Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ASMUNDUR
PÁLSSON
+ Ásmundur
Pálsson bíla-
málarameistari
fæddist 20. febrúar
1915 að Syðri-
Steinsmýri í Meðal-
landi í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Hann lést á Land-
spítalanum 10.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar Ás-
mundar voru Páll
Jónsson, bóndi á
Syðri-Steinsmýri, f.
1874, d. 1963, og
kona hans, Ragn-
hildur Ásmundsdóttir, f. 1888,
d. 1954. Systkini Ásmundar
eru: Jón Bjarnmundur, tré-
smíðameistari í Keflavík, f.
1909; Halldór, f. 1910 d. 1911;
Halldór, verslunarmaður í
Reykjavík, f. 1912; Jónína, hús-
móðir í Reykjavík, f. 1913; Elín,
f. 1916, d. 1956; Ingibjörg, hús-
móðir í Björk í Grímsnesi, f.
1919; Magnús, bóndi að Syðri-
Steinsmýri í Meðallandi, f.
1921; Þorsteinn, verslunarmað-
ur í Reykjavík, f. 1926; Sigrún,
húsmóðir í Reykjavík, f. 1930;
Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík,
f. 1932; og Haraldur bílamál-
arameistari í Reykjavík, _ f.
1934. Eftirlifandi kona Ás-
mundar er Jónina Ágústsdóttir,
f. 21.1. 1923, dóttir
hjónanna Ágústs
Jónssonar og Maríu
Jóhannsdóttur frá
Sauðholti í Ása-
hreppi í Rangár-
vallasýslu. Ásmund-
ur og Jónína kvænt-
ust 1.11. 1947 og
eignuðust þau fjög-
ur börn, þau eru:
1) María, f. 19.4.
1947, skrifstofu-.
maður, gift Steind-
óri Ingimundarsyni
og eiga þau tvö
börn, Jónu Dís og
Óskar Örn. 2) Ragnhildur, f.
20.3. 1948, bankamaður, gift
Árna Arnþórssyni og eiga þau
tvö börn, Helgu Þóru og Ás-
mund Hrafn, í sambúð með
Unni Halldórsdóttur og eiga
þau eitt barn, Atla Snæ. 3) Ósk-
ar Már, f. 17.4.1959, skrifstofu-
maður, kvæntur Ástríði Hólm
Traustadóttur og eiga þau þijú
börn, Margréti, Bjarka Má og
Trausta Má. 4) Þráinn Örn, f.
17.4. 1959, rekstrartæknifræð-
ingur, kvæntur Guðbjörgu
Árnadóttur og eiga þau fjögur
börn, Eddu Hrund, Snædísi,
Árna Fannar og Jónínu Björk.
Útför Ásmundar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ELSKU afi, okkur langar að minn-
ast þín með fáeinum orðum. Við eig-
um eftir að sakna þín sárt, en hugg-
um okkur við að nú líður þér vel.
Afi og amma bjuggu mest allan sinn
búskap á Laugarnesvegi 48, þar sem
afi rak bifreiðaverkstæði við hliðina
og ófáar voru heimsóknir okkar
þangað, annaðhvort til ömmu í eld-
húsið þar sem ailtaf var góðgæti að
fá, eða þá til þín afi á verkstæðið,
þar sem þú varst önnum kafinn við
vinnu. Mjög gestkvæmt var hjá ykk-
ur og varla leið sá dagur að eitt-
hvert okkar væri ekki í heimsókn
eða þá í pössun hjá ykkur. Ekki
fækkaði heimsóknunum til ykkar
þegar þið fluttuð á Dalbrautina og
þú hættir að vinna og hafðir meiri
tíma til að vera með okkur.
Afi var mikill fjölskyldumaður og
passaði upp á að okkur liði alltaf
vel. Hann vann alla tíð mikið, og
sagði amma okkur frá því þegar afi
byggði svo til einn þriggja hæða
húsið þeirra við Laugarnesveginn
og hún var handlangari hjá honum.
