Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D tramiIifiiMfe STOFNAÐ 1913 73. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óttinn við kúariðuna á Bretlandseyjum hefur afleiðingar í Noregi I NATO íhuga stórfelld- an niðurskurð á fé vegna riðu Ósló. Mor^unblaðið. YFIRVOLD dýralækninga í Noregi hafa til athugunar að slátra öllu sauðfé af Rygjakyni á Hörðalandi og Rogalandi vegna riðuveiki eða um 100.000 fjár. Ef af verður yrði um að rasða mesta niðurskurð á sauðfé í norskri sögu en ástæðan er sá ótti, sem gripið hefur um sig vegna kúariðunnar í Bretlandi. Kemur þetta fram í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Riðan kom upp í sauðfé í fyrr- nefndum héruðum á síðasta áratug og samkvæmt lista, sem ekki hefur áður verið birtur, er talið nauðsyn- legt að skera niður á 400 jörðum. í umræðunni um kúariðuna hefur komið fram, að hugsanlega hafi hún borist úr sauðfé í nautgripi og hugsanlega þaðan í fólk sem Creutzfeldt-Jakob-sýki. Norskir sérfræðingar segjast ekki geta úti- lokað, að smitefnið, sem veldur kúariðu, geti smitað fólk, hugsan- lega í stökkbreyttu formi. Engin tengsl þekkt „Ég vil taka það skýrt fram, að það hefur aldrei verið sýnt fram á nein tengsl milli riðu í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins en við erum áhyggjufull og viljum ekki eiga neitt á hættu," sagði Martha \J. Ulvund, prófessor við norska dýralæknaháskólann. Hún vinnur nú að rannsóknum á því hvernig erfðir hafa áhrif á það hvaða dýr sýkjast. Bjern Thorson, héraðsdýralækn- ir á Hörðalandi, í Sogni og Fjörðun- um, segir að allt að 90% fjárins, sem hefur sýkst af riðu í Noregi, séu af Rygjastofni og vill hann huga að allsherjarniðurskurði á þessum svæðum. Undir það tekur starfsbróðir hans, Einar Ikdahl, á Rogalandi en engin ákvörðun hefur þó verið tekin enn. 15 millj. kr. á hvern bæ Riðutilfellum fjölgaði mikið í Noregi á síðasta ári og þá var grip- ið til ýmissa ráðstafana til að hindra samgang sauðfjár á sýktum og ósýktum svæðum. Samt hefur riðan haldið áfram að breiðast út og ein- mitt þess vegna er nú farið að tala um stórfelldan niðurskurð. Nú á föstudaginn á að meta riðufé á bæjum á Hörðalandi og síðan verður því slátrað og brennt. Gömul timburhús verða rifin, borið á ný í malarvegi og malbikað verð- ur yfir næsta umhverfi fjárhúsanna. Að síðustu verður reynt að sótt- hreinsa afgirta bithaga með eld- vörpum. Kostnaður við þessar að- gerðir er rúmlega 15 millj. ísl. kr. á hvern bæ. ¦ Óh'óst hvort bann/16 Mótmæli í Ósló NORÐMENN og Rússar ætla að stórauka samvinnu í mengunar- málum og sérstaklega með tilliti til Petsjenga-nikkelversins og kjarnorkuúrgangs á Kolaskaga, skammt frá norsku landa- mærunum. Samdist um þetta í heimsókn Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, til Noregs í gær. Um NATO og áhyggjur Rússa af stækkun þess í austur sagði Jeltsín aðeins, að þau mál yrðu rædd við ráðamenn í bandalag- inu og Bandaríkjastjórn. Nokk- ur hópur manna kom saman í Osló í gær til að mótmæla komu Jeltsíns og stríðinu í Tsjetsjníju og beitti lögreglan kylfum til að dreifa mannsöfnuðinum. í fyrradag var einnig efnt til mótmæla og þess krafist, að Alexander Níkítín, fyrrv. for- ingi í rússneska sjóhernum, yrði látinn laus. Hann aðstoðaði norsk umhverfisverndarsamtök við að afla upplýsinga um kjarn- orkuúrgang á Kolaskaga en var handtekinn og sakaður um