Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
PILLUBOXIÐ. Dæmi um erlenda uppfinning'u sem breytti miklu
fyrir sjúklinga og starfsfólk sjúkrahúsa.
SPAGETTÍMÆLIRINN. Framlag þrettán ára sænskrar stúlku í hönnunarsamkeppni. Allir þekkja hversu
erfitt getur verið að áætla hversu mikið spagettí þarf að sjóða. Með mælinum er vandamálið úr sögunni.
__ Hugvitsmenn
Islands sameina
krafta sína
Landssamband hugvits-
GRIPHÓLKALÁSINN. Hugmynd Garðars Ólafs-
sonar og Valgerðar Eyjólfsdóttur. Þau framleiða
lásana sjálf og áætluð velta á þessu ári er á
annan tug milljóna króna.
FÉLAGAR í Landssambandi hugvits-
manna eru jafn ólíkir og þeir eru
margir. Þar finnast til dæmis hús-
mæður, hámenntaðir menn, ungt
námsfólk og verkafólk. Hugmyndir þessa
fólks eru því oft af ólíkum toga en í því
liggur styrkur félagsskaparins.
Fortíðarvandi
úr sögunni
Þegar Félag íslenskra hugvitsmanna var
stofnað árið 1987 voru menn fullir bjart-
sýni og geyst var farið af stað. En félagið
reisti sér hurðarás um öxl fyrstu starfsárin
og segir Pétur Th. Pétursson, einn af frum-
kvöðlum félagsins, að ijárhagsvandi hafi
háð félaginu liðin ár. Vandinn er nú svo
að segja úr sögunni. Síðastliðin tvö ár hef-
ur stjórn Félags íslenskra hugvitsmanna
einbeitt sér að stuðningi við námskeiðahald
ásamt því að skipuleggja starfsemi næstu
ára. Stofnun landssambands bar þar hæst.
Hver er
hugvitsmaður?
Hugvitsmenn hafa verið til allt frá upp-
hafi mannkyns og oft má rekja til þeirra
framsækni mannsins á jörðinni. Víst er að
til eru fjölmargar skilgreiningar á því hver
sé hugvitsmaður. Félagar í Landssambandi
hugvitsmanna hafa lagt niður fyrir sér
hveijir teljist til þeirra. Pétur telur orðið
hugvit vera samheiti yfir þekkingu, reynslu
og hæfíleikann til þess að vinna úr hvoru
tveggja. Pétur segir að orðin hugmynda-
smiður og frumkvöðull eigi oft betur við
þegar rætt er um fólk sem vill tileinka sér
boðskap Landssambands hugvitsmanna.
Orðið hugvitsmaður er þannig samheiti yfir
hugmyndasmið, uppfínningamann og þá
sem virkja hugvit.
Hugmynd á
eigin forsendum
Undanfarið hafa verið haldin námskeið
fyrir þá sem vilja koma hugmyndum sínum
á framfæri. Á þessum námskeiðum hefur
fólk verið hvatt til þess að vinna að hug-
myndum sínum á eigin forsendum. Pétur
segir slæmt upplýsingastreymi á milli fólks
stundum há því þegar það vinnur að hug-
myndum sínum. Þannig sitja menn einir úti
í horni með sína hugmynd, í stað þess að
hjálpast að og ná meiri árangri í hugmynda-
vinnslunni. Ennfremur leggur Pétur áherslu
á að hagnýtar upplýsingar verði að vera
aðgengilegar almenningi.
Pétur hefur kynnst þessu á undanförnum
tólf árum en á þeim tíma hefur hann þróað
hugmynd tengdaföður síns um björgunar-
netið Markús. Reynslu og þekkingu verður
því að miðla til þess að hugmyndasmiðir
fái notið sín í framtíðinni.
