Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 56

Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl B69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikill fíkniefnafundur á Keflavíkurflugvelli Fjórir með hundruð gramma af fíkniefnum FÍKNIEFNAEFTIRLIT tollgæzl- unnar á Keflavíkurflugvelli gerði á sunnudag upptækt verulegt magn af fíkniefnum og mun þessi fundur vera eitt stærsta mál sinnar teg- undar, sem upp hefur komið. Efn- in fundust í fórum þriggja far- þega, sem voru að koma til lands- ins frá Amsterdam, og var fólkið handtekið ásamt fjórða manni, sem var að taka á móti einum farþegan- um. Að sögn tollgæzlunnar á Kefla- víkurflugvelli er málið á mjög við- kvæmu rannsóknastigi og efnin í greiningu. Grunur leikur á að hér sé um að ræða eitt stærsta fíkni- efnasmyglmál í langan tíma og staðfestist það þegar efnagrein- ingu lýkur. Efnin eru mörg hundr- uð grömm að þyngd, og eru þar á meðal svokallaðar E-pillur, og „hvítt efni“ sem enn er í efnagrein- ingu. Málið er í rannsókn en búizt er við að línur skýrist í dag. Morgunblaðið/RAX Bankastjórar Búnaðarbankans fund- uðu með viðskiptaráðherra í gær Engin fyrirmæli voru gefin um vaxtalækkun Þórhall- ur fram- seldur ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugs- son, kenndur við Vatnsberann, var í gær framseldur til íslands frá Danmörku. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn frá 26. janúar sl. Handtökubeiðni var gefin út á hendur Þórhalli í janúar sl. eftir að hann mætti ekki til afplánunar á 2 Vi árs fangelsisdómi sem hann var dæmdur í af Hæstarétti í nóv- ember sl. fyrir stórfelld skattalaga- og fjársvikabrot. Handtekinn af dönsku lögreglunni Strax kom upp grunur um að hann hefði farið úr landi og var Interpol þegar gert viðvart. Nokkr- um dögum síðar var Þórhallur handtekinn í Kaupmannahöfn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Dómsmálaráðuneytið fór fram á að hann yrði framseldur til íslands og hefur dómsmálaráðuneytið ytra haft þá beiðni til umfjöllunar í þijár vikur. Þórhallur var fyrst úrskurð- aður í viku gæsluvarðhald sem síð- an var framlengt um tvær vikur. Dómsmálaráðuneytið danska sam- þykkti framsalið í gærmorgun og kom Þórhallur til landsins í gær- kvöldi. Hann var færður í Síðu- múlafangelsi. ÚTLIT er fyrir óvenju háa sjávar- stöðu í Faxaflóa- og Reykjanes- höfnum á morgunflóði í fyrramálið og jafnvel einnig við norðanvert Snæfellsnes, vegna mjög hvassrar suðvestan- og vestanáttar. Gæti endað með fárviðri Um þessar mundir er óvenju stór- streymt og þykir rík ástæða til fyllstu aðgæslu vegna mikillar öldu- hæðar og veðurhæðar í fyrramálið, þó svo að loftþrýstingur sem mikil áhrif hefur á sjávarhæð verði ekki mjög lágur. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í gærmorg- un, en þá komu veðurfræðingar á Veðurstofu íslands og sérfræðingar frá Vita- og hafnamálastofnun og Háskóla íslands saman til fundar vegna yfirvofandi sjávarflóðahættu. Sigurður Jónsson, veðurfræðing- ur á Veðurstofu íslands, segir spár Saltið eimað ÍSLENSK sjóefni hf. á Reykja- nesi framleiðir baðsalt fyrir Bláa lónið, og var Þorsteinn Einarsson önnum kafinn við að eima baðsalt úr sjó sem tekinn er úr lóninu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í gær. gera ráð fyrir 10-11 metra ölduhæð og 9-10 vindstigum vestur af land- inu. „Þetta gæti orðið fárviðri, en