Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 28

Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MGRGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÖRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÍKISREKSTUR í LJÓSISAMKEPPNI RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt stefnu um nýskipan í ríkisrekstrinum, sem miðar að uppstokkun hans í þeim tilgangi að auka hagkvæmni og skilvirkni. Opinber þjónusta á að batna í kjölfarið. Meta á hvaða þjónustu ríkið á að sinna og hvaða starfsemi sé bezt komin í höndum einkaaðila. Þessi stefnumótun rikisstjórnarinnar er löngu tímabær og nái hún fram að ganga munu umbæturnar í ríkisrekstrinum leiða til bættrar.samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækjanna og bættra lífs- kjara landsmanna. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að stjórnvöld verði að temja sér annan hugsunarhátt en verið hefði. Fólk, fyrirtæki og fjár- magn geti nú færzt milli landa auðveldar en áður. Þess vegna verði allir, sem áhrif hafa á lífskjörin, að hugsa um að styrkja samkeppnisstöðu landsins svo fólk og fyrirtæki kjósi ekki að flýja land. Liður í því sé að gera stjórnkerfið allt einfaldara og skilvirkara og þá aukist líkur á því, að fólk sé ánægt og fyrirtækin geti skilað betri lífskjörum. Þessi stefnumótun felur í sér, að endurskoða þarf umfang starfsemi hins opinbera og draga úr henni sem kostur er. Nauðsynlegt er að tilgangur og markmið þeirrar þjónustu, sem skattgreiðendur borga, sé ljóslega skilgreind. Þá ber að fela einkaaðilum þá þætti, sem þeir geta betur sinnt en ríkið. Það þarf að draga sig út úr samkeppnisgreinum og hafa ekki trufl- andi áhrif á markaðinn. Örva þarf samkeppni á sem flestum sviðum. „Það er einfaldlega vegna þess,“ segir fjármálaráð- herra, „að samkeppnin býr til verðmæti. Menn leggja meira á sig í samkeppni og ná þess vegna meiri árangri, sem gagnast öllum og kemur fram í betri lífskjörum.“ Þetta er sú hugmynda- fræði, sem stefnumótun ríkisstjórnarinnar byggist á. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að draga úr miðstýring- unni, en það þýði aukið sjálfstæði stofnana og aukna ábyrgð stjórnenda þeirra. Endurskipuleggja þurfi reksturinn, sameina stofnanir, leggja þær niður eða breyta í hlutafélög. Ríkið geti einnig gert þjónustusamninga við opinberar stofnanir, þar sem skilgreint sé hvað verið sé að kaupa fyrir hönd skattgreiðenda og á hvaða verði. Til þess að ná þessum markmiðum ríkisstjórnarinnar þarf að breyta mörgu í ríkiskerfinu eins og það er nú, m.a. móta nýja starfsmannastefnu, breyta opinbera lífeyrissjóðakerfinu og færa allar ríkisfjárreiður í nútímahorf og gera þær gagnsæj- ar. Mikilvægt er að gera landsmönnum skýra grein fyrir nauð- syn þessara breytinga og æskilegt er að um þær náist sem víðtækust samstaða. Mikið er í húfi í ljósi þess, að samanburð- ur á lífskjörum landa í milli mun magnast næstu misserin. Það eru ekki aðeins fyrirtækin og einstaklingar, sem þurfa að standa sig í samkeppninni, heldur ekki síður ríkisvaldið og landið sem heild. INNHEIMTA SKIPULAGSGJALDS TÓMÁS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur með bréfaskriftum til fjármálaráðuneytis fengið því áork- að, að fráleitar verklagsreglur við