Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-J
MIIMINIINGAR
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR ÞÓRARINSSON
múrarameistari,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 17. febrúar.
María Helgadóttir,
Ásbjörn Harðarson, Svana Björk Karlsdóttir,
Kristfn Harðardóttir, Tómas Tómasson,
Helgi Harðarson, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir,
Jóhann Harðarson, Brynja Brynjarsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
UNNUR GUÐNÝ ELÍNBORG
ALBERTSDÓTTIR,
Selbrekku 40,
Kópavogi,
sem lést 10. febrúar sl., verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
þriðjudaginn 20. febrúar, kl. 13.30.
Hrönn Þórðardóttir, Jónas Karlsson,
Gunnar Þórðarson, Rannvejg R. Viggósdóttir,
Geir Þórðarson, Huldís Ásgeirsdóttir,
Erlendur Þór Þórðarson, Guðrún Helga Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA SVANLAUGSDÓTTIR
THORSTENSEN,
vistheimilinu Seljahli'ð,
lést í Landspítalanum að morgni
11. febrúar.
Bálför hennar var gerð í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
11 -G á Landspítalanum og starfsfólks vistheimilisins Seljahlíðar.
Sonja Thorstensen, Jón B. Skarphéðinsson,
Sigurður I. Thorstensen, Guðriður V. Guðjónsdóttir,
Tryggvi D. Thorstensen
og aðrir aðstandendur.
GÍSLIÁGÚST
G UNNLA UGSSON
+ Gísli Ágúst Gunnlaugsson
fæddist í Reykjavík 6. júní
1953. Hann lést á heimili sínu,
Ölduslóð 43 í Hafnarfirði, 3.
febrúar siðastliðinn og fór út-
förin fram frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði 12. febrúar.
HÁSKÓLI íslands leigði húsnæði á
Neshaga 16 fyrir fimm árum. Inn
á ganginn á annarri hæð fluttu sjö
lektorar í mismunandi greinum.
Gísli Ágúst var einn af okkur í
þessu litla útibúi, örlátur, glaðlynd-
ur og elskaður. Við fylgdumst orð-
vana með fyrstu einkennum sjúk-
dóms hans og kvöddum hann með
sorg þegar hann varð að flytja í
aðra byggingu með hentugra að-
gengi. Við vottum Berglindi og
börnum hans innilegustu samúð
okkar. Sömuleiðis foreldrum Gísla
og Ólöfu.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
(Ör Sólarljóðum.)
Við kveðjum frábæran fræði-
mann og góðan vin.
Asdís Egilsdóttir,
Dagný Krisljánsdóttir,
Oddný Sverrisdóttir,
Helgi Þorláksson.
Hann kenndi okkur öllum mönn-
um betur að meta lífið sjálft, lífs-
andann í brjósti okkar. Umbúðirn-
ar voru orðnar lítilfjörlegar í aug-
um þeirra sem ekki þekktu mann-
inn, en okkur sem höfðum þekkt
hann öll fullorðinsárin reyndist það
auðvelt að skynja hann og skilja
og gleðjast með honum af öllu því
sem gladdi hann, vakti áhuga hans,
lét hann gleyma líkamanum og
t
Systir okkar,
ÁSTA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Njörvasundi 22,
lést á vistheimilinu Kumbaravogi laugardaginn 17. febrúar.
Systkini hinnar iátnu.
Ástkær eiginkona mín og móðir,
GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. febrúar.
Sigurþór Þorsteinsson og börn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RAGNAR F. JÓNSSON
frá Norður-Vík,
Stigahlíð 2,
Reykjavík,
sem lést 16. febrúar sl., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 22. febrúar kl. 10.30.
Gunnlaugur Ragnarsson,
Arnbjörg V. Ragnarsdóttir,
Ragnhildur Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Jón og Hildur Margrét.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
BJARNA SVEINBJARNARSONAR.
Verslunin Útilif,
Glæsibæ.
Islenskur efniviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
iiggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitiö
upplýsinga.
--I— i .
Sf
S. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
+
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir,
NIELS HÖBERG-PETERSEN,
Vesturgötu 20,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. febrúar
kl. 13.30.
Ingebjörg Höberg-Petersen,
Petra Mogensen.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Heiðargerði 96,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30.
Jón Frímann Eiríksson, Steinunn Asta Björnsdóttir,
Ester Eiríksdóttir, Örn Ingvarsson,
Anna Maria Jónsdóttir,
Anna Margrét Arnardóttir, Kristmundur Þórisson,
Eiríkur Frímann Arnarson, Kristín Bjarnadóttir,
Erna Arnardóttir
og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu
og samúð vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður okk-
ar, afa og langafa,
ÞÓRBJÖRNS A. JÓNSSONAR,
Maríubakka 12,
Reykjavík.
