Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 45
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Er ofbeldið innifalið í
siðmenningnnni?
Frá Guðvarði Jónssyni:
OFBELDI hefur mikið verið til
umræðu að undanförnu og sýnist
mönnum sitt Kvað um, hver sé
ástæðan fyrir auknu og grófara
ofbeldi en menn telja að áður hafi
verið. Menn vilja finna einhvern
einn ákveðinn sökudólg, og horfa
margir helst til sjónvarpsefnis.
En þurfum við nokkuð að vera
hissa? Árásarhvötin er einn af
okkar meðfæddu eiginleikum til
þess að verjast þeim sem ógnar
og margt í nútíma þjóðfélögum
m'agnar upp árásarhvötina. Því
stærri sem þéttbýliskjarnamir
verða, þeim mun fleiri verða fyrir
því áreiti, sem magnar upp árásar-
hvöt, er þeir ráða ekki við og ráð-
ast ekki endilega á þann sem áreit-
inu veldur, heldur einhvern annan,
oft nánast af engu tilefni.
Árásarhvötin magnast yfirleitt
ekki upp við það sem menn sjá
eða heyra, nema af því sem ógn-
ar. Og oft má finna rótina ein-
hvers staðar í stjómsýslu þjóðfé-
lagsins.
í Sögu mannkyns segir:
„Stjórnarfarsleg valdbeiting hefur
fylgt þróun siðmenningar eins og
skuggi. Valdníðsla, ofbeldi,
grimmilegar styijaldir og vaxandi
eyðilegging náttúruauðlinda hefur
fylgt í kjölfarið. Með þetta í huga
hefur siðmenningunni verið lýst
sem banvænu æxli í sköpunar-
verkinu.“ Tilvitnun lýkur. Sem
sagt ofbeldið innifalið í siðmenn-
ingunni.
Ofbeldi á íslandi mun hafa ver-
ið einna mest og mannskæðast
mörghundruð árum áður en nokk-
ur sjónvarpstækni varð til. Sem
sagt í upphafi íslandsbyggðar. Þá
fiuttu landnámsmenn norska sið-
menningu til Islands, sem ein-
kenndist af ofbeldi konungsvalds
gegn þegnunum, sem aftur á móti
leiddi af sér ofbeldi þegnanna
hvers gegn öðrum. Sem sagt,
stjórnsýslusiðmenningin endur-
speglast í hegðan þegnanna.
í íslensku þjóðfélagi í dag er
hið siðlausa misræmi milli þeirra,
sem verst eru settir, og hinna, sem
best eru settir, einna mest ofbeld-
ishvetjandi. Sumir þeirra, sem
verst eru settir, sjá ekkert nema
vonleysi í lífsbaráttunni, guggna
undan álaginu og árásargirnin
brýst fram í ofbeldi og taumlausri
skemmdarfýsn. Lagfæring vanda-
málsins er í hendi þeirra sem best
eru settir í þjóðfélaginu.
Sumir halda að ofbeldi í teikni-
myndum hafi slæm áhrif á börn.
Ég held að þau áhrif séu sáralítil.
Börn líta ekki á teiknimyndaper-
sónu sem fyrirmynd. Teiknimynd-
in fellur aftur á móti vel að leik-
rænum hugarheimi barnsins, sem
þau tengja ekki við raunveruleik-
ann. Fyrirmynd barnanna er full-
orðna fólkið, aðallega foreldrar.
Andlegri velferð barna stafar
meiri hætta af fráfærukerfi ríkis
og sveitarstjórna, sem veldur því
að börn þurfa að stórum hluta að
alast upp við móðurhlýjulaust
stofnanauppeldi, sem kostað er til
tvisvar til þrisvar sinnum hærri
upphæð en myndi kosta að borga
mæðrum laun fyrir að vera heima
og sinna sínum börnum. Og út-
rýma atvinnuleysi á íslandi um
leið.
