Morgunblaðið - 03.03.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 03.03.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 25 Forréttindi að vera með fyrirtæki í vexti og geta ráðið ungt fólk sem er að koma frá námi tilteknum framkvæmdum. Hægt sé að byija að vinna með mönnum að einhverri ákveðinni hugmynd og síð- an fylgt henni eftir alveg þar til starfsemi er hafín í viðkomandi mannvirki. „Við getum gert hagkvæmnis- áætlanir, hannað, unnið að gæða- kerfum og skipulagi framleiðslu og jafnvel aðstoðað með fjármögnun. Ég held að þessi breikkun okkar hafi þýtt það að við höfum getað látið stofuna vaxa á samdráttartím- um. Ég held að margir viðskipta- menn séu mjög ánægðir með þetta. Þeir koma hingað og það er byijað að vinna fyrir þá hagkvæmnisáætlun sem stendur alveg fyrir sínu, og það er þá ekkert endilega verið að fjalla um hönnun á einhveiju mannvirki. Það er alveg jafn gott verkefni þótt það endi í hagkvæmnisathugun sem leiðir í ljós að það borgi sig fyrir viðkomandi að gera breytingar á því húsnæði sem hann er í og láti við svo búið standa. Okkur finnst þetta ekki síður verðug verkefni en að standa fyrir nýbyggingum þó það kitli mann alltaf,“ segir Stefán. Umhverfismálin mál málanna Helstu áhersluatriðin í rekstri VSO á þessu ári verða rýni í hönnun og framkvæmdum, sem Stefán segir að sé nýmæli og nýtt verklag við hönnun og framkvæmdaumsjón. Þá er lögð áhersla á öryggismál og brunahönnun, rekstrarráðgjöf, þar sem stefnt er að 60% aukningu á veltu, og þróun á upplýsingakerfi fyrir verðbréfaviðskipti, en VSO hyggst auka talsvert umsvif sín á sviði upplýsingatækni og tölvumála. Þegar til lengri tíma er litið hyggst VSÓ efla veruiega ráðgjöf til fyrir- tækja á sviði upplýsingatækni og jafnframt í umhverfismálum og umhverfisstjómun sem Bjarni kallar gæluverkefni næstu ára. Um þessar mundir er VSÓ að leita sér aðstoðar erlendis við að hrinda þessari starf- semi stofunnar í framkvæmd, en leitað verður fanga hjá erlendum aðilum sem reynslu hafa í Evrópu- sámstarfi og eru trúverðugir ráð- gjafar í Mið-Evrópu. „Það eru alltaf að koma upp ein- hver mál eins og t.d. gæðastjórnun og stefnumörkun, en þetta eru mála- þættir sem einhvern veginn verða til og festast yfirleitt ekki í sessi nema þeir hafi gert gagn. Þótt menn séu kannski þreyttir á gæðastjórnun er hún einfaldlega á svo mörgum sviðum þar sem menn skynja hana ekki sem gæðastjórnun heldur bara sem einhvern daglegan þátt í sínu lífi. Umhverfismál eru einfaldlega mál málanna svo víða og verða það raun- ar alltaf á næstu áratugum. Það er svo margt í okkar hegðunarferli sem þarf að laga í daglegu lífi og það verður til vegna þess að einhvers staðar kvikna hugmyndir að því og menn gefa sér einhveijar vinnuað- ferðir til þess að ná markmiðum. Það sem að okkur snýr í þessu sam- bandi er til dæmis hreinni fram- leiðslutækni, en það er stórmál að menn vinni hvaða vöru sem er með sem minnstum spjöllum á umhverf- inu.“ Hasla sér völl erlendis VSÓ hefur ekki aðeins aukið umsvif sín verulega hér á landi und- anfarin ár heldur hefur verkfræði- stofan jafnframt tekið þátt í verk- efnaöflun erlendis og þá alltaf í sam- starfi við aðra. Stefán segir mikil- vægt að menn leiti á þau mið í stærri hópum, en ljóst sé að það taki lang- an tíma að ná fótfestu erlendis. Ásamt tveimur íslenskum verkfræði- stofum hefur VSÓ haldið úti starf- semi í tæplega tvö ár á Gaza á heimastjórnarsvæði Palestínu- manna, en starfsemin er hins vegar í lágmarki núna vegna ótryggs ástands á þessum slóðum. „Þarna er kominn ákveðinn árangur, þar sem er verkfræðistofa o I Ah r qc mI r-Áætlanagerð j-JFram kvæmdaráðgjöf - -Hönnun----------- -Hönnun--------- - Rekstrarráðgjöf - Fjárhagsleg endurskipulagning — Fjármögnun Samruni og yfirtökur " Fjármál--------------— oannum uy yuriuKur \ ,— .... I Umhverfismál Vörustiórnun -Framleiðsia—----------------------L >-Sjávarútvegstækni Voruþroun — Gæðastjórnun-----------r— Altæk gæðastjórnun — Endurhögun vinnuferla HACCP —I „ s “ //// Húsbyggingar - Hönnunarrýni Mannvirkjagerð _____z____/ # __/_/ ISU 9UUU - Rekstrarhagræðing - Stefnumótun------ aNNVHKjayeru —--------------- miUM----------r , \ ' \ Tölvuteiknun —T TT,, — Endurnogun vinnuferla \ N-------—-------------~~ Þrividdarlikan HACCP —i ISO 9000 -I uæoaKem Útboð rekstrar- og þjónustuverkefna jræðing __________________________- Rekstur fasteigna Haakvæmnisathuaanir L_........... . Arðsemismat p- Hlutverk og stefna in Skipulag í rekstri. Allur heimurinn er að reyna að koma á friði þarna og eðlilegu mannlífi og ef það heppnast þá verð- ur þetta vænlegt fyrirtæki," segir Bjarni. Forréttindi að starfa með hæfileikaríku fólki Starfsmenn VSÓ eru nú um 45 talsins og er þar mest um að ræða verkfræðinga á öllum sviðum og tæknifræðinga. Þá er hluti af starfs- fólkinu með viðskipta- og hagfræði- menntun. „Það eru mikil forréttindi að vera með fyrirtæki í vexti og geta ráðið ungt fólk sem er að koma frá námi og kynnast því hve mikið af hæfí- leikaríku fólki er að streyma til landsins úr erlendum háskólum með nýtt og gott nám. Þetta er ungt fólk sem starfar með okkur og við kunnum mjög vel við okkur í þessu umhverfi,“ segja þeir Bjarni og Stef- án. Til Danmerkur fyrir tuttugn þúsund krónur SÉRSIAKT FERÐATILBOD ,, -gildir í stuttan tíma! i s\ ........-?-................... Eigum nokkur sœti laus til Billund: \ BROTTFARIR: 27. júní 14. júlí (orfá sæti) lljúlí Ath.: Næturflug til Danmerkur BOKIÐ STRAX! Flug til Billund og til baka Verð pr.mann: Verð pr.mann: % % Enn ódýrari ferðir fyrir íslendinga. VÍSA FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. OPIÐÁ LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 < i i o z I I 1 ^ i i o o I I *l I t I 1 S' 1 i i - - i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.