Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 33 INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW Ragiiheiður Ingunn Magn- úsdóttir Tessnow fæddist í Feigsdal í Arnarfirði 26. október 1913. Hún lést á Borgarspítal- anum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 19. febrúar. ELSKU besta amma mín er dáin. Ég veit að hún er hvíldinni fegin. Síð- ustu vikurnar og mánuðirnir voru henni mjög erfið. Eftir uppskurð í ágúst vissi hún hvert stefndi. Aldr- ei æðraðist hún. Henni fannst verst að við skyldum hafa svona mikið fyrir sér að heimsækja hana heima og á spítalann þegar hún lá þar. Verst fannst mér að heyra af og sjá hvað hún kvaldist. Svona eftir á finnst mér það hafi verið „allt í plati“ þegar okkur var talin trú um að hægt yrði að halda verkj- unum niðri með lyfjum. Hún var mjög illa kvalin síðustu sólarhring- ana. Það er einmitt fólk eins og elsku- leg amma mín sem auðgar sam- ferðamenn sína. Ég naut þeirra forréttinda í ríkum mæli að fá að vera henni samferða alla mína ævi. Hún hafði enda lærimeistara í lífsins gildum sem var öðrum fremri þar sem móðir hennar var. Við systkinin höfðum alltaf alger- an forgang hjá henni. Ef einhver þurfti á hjálp að halda hafði hún alltaf tíma. Hún stoppaði við vinnu sína og lagði hana frá sér og gaf okkur tíma sinn. Meðan við systk- inin vorum lítil, saumaði hún á okkur föt og ekki síður á dúkkurn- ar okkar systra. Haustið ’94 seldu amma og afi íbúðina sína og keyptu aðra í þjón- ustuhúsnæði fyrir aldraða. I þá íbúð fluttu þau í júní ’95. í millitíð- inni, desember-júní, bjuggu þau í kjallaranum hjá mér og þá kom amma upp svo að segja daglega. Mikið fundust mér þessar samverustundir yndis- legar. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Það var svo gott að finna hvað hún hafði mikla samkennd með mér og mínum daglegu úrlausnarefn- um. Þó það fyndist ekki endilega nein ein- hlít lausn á þeim. Alltaf gat dóttir mín fengið langömmu sína til að lesa fyrir sig, líka þegar hún var þegjandi hás og kom varla upp orði. Frá því ég man fyrst eftir mér var amma mjög slæm af liðagikt. Hendur hennar voru úr lagi gengn- ar vegna kölkunar í liðum og sömu- leiðis var hún oft mjög þjáð í fót- um. Liðagigtina sagði hún að ég hefði fengið frá sér og mér fannst alla tíð að henni fyndist hún bera ábyrgð á minni liðagigt. Þegar ég hafði svo gengið um gólf með drenginn minn meira og minna allt fyrsta árið hans (6 mán. var hann 10 kg) og komin með verki um mestallan skrokkinn þá átti hún stærstan þátt í því að koma mér í sjúkraþjálfun. Það var heldur ekki svo sjaldan sem hún laumaði að okkur aurum og sagðist eiga afgang af matar- peningunum - og bað okkur að kaupa eitthvað sem okkur vantaði. Amma var mikill náttúruunn- andi svo það var ekki annað hægt en hrífast með henni. Hún hreykti sér alltaf á hæstu hóla til að sjá sem mest yfir þótt oft gerði liða- gigtin henni erfitt fyrir. Hún reyndi alltaf að komast út daglega. Hún var sannfærð um að hreyfing úti undir beru lofti væri allra meina bót. Þremur dögum áður en hún dó var hún mjög kvalin vegna hægðatregðu. Það var hennar staðföst trú að lausn þessa vanda- máls væri að komast á fætur og hreyfa sig og eyddi öllum sínum KRISTÍN SNÆHÓLM + Kristín Ingibjörg Snæhólm fæddist á Sneis, Laxárdal í Engihlíðarhreppi í A-Húna- vatnssýslu, 23. apríl árið 1921. Hún lést í Reykjavík 25. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 31. janúar. FIMMTUDAGINN 25. janúar sl. tilkynnti Njörður bróðir minn mér að Stína frænka væri dáin. Þessi fregn kom mér ekki á óvart þar sem ég vissi að hún var haldin sjúk- dómi sem engin lækning er við. Það er erfitt að horfa upp á þá, sem eru manni kærir og hafa allt- af verið í fullu fjöri, þurfa að láta undan erfiðum sjúkdómi, og á svo stuttum tíma. Ég hefði viljað geta sagt henni hve vænt mér þótti um hana og hefði viljað þakka henni fyrri frábærar samverustundir og allan húmorinn sem ávallt fylgdi henni og ég dáði svo mjög. En ég geri það nú í hjarta mínu og veit að Stína skynjaði væntumþykju mína og þá djúpu virðirigu sem ég bar fyrir henni. Stína frænka var engin venjuleg kona. Ég minist þess að í æsku okkar bræðranna voru matarboðin hjá henni umlukt ævintýraljóma. Oft bað hún okkur bræðurna að hjálpa sér í eldhúsinu. Við vorum nú svo sem ekki til stórræðanna í þeim efnum, enda var tilgangur Stínu annar - hún vildi ekki missa af skelfingarsvipnum á okkur þeg- ar við, opnuðum baunadósir eða aðrar dósir sem eiturslöngur eða eðlur spruttu upp úr og beint í andlitin á okkur. Hún fór heldur ekki troðnar slóðir þegar að jólagjöfunum kom. Ein jólin fengum við bræðurnir poppkorn og dúkkur frá henni!! Þetta fannst henni hæfa á fæðing- arhátíð Frelsarans - hafa húmor- inn í lagi. Og ekki nóg með það. í jólaboðin kom hún oft í jóla- sveinabúningi og þóttist vera Stekkjarstaur. Stundum sást varla í hana fyrir snjó því hún stökk oft inn úr hríðarkófinu óþekkjanleg með öllu og hvarf svo jafn snöggt og hún hafði birst út í fannfergið - mætti svo stuttu síðar í jólaföt- unum sínum - eins og ekkert hefði ískorist. Flug hefur alltaf einkennt Snæ- hólmsfjölskylduna og er Stína- þar engin undantekning. Hún á að baki glæsilegan flugferil, fyrst sem einn af brautryðjendum flugfreyju- starfsins og síðar sem yfirflug- freyja Flugfélags íslands og síðar Flugleiða. Henni fylgdi einhver verndarkraftur og var starfsferill hennar bæði gæfuríkur og heilla- drjúgur. Ég man að þegar foreldr- ar mínir fóru árlega að veiða lax austur á Firði - án okkar bræðr- anna - hoppaði hún hvenær sem var og hvernig sem á stóð upp í MINNINGAR kröftum til þess en þeir dugðu ekki til. Síðustu mánuðina meðan hún var heima fór mestöll hennar orka í göngutúrana. Skærasta myndin af ömmu í mínum huga verður ávallt af gleð- inni og ástúðinni í augum hennar þegar við komum til hennar. Hún geislaði eins og sól í heiði. Það var alltaf gott að vera stelpan hennar ömmu. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt og allt og hitti þig von- andi seinna. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskirisstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Þín dótturdóttir, Hulda Björg Baldvinsdóttir. Hún elsku hjartans Inga okkar er dáin. Þessi öðlingsmanneskja sem öllum vildi gera gott og öllum þótti vænt um. Hún var eins og ein af tengdamæðrum mínum eins og móðir mín sagði. Þegar ég kom inn í fjölskylduna tóku á móti mér þijár systur tengdamóður minnar. Ég var ung og hafði enga reynslu af búskap og flutti inn til dóttur Ingu og tengdasonar hennar, Unn- ar og Baldvins ásamt eiginmanni mínum Magnúsi. Við bjuggum þarna í litlu húsi við hliðina á húsi systranna Ingu, Rönku og Sveinu. í þá daga eða fyrir 40 árum þótti Kópavogurinn nokkuð út úr bænum og engir strætisvagnar gengu um bæinn. Við þurftum því að taka Hafnarfjarðarstrætisvagninn og það gat verið nokkur spölur fyrir þá sem bjuggu utarlega í bænum. Mér fannst ég vera að flytja upp í sveit. Enda fædd og uppalin í Reykjavík í mannmargri fjölskyldu. