Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 23 LISTIR Kórsöngnr með kaffinu TONLIST McnningarmiA- stödin Gcröubcrg KÓRSÖNGUR OG UPPLESTUR Vörðukórinn, Benedikt Árnason, Asta Bjamadóttir og Haukur Har- aldsson, undir stjóm Margrétar Bóasdóttur og við undirleik Agnes- ar Löve, fluttu söngverk við kvæði eftir Halldór Laxness og Davíð Stefánsson. Sunnudagurinn 18. febrúar, 1996. NÝR kór hefur verið stofnaður, nefndur Vörðukórinn og sækir hann söngfólk sitt til uppsveita Árnessýslu. Margrét Bóasdóttir er stjórnandi og hélt kórinn all sérstæða söngskemmtun í Gerðubergi sl. sunnudag, þar sem meginþemað var-kveðskap- ur eftir Halldór Laxness og Davíð Stefánsson. Fyrri hluti efnisskrár var sóttur til Laxness en Davíð helg- aður seinni hlutinn. Flest kvæð- in eftir Halldór Laxness tengjast skáldverkum hans, bæði skáld- sögum og leikritum og var efnis- skrá tónleikanna byggð með þeim hætti, að Benedikt Árna- son leikari las upp úr skáldverk- um meistarans, undanfara lag- anna og mest úr Heimsljósi en einnig Silfurtunglinu, svo og úr smásögunni Nýja ísland. Söngvarnir sem völdust í þessa dagskrá voru eftir undir- ritaðan, Gunnar Reyni Sveins- son, Jón Þórarinsspn og Jón Nordal, sem Vörðukórinn söng mjög vel og er aðdáunarvert hversu góður þessi nýi kór er og auðheyrt að Margrét Bóas- dottir kann vel til verka í þjálfun kóra. Fuglinn í fjörunni, eftir Jón Þórarinsson, var þarna eins og millistef en við flutning á kvæðum Davíðs var aðallega stuðst við einsöngslög, er voru flutt af Margréti Bóasdóttur, Ástu Bjarnadóttur og Hauki Haraldssyni. Munu þau tvö síð- astnefndu trúlega hafa notið sönglegrar leiðsagnar Margrét- ar og skiluðu sínu af þokka. Flest lögin sem sungin voru við kvæðin eftir Davíð, eru eftir Pál ísólfsson en einnig áttu þar eitt lag hver Karl 0. Runólfs- son, Sigvaldi Kaldalóns, Atli Heimir Sveinsson, Friðrik Bjarnason og Þorvaldur Blön- dal. Tónleikunum lauk með Ur útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál Ísólfsson og var söngur kórsins rismikill og þéttur í hljóman. í lagi Þorvaldar Blöndal, Nú sefur jörðin, var söngurinn þýður og segir ágætur söngur kórsins á þessum tveimur ólíku lögum nokkuð til sönggetu hans. Und- irleikari var Agnes Löve og nutu einsöngvarar og kór þess örygg- is sem einkenndi leik hennar. Lesefnið var skemmtilega unnið, þar sem bæði var slegið á strengi gamansemi og alvöru, sem Benedikt flutti á eftirminni- legan máta. Jón Ásgeirsson Nýjar bækur • KOMIN er út bókin Konur og vígamenn. Staða kynjanna á Is- landi á 12. og 13. öld eftir Agnesi S. Arnórsdóttur. Þar er kannað hvaða áhrif konur höfðu á gang mála á íslandi á síðustu öldum ís- lenska þjóðveldisins og hver staða kvenna var í ætt, hjónabandi, frillu- sambandi, stjórnmáiaátökum og ófriði. „Agnes sækir heimildir sínar einkum í Sturlunga sögu og Grá- gás og sýnir áþreif anlega fram á að miðaldaheimildir okkar eru auð- ugri af efni um konur en marga mun hafa grunað,“ segir í kynningu. Höfundurinn, Agnes S. Arnórs- dóttir, lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1984 og