Bakhjarl
hugvitsmanna
Allir þekkja þá upplifun að fá góða hug-
mynd. Hún skýtur upp kollinum og virðist
þá sú eina rétta sem beðið hefur verið eft-
ir. Hugmyndin gleymist síðan gjarnan og
verður aldrei að veruleika. Sumir kánnast
svo við þá tilfmningu að sjá einhvern annan
hagnast á sömu hugmynd ef til vill löngu
seinna.
Pétur segir að menn þurfí að hafa breytt
hæfileikasvið til þess að fylgja hugmynd
eftir og framkvæma. Enn nauðsynlegra
getur verið fyrir hugvitsmenn að finna fyr-
ir Stuðningi þegar lagt er út í að fram-
kvæma. Oftar en ekki líður langur tími þar
til stjórnvöld, stofnanir eða fyrirtæki taka
eftir gagnsemi hugmyndar. Þegar svo ber
við er hætt við því að hugvitsmaður missi
manna var stofnað á laug-
ardag og tekur við starf-
semi Félags íslenskra
hugvitsmanna sem hefur
verið til í hartnær áratug.
í samantekt Axels Axels-
sonar kemur fram að
framtíðarsýn hugvits-
manna á íslandi er nú
bjartari en oftast áður á
liðnum árum.
kjarkinn þegar hann vinnur að hugmynd
sinni.
Landssamband hugvitsmanna mun meðal
annars hafa það að markmiði að telja kjark
í hugvitsmenn landsins og vera þannig
nokkurs konar bakhjarl þangað til verk er
fullunnið. Landssambandið mun þó hvetja
menn til að vera raunsæir í hugmyndavinnu
sinni.
Hugvitsmenn
á framabraut
Garðar Ólafsson og Valgerður Eyjólfs-
dóttir fundu upp og þróuðu griphólkalásinn
sem Hampiðjan notar nær eingöngu til að
setja saman afar sterkt tóg í risatroll. Þau
byijuðu heima í bílskúr að vinna að hug-
myndinni og sendu hana svo inn í Snjall-
ræði, hugmyndasamkeppni Iðntæknistofn-
MARKMIÐ Landssambands hugvits-
manna eiga að nást með því að:
- safna saman og miðia upplýsing-
um sem hafa hagnýtt gildi fyrir hug-
vitsmenn,
- standa að fundum, ráðstefnum og
útgáfu fréttabréfs um efni er varðar
viðfangsefni hugmyndasmiða,
- vera samráðs- og samstarfsvett-
vangur hugvitsmanna úr öllum starfs-
stéttum,
- koma fram opinberlega fyrir hönd
fullgildra aðila landssambandsins,
unnar. Hugmynd þeirra varð ekki meðal
þeirra átta útvöldu. En Garðar og Valgerð-
ur gáfust ekki upp og ákváðu að þróa grip-
hólkalásinn sem nú er kominn í fram-
leiðslu. Þau framleiða alla lásana sjálf og
er áætluð velta á þessu ári á annan tug
milljóna króna.
Margur er knár...
Það er misjafnt hvaða trú íslendingar
hafa á sjálfum sér og sínu landi. Til eru
þeir sem telja smæð þjóðarinnar standa í
vegi fyrir þróun á ýmsum sviðum. Pétur
leggur hins vegar ríka áherslu á að smæð
geti oft verið af hinu góða. Hann nefnir til
dæmis að líklega finnist hvergi í heiminum
jafn mörg umboð, með alþjóðleg tengsl, á
jafn litlu landssvæði og á höfuðborgarsvæð-
inu. Þarna er að finna mikinn auð, segir
- stuðla að sem hagkvæmastri þjón-
ustu fyrir hugmyndasmiði, án þess að
leggja mat á hugmyndir einstaklinga
eða hefja samkeppni um sérhæfða þjón-
ustu fyrir hugvitsmenn,
- leggja til sáttanefnd þegar ágrein-
ingur rís milli fullgildra aðila um eign-
ar- og afnotarétt á hugmynd, sem skráð
er hjá Einkaleyfastofu iðnaðarráðu-
neytisins,
- viðhalda virkum tengslum við
systursamtök erlendis.
