Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 52
varða víðtæk fjármálaþjónusta m Landsbanki Mi Islands JHL4B I Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓIF 3040, NETFANG MBUgCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir Viðburðaríkur dagur fæðingarlæknisins á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi. Morgunblaðið. „ÞETTA er nú bara vinnan mín,“ sagði Þorkell Guð- mundsson kvensjúki læknir á Sjúkrahúsi lands, en hann átti harla óvenjulegan vinnudag í unni er hann mætti fótbrotinn til vinnu, tók barn með keis- araskurði og aðstoðaði tvær konur í erfiðri fæðingu, en inn á milli var tekin röntgenmynd af fæti hans, gerð aðgerð á honum sjálfum og fóturinn settur í gifs. Þorkell datt á mánudaginn og meiddi sig á fæti. Hann hélt sig hafa tognað og vafði fótinn um öklann. Þriðjudag- urinn varð síðan mjög við- burðaríkur. Þorkell mætti fót- brotinn, án þess þó að vita það, til að skera konu keisara- skurði, en áður sagði hann samstarfsmanni sínum frá meiðslunum á fætinum. Sá vildi mynda fótinn og var það gert á meðan sængurkonan var búin undir aðgerðina. Þor- katli gekk vel að ná barninu með keisaraskurðinum og hann gekk frá því helsta að aðgerð lokinni. Strax á eftir fylgdist hann með erfiðri fæð- ingu á fæðingarstofunni og veitti aðstoð við þá fæðingu. Að henni lokinni var hann sjálfur drifinn á skurðarborð- ið og skurðlæknir sjúkrahúss- ins gerði aðgerð á fæti hans, en röntgenmyndin sýndi ökla- brot. Síðan var fóturinn settur í gifs. Þorkell sagðist lítið hafa fundið fyrir brotinu, því fótur- inn hefði verið það vel vafinn, Morgunblaðið/Sig. Jðns. ÞORKELL Guðmundsson læknir á heimili sínu á Selfossi. Á hjólastól í frum- burðarfæðingu Strax að loknum frágangi á gifsinu á fæti Þorkels, þegar hann ætlaði að slaka á eftir það sem á undan var gengið, var hann kallaður á fæðingar- stofuna vegna frumburðar- fæðingar sem ekki gekk sem skyldi. Þá skellti Þorkell sér í hjólastól og renndi sér inn á fæðingarstofuna og aðstoðaði við fæðinguna. Þær þijár fæð- ingar sem áttu sér stað þennan þriðjudag gengu vel og lækn- irinn var hinn ánægðasti með vinnudaginn. Hann var hinn rólegasti þegar hann var spurður um þennan viðburða- ríka dag og viðurkenndi að líklega kæmi það ekki fyrir aftur að hann stæði fótbrotinn í uppskurði. „Þetta var nú kannski dálítið merkilegur dagur,“ sagði Þorkell í lokin. Fótbrotinn í keisara- skurði og fæðingarhjálp Loðnu- vertíð í fu.ll- um gangi ESKFIRÐINGAR hugsa um lítið annað en loðnu þessa dagana, eins og nágrannar þeirra á flestum fjarðanna. , Xoðnubátarnir koma inn hver af öðrum með fullfermi og er unnið allan sólarhring- inn við að bræða loðnu og frysta fyrir Rússlandsmark- að. Vonast menn til að ein- hvern næstu daga verði hægt að hefja frystingu fyrir Jap- ansmarkað en þar fæst mun hærra verð. I þessum mánuði lýkur umfangsmikilli end- urnýjun á loðnubræðslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og er nú unnið að frá- gangi nýrra mjöltanka við verksmiðjuna. Stærstu tank- arnir. eru 35 metrar á hæð og breyta ásýnd bæjarins. Iðnaðarmenn voru að vinna við mjöllyftu eins geymisins þegar ljósmyndari var á ferð á Eskifirði. Niðurstöðu að vænta frá nefnd um skattlagningu fjármagnstekna 10% skattur á nafnvexti og ekkert