Morgunblaðið - 24.03.1996, Page 33

Morgunblaðið - 24.03.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 33 RAGNHILDUR OLAFSDOTTIR + Ragnhildur Ól- afsdóttir var fædd í Tálknafirði 11. apríl 1918. Hún lést á Herlev- sjúkrahúsinu í Kaupmannahöf n 12. mars sl. Útförin var gerð frá sókn- arkirkju hennar í Suborg við Kaup- mannahöfn 16. mars að viðstödd- um fjöldamörgum Hafnar-íslending- um. Yndislega ættaqörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í faðma þína. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður á Arnarvatni) Vissulega var heimaland Ragn- hildar í bernsku og ættaijörð henn- ar ungrar bæði mild og hörð móð- ir. Fremur hörð en hitt. Samt var það ísland sem átti hennar ástar- kveðju því að hún tók allan þátt í landa sinna mekt og starfi og fé- lagsgarður þeirra í Kaupmannahöfn í Húsi Jóns Sigurðssonar við Aust- urvegg átti meir en helft hugar hennar um fjölmörg ár, bókasafnið og konukvöldin íslenzku sem hún stóð að miklu leyti fyrir, kirkjustarf- ið og íslenzku messurnar í Skt. Pálskirkju og var hún í safnaðar- stjórninni meðan við hjónin þjónuð- um í Höfn. í Jónshúsi tókust kynn- in sem urðu ævinleg vinátta. Þótti vel á fara að erfidrykkjan var hald- in þar. Að danskri venju flutti dótt- ir hennar ræðu og undirritaður, fyrrv. sendiráðsprestur, persónuleg þakkarorð. í kirkjunni flutti ég ís- lenzk útfararorð, eftir líksöng og fallega ræðu unga, danska kven- prestsins og ljóðalestur Kristínar Oddsdóttur Bonde frá ísafirði. í orðum mínum minntist ég heima- sveitar hennar sérstaklega, lítillar og afskekktrar fjarðarbyggðar á Vestfjörðum sem Tálknafjörður var áður en þéttbýliskjarni byggðist á Sveinseyri og í Tunguþorpi sem nú heitir nafni fjarðarins. Má fullyrða að Ragnhildur rithöfundur væri kunnasti Tálknfirðingurinn, fyrr og síðar, þó að ekki skuli efast um ágæti og framtak sjóbænda og út- vegsmanna og kaupfélagsstjóra í þorpinu á síðari tímum og Suður- eyrarfólksins fyrr. Hinn mikli og íjölbyggði Arnarfjörður er norðan Tálknafjarðar og bar sigurorð Hrafnseyrarfeðga og þeirra fólks af um frægðarljóma í heimalandi og í Danmörku. Sunnan Tálkna- fjarðar hinn jafnkenndi Rauða- sandshreppur, fyrr í sögu vegna Bæjar á Rauðasandi, einnig í Dan- mörku og Þýzkalandi, síðar einnig Sauðlauksdals, hins óvenju fríða staðar, loks þéttbýlisins á Patreks- fírði. Milli þessara stóru og kunnu byggðarlaga er heimasveit Ragn- hildar. Þegar Jóhann Skaptason sýslu- maður skrifaði um Barðastrandar- sýslu í Árbók FÍ 1959, varð honum næsta orðfátt um Tálknafjörðinn, hina afskekktu fjarðarbyggð. En hann minntist hreppstjórans á Kvígindisfelli og barnmargs heimil- is þeirra hjóna. Áttu og nágranna- hjónin á hjáleigu og Vindheimum, lengst og nær vestast í Stóru-Laug- ardalssókn, samtals 41 barn. Kall- aði sýslumaðurinn Tálknfirðinga fólksfjölgunarmenn mikla. Ragn- hildur var hið fimmta yngsta barn í 16 systkina hópi. Vitanlega var fátækt og við lítinn landbúskap að styðjast en sjávarafli lífgjöf hinna barnmörgu fjölskyldna, árstíða- bundinn og sjósóknin háð áhættu og ei'fiði fyrri tíma aðstæðna. Ýmist þessu áþekkt var okkur í huga á sl. hausti þegar við áttum nokkra viðdvöl í Tálknafirði í heiðríku veðri, sól og við kyrran sjó undir háum, skriðu- runnum fjöllum. Fór- um við út að eyðibýlinu Vindheimum, fæðing- arstað Ragnhildar þar sem hin stóra fjöl- skylda háði lífsbarátt- una, miklu fremur harða en milda, og hún átti sín bernskuspor. Voru foreldrar hinna 16 systkina hjónin Ól- afur Kolbeinsson, ætt- aður sunnan úr Borg- arfirði, og Jóna Sigurbjörg Gísla- dóttir sem átti uppruna sinn í byggðum Breiðafjarðar. Komust öll börnin upp nema einn drengur sem dó í bernsku en hin systkinin fóru víðs