10:35-10:45 Þörf atvinnulífsins fyrir tæknimenntun Ingi Bogi Bogason, Samtökum iönaðarins. 10:45-10:55 Ávarp frá menntamálaráðuneyti Höröur Lárusson deildarstjóri 11:00-12:15 Ráðstefnugestir starfa saman í vinnuhópum. Efni vinnuhópanna eru: 1. Framhaidsnám fyrir þá sem lokiö hafa starfsmenntun á framhaldsskólastigi. 2. Nýjar leiðir í startsmenntun 3. Hvaða áhrif getur nýtt framhaldsskólafrumvarp haft á þróun starfsmenntunar? 4. Hvaöa aögeröa er þörf til að sporna viö því aö starfsmenntun á framhaldsskólastigi deyi út? 12:15-13:15 Matarhlé 13:15-14:00 Vinnuhópar halda áfram störfum. 14:00-15:00 Vinnuhópar kynna samantekt sína 15:00-15:15 Kaffihlé / 15:15-16:15 Umræöur 16:15 Ráðstefnuslit. Guðbrandur Steinþórsson rektor TÍ. Ráðstefnustjóri er Steinunn Halldórsdóttir. Ráöstefnugjald er 3.500 krónur og greiðist á ráöstefnustaö viö afhendingu ráö- stefnugagna. Kaffiveitingar og hádegisverður er innifalinn i ráöstefnugjaldi. Nemendur greiða 1.000 kr. Tekið er við skráningum í síma 577 1400 til hádegis miðvikudaginn 7. febrúar. Ráðstefnugestir eru beðnir um að skrá sig í vinnuhópa um leið og þeir greiða ráöstefnugjald. '1 ; tækniskóli fslands þ' Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 577 1400, fax 577 1401 LISTIR íhugun um alla skapaða hluti Morgunblaðið/Þorkell SLAGVERKSLEIKARARNIR sem koma fram á tónleikunum Kabarett- hljómsveit Péturs KABARETTHUÓMSVEIT Péturs kemur fram í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur þriðnudágskvöldið 6. febrúar kl. 20.30. Tónlistin á tónleikunum hefur orðið til við ýmis tækifæri og í henni er að finna Spíral og 3 Dansa (slag- verkskvintetta) Loops fyrir trompet og slagverkskvintett, smásvítur og örlög sem Pétur hefur fengist við undanfarin ár. Pétur hefur tvisvar áður haldið tónleika í Borgarleikhúsi, þá fyrri 1992 þegar hann hélt fyrstur ís- lenskra slagverksleikara einleiks- tónleika og síðan ári síðar þegar hann hélt tónleika með sinni eigin tónlist á RÚREK ’93. Hann var síðan aftur á ferð á RÚREK ’95 með nýja tónlist og myndbanda- gjöming, þá í Djúpinu. í kynningu segir: „Kabarett- hljómsveitin sem varð til við upp- setningu Borgarleikhússins á sam- nefndum söngleik og hefur síðan beðið eftir öðru tækifæri til að hitt- ast er þannig skipuð, aukin og end- urbætt: Blásarar: Eiríkur Örn Pálsson, trompett - Óskar Guðjónsson, ten- órsaxófónn - Kjartan Valdemars- son, harmonikka. Slagverk: Matthías MD Hemstoek, Eggert Pálsson, Steef Van Oosterhout, Kjartan Guðnason og Pétur Grétarsson. BÆKUR Fræðirit í SKJÓLI HEIMSPEKINNAR eftír Pál Skúlason, Háskólaútgáfan, 1995,185 bls. HÁSKÓLAR gegna margvís- legu hlutverki, eins og kunnugt er. Eitt hlutverk, og ekki það létt- vægasta, er að gefa ungu fólki á einu af skárri skeiðum ævinnar tækifæri til þess að hugsa í friði fyrir þeirri ánauð sem hversdagsleg lífsbar- átta er. Sá tími er yfir- leitt lokaskeið skóla- göngu unga fólksins áður en það snýr sér að því að sjá