Hann var mjög greiðvikinn og leit-
uðu margir til hans og fór enginn
bónleiður frá honum. Hann hafði
yndi af félagsstörfum og var mikill
dansmaður. Hann sat í stjórn Skaft-
fellingafélagsins í mörg ár og stjórn-
aði félagsvist á spilakvöldum þar í
fjölda ára og einnig á Dalbrautinni
eftir að hann flutti þangað. Afi hafði
gaman af ferðalögum og ferðuðust
þau amma víða og austur í Meðal-
land fóru þau á hveiju sumri og
margar urðu ferðir þeirra til sólar-
landa. Afí keypti land uppi á Vatn-
senda árið 1944 og byggði þar sum-
arbústað, sem þau fóru oft í, sérstak-
lega eftir að afi hætti að vinna, og
alltaf var hann að dytta að ein-
hvetju þar og fyrir aðeins 3 árum
byggði hann við bústaðinn. Margar
voru heimsóknir okkar til þeirra
þangað og alltaf var tekið vel á
móti okkur. Afi var mjög heilsu-
hraustur og kvikur á fæti og hafði
aldrei þurft að leggjast inn á sjúkra-
hús fyrr en á sl. ári er hann fór að
kenna lasleika.
Við þökkum þér afi fyrir yndisleg-
ar samverustundir og kveðjum þig
nú með þessum bænarorðum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi Nínu ömmu.
Barnabörn.
„Glaður og reifur skyldi gumi
hver, uns sinn bíður bana.“ Þessi
orð Hávamála koma mér'í hug er
ég minnist vinar míns Ásmundar
Pálssonar, enda er sem þau spegli
framkomu hans og viðhorf til lífs-
ins. Ég minnist allra glöðu stund-
anna og gestrisninnar er ég naut á
heimili þeirra hjóna. Og ég minnist
ekki síður allra greiðanna ,sem ég
naut hjá Ásmundi. Hann var mjög
hjálpsamur, fljótur og úrræðagóður,
svo af bar. Nutu þess margir meðan
heilsa leyfði og þrátt fyrir mikið
vinnuálag lengst af ævi. Þegar skot-
ist var til Reykjavíkur og bílar hrist-
ust úr lagi á vondum vegum, var
helst reynandi að koma á bílaverk-
stæðið til Ásmundar. Þrátt fyrir
annríki var ótrúlegt hveiju hann gat
bjargað í þeim málum. Kom sér vel
fyrir Ásmund að vera af einni skaft-
fellsku smiðsættinni og mikil verk-
lagni hefur fylgt þeim systkinum.
Má nefna í þessu sambandi að föður-
bróðir. þeirra var Samúel Jónsson
byggingameistari, faðir Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara ríkis-
ins. Ásmundur ólst upp á Syðri-
Steinsmýri með foreldrum sínum og
systkinum. Hann vann þar frá barns-
aldri og seinna þá vinnu sem til féll
á svæðinu. Hann var ungur þegar
hann fór fyrst í útver. Var átta vert-
íðir í Vestmannaeyjum hjá Gunnari
Ólafssyni. Um 1940 fór Ásmundur
að vinna í Reykjavík og er þar orð-
inn heimilisfastur 1942. Árið 1947
keyptu þau hjónin, Ásmundur og
Jónína, eignir Friðriks Gíslasonar á
Laugarnesvegi 48, íbúðarhús og
bílaverkstæði. Hafði það verið í
rekstri frá 1928 en Friðrik var einn
af fyrstu bifvélavirkjum á íslandi.
Ásmundur fékk meistararéttindi í
bílamálun og rak verkstæðið til árs-
ins 1988 er hann lét af þeim störfum
og seldi eignirnar á Laugarnesvegi
48. En íbúðarhúsið þar höfðu þau
byggt upp um 1958. Tvær íbúðir á
hæðum og ein í kjallara_. Og um
þetta leyti keyptu þau Ásmundur
íbúð í fjölbýlishúsinu á Dalbraut 18
þar sem hann var til dauðadags.