vegar. Ragnhildur var barnung þegar hún fór suður á Akranes þar sem eldri systkini hennar voru fyr- ir. Gekk hún þar á skóla, var svo á Laugarvatnsskólanum hjá Bjarna, hinum nafnkennda og þjóðkunna skólamanni. Tvítug fór hún til Dan- merkur. Hér var hennar heima í 58 ár. Giftist hún Torkel Heise lög- fræðingi og áttu þau eina dóttur, Önnu Ingibjörgu, sem er lektor á Falstri, gift Flemming Jensen stýri- manni. Eru dætur þeirra tvær, Nuna og Iben. Langömmubörn Ragnhildar þrjú. Er ólíku saman að jafna við barnafjöldann yst í Stóru-Laugardalssókn fyrr á öldinni en mikla hamingju átti Ragnhildur með dóttur sinni og dótturbörnum. Kom Anna að dánarbeði hennar á síðasta jarðlífskvöldi hennar þar sem við Guðrún Lára og Steinunn Agla Gunnarsdóttir, vinkonur henn- ar, vorum fyrir. Mikla stoð veitti henni í langæjum veikindunum og samfélag og vináttu árum saman Birna Lahn. Tel ég gæfu að hafa komizt til Ragnhildar vinkonu minnar þetta kvöld hinztu kveðju- stundar á sjúkrahúsinu. Hú dó fyr- ir óttu um nóttina. Höfðum við átt náið og afar gott samstarf þegar ég bjó í Jónshúsi á árunum 1983-89. Héldust þau kynni og vinátta æ síðan. Var það innileg gleði þegar hún heimsótti okkur tvisvar á Prestbakka. Fórum við Ragnhildur þá vestur í Laxárdal því að hún vildi koma á söguslóðir Melkorku Mýrkjartansdóttur sem hún hafði skrifað um skáldsögu, byggða á sagnlegri geymd. Heitir bókin á dönsku Den Stumme, hin mállausa. Eru sérkenni bókarinnar að í hverri opnu er danskur texti á annarri síðu, íslenzkur á hinni. Er slíkt fágæti og á aðeins eina hlið- stæðu lagamáls. Fyrri bækur Ragn- hildar rithöfundar eru Forfald og Auður. Forfald er um örlög og ein- stæðingsskap gamals fólks á elli- og hjúkrunarheimilum. Ritar Hall- dór Laxness formálsorð. Auður er um íslenzka stúlku eins og nafnið bendir til. Þýðing þeirrar bókar er nokkuð á veg komin og hafði Ragn- hildur vænzt þess að lesin yrði í útvarpi á heimalandi hennar. Allt um fátækt í bernsku í Tálknafirði og að hún yrði ung að fara að heiman og hin stóra íjöl- skylda á Vindheimum hlyti að sundrast er systkinin leituðu ann- arra og betri kosta, þótti henni eink- ar vænt um gömlu heimasveitina sína sem var mild í huga en hörð í reynd. Þess vegna var ísland henn- ar yndislega ættjörð sem hún bar ástarkveðju í- kyrrlátri einveru í Soborg og með okkur löndum sínum í Höfn. Þakkarklökkva kveðjugjörð. Með þeim huga kvaddi hún líf sitt og móður jörð. Alúðarþakkir færum við enn og í minningu Ragnhildar Ólafsdóttur fyrir heila vináttu, samstarf og þá gleði sem kynnin við slíka konu gefa. P.t. Bringstrup á Sjálandi, 18. marz 1996._ Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Ág- úst Sigurðsson, Prestbakka. ÓRAFMÖGNUÐ smákökumylsna; Cookie Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir Crumbs. NAUT í gítarstuði. Englarapp TONLIST Tó n abæ r MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, þriðja tilraunakvöld af fjórum. Þátt tóku Cookie Crumbs, Gutl, Star Bitch, Naut, Stjömukisi og Klamidia. Áhorfendur vom á þriðja hundrað í Tónabæ sl. föstu- dagskvöld. ÞRIÐJA tilraunakvöld Mús- íktilrauna Tónabæjar var keppni hörð, þótt ekki hafi keppendur verið eins traustir og annað kvöld- ið. Meðal þess sem bar fyrir eyru var fyrsta rapplag tilraunanna til þessa, þegar stúlka rappaði við Shakespeare-sonnettu og náði fyrir vikið í úrslit. Framan af var þó tvísýnt um tilraunimar þetta kvöldið, því sitthvað fór úrskeiðis, en allt jafnaðist þegar á leið. Fyrsta hljómsveit kvöldsins, Cookie Crumbs, lék hálfrafmagn- að popp, einu hljóðfærin voru rafbassi og kassagítar, en það kom ekki að sök því prýðilegur söngvari náði að halda sveitinni uppi fyrstu tvö lögin. Þriðja lagið kallaði þó á taktmeiri