Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 25
MENNTUN
Grunnskólar
Uppflettirit
nemendaeru
að mestu erlend
FLEST það ítarefni sem eldri nem-
endur grunnskóla þurfa að fletta
upp í er á erlendum tungumálum
eða ætlað fullorðnum, enda er geysi-
legur skortur á fræðibókum á ís-
lensku fyrir þennan aldursflokk, að
sögn Margrétar Björnsdóttur for-
stöðumanns Skólasafnamiðstöðvar.
Engin frumsamin fræðibók fyrir
börn eða unglinga kom út hér landi
á síðasta ári og aðeins örfáar þýdd-
ar fræðibækur. Hún segir ennfrem-
ur að þau tvö bókaforlög, Bjallan
og Lindin, sem hafi einbeitt sér að
samningu fræðibóka fyrir börn og
unglinga séu að hætta rekstri.
íslenskt efni á diskum
Margrét bendir einnig á að mikill
hluti margmiðlunarefnis sé á erlend-
um tungumálum. „Nú eru reyndar
komnir tveir mjög góðir geisladiskar
fyrir tölvur, Islandshandbókin og
kort um Norðurlönd, en það er mjög
gott til kennslu. Til dæmis er hægt
að fjarlægja öll staðarheiti og láta
nemendur um að merkja þau inn
aftur.“
Aðspurð hver hlutur Námsgagna-
stofnunar sé í útgáfu fræðibóka
segir Margrét stofnunina aðallega
gefa út kennslubækur. Þeim bókum
sem tilheyri skólabókasöfnum sé
hins vegar ætlað að styðja við
kennslubækur. „Það er í raun út-
víkkun á skólabókum, því sem betur
fer eru flest böm það dugleg að þau
geta aflað sér þekkingar frá öðru
en kennslubókum."
Ásgeir Guðmundsson forstöðu-
maður Námsgagnastofnunar segir
að stofnunin hafi ekki gefið út al-
fræðiefni að undanskilinni íslands-
handbókinni, sem kom út á geisla-
diski. Spurður hvort hann sæi fram
á aukna hlutdeild Námsgagnastofn-
unar í útgáfu alfræðirita sagði hann
það háð fjármagni. „Stofnunin hefur
ekki of mikið af slíku og því er það
ekki á döfínni eins og er. Okkur er
hins vegar ljóst að það vantar gífur-
lega mikið af slíku efni fyrir börn
og unglinga á skólaaldri,“ sagði
hann.
Aukið hlutverk bókasafna
í kjölfar fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar varð nokkur nið-
urskurður á framlögum til skóla-
bókasafna. Margrét segir það
slæmt, því með tilkomu aukinnar
tækni í skólum sé bókasöfnum ætlað
stærra hlutverk í innkaupum. „í
fyrra fengum við reyndar 15% hærri
fjárveitingu til bókakaupa en nú
varð niðurskurður um rúmlega 5%.
Það kemur á sama tíma og við þyrft-
um á hækkun að halda af því að
myndbönd og geisladiskar fyrir tölv-
ur eru dýrari í innkaupum en bæk-
ur, og vægi þeirra er sífellt meira.“
Hún tekur fram að með þessum
niðurskurði sé illa hægt að bæta
við nýjum hlutum. Hún leggur þó
áherslu á að Reykjvíkurborg veiti
meira fé til bókakaupa en nágranna-
sveitafélögin.
Skólasafnamiðstöðin hefur sótt
um að fá margmiðlunartölvur inn á
öll skólabókasöfn borgarinnar og er
málið í athugun. Sex skólar í
Reykjavík eru með tölvur með
geisladrifi, sem þeir hafa sjálfír
keypt, foreldrafélögin hafa gefið eða
styrkt skólann til kaupanna.
Þá má geta þess, að Skólasafna-
miðstöðin á svokölluð bekkjarsett,
þ.e. eitt eintak af hverri bók handa
heilum bekk, sem það lánar út til
skólanna í nokkrar vikur í senn. Eru
til bækur handa öllum aldursflokk-
um. Margrét segir fyrirkomulagið
gott og kennarar hafi íýst ánægju
sinni með það. „Til dæmis erum við
með bekkjarsett í ensku og dönsku
auk fræðslumynda eins og Goða-
fræði; tölvunotkun, dýramyndir og
fleira. Auk þess afþreyingarmynd-
bönd fyrir heilsdagsskólann," sagði
Margrét Björnsdóttir.
