Morgunblaðið - 04.02.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 19
Gönguhegðunarferill sjóbirtings úr Grenlæk
.rj&m
Dýpi sem fiskurinn er á og vatnshiti á því dýpi
Merktur
Tfmi (sólarhringar merktir inn kl. 00:30)
Júlí
,r_.
31 5 10 15 20 25 3' 5 10
Agúst
Veiddur
Meðaldýpi á merktum sjóbirtingi úr Grenlæk
Á heildartíma gönguskeiðs og á mismunandi tímum sólarhrings
o
0,5
1,0
1.5
?2,0
12,5
° 3,0
3.5
5,0
Heild 0:
WP
01:30 . 05:30 . 09:30 . 13:30 . 17:30 . 21:30
Heildar-
tími
göngu-
skeiðs
Sjóbirtingur nr. 40
Þridja sumar Kyn: Hrygna Hrygningarfiskur
f /ðAð///ð ísjó Vlð Vlð merkingu endurvelð!
Fisklengd: Fiskþyngd: 59,5 sm 61,0 sm 1,90 kg 2,33 kg
n
.
j
Tími sólarhrings
iU Ferskvatn lyrir sjógöngu (6. maí ■ 9. júní)
H Gangan i sjónum (10. júní ■17. júlí)
H Ferskvatn í kjöltarsjóg. (18. júlí ■ 31. ág.j
Einstæðar upplýsingar fengust
um tímasetningu birtinganna úr
ferskvatni og í sjó og öfugt. Þannig
fengust dagsetningar þessara ganga
og upplýsingar um á hvaða tímabili
sólarhrings þær áttu sér stað. Al-
gengast var að birtingurinn gengi
úr ferskvatni í sjó að næturþeli, en
einnig fundust dæmi um flökt í hita
við upphaf sjógöngu sem ásamt
dýptarskráningum vísar til þess að
fiskar hafi verið að synda á milli
ferska og salta vatnsins á víxl upp
í sólarhring eða lengur áður heldur
en „samfelld" ganga í sjó hófst.
Tímasetning upphafs göngunnar
í sjónum hjá sjóbirtingunum er skoð-
uð með hliðsjón af stærð þeirra og
lífssögu, þ.e.a.s. hversu gamall er
fískurinn, hvort hann hefur áður
gengið í sjó, hvers kyns fiskurinn
er og hvort um hrygningarfisk er
að ræða eða geldfisk. Auk þess er
þessi tímasetning á göngum fisk-
anna skoðuð í ljósi þess ferskvatns-
hita, hitahámarka og fjölda gráðu-
daga, sem fiskarnir höfðu upplifað
fyrir sjógöngu. Dæmi voru t.d. um
að stórir sjóbirtingar færu fyrr í sjó,
t.d. í maí, en þeir smærri, en sam-
kvæmt merkjunum hefur megnið af
fiskinum gengið í sjó dagana 10. til
17. júní og kemur það heim og sam-
an við gang stangaveiðinnar á svæð-
inu, en botninn datt endanlega úr
vorveiðinni dagana 16.-17.júní. Það
má ekki gleymast á þessum punkti,
að göngutími er breytilegur frá ári
til árs og verður fróðlegt að sjá sam-
anburð á milli ára og hvaða þættir
komi til með að spila stærstu hlut-
verkin."
í efstu
metrunum
Hvað er hann að bardúsa í sjónum
og hvar?
„í sjónum eyddi sjóbirtingurinn
megninu af sínum tíma í efstu fimm
metrunum, en mælingar sýndu að
þeir fóru dýpra inn á
milli og mesta skráða
dýpi á fiski var 26
metrar. Sjóbirtingur-
inn fer til sjávar í
fæðuleit og verður að
skoða ferðalögin í ljósi
þess. Það verður einn-
ig að hafa í huga, að
varðandi dýptarskrán-
ingar, að fjórar
klukkustundir líða á
milli mæiinga þannig
að línuritin sem sýna
ferðir fisksins í vatns-
bolnum eru einungis mælikvarði á
gönguhegðun. Hins vegar er tímabil
mælinganna það langt að ætla verð-
ur að þær mælingar gefi meg-
indrættina í því á hvaða dýpi birting-
arnir fara um í sjónum og ánni.
Vart varð við dægursveiflu í dýpi
sjóbirtinganna þannig að fiskar
höfðu tilhneigingu til að halda sig
ofar í vatnsbolnum á nóttunni. Hægt
er að leiða líkur að því að slíkt teng-
ist dægursveiflu svifkrabba sem síð-
an er fylgt eftir af öðrum fæðudýrum
á borð við sand- og marsíli, sem eru
einhver vinsælustu fæðudýr sjóbirt-
ings hérlendis.