núverandi spá getur bæði breyst til betri og verri vegar. Við endurskoð- um þá þætti sem hafa áhrif á flóða- hæð fyrir hádegi á þriðjudag og þá vitum við rneira," segir hann. Sig- urður segir ástæður þessara veður- horfa vera samspil á milli lægðar sem kemur yfir Grænlandsjökul og mjög sterkrar hæðar fyrir sunnan- verðu landinu sem spyrnir á móti. Hann segir ástæðu til að benda mönnum á að festa allar fleytur tryggilega í höfnum og sýna að- gæslu að öðru leyti. „Við gerum ráð fyrir þeim möguleika að veður og flóð valdi skemmdum og ættu menn að hafa þetta í huga. Við næsta endurmat vitum við hvort þetta verði ennþá verra eða hvort úr veðr- inu dragi," segir hann. BANKASTJÓRAR Búnaðarbank- ans áttu í gær fund með Finni Ing- ólfssyni viðskiptaráðherra til að skýra hækkanir á vöxtum bankans að undanförnu. Hins vegar hafa stjórnendur Landsbankans ekki fengið boð um slíkan fund. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum og rökstuddum þær hækkanir sem ákveðnar hafa verið hjá bankanum," sagði Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri í samtali við Morgunblaðið. „Það voru engar yfirlýsingar eða fyrirmæli gefin um að lækka vexti. Við gerðum ráð- herranum grein fyrir því að staða bankanna væri ekki sú sama. Bún- aðarbankinn tekur mið af sinni eig- in stöðu og við tökum ákvarðanir í samræmi við það. Umræðan um vexti óverð- tryggðra og verðtryggðra skuld- bindinga hefur verið ákaflega mikið á reiki. Hækkanir á verðtryggðum vöxtum hjá okkur hafa eingöngu verið þær að við breyttum til þess horfs sem var í nóvember þegar bankinn lækkaði vextina. Aðrir bankar fylgdu þá ekki á eftir. Hvað óverðtryggða liði varðar lögðum við til grundvallar áætlanir Seðlabankans og annarra um verð- bólgu. Þar er reiknað með aukinni verðbólgu og að hún verði nálægt 1% hærri en var á síðasta ári. Við leggjum áherslu á að vetja hag sparifjáreigenda sem geyma inn- stæður sínar í óverðtryggðum inn- lánum.“ Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekkert boð hefði borist til bankans um fund með viðskiptaráðherra. ■ Vaxtahækkun/15 Handtek- inn fyrir tilraun til manndráps ÍSLENDINGUR, sem búsettur er í Vanlöse í Danmörku, hefur verið ákærður fyrir tilraun til mann- dráps, en hann hellti sjóðandi ávaxtasafa yfir konu, fótbraut hana og ógnaði henni með hnífi og hótaði að skera hana á háls. Dagblaðið Jyllands-Posten skýrir frá þessu í gær. Atburður- inn á að hafa gerzt á laugardag heima hjá konunni, sem er 35 ára og hafði boðið Islendingnum, sem er 33 ára, gistingu í ibúðinni. Samkvæmt frásögn konunnar hellti maðurinn sjóðandi ávaxta- safa yfir hana, síðan sté hann á fót hennar og braut hann, ógnaði henni með hnífi og bar upp að hálsi hennar. íslendingurinn neit- ar sakargiftum og er hafður í haldi. Brit-verdlaunin Björk vann aftur London. Morgunblaðið. BJÖRK Guðmundsdóttir vann í gærkvöldi bresku Brit-verðlaunin en hún var tilnefnd í hópi bestu alþjóð- legu einsöngvara úr röðum kvenna. Auk Bjarkar, sem fyrir- fram var spáð sigri, voru tilnefndar þær Mariah Car- ey, Celine Dion, kd lang og Alanis Morissette. Björk hlaut þessi verðlaun fyrir tveim árum. Nellee Hooper, sem stýrði upptöku á plötu Bjarkar, var tilnefndur í hópi upp- t ökustjóra en hlaut ekki verðlaun. Spá 11 m ölduhæð og 10 vindstigum Astæða til aðgæslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.