innheimtu svonefnds skipu- lagsgjalds hafa verið felldar niður. Þingmaðurinn komst að raun um, að innheimtubréf vegna skipulagsgjalds fyrir tengi- byggingu í sameign nýlegs húsnæðis fyrir eldri borgara á Akureyri var sent einum íbúðareiganda, vegna þess að hann var fremstur í stafrófinu! Alþingismaðurinn taldi, að engin lagastoð væri fyrir þessari innheimtuaðferð og fram kom, að skjólstæðingur hans var einn af 81 þinglýstum eiganda hússins. Þetta viðurkenndi við- komandi ráðuneyti með því að breyta þessari svonefndu verk- lagsreglu, þannig að skipulagsgjaldið verði lagt á hvern eig- anda fyrir sig. Tómas Ingi Olrich hefur einnig spurst fyrir um það hve margir einstaklingar hafi orðið fyrir því á síðasta ári að vera krafðir um gjöld með þessum hætti. Svar við þeirri fyrirspurn hefur ekki borizt. Þá hefur þingmaðurinn spurt, hver viðbrögð- in yrðu, ef í ljós kæmi, að einstakir gjaldendur hafi orðið fyr- ir fjárhagslegu tjóni vegna þessarar innheimtuaðferðar. Svar við þeirri fyrirspurn hefur heldur ekki borizt. Loks er upplýst, að dæmi eru um, að sveitarfélög noti þessar aðferðir við inn- heimtu fasteignagjalda. Atbeini þingmanna af þessu tagi er til fyrirmyndar. Með þessum hætti sinna þeir m.a. þeirri starfsskyldu sinni að gæta hagsmuna kjósenda sinna og veita opinberum aðilum aðhald. Mál Vinnuveitendasambandsins gegn Hafnarfjarðarbæ vegna skuldabréfakaupa Deilt um hvort bæjarábyrgð var veitt Héraðsdómur Reykjaness hefur nú tekið til dóms mál þar sem deilt er um hvort Hafnar- fjarðarbær hafí tekist á hendur einfalda ábyrgð á skuldabréfi sem Vinnuveitendasam- band íslands keypti fyrir milligöngu verð- bréfafyrirtækisins Handsals af Hagvirki- Kletti. Tvö eintök skuldabréfsins og yfirlýsing- ar um ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar eru ósam- hljóða og stangast skýringar á misræminu á. Morgunblaðið/Kristinn JÓHANN G. Bergþórsson og Guðmundur Árni Stefánsson á tali í húsi Héraðsdóms Reykjaness í gær. Breskir þingmenn vilja kauphækkun Kalla siðgæðiskröfur á hærri laun? VÍÐA um heim standa ráðamenn nú frammi fyrir auknu eftirliti með einkahögum þeirra og hertum siðferðiskröfum. Þetta á ekki síst við. um breska þingmenn en sjónvarpsvélum var komið fyrir í neðri deildinni í nafni lýðræðisins í nóvembermánuði 1989. Breskir þingmenn telja nú að endurskoða beri kjör þeirra en siðferði ráðamanna hefur verið mjög til umræðu í Bretlandi í kjölfar tíðra hneykslismála þar. FYRRVERANDI og núverandi bæjarstjórar komu fyrir dóm og báru vitni í málinu í gær, ásamt Jóhanni G. Bergþórssyni, bæjarfulltrúa og fyrr- um framkvæmdastjóra Hagvirkis- Kletts, Pálma Sigmarssyni, fram- kvæmdastjóra Handsals, Þorsteini Steinssyni, fjármálastjóra Hafnar- fjarðarbæjar, og fleirum. Verulegt misræmi var í frásögnum Þorsteins Steinssonar annars vegar og Pálma Sigmarssonar hins vegar um það hvernig sölutilraunir með bréfið bar að höndum og einnig kom fram í málinu að skuldabréf og ábyrgðaryfir- lýsing sem VSÍ fékk í hendur er ekki samhljóða eintökum af bréfinu sem varðveitt eru í skjalasafni Hafnar- fjarðarbæjar. Pálmi Sigmarsson segir breytingar á bréfinu hafa verið gerðar í samráði við fjármálastjóra bæjarins, sem neit- ar vitneskju um slíkt. Hafnarfjarðar- bær