Dagur símenntunar 24. febrúar
Tugir skóla á
landinu bjóða upp á
20 mínútna kennslu
TÆPLEGA fimmtíu skólar á land-
inu öllu munu bjóða gestum og
gangandi að kynna sér skólastarf
og endurmenntun laugardaginn 24.
febrúar, sem hefur verið ákveðinn
Dagur símenntunar. Eins og fram
hefur komið í fjölmiðlum er Evr-
ópskt ár símenntunar 1996. Enn-
fremur munu flestir skólanna bjóða
upp á 20 mínútna kennslustund sem
hefst á hvetjum heilum og hálfum
tíma frá kl. 13 til 16.30.
Meðal þess sem almenningur get-
ur kynnt sér er til dæmis margmiðl-
unarbúnaður fyrir líffræðikennslu,
krufning á dýrum og líffræðaskoðun
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
auk annars, tungumálakennsla í
Fullorðinsfræðslunni í Gerðubergi
og í Öldungadeild MH, en þar er
ennfremur mun meira i boði, skyld-
leiki germanskra mála, klofinn per-
sónuleiki o.fl. í Framhaldsskólanum
í Vestmannaeyjum, svo örfá dæmi
séu tekin af því sem hægt er að
velja um. Þar að auki má nefna að
Tölvuskóli Reykjavíkur, Stjórnunar-
félagið, Námsflokkar Reykjavíkur,
Verkmenntaskólinn á Akureyri,
Stjórnunarskólinn, Háskólinn á Ák-
ureyri, Starfsþjálfun fatlaðra og
fjöldi annarra fræðslustofnana
verða með spennandi verkefni hvert
á sínu sviði.
Ráðstefna að morgni
Fyrri hluta laugardagsins, kl.
10-12, stendur Rannsóknaþjónusta
Háskólans fyrir ráðstefnu á Hótel
Loftleiðum með yfirskriftinni Hveijir
bera ábyrgð á símenntun?
Magnús Oddsson veitustjóri og
Elínbjörg Magnúsdóttir fiskvinnslu-
kona munu ræða um ábyrgð ein-
staklinga, Sveinbjöm Bjömsson há-
skólarektor, Sigurður Sigursveinsson
skólameistari fjölbrautaskóla Suður-
lands og Snorri S. Konráðsson fram-
kvæmdastjóri Menningar og
fræðslusambands alþýðu eru fram-
sögumenn um abyrgð menntastofn-
ana. Hjördís Ásbergsdóttir starfs-
mannastjóri hjá Eimskip og Sveinn
S. Hannesson framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins flytja framsögu-
erindi um ábyrgð atvinnulífsins. Auk
þess mun Bjöm Bjarnason mennta-
málaráðherra flytja opnunarávarp
og Ámi Gunnarsson aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra lokaávarp.
m
vö‘ - i,-
Hrein náttúra - íslensk framtíð
ÞATTAGERÐ
Eiríkur og
Siggi Hall
Hver lífsins þraut
Þáttaröð í umsjón Karls Garðarssom
og KrisljíÍHS Mas Umtítrssonar
-
íslenskt, já takkl
ÞjóðBrautin
Snorri Már og Sfiúli Helgason
ia
ngum dylst að nú er vor í íslensku þjóðlífi og
. sóknarfærin hafa aldrei verið fleiri. Brýnt er að
halda áfram þeirri vakningu sem orðið hefur meðal
þjóðarinnar á liðnum árum og halda við umræðunni
um mikilvægi þess að efla það sem íslenskt er.
Að þessu sinni standa
íslenskir dagar yfir frá
19. febrúartil 1. mars.
Yfirskrift þeirra er
Hrein náttúra - íslensk
framtíð en með því er
vísað til mikilvægis þess
að ísland skapi sér
sérstöðu meðal
þjóðanna. Sú sérstaða
felst ekki hvað síst í því
að afurðir okkar eru
hreinar og ómengaðar -
beint úr náttúrunni.
Dagskrárgerðarfólk
Stöðvar 2 og Bylgjunnar
leggur sitt af mörkum á
íslenskum dögum.
Almannarómur
Stefán ]ón Hafstein