Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 39
Þegar vinur er kvaddur í hinsta
sinn leita óhjákvæmilega á hugann
ósamstæð minningarbrot honum
tengd, eða myndir af augnablikum
sem eru á einhvern hátt einkenn-
andi fyrir skapgerð hans og eigin-
leika. Þegar ég hugsa til baka um
samskipti okkar Gísla Ágústs er
margs að minnast, en efst í huga
er stund sem við áttum saman með
sameiginlegum vini á útiveitinga-
stað í miðborg Óslóar á sólríkum
ágústdegi fyrir rúmu ári. Það sem
gerir málsverðinn minnisstæðan
er ekki aðeins birta og hlýja náttúr-
unnar þennan dag, heldur enn
frekar sú bjartsýni og orka sem
geislaði af Gísla á meðan við sátum
og spjölluðum saman. Hann bar
þá þegar augljós merki þess sjúk-
dóms sem dró hann að lokum til
dauða, en hann lét samt engan
bilbug á sér finna. Þannig útlistaði
hann fyrir okkur áætlanir sínar
um rannsóknir næstu ára, og það
var greinilegt að hann ætlaði ekki
að leggja upp laupana þótt líkam-
legur styrkur færi þverrandi.
Gísla Ágústi entist ekki aldur
til að ljúka öllum þeim verkum sem
hann hafði ætlað sér, enda tekur
starf fræðimannsins aldrei enda.
Ótrúlegt má þó virðast þeim sem
voru honum ekki kunnugir hve
miklu hann kom í verk, ekki síst
fyrir þá sök að allt hans handbragð
var vandað hvar sem á það er lit-
ið. Það sem gerði Gísla þó kannski
enn eftirtektarverðari var að þrátt
fyrir ótrúleg afköst í rannsóknum
fór því flarri að hann helgaði líf
sitt þeim eingöngu. Ég kynntist
aðeins úr fjarlægð margháttuðum
störfum hans fyrir Hafnarfjarð-
arbæ, en varð hins vegar vitni að
þeirri elju sem hann sýndi í starfí
sínu við Háskóla íslands og fyrir
Sögufélag. Hann var t.d. einn ást-
sælasti kennari sagnfræðiskorar,
leiðbeindi fjölda nemenda við
samningu lokaverkefna, gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum bæði fyrir
skor sína og deild, auk þess sem
hann ritstýrði tímaritinu Saga um
árabil.
Innri styrkur manna birtist
kannski aldrei betur en þegar þeir
heyja baráttu sem þeir eiga enga
von um að vinna. Flestir gefast
upp og annaðhvort sætta sig við
orðinn hlut eða formæla óréttlæti
örlaganna; aðrir gera hvorugt,
heldur tvíeflast og beita kröftum
sínum til hins ítrasta þar til yfir
lýkur. Gísli Ágúst tilheyrði sannar-
lega síðari hópnum; hann hopaði
hvergi, heldur óx við hveija raun.
Ég hafði borið mikla virðingu fyrir
honum allt frá þeim tíma er ég
kynntist honum fyrst fyrir rúmum
15 árum, en sú virðing breyttist í
aðdáun þegar ég varð vitni að
þeirri ró og stillingu sem yfir hon-
um hvíldi í veikindum hans. Á
hveijum degi kom hann til vinnu
og skilaði sínu verki betur en bú-
ast mátti við af fullfrískum manni.
Ég minnist þess til dæmis að
sænskur nemandi sem hingað kom
sem gistinemandi síðastliðið vor-
misseri hafði orð á að aldrei hafi
hann tekið betra námskeið á sínum
ferli en það sem hann tók hjá Gísla.
Þar að auki sótti Gísli virtar ráð-
stefnur bæði í Ameríku og Evrópu,
þar sem hann hélt fyrirlestra og
skrifaði greinar sem birtust í viður-
kenndum fræðiritum austan hafs
og vestan. Honum var ljóst að
ævin er oft styttri en við kjósum
og hann vildi koma eins miklu í
verk og hann gat áður en yfir lyki.
í baráttu sinni naut hann óbilandi
aðstoðar fjölskyldu sinnar, og að-
stoðarmaður hans, Ólöf Garðars-
dóttir sagnfræðingur, studdi hann
dyggilega við vinnuna fram á síð-
ustu stund.