En ef atvinnuleysi hverfur þá
hækka launin. Það eru bara laun-
þegar sem vilja það. Minnihlutinn
vill það ekki. Hann ræður.
GUÐVARÐURJÓNSSON,
Hamrabergi 6, Reykjavík.
Að hengja
skattborgarann fyrir
guðleysingjann
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
UNDANFARIÐ hefur varla verið
hægt að opna dagblöð hér á landi
eða hlusta á ljósvakamiðlana án
endalausrar en að sama skapi inni-
haldslausrar umræðu um vímuefna-
vandann. Sveinn Björnsson listmál-
ari og fyrrverandi rannsóknarlög-
reglumaður skrifar hraðsoðna and-
akt um sínar lausnir á þessu vanda-
máli hér í Mogga þriðjudaginn 30.
janúar sl. Og þar kveður við gamal-
kunnugan tón; ekkert nema sömu
ömurlegu ferköntuðu og vonlausu
lausnirnar: Meiri löggur (Guð forði
okkur frá þeirri lausn!), fleiri toll-
verði í Keflavík (Guð forði okkur líka
frá þeirri lausn, - þ.e. að fá yfir
okkur ennþá fleiri vansæla embætt-
ismenn en orðið er), og meiri skatt-
peninga og ennþá meiri skattpen-
inga til að reyna að kaupa það sem
ekki er hægt að kaupa - en er samt
ókeypis fyrir alla sem vilja: Inntak
og tilgang í lífið sitt.
Það sem aðeins vantar í þessar
ferköntuðu lausnir Sveins löggu eru
lummur á borð við fleiri meðferðar-
heimili fyrir unga (jafnt sem aldna)
fíkniefnaneytendur, - fleiri meðferð-
arheimili fyrir nýbyrjaða og einnig
lengra komna neytendur. Meðferð-
arheimili fyrir samkynhneigða neyt-
endur, fyrir gagnkynhneigða neyt-
endur, fyrir tvíkynja neytendur og
fyrir þríkynhneigða neytendur. Og
að lokum þyngri dóma og refsingar
fyrir brot við öllum tegundum af
brotum í þessum málum, - ásamt
sanngjarnri kröfu um fleiri og stærri
fangelsi og rammbyggðari o.s.frv.
o.s.frv.
En hvernig stendur á því að eng-
inn talar um ástæður þessa vanda?
Af hveiju þarf alla þessa yfirmáta
en að sama skapi innihaldslitlu Qöl-
miðlaumræðu um þessi algerlega
heimatilbúnu samfélagsmál? Og af
hveiju þarf umræðan endalaust að
snúast um lýsingar á ástandinu og
ferkantaðar eða sexkantaðar eða
aðrar jafn gjörsamlega vonlausar
lausnir á því? Spyr sá sem ekki veit.
En lítum á nokkrar staðreyndir í
málinu:
A. Fíkniefnabaráttan er gjörtöp-
uð á núverandi forsendum okkar til
að beijast gegn henni. Það er hægt
að herða refsingar, fá fleiri dónaleg-
ar og ofbeldisfullar löggur til að
sýna okkur hveijir valdið hafa í þjóð-
félaginu. Það er hægt að vera með
endalausa fræðslu, eða skófla meiri
peningum í íþróttahreyfinguna til
að reyna að halda skrílnum þar inn-
andyra við skárri barbarisma en
fíkniefnin eru, o.s.frv. o.s.frv. En
allt mun koma fyrir ekki. Því hvergi
er hér vegið að rótum vandans sem
eru leiðindin í samfélaginu (það sem
Bandaríkjamenn kalla boring). Það
eru allir að drepast úr leiðindum hér
á Vesturlöndum sem annars staðar
í veröldinni þar sem ferkantað há-
skólastóð heimsins hefur komist til
valda og ýtt flestum grundvallargild-
um siðmenningarinnar niður í skólp-
ræsi sögunnar eins og dæmin sanna.
