Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR STYRKTARFÉLAG Perthes-sjúkra var stofnað 25. september 1995. Tilgangur félags- ins er að gæta hags- muna Perthes-sjúkra og aðstandenda þeirra. ,Félagið er að stíga sín "fyrstu skref og vinnur nú brautryðjendastarf í þágu Perthes-sjúkra og aðstandenda þeirra. Það hlýtur að vera von okkar allra að Perthes- sjúkir og aðstandendur þeirra búi við betri skil- yrði hér eftir en hingað til. Stjórn félagsins hef- ur varið miklum tíma í það að finna leiðir til kynningar á féiaginu. Við verðum að ná til sem flestra er búa yfir reynslu til að gera félagið sem öflugast. Reynslan er höfuðstóll félagsins. Við höfum nú gefið út kynningarblað sem dreift verður til allra bæklunarlækna í landinu. Á fylgiblaði er talað um nauðsyn þess að allir séu samtaka. Vonumst við eftir góðum viðtökum bæklunarlækna. Innan skamms verður sent út bréf til félagsmanna með spurningum varðandi stöðu mála út frá réttindum o.s.frv. Vænt- um við góðra viðbragða félags- manna. Lítið er vitað um orsakir sjúkdómsins en talið er að hann geti gengið í erfðir. Engin lækning er til við Perthes-sjúkdómnum, með- ferðir margar og ólíkar svo furðu sætir. Á stofnfundi félagsins var tekið dæmi af einstaklingi sem greindur var með sjúkdóminn á barnsaldri. Fór hann í gegnum fjögur stig sjúk- dómsins án meðferðar eða skurðaðgerðar. Tekið var fram að um vægt tilfelli væri að ræða. Það gleymdist að geta um að þetta væga tilfelli þyrfti á gerviliða- aðgerð að halda á miðj- um aldri. Þá er einstakl- ingurinn búinn að stofna fjölskyldu og velja sér starf. Bið eftir gerviliðaaðgerð getur verið löng. Meðan á þeirri bið stendur missir viðkomandi oft starfs- getu til langs tíma. Annað dæmi er um barn er þurfti á skurð- aðgerð að halda að mati sérfræð- ings. Barnið fer í aðgerð og er síðan rúmliggjandi í gifsi frá mitti í átta vikur. Þegar gifsið er ijarlægt tekur við þjálfun til gangs á ný. Eftir átta mánuði eru fjarlægðar skrúfur svo og plata úr legg. Tilgangur aðgerð- arinnar var að tryggja að liðhausinn félli sem best inn í liðskálina. Sú varð reyndar ekki raunin. Þetta dæmi er ekki sagt til ásökunar á neinn. Eins og áður hefur komið fram þá eru meðferðir margar. Síðan er mismunandi hvernir til tekst. Með hliðsjón af samtölum við for- eldra um uppfræðslu í skólum er staðan þessi: Fyrsta spurning allra er, hvað er Perthes? Staðan varð- andi uppfræðslu einstaklingsins er sú að flestir eru á stigi afneitunar. Út frá henni skapast togstreita milli barns og foreldris, reiði í garð sér- fræðinga og heilbrigðiskerfisins. Það eru ekki ýkja jákvæðir hlutir sem slíkt ástand leiðir af sér. Sumir sjúk- Aðalfundur Styrktarfé- lags Perthes-sjúkra verður haldinn 28. mars nk. Halldóra Björk __ Oskarsdóttir fjallar hér um tilgang félagsins. dómar fá alltaf athygli en aðrir ekki. Það er vægast sagt ótrúlegt hver staða mála varðandi Perthes-sjúka og aðstandendur þeirra hefur verið hingað til. Margir hafa kosið að lifa í þeirri trú að bráðum muni þetta ástand batna. Aftur til skólans. og uppfræðsl- unnar þar. Drengurinn sem upp- nefndur er „halti haninn“ á rétt á því að skólafélögum hans sé gert það Ijóst að hann búi við þessa fötl- un. Útskýrt hefur verið fyrir börnum af hveiju einstaklingar nota hjóla- stól eða önnur sýnileg hjálpartæki. Þeim hefur verið gert það ljóst að það er ekki til að gera gys að. Börn með Perthes-sjúkdóminn þurfa líka á því að halda að tekinn sé tími til að útskýra sjúkdóminn fyrir bekkjar- systkinum þeirra. Fyrir nokkrum dögum