Morgunblaðið - 04.02.1996, Side 32

Morgunblaðið - 04.02.1996, Side 32
32 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ARONSDÓTTIR, Neðstaleiti 1, Reykjavik, sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans laugardaginn 27. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudag- inn 6. febrúar kl. 13.30. Haukur F. Leósson, Inga Lára Hauksdóttir, Einar Ólafsson, Hildur Hauksdóttir, Gylfi Sigfússon, Aron Hauksson, Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Leó Hauksson, Sif Jónsdóttir, Haukur Már Hauksson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BORGHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR THORARENSEN, Ljósvallagötu 10, Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 6. febrúar kl. 13.30. Laufey Jakobsdottir, Elínborg og Gunnar Sigurðsson, Elfnborg og Símon Kjærnested, Borghildur og Jón Aðils, Borghildur Stefánsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sverrir Stefánsson, Jakob Gunnarsson, Hrefna Stefánsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JAKOBfNA THEODÓRSDÓTTIR, Löngumýri 22b, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 2. febrúar sl. Útförin fer fram frá Garðakirkju þann 8. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransarvinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Garðasóknar. Erlingur Guðmundsson, Theodór Ólafsson, Theodór K. Erlingsson, Hanna Kristfn Gunnarsdóttir, Guðmundur N. Erlingsson, Guðrún Marfa Brynjólfsdóttir, Thelma Dögg Theodórsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, MIKAELS EINARSSONAR, Stórholti 8, Akureyri. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli og starfsfólki heimahjúkrunar á Akureyri fyrir hlýhug og Guð blessi ykkur öll. umhyggju. Þórlaug Björnsdóttir, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, Trausti Jóhannsson, Stella Mikaelsdóttir, Roland Mölier, Hjördfs Mikaelsdóttir, Gunnlaugur Briem, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Breiðagerði 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3-B á Hrafnistu. Guð blessi ykkur. Magnús Júlíusson, Guðm. Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Margrót J. Magnúsdóttir, Haraldur Einarsson, Erna Magnúsdóttir, Gunnar P. Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn. KRISTJÁN BOGI EINARSSON + Kristján Bogi Einarsson fæddist á Siglufirði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 1. febrúar. ELSKU hjartans pabbi minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja né enda, það er svo óskaplega margt sem mig langar til að segja við þig og svo margt sem ég átti eftir að segja við þig. Hvern hefði grunað það síðasta sumar, á okkar yndislegu samveru- stundum á Flúðum, að þú yrðir ekki meðal okkar þar næsta sumar? Það veit ég að staðurinn verður ekki hinn sami án þín. Manni finnst máttar- völdin ekki mjög réttlát þegar þau kalla til sín fólk á besta aldri eins og þig. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Sárast þykir mér þó að eiga eftir að ganga upp að altarinu án þín nú í sumar, því engan vildi ég frekar hafa við hlið mér á þeirri stundu en þig. En ég hugga mig við, að þú varst búinn að leggja blessun þína yfir hjónaband mitt og Ásgeirs, sem ég veit að þú unnir svo heitt. Litli nafni þinn Kristján Alexander saknar afa síns. Það var svo fallegt þegar hann var að útskýra fyrir ömmu Sollu hvar þú ættir heima núna. Hann benti út um stofu- gluggann og sagði: „Veistu amma, að núna á afi heima hjá stjömunum þarna uppi.“ Mér finnst svo sárt að hann og Valgerður Ýr skuli ekki fá notið þín í uppvextinum, fái ekki að kynnast hversu hjartahlýr og góður maður þú varst. Ég ætla að gera mitt besta til að viðhalda minning- unni um þig í hjörtum þeirra. Þau skulu ætíð vita að afi Bogi var guli að manni, sem gerði alltaf allt sem í hans valdi stóð til þess að öllum í kringum hann liði sem best. Það verður undarlegt að sjá þig ekki við hlið mömmu í framtíðinni því þannig sá maður ykkur alltaf, standandi hlið við hlið, traust sem kletta í gegnum súrt og sætt. Verald- leg gæði voru aldrei í hávegum höfð hjá ykkur. Þið voruð aldrei ánægðari en þegar þið höfðuð hvort annað og ykkar nánustu hjá ykkur. Þegar ég lygni aftur augunum og hugsa um þig sé ég Sollukot fyrir mér, við öll sitjandi í fortjaldinu að spjalla eða spila og þú að taka nokkur spor með mömmu úti á gólfi við Leonard Co- hen og þá helst við lagið „Take This Waltz“. Ef einhvers staðar er himna- Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns mfns, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Langhoitsvegi 93, Reykjavfk. Ólöf Þorsteinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlfð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Kristján Grétar Valdemarsson, Olga Ragnarsdóttir, Sigurbjörn Valdemarsson, Ólaffa Hrönn Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Inniiegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og tengdadóttur, HELGU MAGNÚSDÓTTUR, Tómasarhaga 41. Sigurður Sævar Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Sigurbjörg Ingimundardóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Ulfur Óskarsson, Birna Hrönn, Sigurður, Sölvi, Helga, Kári, Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, Ragnhildur Jóna Magnúsdóttir, Signhild Konráðsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS EINARSDÓTTIR, Þykkvabæ 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Stefán Pétursson, Einar Stefánsson, Bryndís Þóröardóttir, Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson og barnabörn. ríki á jörðu þá er það akkúrat þama í hjólhýsinu ykkar. Og þú, pabbi minn, ert staðfesting á öllu því góða í heimi hér með því yndislega brosi, sem ætíð var á vömm þér og hlýju viðmóti. Og þó að ég kveðji þig með trega og söknuð í hjarta, þá gleðst ég yfir því að þú skulir vera kominn á stað þar sem þér hefur verið tekið opnum örmum af foreldrum þínum og syni, og þar sem engir sjúkdómar hrjá þig. Elsku besti pabbi, ég mun alltaf sakna þín, en með þá vissu í hjarta mínu að við hittumst aftur síðar get ég tekist á við nýjan dag. Ég get aðeins þakkað Guði fyrir að hafa kynnst þér og þó fengið að eiga með þér 23 ár. Elskulegri móður minni, systkinum mínum og mökum þeirra, að ógleymdum honum Ás- geiri mínum og tengdaforeldrum, vil ég þakka yndislegar samverustundir síðustu vikur. Ég hefði ekki viljað ganga í gegnum þetta án ykkar. Einnig vil ég koma á framfæri inni- legu þakklæti til hjúkrunarþjónustu Karitasar sem með hlýju og skilningi gerði pabba mínum kleift að eyða sínum síðustu jólum heima í faðmi fjölskyldunnar. Eftirfarandi erindi eru úr ljóði sem Vígþór Jörundsson orti í minningu pabba: Leiðir skilja, lokast dyr við leiðarenda, en Ijósið skín, því handan hurðar er himnaríki, hverjum manni heimur nýr. Leiðir liggi um Ijóssins velli, eins að Flúðum sem feprstu staða. Alráður Guð opni þér í unaðsdýrð ómælisland. Afabðmin við ömmu hjala opnum huga hjartanu næst. „Nú er hann afi uppi í stjömu, stjömu sem skín skærust allra.“ Elsku pabbi minn, við hittumst aftur síðar með bros á vör. Þín dóttir, íris. 2 1 2 1 2 1 5 Fersk blóm og skreytingar viðöll tækifæri Opið til kl.lO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, si'mi 568 9120 2 1 2 f 2 I 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.