Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
PRIVATE 5PIKE
REP0RTIN6, 5IR..
2-/2
THE TR00P5 IÚANT TO
KNOW WHV WE HAVE
TO 5TANPINTHE RAlN..
Óbreyttur Snati til- Hermennirnir vilja fá að vita
kynnir, herra... hvers vegna við þurfum að •
standa úti í rigningunni...
Bændurnir þurfa rign
ingu ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Fæðingarorlof,
breytinga er þörf
Frá Öglu Hendriksdóttur, Jónínu
B. Bjarnadóttur og Lísu Yoder:
í DAG eiga börn almennt mögu-
leika á samvistum við mæður sín-
ar í um 6 mánuði eftir fæðingu.
Möguleikinn á samvistum við föð-
ur er hinsvegar takmarkaður, því
Agla Jónína B.
Hendriksdóttir Bjarnadóttir
almennt taka
feður sér ekki
fæðingarorlof.
Samkvæmt nú-
verandi reglum
eiga feður erfið-
ara með að taka
fæðingarorlof
en mæður. Rétt-
ur föður er af-
leiddur af rétti
móður. Eftir að móðir hefur feng-
ið fyrsta mánuðinn greiddan á
faðir rétt á fæðingardagpeningum
í hennar stað að því gefnu að
hann stundi ekki launaða vinnu á
meðan. Fyrsti mánuðurinn er því
einskorðaður við móðurina og
næstu fimm einnig, að því und-
anskildu að hún veiti honum skrif-
lega heimild sérstaklega. Mögu-
leiki feðra á dagpeningum ein-
skorðast við að móðirin hafí haft
þann rétt.
Hjá hinu opinbera hafa karlar
einna minnsta möguleika þegar
kemur að fæðingarorlofí, reglur
um fæðingarorlof opinberra
starfsmanna taka hreinlega ekki
til þeirra. Þeir eiga því hvorki rétt
á fæðingardagpeningum né fæð-
ingarstyrk. Þannig er stór hluti
feðra án nokkurs réttar til
greiðslna kjósi þeir að taka fæð-
ingarorlof. Að framansögðu ætti
því engan að undra hve fátítt er
að feður taki fæðingarorlof. Rétt-
indi og skyldur haldast í hendur í
þessu eins og öðru. Það hlýtur að
vera eðlilegt að auka rétt feðra
til jafns við móður. Breyting í jafn-
vægisátt hvað þetta varðar er lík-
leg til að hafa áhrif við að ná fram
launajafnrétti karla og kvenna.
Oft vill bera við að konur séu
metnar sem lakari starfskraftur
þar sem búast megi við að þær
séu meira og minna frá vegna
barneigna. Af þessu má ljóst vera
mikilvægi þess að gera fæðingar-
orlof að sameiginlegum rétti for-
eldra, þannig að konur og kariar
séu á meiri jafnréttisgrundvelli.en
nú er.
Atvinnurekendur ættu ekki að
þurfa að setja fyrir sig að ráða
konu fremur en karl til starfa með
tilliti til fjarvista. Með því að gera
töku fæðingarorlofs að sameigin-
legum rétti foreldra gerum við
konum og körlum kleift að starfa
á meiri jafnréttisgrundvelli á
vinnumarkaði en nú er.
Jafna þarf rétt til töku
fæðingarorlofs
Þannig hlýtur fyrsta skrefið í átt
til jafnréttis vera að gefa feðrum
kost á að fá fæðingardagpeninga.
Til dæmis mætti hugsa sér að faðir-
inn ætti kost á fæðingardagpening-
um eftir fyrsta mánuðinn, þ.e. í
allt að fimm mánuði ef svo ber
undir. Einnig gæti reynst vel að
bæta sjöunda mánuðinum við orlof-
ið, og einskorða hann við föður kjósi
hann að nýta sér þann möguleika.
Þá þyrfti einnig að kanna útfærslu
á því að gefa báðum kynjum kost
á að taka fæðingarorlof hálfan dag-
inn og vinna hálfan daginn í allt
að 12 mánuði. Þannig yrði aukinn
sveigjanleiki til töku á fæðingar-
orlofí og líklegt að það nýttist mörg-
um betur.
Einnig ætti að huga að því hvort
ekki sé sanngjarnt að atvinnurek-
endur beggja foreldra beri kostnað
af orlofi vegna barnsburðar. Eins
og staðan er í dag leggst kostnaður-
inn alfarið á vinnuveitanda móður
sé hún opinber starfsmaður, spurn-
ing er um sanngirni þess, er ekki
með því verið að flokka þetta sem
einkamál móður?
Mikilvægt er að átta sig á hvern-
ig réttindi og skyldur haldast í
hendur í þessu sambandi, telji sam-
félagið föðurinn bera meiri skyldu
til uppeldis er líklegt að réttur hans
til umráða aukist að sama skapi.
Við skorum á nefnd sem nú fjall-
ar um endurskoðun reglna um fæð-
ingarorlof að jafna réttinn miðað
við það sem nú er og auka sveigjan-
leika.
AGLA HENDRIKSDÓTTIR,
JÓNÍNA B. BJARNADÓTTIR og
LÍSA YODER
starfa með Sjálfstæðum konum.
Lísa
Yoder
Afsökunarbeiðni
Frá Sveinbirni Jónssyni:
UNDIRRITAÐUR harmar þau mis-
mæli sem honum urðu á í sjónvarps-
viðtali á ríkissjónvarpinu nýverið
og vörðuðu ummæli starfsmanns
ráðuneytisins frá fyrra ári. Það var
ekki með vilja gert að eigna ráðu-
neytisstjóranum umrædd ummæli
og er mér því bæði ljúft og skylt
að biðjast afsökunar á þessum
bagalegu mismælum mínum. Ég
vil leyfa mér að vona að klaufaskap-
ur minn valdi yður ekki frekari
óþægindum en orðið er.
SVEINBJöRN JÓNSSON,
sjómaður, Súgandafirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.