Morgunblaðið - 04.02.1996, Page 30

Morgunblaðið - 04.02.1996, Page 30
-30 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur um til- raunir til að hindra rekstur sumarskóla HÍK greiði 800 þús. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Hið íslenska kennarafélag til að greiða Ólafi Hauki Johnson 800 þúsund krónur í bætur, auk dráttarvaxta frá október 1993, vegna tilrauna HÍK til að hindra starfsemi sumar- skóla, sem Ólafur rak við annan mann í húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti sumarið 1993. Þá dæmdi Hæstiréttur HÍK til að greiða Ólafi 300 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir voru þeir, að Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti hóf rekstur sumarskóla 1990 og var hann starfræktur næstu tvö sum- ur. Vegna niðurskurðar hafnaði menntamálaráðuneytið rekstri skólans sumarið 1993, en gerði ekki athugasemdir við að skóla- nefnd gerði samning við einkaað- . ila um leigu á aðstöðu í skólanum og að þar yrði áfram starfræktur sumarskóli. HÍK taldi sumarskólann brjóta gegn kjarasamningum kennara og lögum um framhaldsskóla. Félagið lagði fram lögbannskröfu, sem var hafnað og staðfesti héraðsdómur þann úrskurð. Ólafur krafðist þriggja milljóna króna skaðabóta fyrir það tjón, sem HÍK hefði vald- ið honum, m.a. með auglýsingu, þar sem nemendur voru varaðir við að sækja nám við sumarskól- ann, en í héraði voru honum dæmdar tæpar 750 þúsund krónur og áfrýjaði HÍK þeim dómi. HÍK væri skaðabóta- ábyrgt á tjóni Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að HÍK væri skaða- bótaábyrgt á tjóni, sem ólafur varð fyrir af aðgerðum, sem HIK beitti í því skyni að hindra starf- semi sumarskólans. Ólafur hafi fært nægileg rök fyrir að hann hafi skaðast fjárhagslega sökum þess að nokkru færri nemendur hafí sótt sumarskólann og greitt -skólagjöld en ella hefði verið. Hins vegar hafnaði Hæstiréttur kröfum ólafs að hluta, sagði hann til dæm- is ekki reikna með að útgjöld hefðu sparast við minni aðsókn a.ð skól- anum. Þá hafí aðgerðir HÍK vald- ið Ólafí miska, segir Hæstiréttur og er það í samræmi við dóm hér- aðsdóms um að aðgerðimar hafí verið til þess fallnar að valda Ólafí mikilli óvissu og áhyggjum um fjárhagslega stöðu sína. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins um húsnæðismál stofnunarinnar Sjónvarpið á að flytja HÖRÐUR Vilhjálmsson, íjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að það hafí verið skilyrði fyrir byggingu Útvarpshússins af hálfu sam- starfsnefndar um opinberar fram- kvæmdir árið 1978 að starfsemi útvarps og sjónvarps yrði allri komið fyrir í Efstaleiti 1. Þetta hefði verið stefnan alla tíð síðan og væri að hans áliti enn í gildi, en beinn sparnaður af flutningnum væri áætlaður 80-85 milljónir króna á ári. Segist hann telja sjálf- sagt að ræða við ráðamenn Stöðv- ar 2 ef af sölu húnæðis sjónvarps- ins á Laugavegi 176 til þeirra gæti orðið. „Undanfarið hefur hver nefndin af annarri fjallað um húsnæðismál Ríkisútvarpsins og núverandi nefnd átti að skila af sér fyrir síð- ustu áramót en er enn að störfum. Þetta er dæmigert um mál sem hefur lent í kerfisraunum,“ sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið. Ríkisendurskoðun mælir með flutningi Hann sagði að í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um stjórnsýslu- endurskoðun hjá Ríkisútvarpinu sem birt var í haust væri eindreg- ið mælt með flutningi sjónvarps í húsnæðið í Efstaleiti. í þeirri um- ræðu mætti hins vegar ekki blanda saman frágangi húsnæðis þar, sem kosta myndi um 400 milljónir króna, og endurnýjun tækjabúnað- ar sjónvarps, sem talið er að kosti 500 milljónir. Sú endumýjun væri sífellt í gangi og hann teldi eðli- legra að fjalla um hana til