Hvar fiskurinn er, kemur seinna
í Ijós eins og margt annað forvitni-
legt þegar frekari úrvinnsla gagna
fer fram. Þá verður meðal annars
prófun á því að bera saman gögn
yfir yfirborðshita sjávar frá mæli-
merkjum sjóbirtinganna og gervi-
hnattarmælingum frá sama tíma.
Þá verður hægt að marka það land-
fræðilega á hvaða svæði fiskamir
hafa trúlega verið.
Mælikvarði slíkrar af-
mörkunar er þó alla-
jafna grófur, en gæti
veitt svör um hvort
sjóbirtingurinn heldur
sig einvörðungu á
takmörkuðu svæði við
ströndina eða ekki.
Þær upplýsingar sem
fyrirliggjandi eru
annars staðar frá um
dreifingu sjóbirtings í
sjó gefa til kynna að
almennt fari þeir ekki
langt frá ósasvæðinu."
En hvað með vöxtinn í sjónum?
„Hann er breýtilegur og það á
eftir að vinna mikið úr þeim gögn-
um. Eiginlega er þar aðeins hægt
að stikla á stóru. Áberandi var að
hrygningarfiskar uxu hægt óg lítið,
en fæðutaka þeirra í sjónum byggði
að mestu upp næstu hrygningu.
Geldfiskarnir uxu hins vegar hratt
og vel. Þá voru kynþroska fiskarnir
yfirleitt skemur í sjónum."
Hvert verður framhaldið, Jóhannes?
„Þetta heldur allt saman áfram á
þessu ári og í vor verður mælimerk-
ing á sjóbirtingi í Grenlæk ennþá
viðameiri en í fyrra. Þá mun hluti
mælimerkjanna mæla seltu til við-
bótar hita og dýpi. Þróun merkjanna
leiðir auk þess til þess að skráningar
merkjanna verða tíðari, minnið verð-
ur fjórfalt stærra en áður. Auk þess
verður möguleiki á að hafa tvískipt
tímaval á mælingunum. Með hliðsjón
af því er ráðgert í tilfelli dýptar- og
hitamælinga að hafa eina klukku-
stund á milli mælinga 6 daga sam-
fellt og þann sjöunda á 20 mínútna
fresti og síðan koll af kolli í 4 mán-
uði. Það verður gaman að lesa úr
heimtunum næsta haust og vetur.“
Það er líka tilhlökkunarefni að
halda áfram því góða samstarfi sem
ég hef átt við veiðiréttareigendur
og veiðimenn og vonandi að það
haldi áfram á líkum línum. Helst að
ég vildi minna stangaveiðimenn á
að sleppa merktum fiski sem þeir
veiða fyrir 1. júlí, því við erum eink-
um að slægjast eftir upplýsingum
um göngu út í sjó, í sjó og úr sjó.
Menn gætu þó sem hægast veitt fisk
í vor og fyrir 1. júlí sem var merktur
í fyrra og þau merki viljum við að
sjálfsögðu fá og helst fiskinn allan
og greiðum fyrir.“
Hvað er nú minnisstæðast frá
þessu verkefni?
„Það er nú alltaf gaman að vinna
við skemmtileg og gagnleg verkefni
og sérstaklega skemmtilegt að vinna
í fallegu umhverfí Grenlækjar. Eftir-
minnilegast, ef það er hægt að kom-
ast svo að orði, væri kannski helst
að hafa í höndunum mælitækin sem
kraftaverkamaðurinn Sigmar Guð-
björnsson hjá Stjörnu Odda hefur
hannað og smíðað. íslenska mæli-
merkið er eitt af fjórum tegundum
sem eru á markaðnum í dag og er
þeirra smæst, meðfærilegast og
ódýrast. Þegar litið er til þess mikla
mannafla, fjármagns og tíma sem
komið hefur við sögu við þróun er-
lendu merkjanna samanborið við
þau íslensku, verður stórvirki Sigm-
ars ljósara en ella. Eg hef notað
merkin á laxi á grunnsævi á svæð-
inu frá Faxaflóa til Húnaflóa með
frábærum árangri og þá var verið
að nota mælimerki á meðalstóra
bolfiska í fyrsta sinn í heiminum,
en áður höfðu erlend merki verið
notuð á stóra uppsjávarfiska s.s.
túnfisk og sérsmíðuð merki fyrir
rauðsprettu. Þetta er viss brautryðj-
endavinna og það er fátt sem jafn-
ast á við það.“
Hægt er að leiða
líkur að því að
slíkt tengist dæg-
ursveiflu svif-
krabba sem síðan
er fylgt eftir af
öðrum fæðudýr-
um á borð við
sand- og marsíli
býöur þér góöan dag
Ljúffeng og holl blanda af úrvals ávöxtum,
ristuðu korni, hnetum og möndlum.
Njóttu þess á þinn hátt
- hvenœr dagsins sem þú helst vilt.
■5
1
•i
—