heldur uppi vörnum í málinu og véfengir að í yfirlýsingu sem fylgdi skuldabréfinu felist sú ábyrgð sem VSÍ og Handsal vilja vera láta enda hafi fjármálastjóri bæjarins ekki haft umboð til að skuldbinda bæinn með slíkum hætti án samþykkis bæjar- stjómar. Málið er sprottið af 8 milljóna króna skuldabréfi til 4 ára sem Hyrningar- steinn hf., hlutafélag starfsmanna Hagvirkis-Kletts, gaf út til Hagvirkis- Kletts 17. desember 1993 til greiðslu á hlutafjárloforðum starfsmanna Hag- virkis-Kletts í fyrirtækinu í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu þess í kjölfar nauðasamninga. Þeir um 100 starfsmenn Hagvirkis-KIetts sem stofnuðu Hyrningarstein létu hluta launa sinni renna til kaupa á hlutafé í Hagvirki-Kletti í gegnum Hyrningarstein en hlutafjárloforð þeirra gagnvart Hyrningarsteini voru skilyrt á þann hátt að misstu þeir starf sitt hjá Hagvirki-Kletti félli loforðið úr gildi. Skilyrt hlutafjárloforð Hyrningarsteins 12. febrúar 1994 keypti Vinnuveit- endasamband íslands skuldabréfið fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækis- insHandsais. Á eintak VSÍ af skuldabréfinu er Hyrningarsteinn skráður útgefandi, Hagvirki-Klettur kröfuhafí og jafn- framt er ritað á skuldabréfið að bæjar- sjóður Hafnarfjarðar muni endur- kaupa bréfið ef greiðslufall verði, sbr. meðfylgjandi yfirlýsingu þess efnis. Á bréfí í vörslu Hafnarfjarðarbæjar er ekki slíka yfirlýsingu að finna og þar er Hagvirki-Klettur ekki skráður kröfuhafi. í fyrrgreindri yfirlýsingu með skuldabréfinu er rakið að Hafnarfjarð- arbær muni sjá um að greiðsiur sam- kvæmt tilteknum verksamningi bæj- arins frá 28. janúar 1994 við Hag- virki-Klett vegna hönnunar og bygg- ingar dælu- og útrásarstöðva í bænum á næstu tveimur árum muni renna til að greiða skuldabréfið. Jafnframt seg- ir að verði vanskil á bréfinu muni Bæjarsjóður sjá til þess að bréfið verði greitt upp á gengi og öðlist bærinn þá rétt á að nýta sér bréfið til skulda- jöfnunar á móti áðumefndum verk- samningi. Undir yfirlýsinguna rituðu fjármálastjóri Hagvirkis-Kletts, fjár- málastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri Handsals. Yfirskrift yfírlýsingarinnar á ein- taki VSÍ er Ábyrgðar-Yfirlýsing. Yfir- skrift yfirlýsingar í skjalasafni Hafn- arfjarðarbæjar er Yfírlýsing. Hyrningarsteinn hf. greiddi þijá gjalddaga af skuldabréfínu, síðast 3. október 1994, þremur dögum fyrir gjaldþrot Hagvirkis-Kletts. Eftir- stöðvar bréfsins námu þá um 6,5 millj- ónum króna. Þá fjárhæð krafðist VSÍ að Hafnarfjarðarbær greiddi sér í samræmi við túlkun sambandsins á ábyrgðaryfírlýsingu þeirri sem fylgdi skuldabréfinu. Hafnaríjarðarbær hafnaði því hins vegar að hafa með yfírlýsingunni tek- ist á hendur ábyrgð á greiðslu skulda- bréfsins; yfirlýsingin hafí aðeins haft þá þýðingu að með henni heimilaði Hagvirki-Klettur bæjarsjóði að láta væntanlegar greiðslur, sem fyrirtæk- inu bar vegna verksamningsins, renna til niðurgreiðslu á skuldabréfmu. Ábyrgð bæjarins hafí ekki verið önnur en sú að sjá til þess að greiðslur rynnu ekki til verktakans heldur til greiðslu á skuldabréfinu. Vinnuveitendasamband íslands stefndi því Hafnarfjarðarbæ, og Þor- steini Steinssyni fjármálastjóra bæjar- ins persónulega fyrir dóm og einnig Handsali