Auk þess sem hér er talið var
Ásmundur mjög virkur í félagsmál-
um. Hann var í stjórn íslenskra bíla-
málara, í stjórn Skaftfellingafélags-
ins og formaður þar á tímabili. Og
hann var í stjórn húsfélagsins á
Dalbraut 18-20. I þessum málum
er þó áreiðanlega ekki allt talið.
Rætur gamallar vináttu lágu milli
okkar Ásmundar. Ragnhiidur móðir
hans og Eyjólfur faðir minn voru
fermingarsystkini og vináttutengsl
þar á milli. Og þegar Páll bjó í
Sandaseli kom hann oft að Rofabæ,
þar sem Sigurlín móðir mín átti
heima og tókst vinátta með þeim sem
átti eftir að endast meðan bæði lifðu.
Páll var hestamaður og átti góða
hesta. Og það kunni móðir mín vel
að meta. Hún minntist þess hvað
hann var fljótur á milli bæjanna.
En það var líka talið að ekki væri
svo löt bikkja til að ekki lifnaði
yfir henni þegar Páll var kominn á
bak. Svo mikil geta tengslin verið
milli manns og hests og áhrifin frá
hugmanninum. Páll kom stundum
hér að Hnausum, að heimsækja for-
eldra mína. Hann flutti með Jónínu
dóttur sinni til Reykjavíkur 1959.
Eftir það var alltaf sjálfsagt að
koma til hans, þegar ég kom til
borgarinnar og að draga það ekki.
Því hugurinn var á gömlu heima-
slóðunum. Það mun mörgum hafa
reynst nokkuð erfitt að yfirgefa
byggðirnar hér á milli jöklanna,
enda mun það svæði varla eiga sinn
líka á jörðinni. Páll lifði fjögur ár
í Reykjavík, dó 1963.
Og „allur veraldar vegur víkur
að sama punkt“, segir Hallgrímur,
í sálminum „um' dauðans óvissan
tíma“. Nú er Ásmundur Pálsson
einnig dáinn. Hann fór að kenna
lasleika fyrir tveimur árum, en svo
lagaðist þetta nokkuð, en nú fyrir
jólin veiktist hann aftur og dó 10.
febrúar síðastliðinn.
Harmur er kveðinn að fjölskyld-
unni og þó enginn hafi sagt mér,
mun hann ekki minnstur hjá barna-
börnunum, það barngóður var Ás-
mundur. Ég votta fjölskyldunni sam-
úð og þakka Ásmundi Pálssyni ianga
og trygga vináttu. Mikill greiðamað-
ur er kvaddur. Megi nú Almættið
greiða veg hans í þeirri hinstu för.
Vilhjálmur Eyjólfsson,
Iinausum.
+ Unnur Guðný
Elínborg Al-
bertsdóttir, Sel-
brekku 40, Kópa-
vogi, fæddist 6. ág-
úst 1917 í Reykja-
vik. Hún lést 10.
febrúar síðastliðinn
á öldrunardeild
Landspítalans, Há-
túni 10. ■
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónína
Jónsdóttir, f. 14.
október 1890, d. 9.
febrúar 1972, og
Albert Sigurðsson,
f. 1878, d. 1953, og áttu þau 5
börn og var Unnur næstelst.
Hin eru Jón, f. 20. febrúar 1916,
d. 7. apríl 1977, Anna Sigríður,
f. 16. maí 1920, Magnea, f. 1.
mars 1925, og Svanhildur Bára,
f. 2. ágúst 1927.
Unnur Guðný giftist 4. júlí
1942 Þórði Geirssyni fiskimats-
í DAG þegar við kveðjum í hinsta
sinn elskulega tengdamóður mína,
Unni, er mér efst í huga þakklæti
fyrir alla þá ást og umhyggju sem
hún sýndi okkur hjónunum og son-
um okkar. Hún var alltaf til stað-
ar, boðin og búin til hjálpar og
halds og trausts ef á þurfti að
halda. Það var eins og ég hefði
alltaf þekkt hana þegar við kynnt-
, umst fyrst fyrir 30 árum og hún
' sýndi mér hlýju og vináttu alla tíð.