Blessun Guðs veri með ykkur öllum.
Guðmunda Árnadóttir,
Birgir, Guðrún, Ásdis og fjölskyldur.
fötluninni. Hann varð að finna lífið
upp á nýtt síðustu árin og virkja
alla í kringum sig til fylgis,
máttfarinn á líkama komst hann
með öflugu liðsinni þangað sem
hann ætlaði sér. Hann gafst aldrei
upp, lét aldrei vorkunnsemi ann-
arra rugla sig í ríminu eða að hann
leyfði sér að gráta örlög sín. Við
köllum það viljastyrk í daglegu
tali, en orðið er nánast lítilfjörlegt
þegar lýsa á því afli sem Gísli
Ágúst hafði í brjósti sér. Það var
varla þessa heims. Ef einhver okk-
ar sem heilbrigð erum, hefðum
þetta afl í daglega lífinu, þá væru
okkur allir vegir færir, við gætum
breytt því í kringum okkur sem
okkur sýndist, gert alla drauma
að veruleika.
En hafði Gísli Ágúst ekki alltaf
gert drauminn að veruleika? Var
ekki líf hans allt vígt nýjum leiðum
að háleitum markmiðum? Lét hann
nokkurn tíma aðstæður eða vana-
hugsun stjórna sér? Verk hans
verða ekki rakin hér, þeim gera
aðrir gleggri skil, en metnaðurinn
sem að baki þeim lá, leiðimar sem
hann valdi gegnum torfærunar,
voru stöðug þjálfun, sem var samof-
in persónu hans og afstöðu til lífs-
ins. Bjartsýnin, framkvæmdavilj-
inn, þörfin að skapa úr tímanum
eitthvað sem öðram gat gagnast,
flutt gat mál fram, varpað ljósi á
áður ókannaðar lendur vísindanna
- virkur þátttakandi í samtímanum,
og áhorfandi að liðnum atburðum
úr fjarska tímans, allt í senn.
Ég kynntist Gísla Ágúst þegar
leiðir okkar Berglindar, eiginkonu
hans, lágu saman í utanríkisþjón-
ustunni fyrir tæpum tveim áratug-
um. Þau urðu mér strax nákomin,
eins og ég hefði þekkt þau alla
ævi og myndi eiga þau að til eilífð-
ar sem var langt í burtu því við
gengum saman fyrstu spor fullorð-
insáranna og eilífðin kom okkur
ekki við. Aldrei kom ég af þeirra
fundi öðru vísi en betri maður, lífs-
glaðari, bjartsýnni, efld af þekk-
ingu sem þau miðluðu, áhuga
þeirra á öllum í kringum sig,
góðlátlegu gríni yfir lífinu og til-
verunni og einhveijum þeim verk-
efnum sem þau höfðu hellt sér út
í og sögðu frá. í epdurminningunni
birtist mér Gísli Ágúst sem ímynd
hreystinnar, hinnar heilbrigðu, já-
kvæðu lífsafstöðu, lífsglaður og
skemmtilegur; drengur góður.
Þannig lifir hann hjá mér og vinum
hans meðan við lifum og þannig
lifir hann hjá börnunum sínum sem
alltaf munu eiga föður sinn hjá sér
í hugarfylgsnunum, þótt hann birt-
ist þeim ekki lengur og geti ekki
vakað yfir velferð þeirra, eða séð
þau breytast úr börnum í fullorðið
fólk. Það var ógleymanlegt að sjá
Gísla með börnunum sínum, hann
talaði við þau af virðingu og hlust-
aði á þau af athygli. Við munum
þá gleði, alúð og kærleika sem
fylgdi honum hvert fótmál og við
grátum örlög hans og okkar að
hafa misst hann svo ungan. Lífs-
gleðin, sem við nutum saman þá,
víkur nú fyrir sorginni og hryggð-
inni. Nú er hann okkur fyrirmynd
í erfiðleikum, uppspretta afls, við
eigum lífskraft hans og viljastyrk
að fyrirmynd, við grátum hann
genginn.
Kærleikurinn er stærstur. Fyrst
og fremst umvafði Gísli alla í
kringum sig kærleika og ástríki.
Þel hans til Berglindar, stuðningur
við hana og aðdáun hans á kon-
unni sinni geislaði af honum hvar
sem þau fóru. Berglind var honum
allt og auk þess var hún og börnin
eldsneytið sem knúði hann áfram,
og efldi til dáða. Við Kjartan kveðj-
um vin okkar í djúpri þökk og
vottum fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúð.
Sigríður Ásdís Snævarr.
Erfidrykkjur
Kiwanishúsið,
Engjateigi 11
s. 5884460