hf. til réttargæslu. í gær var aðalmeðferð í málinu og gáfu þá aðilar skýrslur og vitni voru leidd. Síðan var það tekið til dóms að loknum málflutningi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og Pálmi Sigmars- son, framkvæmdastjóri Handsals, báru á sama veg um tilurð viðskipta þeirra á milli. Pálmi hefði haft sam- band við Þórarin og boðið honum skuldabréfíð til kaups. Þórarinn kvaðst margoft áður hafa keypt skuldabréf til ávöxtunar á sjóðum Vinnuveitendasambandsins, þar á meðal skuldabréf með ábyrgð Hafnar- fjarðarbæjar. Pálmi hefði kynnt sér bréfíð sem sveitarfélagsbréf, þ.e. bréf með ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar. Það hefði verið forsenda þess að bréfíð var keypt að talið var fullvíst að um væri að ræða bréf með ábyrgð sveitarfé- lagsins. Þórarinn kvaðst fyrst hafa fengið gögnin send á faxi og þá hafa hnýtt í kauðslegt orðalag yfirlýsingar með skuldabréfínu og einnig það að yfír- skrift hennar hafi ekki verið Ábyrgð- aryfirlýsing heldur einungis Yfirlýsing þrátt fyrir að efni hennar bæri með sér að um ábyrgðaryfirlýsingu væri að ræða. Pálmi hefði í símtali tekið að sér að fá fram þessa breytingu á yfirlýs- ingunni. Þórarinn kvaðst áður hafa keypt bréf þar sem Hafnarfjarðarbær hefði gengist í ábyrgð fyrir þriðja mann. Þar hefði verið um að ræða bréf þar sem Hagvirki-Klettur var skuldari og hefði hliðstæð ábyrgðaryfirlýsing und- irrituð af Þorsteini Steinssyni fylgt því skuldabréfí. Aðspurður hvort honum hefðu verið sýnd gögn til sönnunar því að bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefði samþykkt að gangast í ábyrgð vegna skulda- bréfsins sagði Þórarinn slíkt ekki venju í viðskiptum að þessu tagi. Hann hefði ekki talið ástæðu til ann- ars en að ætla að fjármálastjóri bæjar- ins undirritaði yfírlýsinguna í umboði bæjarins. Venja sé að taka undirritan- ir fjármálastjóra sveitarfélaga gildar enda allur þorri fjárhagsskuldbindinga sveitarfélaganna á markaði undirrit- aður af fjármálastjórum. Þórarinn kvaðst ekki hafa vitað að hlutafjárlof- orð starfsmanna gagnvart Hyrningar- steini hefðu verið skilyrt og háð áfram- haldandi starfi hjá Hagvirki-Kletti. í langri og ítarlegri yfírheyrslu yfír Þorsteini Steinssyni, fjármálastjóra, en varakrafa VSÍ byggist á því að hann beri ábyrgð á tjóni VSí hafí hann ekki haft umboð bæjarstjórnar til að gefa yfirlýsingu þá sem fylgdi skuldabréfinu, kom m.a fram að Þor- steinn vissi ekki hverjar skýringar væru á því að orðalagi eintaka skulda- bréfsins og yfirlýsingarinnar í vörslum Hafnarfjarðarbæjar og VSI bæri ekki saman. Þorsteinn neitaði að hafa haft frumkvæði að því að bréfíð var selt á markaði heldur hefði hann komið að útgáfu yfirlýsingarinnar að frum- kvæði ijármálastjóra Hagvirkis- Kletts. Hann sagði að yfírlýsingunni hefði aðeins verið ætlað að vera greiðsluyfirlýsing sem fæli í sér að greiðslum til Hagvirkis-KIetts sam- kvæmt fyrrgreindum verksamningi yrði beint til greiðslu á skuldabréfinu. Ekki hefði verið um neina ábyrgð að ræða og skilyrði þess að um greiðslur af hálfu bæjarins yrði að ræða hefði verið að Hagvirki-Klettur efndi samn- inginn um holræsaframkvæmdir og ynni þannig fyrir greiðslu. Framkvæmdatími hefði verið áætl- aður 2 ár en skuldabréfið