dæmis í fimm ára áætlun. „Menn verða að horfa fram á veginn og setja sér markmið en ekki ganga afturábak inn í fram- tíðina. Beinn spamaður við flutn- ing sjónvarpsins að Efstaleiti 1 er áætlaður 80-85 milljónir króna á ári, og sá sparnaður stendur undir ærinni fjárfestingu. Það er því augljóslega skynsamlegt að kosta til flutnings sjónvarps og hafa þennan ávinning á hveiju ári í ófyrirsjáanlegri framtíð. Þarna er um að ræða öll þau sameiginlegu verkefni sem stillt er upp á tveim- ur stöðum núna, t.d. tvö mötu- neyti, tvöfalt símaborð, varsla nótt og dag allan ársins hring á tveim- ur stöðum, tvöfalt sendimanna- kerfí, og Ijósleiðaratenging á milli Útvarpshússins í Efstaleiti og Laugavegar 176. í þessu felst áðurnefndur sparnaður," sagði Hörður. Hann sagði að áskomn lægi fyrir frá framkvæmdastjóra og deildarstjórum tæknideildar og deildarstjóra leikmyndadeildar um að flutningi í Efstaleitið yrði hrað- að sem mest. Starfsemin rúmast ekki á Laugaveginum „Starfsemi sjónvarpsins á Laugavegi 176 rúmast þar með engu móti lengur. Þetta á ekki eingöngu við um fréttastofuna heldur um aðrar deildir einnig. Þar að auki telja tæknimenn að fara yrði í breytingar á húsinu sem kosta myndu hundmð milljóna ef mæta ætti kröfum nútímans um aðstöðu. Allt sem viðvíkur sjón- varpstækninni í húsinu í Efstaleiti er langtum auðveldara viðfangs og tæknin myndi komast í allt aðra aðstöðu þar en á Laugavegin- um. Mín skoðun er sú að starfsemi sjónvarpsins rúmist í Efstaleiti 1 án þess að til stækkunar þurfí að koma á því húsnæði, en ég legg áherslu á að flutningurinn eigi að vera með sem hagkvæmustum hætti,“ sagði Hörður. Fjárfestingarmöguleikar þokkalega tryggðir í samtali við Morgunblaðið sem birtist s.l. föstudag sagði Gunn- laugur S. Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og formaður nefndar um húsnæðismál Ríkisútvarpsins, að spurning væri hvernig stofnun- in ætti að standa undir fjárfesting- um við flutning þegar hún væri rekin með halla og gæti ekki sinnt dagskrárgerð svo fullnægjandi sé. Hörður sagði að þarna væri Gunn- laugur að blanda saman rekstrar- sjóði og framkvæmdasjóði Ríkisút- varpsins. Samkvæmt lögum rynnu 10% af veltu stofnunarinnar í framkvæmdasjóð og fjárfestingar- möguleikar stofnunarinnar til bættrar aðstöðu væru mjög þokka- lega tryggðir. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á föstudagr er reiknað með 100 milljóna króna tekju- lækkun Ríkisútvarpsins í ár miðað við 1995 og að sögn Harðar liggur það að stærstum hluta í því að afnotagjaldatekjur standa óbreytt- ar en lækka að verðgildi. Síðan væri reiknað með 25 milljóna króna lækkun auglýsingatekna sjónvarps frá fyrra ári sem þá hefðu verið miklar. Þarna væri viðhöfð varfærni í áætlanagerð m.a. vegna fjölgunar sjónvarps- stöðva á markaðnum sem ekki væri vitað hvaða áhrif myndi hafa. Morgunblaðið/Þorkell Umferð í Hinu húsinu UNGT fólk í samstarfi við Hitt húsið og bifreiðatryggingafé- lögin hóf um helgina kynningu á umferðarmálum í þeim til- gangi að fækka umferðarslys- um meðal ungs fólks. Meðal þess sem verður sýnt í Hinu húsinu við Ingólfstorg eru ýmsir hlutir sem tengjast um- ferð og umferðarslysum. Þar má m.a. sjá þennan hlut sem einu sinni var bíll. Fjögurra manna fjölskylda með eigin bll til Danmerkur 6. júní og heim frá Noregi 25.júní. 2 fullorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. *Verð á mann. Bifrelð innifalin ÞÉ PERÐ ÞÍNAR EIW UHÐIR SJÁÐU HVERNIG frá far. IU70Q, Vikuferð til Færeyja með fjögurra manna fjöiskyldu Frá kr.23.310. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Slmi: 562 6362 g AUSTFAR HF I Seyðisfiröi, simi: 472 1111 £ Umboösmenn um allt land i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.