Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ný baráttutækni
samstöðu og hörku
ENGINN annar
flokkur en Alþýðu-
bandalagið hefði
getað haldið fund
eins og þann sem
Alþýðubandalag
Reykjavíkur hélt í
Listhúsinu í Laug-
ardal á þriðjudag-
inn í þessari viku.
Þar sátu fýrir svör-
um fimm forystu-
menn í stærstu
samtökum launa-
fólks hér á landi.
Rætt var um kjara-
málin í upphafi árs
1996 þegar fyrirsjá-
anlegt er að samn-
ingar losna um næstu áramót.
Hryðjuverkatækni
ríkisstjórnarinnar
Varaformaður Alþýðubandalags-
ins, Jóhann Geirdal, kallaði aðferðir
ríkisstjómarinnar gagnvart launa-
fólki hryðjuverkatækni. Hann átti
Svavar
Gestsson
við það að hótað er ill-
virkjum og hryðjuverkum
gegn almennum mann-
réttindum launafólks.
Síðan tekur ríkisstjómin
upp viðræður og verka-
lýðshreyfingin sættir sig
við það eitt að lokum að
losna við hryðjuverkin.
Þetta minnir líka á maf-
íuna sagði Jóhann; þar á
bæ er það til siðs að hót'a
illvirkjum en taka svo
skatta af fólki fyrir að
sömu menn og hafa í
hótunum veiji fólkið fyrir
illvirkjunum. Kann
verkalýðshreyfingin ein-
hvetja baráttuaðferð
gegn þessari aðferð ríkisstjórnar-
innar? var spurt á fundinum.
Svarið er samstaða og harka
Svarið er víðtæk samstaða, sagði
Benedikt Davíðsson forseti Alþýðu-
sambands íslands. Svarið er harka,
sagði nýkjörinn formaður Verka-
Landið er að rísa, segir
Svavar Gestsson, í
baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir
bættum kjörum.
mannafélagsins Dagsbrúnar, Hall-
dór Bjömsson. Nú er að sjá hvernig
vinnst úr þessu, en með samstöðu
átti Benedikt ekki aðeins við sam-
stöðu í verkalýðshreyfingunni held-
ur einnig samstöðu með pólitísku
afli eins og Alþýðubandalaginu sem
reyndi eftir megni að styðja verka-
lýðshreyfinguna í baráttu hennar.
Launafólk skapaði batann og
á að njóta hans
Ummælin um hryðjuverkatækn-
ina komu fram vegna þess að nú
eru á borðum ríkisstjórnarinnar fjöl-
þætt fmmvarpsdrög sem byggjast
á því að skert verði gmnnréttindi
launafólks. Þannig er unnið að bylt-
ingarkenndum breytingum vinnu-
löggjafarinnar. Þá er gert ráð fyrir
breytingum laga um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna, um
lífeyrissjóð opinberra starfsmanna
og um atvinnuleysistryggingar. í
öllum þessum tilfellum miðar ríkis-
stjórnin við stórfellda og alvarlega
réttindaskerðingu - líka á réttind-
um sem hafa verið talin sjálfsagður
þáttur í samfélaginu. Fyrsta verk-
efni verkalýðshreyfingarinnar á
þessu ári er því að stöðva þessar
hugmyndir stjómvalda. Jafnframt
verður verkalýðshreyfingin á þessu
ári að sækja aukinn rétt til handa
launafólki í landinu í ljósi aukins
hagvaxtar. Launafólk skapaði bat-
ann og á þess vegna að eignast
ríflegan hluta af honum.
Áhersla á hækkun
dagvinnulaunanna
Út úr fundinum á þriðjudags-
kvöldið kom þetta:
Að í baráttunni á næstu mánuð-
um verður að sýna samstöðu og
nauðsynlega hörku eftir því sem
aðstæður krefjast. í annan stað
verður fyrst og fremst að leggja
áherslu á að hækka kauptaxtana
með því að draga inn í taxtana
aukagreiðslur af margvíslegu tagi
og með því að hækka kaup verka-
fólks í raun og veru. Markmiðið á
að vera að dagvinnan dugi. Minnt
var á launakjör í grannlöndum okk-
ar og Björn Grétar . Sveinsson
hreyfði þeirri hugmynd að gerð
yrði áætlun til dæmis til 5 ára um
að íslenskt launafólk nái sömu kjör-
um og gerast í graVinlöndum okk-
ar. Það var einnig greinilegt að
áherslan á heimilin og fjölskylduna
á vaxandi fylgi innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Þannig benti fundurinn í Listhús-
inu til þess að landið sé að rísa í
baráttu verkalýðshreyfingarinnar
fyrir bættum kjörum; að þar sé að
þróast ný baráttutækni samstöðu
og hörku í senn og þar sé stefnan
tekin á að hækka kauptaxtana fyr-
ir dagvinnu þannig að þeir dugi til
lífsviðurværis.
