Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 17
FRÉTTIR: EVRÓPA
ERLENT
ESB fjármagnar
stærsta snjóhús í heimi
FINNSKT ungbarn var skírt síð-
astliðinn laugardag í kapellu
stærsta snjóhúss í heimi, feikna-
stórs snjókastala í Kemi í Norður-
Finnlandi, rétt við heimskauts-
baug. Kastalinn var að stórum
hluta byggður með styrk frá Evr-
ópusamhandinu, sem samþykkti
að leggja fé í framkvæmdina til
þess að útvega ungu, atvinnulausu
fólki verkefni. Kastalinn hefur
reynzt Kemi-búum mikil búbót.
Unga fólkið fékk vinnu um stund-
arsakir og ferðamenn hafa flykkzt
til bæjarins. Kemi-búar vona að
snjóhöllin komist í heimsmetabók
Guinness.
Israel væntir mik-
ils af viðskipta-
samningi við ESB
Brussel. Reuter.
ÍSRAEL væntir mikils af hinum nýja
viðskipta- og samstarfssamningi við
Evrópusambandið, sem tók gildi fyr-
ir skömmu, að sögn Efraims Halevy,
nýs sendiherra landsins í Brussel.
„Samningurinn er okkur afar mik-
ilvægur vegna þess að til viðbótar
við hinn pólitíska þátt hans er kjarn-
inn efnahagslegur," sagði Halevy á
blaðamannafundi. „Hann mun gera
okkur kleift að bæta mjög efnahags-
lega velmegun í ísrael og efnahags-
l_eg tengsl Evrópusambandsins og
ísraels."
Mjög hefur hallað á Israel í við-
skiptum þess við ESB. Halevy sagði
mikilvægt að auka útflutning til
Evrópusambandsins og að samning-
urinn myndi gera ísraelsmönnum það
kleift.
ESB virkara í friðarviðræðum
Halevy sagðist ánægður með það
að Evrópusambandið tæki nú virkari
þátt í viðræðum um frið fyrir botni
Miðjarðarhafs og vísaði til Miðjarðar-
hafsráðstefnunnar, sem ESB stóð
fyrir í Barcelona á Spáni á síðasta
ári. Þar settu ESB og 12 Miðjarðar-
hafsríki sér það markmið að koma á
fríverzlunarsvæði á næstu fimmtán
árum.
Sendiherrann fagnaði einnig hug-
myndum Sýrlendinga um að hefja
viðræður við ESB um svipaðan samn-
ing og þann, sem Israel hefur gert.
Halevy sagði að allt, sem styrkti frið-
arþróunina á svæðinu og greiddi fyr-
ir viðræðum ísraelskra og sýrlenzkra
stjórnvalda væri af hinu góða. Hann
bætti því við að ein aðferðin til að
beijast gegn öfgum og tryggja frið
í Mið-Austurlöndum væri að bæta
lífsskilyrði íbúanna.
ESB gangi ekki of langt í
viðræðum við Palestínumenn
Halevy var hins vegar ómyrkur í
máli er hann var spurður út í viðræð-
ur Evrópusambandsins og heima-
stjórnar Palestínumanna um aukin
tengsl og gaf í skyn að ESB mætti
ekki ganga of langt í því efni. Sendi-
herrann sagði að ESB gæti ekki
gert eða undirritað neinn samnings,
sem svo mikið sem gæfi í skyn að
sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna
væri sjálfstætt ríki að alþjóðalögum.
Hann sagði að í maí myndu Israel
og heimastjórn Palestínumanna hefja
viðræður um nýja stjörnskipulega
stöðu sjálfstjórnarsvæðisins og að
fram að því yrði ESB að fara var-
lega. „Enginn samningur getur
gengið lengra en þegar hefur verið
samið um á milli Israels og heima-
stjórnar Palestínumanna," sagði
Halevy.
Prófkjörsbarátta repúblikana í Bandaríkjunum
Alexander kemst á
skrið á réttum tíma
Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
LAMAR Alexander, fyrrverandi rík-
isstjóra Tennessee, hefur nú loksins
tekist að vekja á sér verulega at-
hygli í prófkjörsbaráttu repúblikana
fyrir forsetakosningarnar í nóvem-
ber. Hann fékk góðan byr á besta
tíma, náði þriðja sæti á kjörfundinum
í Iowa á mánudag fyrir viku, og
þykir nú líklegur til að velgja Bob
Dole undir uggum. Alexander kveðst
fullur bjartsýni fyrir prófkjörið mikil-
væga, sem fram fer í dag, þriðjudag,
í New hampshire og ekki að ástæðu-
lausu því að samkvæmt skoðana-
könnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN,
sem birtist um helgina, nýtur hann
stuðnings 20% kjósenda í New
Hampshire, aðeins fjórum prósentu-
stigum á eftir Bob Dole og fimm
prósentustigum á eftir Pat Buchan-
an.
Lamar Alexander fékk 18% at-
kvæðanna í Iowa, en fyrir kjörfund-
inn var hann á meðal þriggja eða
fjögurra frambjóðenda sem voru ekki
taldir eiga nokkra möguleika á að
verða forsetaefni repúblikana, með
3-4% fylgi samkvæmt skoðanakönn-
unum.