Á hugann leita minningar lið-
inna ára og ég minnist t.d. ferðar
okkar í Kolbeinsstaðahrepp á Snæ-
fellsnesi á 50 ára afmæli hennar.
Þá hafði hún ekki komið þar frá
því hún var ung stúlka og hvað
hún hafði gaman af að sýna okkur
staði sem hún hafði áður þekkt og
segja okkur sögu þeirra.
manni, f. 13. mars
1917, d. 3. júlí 1961.
Börn Unnar og
Þórðar eru Hrönn,
f. 4. maí 1944, gift
Jónasi Karlssyni og
eiga þau tvö syni og
eitt barnabarn,
Gunnar, f. 17. sept-
ember 1945, kvænt-
ur Rannveigu Rúnu
Viggósdóttur og
eiga þau tvær dætur,
Geir, f. 31. maí 1953,
fyrri kona hans var
Gyða Olvisdóttir og
eiga þau tvö börn,
seinni kona hans er Huldís Ás-
geirsdóttir og eiga þau þrjár
dætur, Erlendur ,Þór, f. 19.
mars 1956, búsettur í Svíþjóð,
kvæntur Guðrúnu Helgu Magn-
úsdóttur og eiga þau tvær dætur
Útför Unnar fer fram frá Frí-
kirkjunni i Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Unnur var fædd og uppalin í
miðbæ Reykjavíkur og þar bjó hún
alla tíð að undanskildum tveim síð-
ustu árum. Hún lifði mikla breyt-
ingatíma í vexti og uppgangi borg-
arinnar og sagði okkur oft frá því
þegar hún fékk að sitja í járnbraut-
inni úr Öskjuhlíðinni sem flutti
grjót í hafnargerðina þegar
Reykjavíkurhofn var gerð. Hún var
mjög vel að sér um sögu borgarinn-
ar og ias allt sem um hana var
skrifað. Unnur var vel lesin og
fylgdist mjög vel með stjórnmálum
og þjóðmálaumræðu. Hún var
glæsileg kona, fáguð í framkomu,
félagslynd og naut sín vel í marg-
menni.
Starfsvettvangur hennar var
heimilið og því helgaði hún krafta
sína. Unnur missti mann sinn,
Þórð Geirsson, eftir 20 ára hjóna-
band, þá rúmlega fertugan og stóð
ein uppi með fjögur böm á aldrin-
um 5-16 ára. Hún starfaði við
verslun skamma- hríð en varð að
hætta því sökum heilsubrests.
Margur hefði látið bugast við slíkt
mótlæti en Unnur var ekki í þeim
hópi.
Barnabömum sínum sýndi hún
sérstaka umhyggju og miðlaði
þeim af þekkingu sinni og nutu
þau samvistanna við ömmu sína,
einkum þau sem voru hjá henni
meðan hún hélt fullri heilsu.
Unnur átti við mikil veikindi að
stríða um nokkurra ára skeið en
alltaf hélt hún fullri reisn og aldr-
ei heyrðist hún kvarta yfir hlut-
skipti sínu. Síðast dvaldi hún á
heimili mínu um jól og áramót
1994 og var þá hrókur alls fagnað-
ar og þessi jólahátíð verður
ógleymanleg í minningu okkar sem
fengum að njóta samvista við hana
þá.
Nú, þegar ævi Unnar tengda-
móður minnar er á enda, lifir minn-
ingin um góða konu, móður og
ömmu sem setti mark sitt á líf
okkar allra. Blessuð sé minning
þín.
Jónas Karlsson.
Elsku besta amma mín.