í upphafi var bent á að enginn
annar flokkur en Alþýðubandalagið
gæti haldið fund eins og þann í
Listhúsinu. Það blað sem hér birtir
grein mína hefur stundum talið í
leiðurum að hlutverk Alþýðubanda-
lagsins sé úr sögunni. Það er vissu-
lega rangt en það sést aldrei betur
en einmitt við aðstæður eins og þær
sem nú eru að skapast í samfélag-
inu. Það er þung undiralda reiði
meðal þjóðarinnar. Sú undiralda
þarf að breytast í flóðbylgju sem
rífur burtu þau virki ranglætis og
mismununar sem rikisstjórnir Dav-
íðs Oddssonar hafa reist á íslandi.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík.
Sjöfn til sigurs
ÉG HEF verið félagi í
Starfsmannafélagi
Reykjavikurborgar í
mörg ár og er staðráðin
í að styðja Sjöfn Ing-
ólfsdóttur til áfram-
haldandi formennsku í
félaginu. Mér finnst í
sjálfu sér ágætt að
fram skuli fara kosn-
ingar í þessu félagi eins
og svo mörgum öðrum
verkalýðsfélögum
þessa dagana. Það ber
vott um að fólki fmnst
eftirsóknarvert að
starfa í verkalýðshreyf-
ingunni og áhugi
manna á þessum kosn-
Aðalheiður
Frantzdóttir
Auðvitað er til í
dæminu og meira að
segja er það alltof oft
tilfellið að verkalýðs-
foringjamir gefa okkur
ekki tækifæri til þess
að beijast í kjarabár-
áttu sem bragð er að.
Þetta á hins vegar ekki
við um Sjöfn Ingólfs-
dóttur. Hún hefur ein-
mitt hvatt okkur til
átaka gegn kjaraskerð-
ingum síðustu ára og
blásið í herlúðra til að
reyna að vekja mann-
skapinn af værum
svefni einmitt þegar
alltof margir vildu sofa.
ingum sýnir einnig að fólki finnst
það raunverulega skipta máli hver
heldur þar um stjómvölinn. Hins
vegar verð ég að segja að ekki finnst
mér málflutningurinn alltaf beisinn.
Ömurlegast af öllu er þegar formenn
einstakra verkalýðsfélaga em gerðir
Sjöfn hefur fengið
mörgu góðu áorkað,
segir Aðalheiður
Frantzdóttir, því skul-
um við ekki gleyma.
ábyrgir fyrir lágum launum og bág-
bomum kjömm. Atvinnurekendur,
hvort sem þeir em á einkamarkaði
eða hjá ríki og sveitarfélögum, þar
með talin Reykjavíkurborg, em ger-
samlega firrtir ábyrgð, sem þó er
fyrst og fremst þeirra.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborg-
ar undir forystu Sjafnar lét reyna á
verkfallsboðun fyrir tveimur árum.
Meirihluti félaga í Starfsmannafé-
laginu var því andvígur. Þeir sem
þá lögðust gegn verkfallsboðun em
ekki trúverðugir þegar þeir nú kenna
Sjöfn Ingólfsdóttur um að launin séu
of lág.
Ég vil þvert á móti að við fylkjum
okkur að baki henni og styðjum
hana áfram til góðra verka. Síðan
eigum við að láta atvinnurekendur
axla sína ábyrgð. Það er Reykjavík-
urborg sem ber ábyrgð á lágum
launum starfsmanna, ekki Sjöfn
Ingólfsdóttir. Sjöfn hefur hins vegar
fengið mörgu góðu áorkað, því skul-
um við ekki gleyma. Á ýmsum svið-
um höfum við haft árangur og bætt
réttindi og kjör.
Látum þá sem em að vinna fyrir
okkur í kjarabaráttunni njóta sann-
mælis og styðjum þá á uppbyggileg-
an hátt. Til þess fáum við tækifæri
í formannakosningunum í Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar á
mánudag og þriðjudag.
Höfundur er starfsmaður íþrótta-
miðstöðvarinnar Austurbergi.
Yaka setnr meiinta-
mál á oddinn
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta við Háskólann, mætir til
kosninga með skýra stefnu. Við
leggjum megináherslu á mennta-
mál. Hagsmunabarátta stúdenta á
fyrst og fremst að snúast um að
sú menntun sem við stúdentar
hljótum í Háskólanum sé eins góð
og kostur er. í þessari baráttu
beinast spjótin í tvær áttir, að ríkis-
valdinu sem verður að búa Háskól-
anum viðunandi starfsskilyrði og
að Háskólanum sjálfum.
