Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 8

Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Breytingar á reglugerb um bifreibakaupastyrki fatlabra: Lægri styrkjum fækkar úr 600 í 335 á ári ÞIÐ getið nú bara „teikað“ elskurnar mínar. Borgarstjórn ræðir atvinnuleysisskrá í Reykjavík Meint aðgerðaleysi R- lista og „svört vinna“ BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins gagnrýndu borgarfull- trúa R-listans á borgarstjórnarfundi á fimmtudagkvöld fyrir að hafa horft aðgerðarlausir á atvinnuleysi aukast hröðum skrefum í borginni. Borgarfulltrúi R-listans benti ann- ars vegar á skráð atvinnuleysi og hins vegar fjölda veitingahúsa og talaði um „svarta vinnu“ í veitinga- húsum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að atvinnuleysi hefði aldrei mælst méira í Reykja- vík en nú. Hann knúði á um svör frá R-listanum hvernig brugðist yrði við og sagði að R-listinn hefði ekki efnt helsta kosningaloforð sitt um að aukið atvinnuleysi yrði ekki þolað í borginni. Guðrún Ogmundsdóttir, R-lista, Aldrei fleiri án atvinnu í Reykja- vík en í janúar sagði að aukið atvinnuleysi mætti m.a. skýra með að atvinnuleysis- skráning væri með öðrum hætti en áður. Til þess að njóta fyrirgreiðslu hjá Félagsmálastofnun yrði fólk að skrá sig atvinnulaust jafnvel þótt það ætti ekki rétt á bótum. Guðrún sagði að skoðun á því hvaða starfshópar væru atvinnu- lausir leiddi margt athyglisvert í ljós. Á miðbæjarsvæði Reykjavíkur væru um 120 veitingastaðir en samt sem áður væru 150 manns í Félagi starfsfólks í veitingahúsum á at- vinnuleysisskrá. „Það hefur því Samningar felldir á Flateyri Flateyri. Morgunblaðið. EFNT VAR til allsheijaratkvæða- greiðslu á skrifstofu Verkalýsðfé- lagsins Skjaldar sl. fimmtudag vegna sjómannasamningana frá sl. ári, þ.e. frá 9. janúar 1995. Samningamir voru felldir með yfirburðum eða 63% atkvæða. Þeg- ar fréttaritari leit inn voru 20 manns búnir að kjósa af 40 skráðum línusjómönnum á Flateyri. Margir hverjir voru óánægðir með að skiptaprósentan hefði verið skert um 2,5%, þ.e. frá 37,2 niður í 34,9% Einnig var urgur í þeim út af ákvæðum um helgarfrí en um þetta og fleira var kosið. Morgunblaðið/Egill Egilsson ERLENDUR Ingvarsson var einn þeirra sem kusu og við borðið situr Gunnar Valdi- marsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Skjaldar. miður loðað við þennan markað að þarna væri í boði „svört vinna“,“ sagði Guðrún. Auknar skattaálögur Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lét færa til bókar, að aldr- ei hafi fleiri verið án atvinnu í Reykjavík en í janúar sl. eða 3.667 manns. Helsta kosningaloforð R- listans fyrir síðustu kosningar hafi verið um breytingar í atvinnumál- um, þar sem sívaxandi atvinnuieysi væri öilum áhyggjuefni. R-listinn hefði sagt að hann sætti sig ekki við atvinnuleysi og helsta verkefni nýrrar borgarstjórnar yrði að tryggja atvinnu, efla fyrirtækin og nýsköpun í atvinnurekstri. Sjálfstæðismenn sögðu R-listann ekki hafa uppi nein sérstök áform um að draga úr atvinnuleysi. Skattaálögur á fyrirtæki hafi verið auknar og nokkur fyrirtæki flutt starfsemi sína úr borginni. Illa væri komið fyrir helsta kosningalof- orði R-listans. Borgarfulltrúar R-listans bókuðu að samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1996 væri að tillögu R-listans haldið uppi öflugu framkvæmdastigi og fjár- framlög til framkvæmda ekki skor- in niður ólíkt því sem gert væri í mörgum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn hafi við gerð fjárhagsáætlunar gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til framkvæmda sem hefðu bnn aukið á atvinnuleysi. „Undir forystu Reykjavíkurlistans er nú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði at- vinnumála, t.d. á vegum Reykjavík- urhafnar, veitufyrirtækjanna, Afl- vaka og Atvinnu- og ferðamála- stofu. Astæða er því til að ætla að bjartara sé framundan í atvinnu- málum Reykvíkinga þrátt fyrir svartsýni sjálfstæðismanna.