Pétur. Fámenni þjóðarinnar leiðir ennfrem-
ur af sér að maður þekkir mann en það
auðveldar öll samskipti á þessu sviði sem
öðrum.
Góð enskukunnáttu íslendinga felur einn-
ig í sér mikinn styrk að mati Péturs. Þessa
kosti og fleiri mun Landssamband hugvits-
manna standa vörð um og reyna að draga
fram ágæti þeirra með tíð og tíma.
Tengsl við erlenda
hugvitsmenn
Eitt af markmiðum Landssambands hug-
vitsmanna er að viðhalda virkum tengslum
við hliðstæð samtök erlendis. Félag ís-
lenskra hugvitsmanna lagði grunninn að
alþjóðlegum tengslum íslenskra hugvits-
manna við starfsbræður sína erlendis með
inngöngu í alþjóðasamtök hugvitsmanna,
Intertational Inventor Assocciation (IFIA).
Samtök hugvitsmanna er að finna í flestum
löndum um allan heim og eiga þau flest
aðild að alþjóðasamtökunum sem eiga höfu-
stöðvar í Genf. Alþjóðsamtökin eiga áheyrn-
arfulltrúa hjá stofnun Sameinuðu þjóðanna
sem stendur vörð um hugverka- og höf-
undarétt (WIPO). Áhrif hinna alþjóðlegu
samtaka hugvitsmanna á heimsvísu eru
þannig umtalsverð.
Samvinna við ýmsa
aðila í deiglunni
Reykjavíkurborg styrkti Félag íslenskra
hugvitsmanna árið 1993 með því að leggja
því til húsnæði á Lindargötu 76. Ennfremur
fær félagið nokkur hundruð þúsund króna
rekstrarstyrk árlega frá iðnaðarráðuneyt-
inu. Félagið hefur orðið að láta sér nægja
þessa styrki í gegnum tíðina en landssam-
bandið mun ef að líkum lætur njóta þeirra
í framtíðinni. Nokkur sveitarfélög hafa lýst
yfir áhuga á að nýta sér starfsemi Lands-
sambandsins eins og til dæmis námskeiða-
hald þess. Landssambandsmenn vonast
þannig til þess að fjárhagurinn fari batn-
andi með tíð og tíma enda brýn nauðsyn
svo efla megi starfsemina.
Óháð samtök
Landssamband hugvitsmanna skulu vera
óháð samtök eins og tekið er fram í lögum
þess. Þannig eiga samtökin að vinna fyrir
hvern þann hugvitsmann sem gengur til
liðs við þau, óháð því hveijar stjórnmála-
skoðanir hans eru eða hvaða trú hann að-
hyllist. Pétur segir að með þessu hugarfari
ætli landssamtökin að hasla sér völl um
allt land. Þannig verður unnið að því að
koma á stofn svæðisdeildum sem munu
sinna markmiðum landssamtakanna.
Pétur vonast til þess að innan svæðis-
deildanna geti myndast eins konar leshring-
ir þar sem fólk miðlar reynslu sinni og
þekkingu — hugviti sínu.
Framtíðarsýn
Félagar í Landssambandi hugvitsmanna
vonast til þess að innan tveggja ára verði
til aðili í hveiju sveitarfélagi sem samhæfi
öll samskipti þeirra sem koma að nýsköp-
un. Pétur sér fyrir sér samstarf Landssam-
bands hugvitsmanna við fulltrúa atvinnu-
mála á hveijum stað ásamt samstarfi við
grunn- og framhaldsskóla byggðarlaganna.
Pétur Th. Pétursson telur samstarf við Iðn-
tæknistofnun og upplýsingaþjónustu Há-
skóla íslands ennfremur æskilegt. Með því
móti verður íslensku hugviti tryggt brautar-
gengi á innlendum sem erlendum vettvangi.
Höfundur er nemi í hngnýtri fjölmiðlun við
Háskóla íslands og dagskrárgerðnrmaður.
Markmiðin