Alexander klæðist oft köflóttum
skyrtum eins og skógarhöggsmaður
og þannig vill hann sýna á táknræn-
an hátt að hann sé ólíkur hinum
frambjóðendunum. Hann kynnir sig
sem „utangarðsmann", sem haldi sér
frá ráðandi öflum í Washington, og
hann vill færa ýmsa málaflokka, eins
og menntamál, frá alríkisstjórninni
til ríkjanna.
Frambjóðandinn minnist sjaldan á
að hann var menntamálaráðherra í
stjórn George Bush á árunum
1991-93. Andstæðingar hans segja
og að hann hafi notfært sér pólitísk
sambönd sín til að auðgast og eigi
öfluga vini meðal áhrifamanna í
Repúblikanaflokknum.
Alexander leggur hins vegar
áherslu á að hann sé ekki frá Wash-
ington. „Ég var þar nógu lengi til
að að verða bólusettur en smitast
ekki.“
Of líkur Carter?
Alexander hóf prófkjörsbaráttu
sína fyrir tveimur árum og hefur
m.a. lagt til að laun bandarískra
þingmanna verði lækkuð og að þeir
gegni þingmennsku í hlutastarfi. Sú
hugmynd hefur þó ekki fengið mik-
inn hljómgrunn meðal repúblikana,
sem eru nú í meirihluta á Bandaríkja-
þingi. Honum hefur gengið illa að
vekja athygli fjölmiðia og kynna
sjónarmið sín. Margir kjósendur segj-
ast kunna vel við hann en telja sig
lítið vita um stefnu hans.
LAMAR Alexander leikur „America the Beautiful" í skóla í
New Hampshire.
Honum hefur einnig gengið illa
að afla fjár til baráttunnar. Hann
stefndi að því að safna 20 milljónum
dala, 1,3 milljarði króna, í fyrra en
náði aðeins 12 milljónum dala, 990
milljónum króna. Stór hluti þeirrar
fjárhæðar fór í fjáröflunina og skipu-
lagningu baráttunnar.
Alexander þykir ekki gæddur
rriiklum persónutöfrum og ekki mik-
ill ræðumaður. Andstæðingar hans
segja hann of silalegan frambjóðanda
og alltof líkan Jimmy Carter, fyrrver-
andi forseta, en stuðningsmenn hans
telja hann álitlegan kost fyrir repú-
blikana í stað Bobs Doles.
Óhefðbundnar aðferðir
Lamar Alexander fæddist í Tenn-
essee 3. júlí 1940. Hann var kjörinn
ríkisstjóri Tennessee árið 1978, þá
38 ára, og gegndi því embætti í átta
ár. Andstæðingar hans í prófkjörinu
saka hann um að hafa hækkað skatta
og aukið útgjöld ríkisins. Sjálfur seg-
ist hann hins vegar hafa eytt fjár-
lagahaila ríkisins og skapað mikinn
hagvöxt í ríkinu með því að laða
þangað stór fyrirtæki í hátækniiðn-
aði.
Hann þykir fær píanóleikari og á
það til að leika knæputónlist á próf-
kjörsfundum ásamt gítarleikara frá
Nashville. Hann hefur lagt mikla
áherslu á að vekja á sér athygli í
þeim ríkjum, sem hefja prófkjörið,
og gekk til að mynda um 130 km
leið frá Concord, höfuðstað New
Hampshire, til Portsmouth. Sú ganga
mun þó ekki hafa aukið vinsældir
hans eins mikið og hann hafði vænst.
Niðurstaða kjörfundarins í Iowa
bendir til þess að Steve Forbes, sem
hefur hingað til veitt Bob Dole mesta
keppni, hafi komist á skrið of
snemma og skriðþunginn sé nú að
dvína. Lamar Alexander virðist hins
vegar hafa fengið byr undir báða
vængi á réttum tíma. Hann getur
nú kynnt sig sem trúverðugan fram-
bjóðanda og traustan kost fyrir repú-
blikana; hvorki eins tengdan stjórn-
kerfinu í Washington og Dole né eins
skaðlegan flokknum og forsetafram-
boð Forbes eða Pats Buchanans
gæti reynst.
Leigðu hjd sjdífum þérfyrir
—————-—-—
Zja herbergja
Kaupverð 6.200.000
Undirritun samnings 300.000
Húsbréf 70% (í 25 ár) 4.340.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 560.000
Meðal greiðslubyrði á mán.** 32.913
3ja herbergja
Kaupverð 6.950.000
Undirritun samnings 300.000
Húsbréf 70% (í 25 ár) 4.865.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 785.000
Medal greidslubyrdi á mán.** 36.013
*Veitt gegn traustu fasteignaveöi, vextir 7,4% til 20 ára.
**Ekki tekiö tillit til vaxtabóta sem geta numiö allt
aö 15.000 kr. á mánuöi
32.913, -
kr. á mán.
og eignastu íbúðina á 25 árum
Erum að selja 2ja og 3ja herbergja íbúðir við Berjarima
og Vallengi í Grafarvogi og Lækjasmára í Kópavogi.
Skemmtileg staðsetning með góðu útsýni. íbúðirnar
eru með sérinngangi og afhendast fullbúnar til inn-
flutnings. Permaform hús eru steypt á staðnum,
með veðrunarkápu og öll hin vönduðustu. Komdu
við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 og kynntu
þér málið. %
Opið laugardag og sunnudag,
frá kl. 13.00 til 15.00.
Ármannsfell hf.
Funahöfða 19 • sími 587 3599
http://nm.is/armfell
STOFNAÐ 1965