Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 27
AÐSENDAR GREINAR
Þjóðardoði
STUNDUM er eins
og íslenska þjóðin sé
dofin fyrir ýmiss konar
uppátækjum forsvars-
manna sinna og þeir
fái óáreittir að stefna
þjóðarhag í tvísýnu.
Dæmi um þetta er
ginnungagapið Hval-
fjarðargöngin. Mér
hefur fundist þessi
j arðgangahugmynd
svo fráleit að ekki tæki
því einu sinni að lesa
greinar um efnið, því
engum gæti í alvöru
dottið í hug að farið
yrði að framkvæma
jafn tvísýnt verk. Nú
heyrist að slíkt sé yfirvofandi.
Rétt er að athuga örfáar stað-
reyndir máls þessa. Um þetta efni
Þetta er tvímælalaust
glæfrafyrirtæki, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son, og ekki einleikið.
hafa m.a. birst tvær merkar grein-
ar hér í blaði 19. og 23. des. sl.
eftir Friðrik H. Guðmundsson verk-
fræðing, þar sem varað var við
glapræðinu.
Fyrst má geta þess, að lítil sem
engin reynsla er til í gerð neðan-
sjávarganga í gegnum gosberg og
basalt eins og er hjá okkur. Að
vísu hafa Norðmenn gert ein slík
göng en þar mun aðallega hafa
verið um granít að ræða. Japanir
hafa líka gert ein slík göng, en þar
lentu menn í miklum vandræðum
og göngin urðu miklu dýrari en
áætlað hafði verið. Nú hafa tveir
tugir Japana verið lokaðir inni í
fleiri daga í jarðgöngum, sem
hrundu þar saman.
Lekavandræðin og andrúms-
loftsgæðin eru vandamál, sem t.d.
hefur reynst Dönum erfitt viðfangs
og hefur leitt til verulega aukins
kostnaðar við gerð Stórabeltis-
ganganna. Enda er við Hvalfjarðar-
göngin gert ráð fyrir margra millj-
óna stöðugum kostnaði við dælingu
vatns, sem leka mun ofan í göngin,
og vegna loftræstingar.
Gerð ganganna mun án efa kosta
mannslíf og háskinn við að fara
um þau er meiri í jarðskjálftalandi
eins og okkar, en t.d. undir Ermar-
sund. Slysahætta er líka meiri
vegna brattans, sem verður án efa
um 8%. Göngin verða nærri 6 km
upp og niður, bein braut, brattari
en bröttustu brekkur í Kömbum.
Mér er ekki kunnugt um neinn
íslenskan verkfræðing, tæknifræð-
ing né arkitekt, en þeir verða að
standa ábyrgir fyrir gerðum sínum,
sem fæst til að taka ábyrgð á eða
jafnvel mæla með jarðgöngunum.
Hins vegar hafa jarðfræðingar,
sem bera ekki sams konar ábyrgð
og hinir fyrrtöldu, gefið vafasöm
álit um ástand jarðvegsins, að sagt
er.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
við að reka göngin verði vegna
gjaldtöku og eldvarna um 130 millj-
ónir á ári eða meiri en rekstur eins
Vorvörurnar streyma inn
Dragtír, kjólar,
blússur og pils.
Ódýrnóttfatnaður
Nýbylavegi 12, sími 554 4433
héraðssjúkrahúss. Þá
er ekki reiknað með
áðurtöldum dælu-
kostnaði.
Nýlega er búið að
færa staðsetningu
hinna fyrirhuguðu
ganga utar í fjörðinn,
þannig að við það
styttist leiðin til Akra-
ness, en leiðin norður
verður lengri en í
fyrstu var ráðgert.
Enda er aðalkosturinn
við göngin sá, að Akur-
nesingar verða fljótari
Gunnlaugur til Reykjavíkur, en það
Þórðarson verður jafn dýrt fyrir
þá og áður. Fjárhags-
legt hagræði á þjóðarvísu er ekkert.
Tengivegir að göngunum munu
kosta allt að milljarð.
Einfaldari og miklu öruggari leið
væri að laga veginn um Dragháls
og að stytta leiðina um Hvalfjörð,
enda mælir Vegagerðin með því.