Ég sendi foreldrum og systkin-
um Gísla, Berglindi og börnunum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Hálfdanarson.
0 Fleiri minningargreinar um
Gísla Ágúst Gunnlaugsson bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og tengdafaðir,
MARINÓ ÓLAFSSON,
Grenigrund 6,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu 17. febrúar sl.
Sigrún Gestsdóttir,
Líney Marinósdóttir, Karl Magnússon,
Bent Marinósson, Birgitta Bóasdóttir.
Þökkum innilega öllum þeim, sem auð-
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginkonu minnar og móður,
KATRÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Birkihvammi 2,
Kópavogi.
Bjarni Jósefsson, Ragnheiður Bjarnadóttir.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
INGIMUNDAR JÓNSSONAR,
Faxabraut 4,
Keflavík.
Steinunn Snjólfsdóttir,
Jórunn E. Ingimundardóttir, Pétur H. Hartmannsson,
Egill S. Ingimundarson, Ragnheiður E. Brigisdóttir,
Valur S. Ingimundarson, Guðný S. Friðriksdöttir,
Oddný Ingimundardóttir, Hermann Guðmundsson,
Sigurður Þ. Ingimundarson, Halldís Jónsdóttir,
Kristinn Ingimundarson, Friðrika J. Sigurgeirsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginkonu minnar, dóttur,
móður, tengdamóður og ömmu,
EYGLÓAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Skriðuseli 1,
Reykjavík.
Grétar Vilhelmsson, Guðmunda Ingvarsdóttir,
Kristján Vilhelm Grétarsson, Emma Geirsdóttir,
Jón Halldór Grétarsson, Katrin Lilja Ævarsdóttir,
Arnþór Ólafur Grétarsson, Guðrún Ósk Sigurðardóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
BRYNDÍSAR EINARSDÓTTUR,
Þykkvabæ 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks kraþba-
meinsdeildar Landspítalans og heima-
hlynningar Karitas.
Stefán Pétursson,
Einar Stefánsson, Bryndís Þórðardóttir,
Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir,
Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför konu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
VALBORGAR BJÖRGVINSDÓTTUR,
Kaupvangi,
Fáskrúðsfirði,
Baldur Björnsson,
Björgvin Baldursson, Anna Þóra Pétursdóttir,
Birna Baldursdóttir, Bæring Bjarnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar BJARNA
SVEINBJARNARSONAR, framkvæmdastjóra.
Borgarhella ehf.,
Smiðjuvegi 9, Kópavogi.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
SAMÚELS JÓNS SAMÚELSSONAR,
Espigerði 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu og deild A-4 á Borgar-
spítala.
Guðrún Halldórsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Pétur Björnsson,
Guðrún Ösp Pétursdóttir, Jón Helgi Pétursson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu mér samúð ög hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns,
JÓHANNSKRÚGER
vélvirkja.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild
A-3 Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir hlýhug
og umhyggju.
Hansína Lovisa Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HALLGRÍMS ANTONSSONAR,
Bárugötu 13,
Dalvík.
Eyvör Stefánsdóttir,
Sólveig Hallgrímsdóttir, Anna Þórey Hallgrfmsdóttir,
Stefán Hallgrímsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Ragnhildur Hallgrimsdóttir, Þorkell Jóhannsson,
Vilhelm A. Hallgrfmsson, Lilja Björk Reynisdóttir,
Arnheiður Hallgrímsdóttir, Gunnar Þór Þórisson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu vináttu og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamoður og
ömmu,
SOFFÍU I. JÓHANNSDÓTTUR,
Hamraborg 18,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar
A-7 á Borgarspítalanum fyrir auðsýnda
umhyggju og alúð.
Hrafn Þórhallsson, Jóna Guðlaugsdóttir,
Ingibjörg Þórhallsdóttir, Rúnar Karlsson,
Jóhann Þórhaltsson, Joni Gray
og barnabörn.
Lokað
Verslunarmiðstöðin Glæsibær verður lokuð í dag,
þriðjudag, frá kl. 13-15 vegna útfarar
BJARNA SVEINBJARNARSONAR.
Verslunarmiðstöðin Glæsibær.
Lokað
verður í dag, þriðjudag, frá kl. 12 á hádegi vegna
jarðarfarar BJARNA SVEINBJARNARSONAR.
Sportmenn ehf.
Adidas-umboðið.