Þánnig byijaði þetta vandamál og
þannig mun það stigmagnast þang-
að til almenningur þorir að horfast
í augu við það - að það var vitlaust
gefið í þessu spili. Það verður að
leita lausna á vandamálinu en ekki
að laga einkenni þess eða útbrot.
B. Staðreynd er að þetta ferkant-
aða guðleysingjalið (háskólastóðið)
hefur fengið að leika lausum hala í
menntakerfi Vesturlanda a.m.k. síð-
ustu tvær aldirnar eða svo. Og þar
er börnunum okkar nú endanlega
boðið upp á þá steingeldu heims-
mynd að 1) Guð sé ekki til, 2) að
ekkert líf sé eftir dauðann, 3) að
Iífið á jörðinni hafi kviknað fyrir til-
viljun á augabragði upp af sandinum
einum saman í Saharaeyðimörkinni
af sjálfsdáðum, - álíka skynsam-
legt?), 4) að gjörðir hér í heimi hafi
engin áhrif á hag okkar í næsta lífi
(þar sem ekkert líf sé eftir dauðann
að sjálfsögðu), og þar með fái gildin
góðmennska og illska lítið sem ekk-
ert vægi og veiti okkur lítið sem
ekkert siðferðisaðhald eins og sam-
tíminn beri svo augljóslega með sér,
og 5) að lífið á jörðinni sé fyrir alla
þá sem þar gista algerlega tilgangs-
laust og án nokkurs upphafs eða
endis eða nokkurs minnsta inntaks.
Því er svo komið fyrir menningu
okkar í dag sem raun ber vitni. Þökk
sé háskólastóðinu og „upplýsinga-
stefnu" þess.
En að ætla sér að þenja ríkisrekst-
urinn endalaust út og ganga að lok-
um af skattborgurunum dauðum
með falslausnum á borð við ríkis-
reknar huggunarstofnanir fyrir að-
framkomin börn okkar sem og al-
múgann í þessari andlegu eyðimörk
sem skólakerfið innrætir börnum
okkar svo mjög, - er fáránlegri og
algerlega vonlausari lausn en svo
að orðum taki að eyða í hana. Hún
er svo fáránleg að aldrei myndu né
gætu allar skatttekjur heimsins náð
að laga það sem guðleysingjaliðinu
tókst að ræna okkur: tilganginum í
lífinu, sem aftur gat af sér öll þess:
leiðindi hér á Vesturlöndum.
Bein afleiðing leiðindanna er síðan
stanslaus útbólgnun afþreyingariðn-
aðarins, þar sem bjóða verður okkur
upp á sífellt meiri spennu og ofbeldi
henni samfara til að reyna að metta
þetta tilfinningahungur fjöldans á
einhvern hátt nú á tímum.
Nei, það væri svo sannarlega að
, hengja skattborgarann fyrir guð-
leysingjann að reyna að bjóða upp
á þessar fyrirfram gjörsamlega von-
lausu lausnir eina ferðina enn.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
skólastjóri Sálarrannsóknarskólans.
konur
þurfa járn
Járn er nauðsynlegt m. a. fyrir blóðið, vöðvana
og heilann. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur
og börn í vexti. Þar sem þörf er á nægu C-vítamíni
til að járnið nýtist, er C-vítamín í okkar járni.
Járntöflur eru fáanlegar í mörgu formi og nýtist
líkamanum misvel. Ferrus Succinate nýtist betur
en flest annað járn og veldur minni truflun í
meltingarfærum. Þess vegna er
Ferrus Succinate í járni Heilsu.
filh
Gllsuhúsið
Kringlunni & Skólavörðustíg
L GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!
pú ert aldrei einn með CISCO
ci111 tn n 11
• CISCO er mest seldi netbúnaöur
í heiminum í dag.
• CISCO fyrir Samnetið / ISDN,
Internetiö og allar nettengingar.
Hátækni til framfara
Tæknival
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664