hefði verið til 4 ára. Við það hefði verið miðað að á framkvæmdatímanum yrði skulda- bréfið greitt upp með þeim greiðslum sem Hagvirki ynni fyrír með holræsa- framkvæmdunum. Hann sagði ský- laus ákvæði sveitarstjórnarlaga gera að verkum að útilokað væri að geng- ist væri í einfaldar ábyrgðir án sam- þykkis sveitarstjórnar. Endurkaupayfírlýsingu væri heldur ekki um að ræða í málinu því slíkar yfirlýsingar væru aðeins gefnar ef um væri að ræða bréf sem bærinn er sjálf- ur eigandi að. Eina undantekningin sé varðandi skuldabréf til greiðslu gatnagerðargjalda og sú væri skýring- in á því skuldabréfi Hagvirkis-Kletts með endurkaupayfirlýsingu sem Þór- arinn Viðar bar um að hafa áður keypt. Eigi Hafnarfjarðarbær kröfu sem seld sé á markaði nægi áritun fjár- málastjóra á endurkaupayfírlýsingu en sé um að ræða ábyrgð til þriðja aðila þurfi málið að fá umfjöllun í bæjar- stjórn eða bæjarráði. Þorsteinn sagði að ef um bæjarábyrgð hefði verið að ræða í þessu tilviki hefði hann við undirritun yfírlýsingarinnar lagt fram staðfestingu á samþykki bæjarstjómar fyrir ábyrgðarveitingunni. í skýrslu Pálma Sigmarssonar framkvæmdastjóra Handsals kom fram að upphaf viðskipta með skulda- bréfið hefði verið að Pálmi hefði feng- ið hringingu frá Þorsteini Steinssyni með ósk um að Pálmi tæki að sér að selja skuldabréf. Pálmi kvaðst hafa verið í reglulegum viðskiptum við Þorstein fyrir hönd Hafnarfjarðárbæjr ar frá árinu 1987 og næmu viðskipti ■þeirra á því tímabili sjálfsagt 2-3 milljörðum króna og hefði hann borið fullt traust til Þorsteins. Eftir skoðun hefði Pálmi tjáð Þor- steini að hann teldi bréfið ekki seljan- legt án þess að frekari tryggingar kæmu til þar sem Hagvirki-Klettur væri í erfiðri fjárhagsstöðu og mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Þorsteinn hefði sagt að bærinn hefði verksamning við fyrirtækið og væri hugsanlegt að hann gengist í endurkaupaábyrgð á bréfinu með tilvísun til þess samnings. Slík viðskipti hefðu áður átt sér stað milli Handsals og Hafnarfjarðarbæjar. Pálmi kvaðst hafa vitað að VSI hefði oft sýnt áhuga á að kaupa skuldabréf af þessu tagi, þar sem ekki væri stað- ið að ábyrgðum með formlegum hætti enda fylgdi slíku hærri ávöxtunar- krafa. Hann hefði því boðið Þórarni V. Þórarinssyni bréfíð til kaups eftir að hafa fengið í hendur drög að yfir- lýsingu um ábyrgð Hafnarfjarðarbæj- ar á bréfinu. Hann kvaðst síðan hafa hitt fjármálastjóra bæjarins og fyrir- tækisins á fundi og rætt um yfirlýsing- una sem hefði verið öðru vísi úr garði gerð en ef einungis hefði verið um að ræða greiðslutilfærslu til þriðja aðila. Þarna hefði að sínu mati ótví- rætt verið um að ræða að bærinn lof- aði að endurkaupa bréfið ef það félli í vanskil. Pálmi kvaðst ekki hafa vitað um að hlutafjárloforð starfsmanna Hag- virkis-Kletts hefðu verið skilyrt gagn- vart Hymingarsteini eins og fyrr var rakið. Segir breytingar hafa verið samþykktar Pálmi sagði að eftir athugasemdir Þórarins V. Þórarinssonar um yfír- skrift ábyrgðaryfirlýsingarinnar hefði hann látið starfsmenn Handsals bæta orðinu Ábyrgðar framan við orðið Yfirlýsing á skjalinu, að fengnu sam- þykki Þorsteins Steinssonar, og síðan hefði hann faxað til Þorsteins hið breytta skjal og ekki fengið