Kennslu-
þróunarstofa
Á meðan stórkostlegar tækni-
framfarir og breytingar eiga sér
stað á flestum sviðum þjóðfélags-
ins hefur kennsla við Háskólann
staðið í stað. í ljósi þessa leggur
Vaka til að komið verði á fót svo-
kallaðri kennsluþróunarstofu sem
hefur það hlutverk að bæta kennslu
og þróa nýja kennsluhætti. Slík
starfsemi þekkist víða í háskólum
erlendis og hefur gefið þar góða
raun. Kennsluþróunarstofa á að
viða að sér þekkingu á nýjungum
í kennsluháttum og tækni, þróa og
aðlaga að íslenskum aðstæðum og
miðla til kennara. Við leggjum
ennfremur til að kennsluþróunar-
stofa standi að kennslumálaráð-
stefnu innan hverrar deildar, innan
hverrar skorar og svo fyrir Háskól-
ann allan þar sem nemendur og
kennarar koma saman í þeim til-
gangi einum að endurskoða
kennsluhætti. Kennsluþróun-
arstofa verður verkfæri til þess að
fylgja eftir niðurstöðum kennslu-
málaráðstefna og tryggja þannig
að uppskorið verði eins og sáð er.
UNION
FOAM
EUROBATEX
PÍPU-
EINANGRUN
kK í sjálflímandi rúllum,
plötum og hólkum.
Þ. ÞORGRÍMSSON & C0
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI553-8640
Ásgeir Örn
Ásgeirsson
Námsnet
Vaka telur einnig
brýnt að intemetið
verði notað til kennslu
í mun ríkari mæli og
er námsnetið skref í
þá átt. í því felst að
hvert námskeið í Há-
skólanum hefur sína
heimasíðu á internet-
inu. Þar mætti finna
ýmsar upplýsingar um
námskeiðið og efni
tengt því, svo sem
námsáætlun, fyrir-
lestra, lesefni, hlið-
sjónarefni, gömul próf
og fleira. Skil á verk-
efnum og fyrirspurnir gætu einnig
farið fram í gegnum netið. Frá
heimasíðunni væri einnig hægt að
tengjast heimasíðum sambærilegra
námskeiða við háskóla erlendis og
sjá hvað þar væri um að vera. Þeirri
einhliða mötun sem á sér víða stað
milli fyrirlesara og nemenda yrði
því hætt og þannig yrðu tímarnir
persónulegri og nýttust betur í
Hagsmunabarátta stúd-
enta á fyrst og fremst
að snúast um, segja
Ásgeir Örn Ásgeirs-
son og Kristín Martha
Iiákonardóttir, að sú
menntun sem stúdentar
hljóta í Háskólanum sé
eins ffóð og kostur er.
umræður, fyrirspurnir og fleira.
Þetta myndi einnig auðvelda barna-
fólki og þeim sem ekki eiga heiman-
gengt að stunda nám við Háskól-
ann. Með þessum hætti geta stúd-
entar einnig haldið áfram að viða
að sér þekkingu eftir að námi þeirra
innan veggja Háskólans lýkur. Sí-
menntun gefur fólki tækifæri til að
viðhalda og bæta færni sína i starfi
og fylgjast með þróun og nýjungum
sem eiga sér stað.
Kristín Martha
Hákonardóttir
Stokkakerfi
Vaka mun beita sér fyrir því að
komið verði á svokölluðu stokka-
kerfí í öllum deildum Háskólans.
Um er að ræða nýtt kennslufyrir-
komulag sem er frábrugðið núver-
andi fyrirkomulagi á tvennan hátt.
Annars vegar eru fyrirlestrar stytt-
ir úr 45 mínútum niður í 35 mínút-
ur og er þannig hægt að vera með
sex fyrirlestra fyrir hádegi í stað
fjögurra. Þannig sparast tími, fyrir-
lestrar verða hnitmiðaðri og auð-
veldara verður fyrir nemendur að
halda einbeitingu út allan tímann.
Hins vegar era fyrirlestratímar
hvers námskeiðs ákveðnir fyrirfram
og einskorðaðir við ákveðinn stað i
stundatöflunni. Þetta gerir mönnum
kleift að velja fram í tímann án
þess að eiga á hættu að skörun
verði í fyrirlestrahaldi milli nám-
skeiða. Stokkakerfí var komið á í
verkfræði- og raunvísindadeildum í
haust og hefur það reynst mjög vel
að mati nemenda og kennara. Mikil-
vægt er að kerfið verði tekið upp
í öllum deildum Háskólans sem
fyrst því tvenns konar kerfi skapar
óþægindi og hindrar þverfaglegt
nám.
Ef stúdentar veita Vöku brautar-
gengi í komandi kosningum verða
gerðar nauðsynlegar áherslubreyt-
ingar á stúdentapólitíkinnf. Vaka
setur menntamál á oddinn.
Höfundar skipa 4. og 7. sæti á lista
Vöku til Stúdentaráðs.