njósnir. it', msgm ¦ jm m m-'i' ^zsjjM i Bp' P0 ¦'' 'jj ¦ \ I ¦¦L & ¦ ¦ t x ,..V \& p - 1 J^- 1 Reuter KJOTKAUPMAÐUR í borginni Rennes í Frakklandi tekur skil- merkilega fram við búðarborðið að hann selji franskt kjöt. Bresk- um sérfræðingum í dýralækningum mistókst í gær að fá starfs- bræður sína í fastanefnd ESB um dýralæknisfræði ofan af banni við útflutningi á bresku nautakjöti. gagiirýnir Bosníu- stjórn Sarajevo. Reuter. BOSNÍUSTJÓRN var harðlega gagnrýnd af Atlantshafsbandalag- inu (NATO) í gær fyrir að íslamsk- ir leiguliðar væru enn á hennar vegum í Bosníu, og væri það ský- laust brot á ákvæðum Dayton-frið- arsamkomulagsins. „Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða er það niðurstaða okk- ar að erlendar sveitir séu enn í landinu í trássi við friðarsam- komulagið. Tímafrestur er löngu útrunninn og við viljum að þær séu sendar tafarlaust burt," sagði Mark Van Dyke ofursti í friðar- gæslusveitum NATO og helsti talsmaður þeirra í Bosníu. Alija Izetbegovic forseti Bosníu gekkst við því á mánudag, að enn væru í landinu milli 50 og 60 að- komnir múslimar sem gengið hefðu til liðs við hersveitir stjórn- arinnar og tekið þátt í bardögum í Bosníustríðinu. Fullyrti hann að herdeildin sem þeir þjónuðu í hefði verið leyst upp og væru þeir því sem óbreyttir borgarar. Enn við þjálfun Van Dyke sagði hins vegar, að „litlir hópar" útlendinga væru enn í Bosníu og talið væri að sumir þeirra tækju þátt í þjálfun her- sveita. Önnur mál sem ekki hafa geng- ið eftir samkvæmt ákvæðum Day- ton-samkomulagsins"eru að ólög- legir vegtálmar lögreglu skjóta stöðugt upp kolli í landinu og fangaskipti eru langt á eftir áætl- Líf færist í kosningabaráttuna í Rússlandi Jeltsín og Zjúga- nov sigurvissir Reuter Moskvu. Reuter. LÍF ER að færast í kosningabarátt- una í Rússlandi og úr herbúðum Borís Jeltsíns forseta og Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda komm- únista, bárust yfirlýsingar um að sigur myndi nást í fyrstu umferð kosninganna, sem verða haldnar 16. júní. Zjúganov sagði við upphaf fyrstu alvöru kosningaferðar sinnar um Rússland að hann myndi geta haft Jeltsín undir í fyrstu umferð kosn- inganna ef allir vinstri menn sneru bökum saman. Sergei Fílatov, einn af stjórnend- um kosningabaráttu Jeltsíns, sagði að ljóst væri að vinsældir forsetans færu vaxandi og hann væri farinn að draga á Zjúganov, sem til þessa hefur haft afgerandi forystu sam- Jeltein Zjúganov kvæmt skoðanakönnunum. Fílatov sagði í samtali við frétta- stofuna Interíax að ekki væri loku fyrir það skotið að Jeltsín tryggði sér meira en helming atkvæða 16. júní. Jeltsín, sem staddur er í Osló, var einnig kokhraustur á mánudag þegar hann sagði: „Kommúnistar munu ekki ná völdum." í Rússlandi gilda þær reglur að fái enginn frambjóðenda meirihluta atkvæða skuli fara fram önnur umferð milli þeirra tveggja, sem mest fylgi fengu í þeirri fyrri. Stjórnmálaskýr- endur búast flestir við að úrslit ráðist ekki í fyrstu umferðinni og að Jeltsín og Zjúganov eigist við í þeirri síðari. Samkvæmt skoðanakönnun, sem stofnunin VTSIOM birti á sunnudag, hefur Jeltsín sótt örlítið á. 29% aðspurðra kváðust mundu kjósa Jeltsín í annarri umferð, en hann naut 27% stuðnings í febrúar og 21% í janúar. 37% sögðu að þeir hygðust styðja Zjúganov, en hann hafði 39% fylgi í febrúar og 41% í janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.