athuga- semdir við það. Einnig hefði hann að höfðu samráði við Þorstein skráð inn á sjálft skuldabréfið fyrrgreinda yfír- lýsingu um að bæjarsjóður Hafnar- fjarðar mundi endurkaupa. bréfið ef greiðslufall yrði. Þetta bréf hefði VSÍ síðan keypt og greiðslukvittun bæri með sér að bréfíð hefði verið flokkað sem sveiiarfélagabréf, þ.e. skuldabréf með ábyrgð sveitarfélags. Pálmi sagði að það væri tilhneiging hjá sveitarfélögum að fara í kringum ákvæði sveitarfélagalaga um sam- pykki sveitarstjórna fyrir ábyrgðar- veitingum og yfirlýsingar hliðstæðar þessari um endurkaup bréfa væru alls ekki einsdæmi í skuldabréfaviðskipt- um á markaði. í skýrslum núverandi og fyrrver- andi bæjarstjóra og Jóhanns G. Berg- þórssonar kom fram að þeir hefðu ekki haft afskipti af gerð skuldabréfs- ins og sölu þess. Hjá þeim kom m.a. fram að ekki væri um eiginlegar bæj- arábyrgðir að ræða nema fyrir lægi samþykkt bæjarráðs eða bæjarstjórn- ar þar að lútandi í samræmi við sveit- arstjórnarlög. Krafa um aukið siðgæði í breskum stjórnmálum hefur skert tekjumögu- leika þingmanna og ráð- herra. Nú er spurt hvort bregðast beri við aukn- um kröfum með hærri launum. Lundúnum. Morgunblaðið. BRESKIR þingmenn eru stétt sem er hvorki rík né elsk- uð. Umræða um spillingu í Westminster hefur skað- að ímynd þeirra og á tímum sam- dráttar eru kaupkröfur ráðamanna ekki vinsælar. Sameiningarkraftur- inn getur hins vegar rutt úr vegi ýmsum hindrunum og nýverið stóðu 290 þingmenn úr öllum flokkum á breska þinginu að frumvarpi þar sem farið var fram á að kjör þeirra verði endurskoðuð. Fjöldinn og alvaran í umræðunni nú hefur komið á óvart, en jafnframt komið í veg fyrir að hægt sé að svæfa málið. I umræðunni hefur komið fram að allt að tvöföldun á launum sé hæfi- leg. Þingmennirnir hafa bent á að kjör þeirra séu slök miðað við aðrar starfsstéttir-sem inni af hendi sam- bærilega vinnu og jafnframt miðað við það sem starfsfélagar þeirra í öðrum löndum fá. En málið snýst ekki eingöngu um launaumslagið, það tengist ekki síður þeirri miklu umræðu sem verið hefur í Bretlandi undanfarin misseri um siðgæði og framferði þingmanna og ráðherra. Samanburðurinn óhagstæður Þrátt fyrir að árstekjur breskra þingmanna séu vel yfír meðaltekjum almennra launamanna í landinu dylst engum hugur um að samanburður við sambærileg störf og við starfsfé- laga þeirra í öðrum löndum er óhag- stæður. Þannig eru meðaltekjur hæstaréttardómara um 98.000 pund á ári (ca 10 milljónir fsl. króna), rit- stjóri pólitísks efnis á helstu dagblöð- unum hefur allt að 80.000 pund í árstekjur (rúml. 8 milljónir ísl. króna) og þingmaður í Bandaríkjunum hefur 92.750 pund. Tekjur breskra þing- manna hafa staðið í stað undanfarin 25 ár og ráðherralaun minnkað á sama tíma og annað launafólk hefur þegið um 80% kauphækkun. Greiðslur til reksturs skrifstofu og annars kostnaðar hafa hins vegar hækkað verulega og eru nú allt að 43.000 pund á ári. Þessa peninga nota þingmenn yfirleitt til þess að ráða sér aðstoðarmann og ritara sem hjálpa þeim við að fylgjast með og komast yfir þá pappíra sem ætlast er til að þeir kynni sér auk þess sem þeir þurfa að standa undir ferða- kostnaði og öðrum útgjöldum. Þing- menn segja hins' vegar að þessi upp- hæð dugi