kandídatsprófi árið 1991. Bókin er unnin upp úr kandídatsritgerð henn- ar, sem var skrifuð við Björgvinjar- háskóia. Agnes er nú í doktorsnámi í sagnfræði við Háskólann í Osló. Bókin er tólfta bindi íritröðinni Sagnfræðirannsóknum - Studia hi- storica - sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands hefurgefið út síðan 1972. Áður annaðist Bókaútgáfa Menningarsjóðs útgáfu og dreifingu bókanna, en nú hafa Sagnfræði- stofnun og Háskólaútgáfan tekið upp samvinnu um útgáfu ritraðar- innar. Bókin er231 bls. aðlengd og kostar 3.500 krónur. • NÁTTÚRUVERNDARSAM- TÖK vatnasvæða Blöndu ogHér- aðsvatna hafa gefið út bókina Lýð- ræði í viðjum valds, eem skráð er af Helga Baldurssyni. Bókin fjallar um Blöndudeil- una svokölluðu. Hart var deilt, í héraði, á Alþingi og víðar, ekki síst um staðsetningu á stíflumannvirkj- um. „Landverndar- menn sem börðust fyrir lífríki Auð- kúlu- ogEyvind- arstaðaheiða með lýðræðislegum hætti lutu í þessari deilu í lægra haldi fyrir valdhöfum. Þessi bók er gefin út af landverndar- mönnum til að rekja gang mála í Blöndudeilunni og varpa ljósi á þær aðferðir sem valdhafar notuðu til að knýja fram sigur," segir í kynningu. Bókin er til sölu hjá Bændasam- tökunum, Landvernd ogBóksölu stúdenta. Helgi Baldursson Tímarit • SAMFÉLAGSTÍÐINDI, tímarit stúdenta þjóðfélagsfræða við Há- skóla íslands, 14,-15. árgangur, er komið út. Þema tímaritsins að þessu sinni er aukin fíkniefnaneysla sem mjög hefur verið til umræðu síðustu vikur. Annars eru allar greinar í tímaritinu á sviði félags- fræði, mannfræði og stjórnmála- fræði. Til dæmis er afbrotum gerð nokkur skil, fjallað er um efnahags- undrið í Austur-Asíu, Evrópumál, atvinnuleysi og fátækt og samkyn- hneigð, svo nokkuð sé nefnt. Tímaritið fæst íBóksölu stúdenta við Hringbraut. LliMAB J> Ú Á HOLLtM O G G Ó Ð U |l R É T T I ? ÞÚ GÆTIR UNNIÐ FERÐ TIL PARISAR Vaka-Helgafell, Manneldisráð, Krabbameinsfélagið og Hjartavernd efna til uppskriftasamkeppni þar sem leitað er að uppskriftum að hollum og góðum réttum. í verðlaun eru glæsilegir vinningar, m.a. ferð fyrir tvo til Parísar. Það er því sannarlega til mikils að vinna. Verðlaunauppskriftirnar birtast í nýrri matreiðslubók sem er eins konar framhald af bókinni AF BESTU LYST, en sú bók hefur algjöra sérstöðu meðal matreiðslubóka á íslenskum markaði. Þarersú kenning afsönnuð að hollur matur sé lítt spennandi. í inngangi bókarinnar AF BESTU LYST er að finna ýmsar góðar ábendingar um hvernig matreiða má holla og Ijúffenga rétti. Vaka-Helgafell áskilur sér allan rétt til að birta uppskriftir sem berast i keppnina. 1. VERÐLAUN Helgarferð fyrir tvo til Parísar með Flugleiðum, flug og gisting. 2.-5. VERÐLAUN Úttekt hjá Vöku-Helgafelli að verðmæti 5.000 kr. hver. Sendu okkur uppskrift að holium og góðum rétti og þú átt möguleika á að vinna þér inn glæsilega vinninga. Úrslit verða birt í DV laugardaginn 16. mars. ÞÁTTTÖKUFRESTUR RENNUR ÚT 1. MARS. Utanáskriftin er: Vaka-Helgafell AF BESTU LYST Síðumúla 6, 108 Reykjavík. «8» VAKA-HELGAFfLI Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.