barst félaginu bréf í hendur frá Gunnari Þór Jónssyni próf. dr. med. Hefði sú vitneskja sem þar kemur fram legið fyrir fyrr þá hefðu allir verið betur upplýstir og meðvit- aðir, m.a. um fylgikvilla Perthes- - sjúkdómsins. Bréfið er svohljóðandi: „Perthes-sjúkdómur Þetta er sjúkdómur í mjaðmar- lið/mjaðmarliðum sem kemur fram hjá börnum á aldursbilinu 3-11 ára. Fyrstu einkenni Perthes-sjúk- dómsins eru venjulega helti, sem getur verið lítil í byijun en endurtek- in og fer oftast vaxandi. Samfara þessu koma oftast fram verkir í mjöðm, nára eða hné og við nánari skoðun er skert hreyfigeta í mjaðmarliðnum, einkum snúnings- hreyfingar. Stundum eru einkenni af þessum toga skrifuð á vaxtar- verki sem reyndar eru afar sjaldgæf- ir frá mjöðminni. Börn á þessu ald- ursbili geta hins vegar fengið ein- falda mjaðmarliðsbólgu (coxitis symplex) með sömu einkennum en sá sjúkdómur gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum og barninu batnar. Það sem helst villir fyrir um grein- ingu Perthes-sjúkdóms er að fyrstu röntgenmyndir eru oft eðlilegar. Ef barn fær hins vegar endurtekna helti eða vaxandi helti er nauðsyn- legt að fara með það til bæklunarsér- fræðings til að fá sjúkdómsgrein- ingu. Gangi Perthes-sjúkdómsins má skipta í fjögur stig: 1. stig: Upphaf sjúkdómsins með skerðingu á blóðflæði til beins í lær- leggshaus, sem leiðir til beindreps af mismunandi stærð eftir því hversu stórt svæði blóðrásartruflunin nær yfir. 2. stig: Niðurbrot/samfall verður í hinu dauða beini og sömuleiðis verður niðurbrot og samfall á lið- brjóskinu sem liggur yfir dauða bein- svæðinu. Þannig verður afmyndun og oftast nær útflatning á hinu kúlu- laga yfirborði lærleggshaussins. 3. stig: Nýr bein- og bijóskvefur kemur í stað þess dauða. Á þessu stigi er nauðsynlegt að tryggja að liðhausinn sitji vel inn í mjaðmarlið- skálinni (augnkarlinum), einkum ef um stóra bein-/bijóskskemmd hefur verið að ræða. 4. stig: Endanlegur gróandi eða nýmyndun bein- og bijóskvefja. í ljós kemur endanlegt lag lærleggs- haussins og liðskálarinnar þar sem hægt er að meta horfur sjúklingsins til lengri tíma. Það er mikilvægt að foreldrar fái greinargóða vitneskju um sjúkdóm- inn strax í bytjun. Meðferð er marg- vísleg, allt frá því að aðeins sé sneitt hjá meiriháttar álagi upp í það að gera skurðaðgerðir þar sem um stórt drep og verulega afmyndun mjaðm- arliðsins er að ræða. Nauðsynlegt er að aðstandendur barnanna séu vel upplýstir um þá fylgikvilla sem upp geta komið á unglingsárum, t.d. mislengd ganglima sem veldur skekkju í hrygg og óeðlilegu gang- mynstri. Einnig er nauðsynlegt að gefa góðar upplýsingar um framtíð- arhorfur og ráðleggingar um val á atvinnu og frítímaiðkun sjúklinga með Perthes-sjúkdóm, sem oft veld- ur slitgigt í mjaðmarlið hjá yngra fólki vegna afmyndunar liðsins á barnsaldri. U.þ.b. 10 börn greinast með Perthes-sjúkdóm á Islandi ár hvert.“ í þessu bréfi hefur verið tekinn tími í að skoða málið út frá þekk- ingu sérfræðings svo og reynslu aðstandenda og einstaklinga. Látum ekki fylgikvilla Perthes-sjúkdómsins koma okkur lengur á óvart. Finnum leiðir til uppbyggingar til handa Perthes-sjúkum og aðstandendum þeirra. Meirihluti félagsmanna eru aðstandendur barna og unglinga með sjúkdóminn. Ljóst er að nauð- synlegt er fyrir félagið að ná til fólks á öllum aldri sem fengið hefur Perth- es-sjúkdóminn. Því viljum við stjórn- armenn í félagi Perthes-sjúkra hvetja alla er málið varðar svo og aðra áhugamenn til að mæta á aðal- fund félagsins er haldinn verður á