varla til þess að mæta þeim kostnaði sem hlýst af starfi þar sem kröfurnar eru sífellt að aukast. Kunnugleg rök Kaupkröfur þingmanna eru dæmd- ar til þess að kalla á skiptar skoðan- ir. Ekki síst þegar stjórnvöld hafa gengið hart I að ná fram hagræðingu í rekstri ríkisfyrirtækja. Af hveiju þurfa þingmenn allt að tvöföldun á launum þegar almennar launahækk- anir í landinu eru 3%? Rökin fyrir verulegri launahækkun eru kunnug- leg: Hæfir einstaklingar fást ekki í framboð upp á þessi kjör, þingmanns- starfið er fórn sem almenningur á að vera þakklátur fyrir að fólk taki að sér, atgervisflótti er úr stéttinni yfir í betur launuð störf í viðskiptalíf- inu (52 þingmenn íhaldsflokksins hafa ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu þingkosningum), reynsla og þekking tapast og aukin hætta er á spillingu ef ekki er búið almennilega að þingmönnum og ráðherrum fjár- hagslega. Andstæðingarnir benda hins vegar á að það sé ekkert sem stoppi menn sem vilji fá sér betur launuð störf. Þeir telja margir að hætta sé á að skilningur á kjörum fólks í landinu minnki eftir því sem ráðamenn skammti sér hærri laun og benda jafnframt á að það eitt skili sér ekki endilega í minni spill- ingu eins og dæmin á Ítalíu sanni. Hugleiðingar um spillingu blandast hins vegar óhjákvæmilega inn í mál- ið þar sem ein rök fyrir kauphækkun sem notuð hafa verið eru hertar regl- ur um hvaða greiðslur þingmenn mega þiggja. Umræðan um siðferði þingmanna hefur verið fyrirferðarmikil í Bret- landi undanfarin misseri. Fyrir rúm- um tveimur árum leiddu ásakanir um að breskir þingmenn og ráðherrar þæðu fé fyrir að bera fram spurning- ar á þinginu fyrir fyrirtækiseigendur til afsagnar tveggja aðstoðarráð- herra. Mikil fjölmiðlaumfjöllun þá leiddi til þess að John Major forsætis- ráðherra lét undan þrýstingi og setti á laggirnar óháða nefnd sem hafði það hlutverk að rannsaka störf og breytni ráðamanna. Nefndin var skip- uð fólki úr öllum flokkum en hefur starfað undir forystu hæstaréttar- dómarans Salmon Nolan, en hún skil- aði tillögum sínum á liðnu ári og var í kjölfarið samþykkt reglugerð um hvaða kröfur beri að gera til fólks í opinberum störfum. Aukið siðgæði veldur Iaunaskerðingu Samþykkt þeirrar reglugerðar á breska þinginu í fyrra fól jafnframt í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um framferði þingmanna í hálfa öld. Tillögurnar gera ráð fyrir að þeir geri grein fyr- ir öllum þeim tekjum sem þeir fá fyrir ráðgjafastörf sem tengjast þing- mennsku og bann hefur verið lagt við því að þeir þiggi fé fyrir að koma á framfæri fyrirspurnum eða frum- vörpum fyrir hagsmunaaðila eins og tíðkast hefur um árabil. Þingmönnum er jafnframt skylt frá og með 31. mars á þessu ári að gera grein fyrir öllum tekjum og hlunnindum sem þeir kunna að hafa utan hefðbundins þingfarakaups. Með hlunnindum er jafnframt átt við öll boð sem þeir fá um að ferðast innanlands og utan. Reglugerðin er álitin mikilvægur áfangi í að skilgreina eðli þingstarfa og þær siðferðiskröfur sem gerðar eru. Það féll hins vegar ekki undir verksvið Nolan-nefndarinnar að gera úttekt á þingfararkaupi og hún hefur því hafnað beiðni þingmanna um að taka málið að sér þrátt fyrir að kjör hljóti að vera liður í þeirri