Nú hefur og spurst að binda eigi
hendúr framkvæmdavaldsins þann-
ig að vegurinn um Hvalfjörð fái
lágmarksviðhald og ekki verði
heimilað næstu 20 árin að stytta
hann meira en um tvo kílómetra.
Tilgangurinn er að þvinga fólk ofan
í göngin. Fyrir erlenda ferðamenn
yrði þetta óskiljanleg athafnasemi
og til leiðinda, því fegurð Hvalfjarð-
ar er mikil.
Fjármögnun gapsgerðarinnar er
sérstök að því leyti að erlendir aðil-
ar eiga að fá 700 milljónir fyrir
milligöngu um útvegun fjármagns
erlendis. í fyrstu var miðað við að
göngin kostuðu 2,8 milljarða, en
nú er reiknað með a.m.k. 3,3 millj-
örðum.
Verst er þó að Alþingi skyldi
láta hafa sig til að veita eins millj-
arðs ríkisábyrgð, sem hætt er við
að eigi eftir að margfaldast, þegar
verkið verður korflið í óefni, því
ekki munu hinir erlendu verktakar
líða það að fá ekki að ljúka verk-
inu. I þessu sambandi ber og að
hafa í huga, að hinir erlendu verk-
takar verða eftirlitslausir í göngun-
um og geta alltaf komið með auka-
kostnað, sem jafnvel væri ekki fót-
ur fyrir.
í endurminningum sínum „Plain
Speaking" heldur Harry S. Tru-
man, hinn merki Bandaríkjaforseti,
því fram að allir menn séu falir,
aðeins verðið sé mismunandi.
Manni gæti dottið í hug að slíkt
eigi við í þessu máli, því þetta er
tvímæ'ialaust glæfrafyrirtæki og
ekki einleikið.
Ef það er rétt að íslenska þjóðin,
sem er 260.000 manns, treysti sér
út í svona ævintýri, sem stæði í
milljónaþjóð, þá er það rannsóknar-
efni út af fyrir sig.
Doði fyrir svona athafnasemi
má ekki heltaka þjóðina.
Höíundur er lögmaður.
CHARLIE
MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640
Kosningar til formanns í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar
Þitt er valið
UNDANFARNA
daga hafa Grétar
Magnússon og Marías
Sveinsson, tveir fram-
bjóðendur til formanns
í Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar og
þeirra stuðningsmenn
farið á vinnustaði og
ritað í dagblöð. Mál-
flutningur þeirra héfur
fyrst og fremst ein-
kennst af fagurgala um
eigið ágæti og ótrúlegri
málefnafátækt. Þá
hafa þeir lýst fulltrúa-
ráð og stjórn félagsins
óhæf til forystu í félag-
inu. Það er svo sem að vonum því
8 af 10 stjórnarmönnum hafa lýst
yfir stuðningi við mig sem formann
félagsins.
Þeir félagar segjast vilja breyta
félaginu. En hveiju og hvemig? Hef-
ur einhver heyrt það? Þeir hafa ein-
faldlega ekki getað bent á neitt sem
tekur fram því skipulagi sem nú rík-
ir. Allt tal þeirra um breytingar á
félaginu ber vott um fákunnáttu um
innviði félagsins og hlutverk þess.
Gagnrýni er nauðsynleg en menn
verða að vita um hvað þeir eru að
tala. Það er nú einu sinni svo að ijöldi
fólks vinnur mikið og gott starf á
vettvangi félagsins og miðlar upplýs-
ingum til sinna félaga. Það fólk á
ekki skilið þá einkunn sem þeir félag-
ar gefa því og störfum þess fyrir
félagsmenn. Ekki má heldur gleyma
þeirri lítilsvirðingu sem svona mál-
flutningur er gagnvart starfsmönn-
unum á skrifstofu félagsins.
Hvar hafa þeir verið undanfarin
ár, þeir Marías og Grét-
ar? Hvernig hafa þeir
rækt þessa skyldu sína?
Báðir hafa þeir gegnt
trúnaðarstörfum í fé-
laginu en hvorugur
þeirra komið með eina
einustu tillögu varðandi
innra starf þess. Grétar
hefur þó setið í fulltrúa-
ráði í tvö ár. Marías
afrekaði það að vera
fyrstur örfárra strætis-
vagnabílstjóra sem
hlupu út úr félaginu
þegar til stóð að einka-
væða SVR. Hann var
þá annar aðaltrúnaðar-
maður sinnar deildar. Það var nú
sóminn sem hann vildi sýna sínum
félögum.