Ég kveð þig nú í síðasta sinn,
þó að ég viti að þú átt alltaf eftir
að vera hjá mér í minningunni svo
tignarleg, brosmild, gáfuð og góð.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Þeir eru svo ótal margir hlutimir
sem þú kenndir mér og hafa verið
mér ómetanlegt veganesti.
Það er dýrmætt að eiga sér svo
góðan vin sem þú varst mér. Alltaf
varstu tilbúin að hiusta og gefa
ráð. Þú stóðst alltaf með mér í öllu
ef eitthvað bjátaði á. Þú varst og
ert minn besti vinur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég var svo lánsöm að fá að eyða
miklum tíma með þér þegar ég var
yngri.
Það er erfitt fyrir mig að lýsa
sambandi okkar með orðum. Þú
kenndir mér fyrst að syngja, svo
að spila á spil, þú last fyrir mig
óteljandi bækur og ljóð sem þú
kenndir mér að skilja. Þú varst allt-
af svo þolinmóð og örlát á tíma þinn.
Það var alltaf svo gaman að sitja
og spjalla við þig um alla heima
og geima því þú varst hafsjór af
fróðleik og svo orðheppin og
skemmtileg.
Ég minnist nú málsháttar sem
þú eitt sinn kenndir mér: Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Elsku amma mín, nú hefur þú
hlotið hvíldina og friðinn.
Ég veit að þér líður nú vel, þvi
allir uppskera eins og þeir sá.
1 dag skein sól
á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði
landi frá.
Hvað mundi fremur
farmann gleðja?
Það syrtir að,
er sumir kveðja.
Ég horfi ein
á eftir þér
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein
við yztu sker,
Því hugur minn
er hjá þér bundinn,
og löng er nótt
við lokuð sundin.
(Davíð Stefánsson.)
Guð varðveiti þig, með þökk fyr-
ir allt sem þú gafst mér.
Unnur Guðný Gunnarsdóttir.
Ég ætla að skrifa nokkur kveðju-
orð um hana ömmu mína, Unni
Albertsdóttur. En hún lést 10. febr-
úar á öldrunardeild Landspítalans
í Hátúni, 78 ára að aldri. Amma
missti mann sinn, Þórð Geirsson,
3. júlí 1961 frá 4 börnum á aldrin-
um 5-16 ára. Eftir 20 ára hjóna-
band stóð hún því ein uppi með 4
börn og lífsbaráttan var enginn
hægðarleikur. Þrátt fyrir það var
aldrei kvartað heldur hélt amma
sínu striki og bjó börnunum sínum
gott heimili og góðan grunn fyrir
lífið. Ég þekkti ekki afa Þórð, þar
sem hann lést fyrir mína tið, en
amma hafði alltaf mynd af honum
á náttborðinu hjá sér og nú þegar
hún hefur sofnað svefninum langa
trúi ég því að þau séu nú loks sam-
einuð eftir 35 ára aðskilnað.
Þegar litið er yfir liðna tíð þá
rifjast upp góðar stundir sem ég
átti með ömmu á Langholtsveginum
sem barn. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera hjá ömmu á
daginn frá þriggja til níu ára ald-
urs. Amma kenndi mér á spil, las
mikið fyrir mig á dönsku og ís-
lensku og við ræddum mikið um
lífið og tilveruna. Enn í dag bý ég
að fróðleik og lífsspeki sem amma
kenndi mér, en hún hvatti mig til
bókalestrar og las mikið sjálf. Hjá
ömmu fékk ég því innsýn í marga
hluti sem ég hefði annars farið á
mis við. í dag verða fá börn þess
aðnjótandi að eyða tímum sínum
með afa sínum og ömmu því í dag
er amman útivinnandi og börnin
vistuð á dagheimilum.
í dag er amma mín, Unnur Al-
bertsdóttir, til grafar borin, kona
sem lokið hefur lífsstarfi sínu með
sæmd. Minning hennar mun ávallt
lifa í mínum huga.
Þórður Geir Jónasson.
UNNUR GUÐNY
ALBERTSDÓTTIR