Morgunblaðið - 03.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.03.1996, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 53. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter JOSÉ Maria Aznar, leið- togi Þjóðarflokksins, á kosningafundi. Sósíal- istum spáð ósigri Madrid. Reuter. FLEST bendir til þess að ríkis- stjórn Felipe Gonzalez bíði ósigur í þingkosningum á Spáni í dag, sunnudag, og að endi verði þar með bundinn á þrettán ára valdatímabil sós- íalista. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði þó fimmtungur kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Erlendir stjórnarerindrekar segja að José Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins, hafi lýst því yfir í samtölum við sendiherra Evrópusambands- ríkja á Spáni að hann teldi lík- legt að flestir hinna óákveðnu kysu Þjóðarflokkinn. Þar með fengi hann hreinan meirihluta á þingi en skoðanakannanir bentu til þess að Aznar myndi vinna öruggan sigur en skorta nokkur þingsæti til að fá meirihluta. Háður smáflokkum? Nái flokkurinn ekki meiri- hluta þarf Aznar að semja við smáflokka um stuðning. Flest- ir þeirra eru svæðisbundnir flokkar og fæstir eiga þeir hugmyndafræðilega samleið með Þjóðarflokknum. ■ Spilling vegur þyngra/12 Paul Keating játar sig sigraðan í þingkosnmgunum í Ástralíu Hægriflokk- arnir vinna stórsignr Sydney. Reuter. BANDALAG tveggja hægriflokka í Ástralíu vann stórsigur í þingkosn- ingunum í landinu í gær og batt enda á 13 ára valdatíma Verkamanna- flokksins. Paul Keating, forsætisráðherra stjómar Verkamannaflokks- ins, sagði þegar hann játaði sig sigraðan að hann myndi ekki gefa kost á sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins vegna ósigursins. Úrslitin eru mesti kosningasigur ástralskra hægrimanna frá árinu 1975. PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu (t.v.), og John How- ard, leiðtogi hægriflokkanna, greiða atkvæði í kosningunum í gær. Keating lýsti því yfir að hann myndi segja af sér sem leið- togi Verkaniannaflokksins vegna ósigurs hans í kosningunum. Þegar um 70% atkvæða höfðu verið talin í gær hafði kosninga- bandalag Fijálslynda flokksins og Þjóðarflokksins aukið fylgi sitt um 6,3%. Bandalagið þurfti aðeins að auka fylgi sitt um 0,5% til að fella stjórn Verkamannaflokksins. 40 sæta meirihluti Flest benti til þess að bandalag hægriflokkanna fengi um 40 sæta meirihluta á þinginu. Þetta er mesti sigur hægrimanna í Ástralíu frá því í kosningunum árið 1975, þegar Malcolm Fraser, leiðtogi Fijáls- lynda flokksins, komst til valda eft- ir að hafa borið sigurorð af Gough Whitlam, þá forsætisráðherra stjórnar Verkamannaflokksins. „Stórkostlegur sigur“ Keating lýsti því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem leiðtogi Verkamannaflokksins eftir ósigurinn. Keating hefur verið einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum Ástralíu í 15 ár. Búist er við að Kim Beazley aðstoðarfor- sætisráðherra fari fyrir flokknum í stjórnarandstöðu. Peter Costello, talsmaður hægi'i- flokkanna í fjármálum, lýsti kosn- ingaúrslitunum sem „stórkostleg- um sigri“. Hann sagði niðurstöð- una sýna að kjósendur teldu að Verkamannaflokkurinn hefði verið of lengi við völd og hefði ekkert nýtt fram að færa. Howard er 56 ára að aldri og eini forystumaður stjórnarandstöð- unnar sem gegnt hefur ráðherra- embætti. Hann hefur boðað efna- hagsumbætur til að styrkja sam- keppnisstöðu ástralskra fyrirtækja og stemma stigu við hárri verð- bólgu. Hann hefur þó lofað að Reuter ASTRALI greiðir atkvæði á landareign sinni í New South Wales. Kosningabandalag tveggja hægri- flokka vann mikinn sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn hafði verið við völd í 13 ár. skerða ekki laun og hrófla ekki við tryggingakerfinu. Hófsamari stefna Stefna hægriflokkanna í kosn- ingabaráttunni var mun hófsamari en í kosningunum árið 1993, þegar Keating „stal sigrinum“ frá stjórnarandstöðunni en þá töldu flestir ósigur Verkamannaflokks- ins vísan. Howard vildi þá róttæk- ar breytingar á vinnulöggjöfinni, skera niður tryggingakerfið og lækka útgjöld til velferðarmála. Þjóðarflokkurinn og Fijálslyndi flokkurinn voru við völd í Ástralíu í 23 ár frá 1949-72 undir forystu sir Roberts Menzies. Flokkarnir voru einnig við völd á árunum 1975-83, þegar Fraser var for- sætisráðherra. BARIZT BREFIN ÍÖA 10 m SIÐUSTU FORVOÐ ÞORVALDS GYLFASONAR 30 VIÐSKIPTIAIVINNULÍF A SUNNUDEGI 24 TJMHVERFISMA LIN GÆL UVERKEFNIÐ Gagntekinn af tónlist B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.