Unnið er að ýmsum
málum, segir Sjöfn
Ingólfsdóttir, til að
auðvelda upplýsinga-
miðlun og samskipti
félagsmanna.
St.Rv. er margskipt félag og þeir
sem veljast í fulltrúaráð og nefndir
hafa það hlutverk að tengja foryst-
una við hinn almenna félagsmann.
Það er oft á tíðum mikið verk þar
sem deildir eru dreifðar og skiptast
á marga starfsstaði. Mánaðarlega
eiga þeir sem skipa fulltrúaráðið,
alls 136 fulltrúar úr öllum deildum
félagsins, þess kost að hittast og
deila með sér upplýsingum og reglu-
lega eru formenn deildanna kallaðir
til fundar með formanni félagsins.
Hvernig hafa þeir Marías og
Grétar kynnt þau málefni sem verið
er að vinna að i félaginu? Hvað með
starfsmenntamálin? Hvað með und-
irbúning starfsmats? Hvað með und-
irbúning næsta kjarasamnings?
Hvað með B-deild félagsins? Hvað
hafa þessir menn 'gert til að kynna
sér þessi mál og mörg önnur sem
verið er að vinna að í félaginu? Lít-
ið sem ekkert og það kemur líka
berlega í ljós þegar þeir eru spurðir.
Á vettvangi félagsins er nú unnið
að ýmsum málum til að auðvelda
upplýsingamiðlun og samskipti fé-
lagsmanna. Uppi eru hugmyndir um
að ráða starfsmann til að hjálpa
deildum félagsins að vinna sín störf,
vinna markvisst að undirbúningi kja-
rasamnings og fleira. .Einnig er í
undirbúningi opin hugmyndasmiðja
þar sem félagsmönnum, fulltrúaráði
og stjórn er gefínn kostur á að hitt-
ast á „nýjum“ vettvangi og leita
nýstárlegra leiða til þess að bijóta á
bak aftur láglaunastefnuna.
Ágæti félagi. Ég hef í fimm ár
verið formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Ég býð mig
fram til þess starfs áfram ásamt
þeirri þekkingu og reynslu sem ég
hef aflað mér. Ég bið þig um að
íhuga vandlega hvar þú setur kross-
inn á kjördag.
Með félagskveðju
Höfundur er formaður Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
Sjöfn Ingólfsdóttir
Sssvstijw
HÚTEL ÍSLAKIO KYNNIR EHMA BESTU TÚIÍIUSTAROAGSKRÁ ALLRA TÍMA:
•a=n m / «
'GB KYIMSLÓBIIV
CI/CMMTID criri
rnmmtmrm M MMM mmMMmmmM
BESTU LÚE ÁRATUEARIIXS í FRÁBÆRUM FLUTIXIIXEI SÖIXEVARA,
BAIXSARA BE 1B MAIXIXA HLJBMSVEITAR EUIXIXARS PBRBARSBIXAR
Söngvarar:
Björgvin Halldórsson, Pálmi Gunnarsson,
Ari Jónsson, Bjami Arason og Söngsystur.
Hljómsveit:
Gunnar Þórðarson, ásamt 10 manna
hljómsveit og dönsurum.
Kynnir:
Þorgeir Ástvaldsson.
Handrit, útlit og leikstjóm:
Björn G. Bjömsson.
JKaíseðifl
ffoiWUui':
fffinflcmeþjHmtþa
*. (óulréUun:
&Usteiktw% fanikaaoifw/ned q/jaSu
Tjrœnmetíý pjmteiktu/ii /ur4cfm/» <hj
mlhcrjtmm.
yJtiM’Uur:
fferxfijuk i hrauSöiJi/ /neé
/citriharamel/mmu. Verð krðnur 4.800,
Sýningarverð kr. 2.200,-
HÓTEL glM)
í Ásbyrgi er söngvarinn
og hljómborðsleikarinn
Gabriel Garcia San
Salvador.
tmh ... ■.. iSír
-
Næstu sýningan
24. febrúar
inars: 2., 9., 23. og 30.
apríl: 13., 20. og 27.
Vinsamlegast hafið samband, sími: 568-7111.
Enginn aðgangseyrir á dansleik. - Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999