“ Skátafélagið Kópar 50 ára Hæg en örugg uppsveifla KÓPAR er elsta skátafélagið í Kópavogi að sögn Þorvaldar, stofnað 1946. Félagið hefur verið á hrak- hólum með húsnæði lengst af, eða þar til árið 1970, að það festi kaup á hús- næði við Kársnesbraut 7. Þorvaldur er fyrst spurður hvað gert verði til hátíða- brigða í tilefni afmælisins og hvenær það sé, ná- kvæmlega? „Dagurinn sjálfur er 22. febrúar, en við ætlum að halda upp á hann sunnu- daginn 25. febrúar. Við ætlum að byija i Digranes- kirkju klukkan tvö og verða m.a. vígðir nýir skát- ar. Þá verða veittar ýmsar viðurkenningar. Þannig ætla Kópar í fyrsta skipti að veita gullmerki félagsins. Þeir sem það hljóta eru félagar í „urtusveit“ Kópa. Það er mömmuhópur sem stofnaður var árið 1968, allt mæður starfandi skáta. Þær hafa staðið fyrir ýmsum ijáröflunum, t.d. haldið basara og kaffisölur og lagt starfseminni lið á margan hátt. Okkur finnst vera tímabært að þakka fyrir okkur. Þegar þessar athafnir verða að baki færum við okkur yfir í íþróttahúsið, þar sem fjölbreyrtt skátaskemmtun verður á dag- skrá. Þangað verður boðið öllum þeim sem fyrr og síðar hafa starf- að með skátafélaginu Kópurn." Er gróska í starfsemi Kópa og út á bvað gengur starfið? „Það er uppsveifla í starfinu, en eigi að síður eru skátar miklu færri en var hér áður fyrr. Um 1970 voru t.d. um 500 félagar í Kópum, en fyrir þremur árum var talan komin ofan í 80 félaga. Það hefur nú verið komist fyrir fækk- unina og þessi tvö ár sem ég hef verið félagsforingi hefur talan verið að síga aftur upp. í dag eru 120 félagar í Kópum og þetta er á uppleið. Við erum staðráðin í því að byggja frekar upp hægt og halda vel utan um starfsemina heldur en að fara of geyst og eiga á hættu að starfið yrði los- aralegt. Ég held að ástæðan fyrir upp- sveiflunni sé að íþróttabylgjan sem reið yfir sé farin að réna. Hún tók til sín geysilega mörg börn og unglinga og skátahreyf- ingin reyndi þá að breyta sér á ýmsa vegu til þess að halda betur sessi sínum. Það tókst ekki, hreyfingin fór aftur í gamla farið og ég hygg að það sé staðreynd að það höfð- ar alltaf til viss hóps. Það á alltaf upp á pallborðið hjá mörgum ungmennum að ferðast úti í nátt- úrunni, rækta mannleg samskipti og virða vininn. Margir krakk- anna eru bæði í íþróttum og skát- unum. Ég hef komið að báðum hreyfingunum og mín reynsla er sú að vináttuböndin verða ekki eins sterk í íþróttunum. Minir bestu vinir eru allir úr skátunum, hópur sem haldið hefur saman allar götur. í íþróttunum snýst þetta meira um keppnina og að sigra. Þú spurðir líka út á hvað starf- ið gengi og ég nefndi ferðalög í náttúrunni, eflingu vinatengsla og mannlegu samskiptin. Ef ég fer nánar út í þetta, þá hefst starfið meðal ljósálfa og ylfinga, Þorvaldur Sigmarsson ►Þorvaldur Sigmarsson er fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1950. Hann er lærður blikk- smiður, en hefur lítið fengist við það um dagana. Byrjaði þó eftir skóla, fór síðan í þrjú ár til hraðfrystihússins á Lang- eyri, síðan aftur í blikkið um hríð áður en hann réðst til Iög- reglunnar í Kópavogi árið 1981. Þar hefur hann starfað siðan, síðustu árin sem aðstoð- arvarðstjóri. Tilefni þessa við- tals er þó það, að hann er fé- lagsforingi Skátafélagsins Kópa, sem á fimmtugsafmæli um þessar mundir. Þorvaldur er kvæntur Elínu Richards- dóttur og börn þeirra tvö eru Agnes Osp 18 ára og Hlynur Steinn 15 ára. Skátarnir út- ungunarstöð fyrir hjálpar- sveitirnar sem hjá okkur eru allt niður í 9 ára gömul börn. Þar er grunnur- inn kenndur, sungið og leikið sér. Unnið er eftir sérstakri vörðubók og verkefnin þyngjast eftir því sem árunum fjölgar. Það er kennt á áttavita, ' skyndihjálp kynnt, virðing við náttúruna er í heiðri höfð svo eitthvað sé nefnt. Reynt er að rækta mannleg samskipti m.a. með því að aðstoða aldraða og sjúka. Lengi vorum við t.d. með jólaskemmtanir á Kópavogshæl- inu. Á aldrinum 15 til 18 ára starfa félagar meira sem persón- ur að ákveðnum verkefnum, en þó í hópum. Svo eru útilegurnar og lands- mótin. Það eru snarir þættir í starfinu. Við eigum tvo skála, ann- an við Vatnsendavatn og hinn í Þverárgili í Esjunni. Mótin eru alltaf vinsæl, þannig fóru 18 krakkar frá okkur á Jamborie-mót í Hollandi í fyrra. Þá má segja að skátarnir séu útungunarstöð fyrir hjálparsveit- irnar. Sjálfur er ég í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og flestir félaga minna þar komu annaðhvort úr Kópum eða öðrum skátafélögum í bænurn." Hvað fær fullorðið fólk tii að halda áfram í skátunum? „Það er félagsskapurinn. Ég vinn mikið með unglinga sem eiga við áfengis- og fíkniefna vandamál að stríða. Það er hinn póllinn. Bæði fannst mér ég skulda Kópum og svo finnst mér gott að vinna með jákvæðum og heilbrigðum krökkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.