skilgrein- ingarvinnu sem fram hefur farið. Kröfur kosta fórnir Á tímum hagræðingar og endur- skoðunar á öllum rekstri er næsta víst að kaupkröfur kosta fórnir. Breska þingið er eitt það íjölmenn- asta í heimi, skipað 651 þingmanni. Bent hefur verið á að í Bandaríkjun- um sitji fámennara þing fyrir 4 sinn- um fleira fólk, samanburður við laun þeirra sé því ekki marktækur fyrr en búið sé að hagræða í Westminst- er. Verði þingmönnum fækkað í 450, sem margir telja eðlilegt vegna breyttra aðstæðna úti í kjördæmun- um, væri auðveldlega hægt að standa undir verulegri launahækkun. Þá hafa einnig komið fram hugmyndir um að þeir sem sinni öðrum störfum með þingmennsku verði á lægri laun- um og að komið verði á laggirnar taxta þar sem tekið verði tillit til aldurs og reynslu eins og tíðkast hjá öðrum starfsstéttum. Og eðlilegt þykir að kauphækkun leiði af sér að auknar kröfur verði gerðar til manna og betur fylgst með því hvaða vinnu þeir skila. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að krafan um að kjör þing- manna verði endurskoðuð verður ekki þögguð niður og ríkisstjórnin hefur vísað málinu í sérstaka nefnd sem skila mun áliti fyrir apríllok. Samanblirður við laun þingmanna í öðrum löndum Árstekjur í sterlingspundum/krónum: Bandaríkin...........92.750/Rúmar 9,4 milljónir Ítalía................... 76.250/Um 7,7, millj. Frakkland ................ 54.900/Um 5,6 millj. Holland.......................... 52.550/Um 5,3 millj. Japan....................... 49.400/Um 5 millj. Þýskaland .................. 49.250/Um 5 millj. HongKong ................... 48.950/Um 5 millj. Belgía................. 45.650/Rúmar 4,7 millj. Kanada ................... 40.400/Um 4,1 millj. Ástralía.................... 39.450/Um 4 millj. Bretland...................... 34.085/Tæpar 3,5 millj. Danmörk .................. 33.800/Um 3,4 millj. Grikkland ............. 22.750/Rúmar 2,3 millj. Spánn .................... 21.450/Um 2,2 millj. Topplaun Forsætisráðh. John Major .. 84.217/Tæpar 8,6 millj. Aðrir ráðherrar.............. 69.651/7,1 millj. Leiðtogi stjómarandstöðu Tony Blair ............ 55.992/Rúmar 5,7 millj. (þiggur 53.116/5,4 millj.) Árið 1994 voru meðallaun breskra þingmanna 66.972 pund/Rúmar 6,8 millj. fyrir störf sem þeir unnu fyrir utan þingið eða í tengslum við þingstörf sín (svokölluð ráðgjafa- og fyrirgreiðslustörf). Heild- artekjur margra þeirra voru því yfir 100.000 pund/ Rúmar 10 millj. Samanburður við meðallaun í öðrum starfsstéttum: Hæstaréttardómari ......... 98.000/Tæpar 10 millj. Liðsforingi í hernum ........ 50.000/Rúmar 5 millj. Heimilislæknir.................... 46.000/Tæpar 5 millj. Lögregluforingi.................... 42.000/Tæpar 4,3 millj. Þingmaður................... 34.085/Rúmar 3,4 millj. Bankastjóri........................ 22.500/Um 2,3 millj. Kennari........................... 20.000/Rúmar 2 millj. Lestarstjóri.................... 18.000/Rúmar 1,8 millj. Slökkviliðsmaður......... 16.500/Tæpl. 1,7 millj. Fangavörður .................... 16.500/Tæpl. 1,7 Vörubílstjóri ................. 15.600/Um 1,6 milíj. Hjúkrunarfræðingur ........ 15.000/Rúml. 1,5 millj. Félagsráðgjafi ............... 13.500/Um 1,4 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.