fyrir sjálfu sér og öðrum. Hugsunin sem fengist er við í háskólum er öguð fræðimennska. Við trúum því, sum að minnsta kosti, að glíma við agaða fræði- mennsku efli skyn- semi glímumannanna. Markmiðið er síðan að bætt skynsemi auðgi líf fólks bæði í þeim hversdagslega skilningi að hún efli hag þess og hinum að líf- ið verði fijórra, dýpra og skemmti- legra. Heimspeki er ein þeirra greina sem iðkaðar eru í háskólum og er prýðilega fallin til þess að fá ungt fólk til að hugsa skynsamlega. Páll Skúlason prófessor hefur ver- ið einn kennara í þeirri grein við Háskóla íslands, einn félagi í óvenjulega vel heppnaðri sveit sem kennt hefur þau fræði við þann skóla. Á síðasta ári kom út ritgerða- safnið í skjóli heimspekinnar eftir Pál. Hugmyndin í heitinu er sú að heimspekin veiti iðkendum sín- um skjól til að hugsa, veiti ráðrúm til að ígrunda gátur veraldarinnar og fara í saumana á eigin hugsun- um og annarra. Bókin er safn ritgerða sem sum- ar hafa komið út en aðrar ekki. Margar þeirra hafa verið fluttar á fundum og ráðstefnum og eru að birtast í þessari bók í fyrsta sinn. Það er nókkuð um endurtekningar í bókinni, eins og óhjákvæmilegt er í safni af þessu tagi. En þær eru ekki til lýta. Ritgerðirnar eru allar læsilegar og víða ágætlega skrifaðar. Viðfangsefnin eru margvísleg en næstum undantekningarlaust eru þau úr nýtri heimspeki, he'im- speki eins og hún er iðkuð á vett- vangi dagsins. Páll fjallar mikið um nátt- úruvemd, forsendur hennar og tilgang. Hann fæst við menn- ingu með margvísleg- um hætti, a.m.k. íjór- ar ritgerðir bókarinn- ar eru viðleitni til að skilja þetta flókna og erfiða fyrirbæri. Hann greinir siðferðilegan vanda í nokkrum rit- gerðum og lítur á stöðu fatlaðra og aldr- aðra. Hann skoðar stöðu kristninnar, sem hefur áður verið hon- um hugleikin, beinir spurningum til rithöf- unda. Að síðustu ber að nefna tvær ritgerðir sem er svolítið sér á parti. Þær eru „Hugleiðingar við Öskju“ og „Hver er hinn sanni heimur?" Þær eru sérkennilegar heimspekilegar ritgerðir, frum- spekilegar jafnvel. En þó eru þær nátengdar hugðarefnum Páls öðr- um, eins og náttúruvernd og stöðu kristindómsins. Ég hygg að al- mennir lesendur bókarinnar, sem ekki eru vanir heimspekilegum hugleiðingum, eigi kannski erfið- ast með að skilja þessar ritgerðir tvær, sérstaklega þá síðari. En í þeirri ritgerð skoðar Páll hvað það þýði að hafna tilgátunni um handanheiminn sem skýringu á raunverulegri reynslu. Ég er ekki alveg viss um að sú leið, sem Páll vill fara, gangi en ritgerðin er vel tilraunarinnar virði. Guðmundur Heiðar Frímannsson Páll Skúlason /• ,S' S (> B o r g (i /• t ú n i Oft er þægilegt að bíða í bílnum meðan starfsmenn ESSO gera það sem gera þarf. Stundum er hins vegar gott að rétta úr sér, skreppa inn og fá sér kaffisopa eða líta á úrvalið í versluninni. E S S O ÞJÓNUSTA - snýst u m þ i g Olíufélagið hf —50ára —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.