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Arnarfirði, en systur tengda- mömmu í Kópavogi. Þær voru í hópi frumbyggja Kópavogs og reistu sér hús af eigin rammleik og dugnaði. Inga átti dótturina Unni, en Wemer Tessnow, faðir hennar, bjó í Þýskalandi um þessar mundir, hafði verið kallaður í stríð- ið á sínum tíma og ílentist í sínu heimalandi. Seinna kom hann til íslands ásamt Ingu eiginkonu sinni, en þau giftu sig í Þýskalandi og bjuggu þar í nokkur ár. Inga vildi vera hér hjá sinni fjölskyldu, Unni Fokkerinn með okkur þegar veiði- dögunum lauk og flutti okkur ör- ugga í faðm foreldranna sem biðu okkar á hinum og þessum flugvell- inum svo að við gætum keyrt með þeim beint í bæinn! Ástæðan fyrir því að við fengum yfirleitt að fljúga foreldralausir - en með Stínu - var sú að kynngi- mögnuð spákona hafði einu sinni spáð því fyrir henni að það kæmi aldrei neitt fyrir þá flugvél sem hún væri um borð í - okkur var óhætt. Yfir Stínu var alltaf mikil reisn, reisn sem heillaði alla sem hittu hana. Það skipti ekki máli hvort þetta voru flugmenn, forstjórar, liðsforingjar, hershöfðingjar eða bara maðurinn á götunni. Hún bjó nefnilega yfir þeirri náðargáfu að öllum leið vel í návist hennar. í lífi frænku minnar skiptust á skin og skúrir en ávallt stóð hún upprétt og glæsileg - eins og klett- ur í hafinu. Hún var heimsborgari og þótti ekkert merkilegt við það að skreppa til Kaupmannahafnar í hádegismat eða í kvöldmat til Parísar. Hún naut lífsins og lífsganga hennar var mörgum fordæmi og til uppörvunar. Fyrir mér var hún tákn lífsgléði, hugrekkis ogtryggr- ar vináttu. Stína okkar kvaddi með þeirri reisn og virðuleika sem einkenndi líf hennar og störf. Hennar verður sárt saknað á meðal okkar hérna megin - en víst er að húmorinn í himnaríki eflist við tilkomu Stínu frænku. Jón Kristinn Snæhólm. dóttur sinni og hennar börnum. Fjölskyldan átti hug hennar allan. Hún elskaði barnabörnin sín öll og þeirra maka og enginn kom að tóm- um kofanum þar sem Inga var. Hún var í rauninni höfuð ættarinn- ar. Mannkærleikurinn var slíkur að enginn fór bónleiður frá þeim bæ. Liði einhveijum illa var gott að koma til Ingu. Hún hafði lausnina og gat ávallt stappað stálinu í fólk þegar hversdagslegu hlutirnir voru að angra það. Ást og kærleikur voru hennar aðalsmerki. Fyrirgefn- ing og umburðarlyndi sem ekki er öllum gefið. Það átti Inga í stórum stíl. Samheldni fjölskyldunnar var henni mikils virði. Enda stuðlaði hún að því að öllum liði vel. Hún gaf sér tíma til að sinna mannlegu hliðinni á meðan við hin erum oft of upptekin við það veraldlega, sem í rauninni er einskis virði ef ástina og kærleikann vantar. Hún Inga gaf svo mikið. Hjartað var stórt. Enda bjó hún við ástríki móður sinnar Ingibjargar sem var yndisleg gömul kona sem bjó hjá þeim systr- um síðustu æviár sín. Oft var mannmargt hjá þeim systrum. Frændur bjuggu hjá þeim í stórum stíl. Alltaf var pláss og hjartarýmið nóg. Enda þótt þær byggju við lít- il efni á sínum yngri árum, þá var engum úthýst. Við, þetta yngra fólk, erum oft ekki nógu þroskuð til að skilja tilganginn með þessu. Hvers vegna elskum við ekki ná- ungann eins og þetta fólk gerði? Hvers vegna þurfum við alltaf meira og meira af veraldlegum hlutum sem í raun og veru eru einskis virði ef ástina og kærleik- ann vantar? Ég votta fjölskyldunni samúð mína, Wenna, Unni og öllum hinum og vona að hjartagæska Ingu eigi eftir að blómstra hjá komandi kyn- slóðum. Ef hjartað sinnir ekki kalli sínu, hvar erum við stödd þá? Samúðarkveðjur. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Ég ætla í örfáum orðum að minnast hennar Ingu frænku, syst- ur hans pabba, þau voru svo óendanlega lík í öllu skapferli, svo blíð og skilningsrík og vildu ávallt gera gott úr öllu, hvað sem á gekk. Það var svo gott að geta leitað til hennar Ingu, þegar eitthvað bjátaði á, hún hafði þann fágæta eiginleika að geta hlustað, og manni leið alltaf betur eftir að hafa talað við hana. Inga, eins og hún var kölluð, hét fullu nafni Ragnheiður Ingunn. Hún fæddist í Feigsdal, Ketildalshreppi, V- Barðastrandarsýslu og þar bjó hún ásamt móður sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur (henni ömmu) og systrum sínum Ragnheiði og Sveinínu. Fimm ára gömul flutti undirrituð, ásamt foreldrum sínum frá Feigsdal til Flateyrar, en mikil var tilhlökkunin að fá að fara á vorin og vera yfir sumartímann hjá henni ömmu, Ingu og systrun- um. Hinn 8. desember 1935 eignað- ist Inga dótturina Unni Tessnow og varð það hennar mesta gæfa. Ég man hvað ég varð montin átta ára gömul þegar Inga treysti mér til að passa litla augasteininn sinn meðan hún var að sinna búskapn- um. Árið 1943 fluttist ijölskyldan til Keflavíkur og árið eftir í Kópavog- inn. Hinn 5. apríl 1974 giftist Inga æskuunnusta sínum, föður Unnar, Werner P.H. Tessnow frá Þýska- landi. Eftir nokkurn tíma komu Inga og Wenni alkomin til íslands og settust að í Kópavoginum. Wemer var harmonikusnillingur og var mikið líf og fjör þegar kom- ið var í heimsókn til þeirra. Hinn 11. nóvember heimsótti ég Ingu í síðasta sinn á nýja fallega heimilið þeirra í Gullsmára í Kópa- vogi. Þá rifjuðum við Inga upp gömlu góðu dagana í Feigsdal og tíminn leið svo hratt og ég þurfti að kveðja. Ég man að ég leit við um leið og ég fór út úr dyrunum og hugsaði, hvað hún Inga væri alltaf ungleg og falleg. Ég bið guð að vera með honum Wenna, henni Unni og öldruðum systrum hennar og öðrum ástvinum. Hún Inga var perla. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Júlíana K. Jónsdóttir (Stella), Flateyri. ÁSTA MARÍA MARKÚSDÓTTIR + Ásta María Markúsdóttir fæddist á Ölviskrossi í Hnappadal 16. júlí 1912. Hún lést á Hvítabandinu við Skóla- vörðustíg 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 8. febrúar. ÞEGAR við setjumst niður til að skrifa um Ástu föðursystur okkar skjóta minningarbrotin upp kollinum. Við minnumst þess hve falleg og fín- gerð hún var og sjáum hana fyrir okkur í stofunni sinni í Meðalholti 19 þar sem hún bjó mestan sinn búskap ásamt eiginmanni sínum, Ólafi B. Kristjánssyni. Okkur systrunum fannst það æv- intýri líkast að koma á þetta heimili og fylltumst lotningu yfir þeirri ver- öld sem blasti við okkur fyrir innan þröskuldinn. Á hillunum hennar Ástu voru fallegustu hlutir í heimi og eng- inn átti jafnfína stofu og hún. Ibúðin var ekki stór, reyndar mjög lítil mið- að við þær aðstæður sem nútímafólk býr við og ótrúlegt hve vel gat farið um stóran systkinahóp sem kom í heimsókn á hátíðis- og tyllidögum, en sá siður hélst í mörg ár á milli systkinanna, föður okkar og Ástu, að eyða saman gamlárskvöldi. Þá var gaman að laumast niður hringstig- ann í herbergið í kjallaranum, næla sér í bók og gleyma sér við lesturinn á meðan fullorðna fólkið spilaði. í þessu herbergi hófu foreldrar okkar reyndar búskap árið 1944 og þegar elsti bróðir okkar ákvað að koma í heiminn á vordögum 1945 gerðist það í hjónarúmi Ástu og Óla á efri hæðinni. Ásta var mild kona og hlý í fram- komu. Þegar við vorum litlar áttum við faðm hennar vísan og á unglings- árum tók hún okkur ætíð opnum örmum hvenær sem okkur datt í hug að líta inn. Þegar við fengum sumar- vinnu hjá Óla í Hampiðjunni var sjálf- sagt að kíkja til Ástu í hádeginu og næla sér í bita. Reyndar fannst okk- ur stundum snæfellskur keimur af matnum hennar, t.d. vorum við óvan- ar því að borða ýsu með hangifloti. Það er undarlegt að kveðja mann- eskju sem alltaf hefur verið hluti af lífi okkar og hefur fylgst af áhuga með þvi sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Þegar við kveðjum Ástu frænku okkar er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðar stundir á liðnum árum. Sigrún, Sveinbjörg og Ásta Björk Sveinbjörnsdætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word o'g Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl(Scentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.