undirleik, ekki síst til að • undirstrika rytmablússtemmninguna. Gutl kom mjög á óvart, ekki síst þegar trymbill sveitarinnar, stúlka, hóf að rappa af móð og gerði það afskaplega vel. í öðru laginu lét hún sig síðan ekki muna um að stíga fram á svið og syngja eins og engill í prýði- legu lagi. Lokalag Gutls var aftur á móti sönglaust og ekki gott, ekki síst þar sem ekkert heyrðist í kassagítarleikaranum allt kvöld- ið. Það kom þó ekki að sök, því Gutl stóð uppi sem sigurvegari. Annað var upp á teningnum hjá næstu sveit, Star Bitch, sem kom vel ákveðin til leiks og hóf leik sinn af krafti. Liðsmenn sveitarinnar voru skrautlegir til fara og öruggir í mikilli keyrslu sem skilaði þeim öðru sætinu og þar með úrslitasæti. Naut voru ekki eins örugg og sérstaklega var áberandi ójafn- vægi hljóðfæra á sviðinu; þannig heyrðist lítið í prýðilegum gítar- leikara sveitarinnar, sem var á fullu mestallan tímann, en ekki verður um kennt hljóðblöndun á staðnum, því hljómur var almennt mjög góður. Fyrsta lag sveitar- innar var ekki merkileg smíð, en í öðru lagi náði Naut sér betur á strik og í þriðja laginu var margt vel gert, sérstaklega kom frábær Pink Floyd-legur gítarkafli veru- lega á óvart, en hann var ekki nema mínúta eða svo og því varla nóg. Stjörnukisi var þéttasta sveit kvöldsins þar sem allir hljóðfæra- leikarar fóru á kostum í magn- aðri keyrslu. Söngvari sveitarinn- ar var líka prýðilegur, sérstaklega þegar hæst lét. Hljómborðsleikari sveitarinnar fékk lítið að gera og of lítið heyrðist til plötusnúðs sem átti góða spretti. Tónlist Stjörnu- kisa er flókin og byggði á miklum bassa- og trommugangi; ekki beint grípandi en um margt mjög skemmtileg. Dómnefnd sá ástæðu til að hleypa Stjörnukisa áfram en sveitin hlaut ekki náð fyrir eyrum áheyrenda. Lokasveit kvöldsins Var „költ- HAMAGANGUR „költ- hljómsveitar"; Klamidía í stuði. hljómsveitin" Klamidía sem lék einskonar framúrstefnurokk sem minnti um margt á sitthvað sem var á seyði á áttunda áratugnum. Sveitarmenn lögðu hart að sér og gerðu margt vel, sérstaklega í öðru laginu, þar sem þeir settu í fluggír um miðbik lagsins. Þriðja lagið var einnig prýðilegt, en að sögn mætti ekki einn hljóðfæra- leikari til leiks og hefur það eflaust haft sitt að segja. Þriðja undanúrslitakvöld Mús- íktilrauna verður næstkomandi fimmtudag og vísast hin besta skemmtun ef það verður eins sterkt og tvö þau síðustu. Árni Matthíasson Uppdregið útvarpstæki Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SIR John Weston, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðun- um, kynnti í fyrradag nýtt út- varpsviðtæki, sem er trekkt upp og þarf því hvorki rafmagn ann- ars staðar í frá né rafhlöður. Weston kynnti tækið fyrir ör- yggisráðinu og fréttamönnum og sagði, að útvarpið væri mikilvæg- asti upplýsingamiðillinn nú á dög- um. Oft bönnuðu samt kostnaður- inn og aðrar aðstæður fátæku fólki frá að nota það. Þegar Weston hafði dregið út- varpið upp í 25 sekúndur, kveikti hann á því og þá sinnti það sínu hlutverki í hálfa klukkustund. Höfundur viðtækisins, sem kall- ast „Freeplay", er Trevor Baylis og nú er það framleitt í verk- smiðju í Suður-Afríku þar sem þriðjungur starfsmannanna er fatlað fólk. Verðið á viðtækinu er enn dálít- ið vandamál, rúmar 7.000 ísl. kr., er verið að vinna að því að ná því niður. ,fruu«uir -ý*™- . . mmíj] aC-550H 160 Wer vöndub hljómtækjasamstæ&a: fV • 3 diska geislaspilari “5 * Öflugir hátalarar ^ • XBS-tveggja þrepa bassastilling ■2 • 5 banda tónjafnari me&: j; Flat, Heavy, Vocal og BCM W' • Alsjálfvirkt tvöfalt kassettutæki • Útvarp me& FM og MW o.fl. | FERM1NGARTILD0Ð: 49.900 Skipholti i 9 Sími: 552 9Ö00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.