frítekjumark NEFND um skattlagningu fjármagnstekna mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, leggja til að 10% skattur verði lagður á allar fjármagnstekj- ur einstaklinga frá og með 1. janúar 1997. Áætl- að er að skatturinn skili ríkissjóði um 500 milljón- um króna árlega fyrst um sinn en fari síðan smám saman hækkandi, m.a. vegna bindingar vaxta. Með umræddri skattlagningu myndu skattar af arðtekjum, leigutekjum og söluhagnaði lækka, nema hjá þeim sem eru undir frítekjumarki í arði. Ijármálaráðherra skipaði nefndina á síðasta ári til að gera tillögu um hvernig heppilegast væri að standa að skattlagningu fjármagnstekna og í henni sitja fulltrúar allra þingflokka og aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins voru ólík sjónarmið uppi innan nefnd- arinnar og í upphafi ríkti ekki samstaða um hvort leggja ætti á umræddan skatt. Þegar líða tók á nefndarstarfíð náðist þó sátt um það og að lokum með hvaða hætti það yrði gert. Vinna nefndarinn- ar er nú á lokastigi og er jafnvel búist við því að hún skili niðurstöðum sínum í þessari viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nefndin leggja til að lagður verði 10% skattur á allar fjármagnstekjur einstaklinga, þ.e. vexti, verðbætur, afföll, gengishagnað, tekjur af hlut- deildarskírteinum, tekjur af arði, leigu íbúðarhús- næðis og söluhagnað. Tekjur af arði, leigutekjur íbúðarhúsnæðis og söluhagnaður eru nú skattlögð eins og launatekjur og bera því allt að 47% skatt ef þau fara umfram frítekjumörk persónuafsláttar. Hvað þessar tekjur varðar yrði því um skattalækkun að ræða. Sölu- hagnaður af íbúðarhúsnæði verður áfram skatt- frjáls samkvæmt tillögum nefndarinnar. 10% skatthlutfall innan marka við núverandi verðbólgustig Nefndin telur mikilvægt að skattlagningin verði einföld og auðskilin og valdi sem minnstri rösk- un, hvort sem er hjá einstaklingum eða á fjár- magnsmarkaði. „Nafnvextir eru einfaldari og auðskiljanlegri viðmiðun en raunvextir þótt henni fylgi einnig ýmsir annmarkar. Þótt alltaf sé um- deilanlegt hve hátt skatthlutfallið megi verða áður en það fer að valda röskun á fjármagnsmark- aði, telur nefndin 10% skatthlutfall vera innan þeirra marka við núverandi verðbólgustig," segir í álitsdrögunum. Innheimta í staðgreiðslu Nefndin vill að fjármagnstekjuskatturinn verði innheimtur í staðgreiðslu af greiðanda ijármagns- tekna þar sem því verður við komið en endanlegt uppgjör verði á framtali. í tillögum nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir sérstöku frítekjumarki vegna fjármagnstekna en einstaklingum er hins vegar heimilt að nýta ónýttan persónuafslátt sinn til greiðslu fjármagnstekjuskattsins. í ýmsum löndum þar sem fjármagnstekjuskatt- ur er innheimtur er heimilt að draga vaxtagjöld frá vaxtatekjum áður en til skattlagningar kem- ur. Nefndin gerir ekki ráð fyrir þessum kosti í tillögum sínum. Skatturinn reiknast því af öllum vaxta- og fjármagnstekjum án frádráttar vaxta- gjalda eða annars kostnaðar. í tillögum nefndarinnar er lögð áhersla á að skattlagning fjármagnstekna verði almenn. Sú undantekning er þó gerð að lífeyrissjóðum er ekki gert að greiða fjármagnstekjuskatt þar sem greiðslur úr þeim eru tekjuskattskyldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.