Sléttuvegi 7, Reykjavík, fimmtudag- inn 28. mars nk. kl. 20.30. Minnt er á símanúmer félagsins sem er 588 5220. Höfundur er formaður Félags Perthes-sjúkra. Styrktarfélag Perthes-sjúkra Halldóra Björk Oskarsdóttir Breytingar á vinnulöggj öfinni FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins laugardaginn 23. mars sl. gefur mér tilefni til nokkurra athuga- semda. Morgunbiaðið hefur staðið sig vel sem fjölmiðill sem ekki ein- asta segir fréttir af óhlutdrægni heldur hefur blaðið lagt sig fram við að skoða og skýra fyrir lesendum sinum bakgrunn fréttanna. Verka- lýðshreyfingin hefur getað treyst Morgunblaðinu til að segja frá af sanngirni og að endurspegla sem flest sjónarmið. Tilvitnuð forystu- grein var því undirrituðum von- brigði. Það er að vísu ljóst að mikill eðlismunur er á óhlutdrægri frétta- frásögn og forystugrein sem endur- speglar persónulegt viðhorf ritstjóra viðkomandi fjölmiðils. í leiðaranum eru endurteknar rangfærslur þeirra sem á undanföm- um dögum hafa mælt fyrir og varið þær breytingar sem ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar leggur til að gerðar verði á Vinnulöggjöfinni. Viðbrögð • verkalýðshreyfingarinnar eru gerð tortryggileg, auk þess sem leiðara- höfundur telur ekki nægilega langt gengið fram í því að bijóta niður verkalýðshreyfinguna. Það að telja það eðlilegan og nauðsynlegan hlut að löggjafinn breyti skipulagi frjálsra félagasam- taka eins og verkalýðshreyfingar- innar er það alvarlegasta sem kemur fram í leiðaranum. Morgunblaðið hefur verið um áratugaskeið í brjóst- vörn þeirra sem viljað hafa verka- lýðshreyfinguna sem fijálsasta og óháðasta, þar hefur löngum verið vitnað til hinnar ríkisreknu verka- lýðshreyfingar sem til skamms tíma var rekin í ríkjum Austur-Evrópu og varað við því að ís- lensk verkalýðshreyf- ing lenti í því fari. Nú lýsir leiðarahöfundur blaðsins fylgi sínu við að ríkisvaldið standi fyrir því að skipulag verkalýðshreyfingar- innar verði brotið niður og teknar verði upp nýjar leikreglur sem ganga þvert á viðteknar venjur um að meirihlut- inn ráði. Einum aðila ráð- herraskipuðum, ríkis- sáttasemjara, á að fela nær því alræðisvald. Engin marktæk skilyrði em í lagatexta um hvaða hæfileikum þessi maður á að vera búinn. Það er ekkert í texta frumvarpsins sem kemur í veg fyrir að Pétur Blöndal alþingismaður verði skipaður ríkis- sáttasemjari. Beinar rangfærslur em í leiðara Morgunblaðsins þegar fullyrt er að 17% félagsmanna geti fellt miðlun- artillögu. I frumvarpinu 6. gr. staf- lið 1 segir: „Miðlunartillaga telst felld í atkvæðagreiðslu ef meiri hluti greiddra atkvæða, og þá minnst þríðjungu: atkvæða samkvæmt at- kvæða- eða félagaskrá, er mótat- kvæði." Það þarf að lágmarki 33,34% félagsmanna til að fella miðl- unartillögu. Sem dæmi má nefna að sáttasemjari leggur fram miðlunar- tillögu sen nær til 15.000 félags- manna á tilteknu sviði. Það greiða 40% atkvæði um tillöguna, 1.000 samþykkja hana, 4.999 segja nei, tillagan er samþykkt þótt 83% hafi hafnað henni. Það er vandséð að lagatexti sem þetta felur í sér geti flokkast undir lýð- ræði. Tillögur framvarps- ins um að vinnustaðafé- lög verði sett skör hærra en hefðbundin stéttarféiög er bein- skeytt aðför að skipu- lagi hreyfingarinnar, vinnustaðafélögin eiga að víkja til hliðar öllum þeim reglum sem verka- lýðshreyfingin hefur verið að móta á undan- förnum áratugumj grunnskipulag t.d. ASI er brotið niður en það hefur byggst upp af starfsgreinasamböndum. Miklar líkur eru á að hugmyndirn- ar um vinnustaðafélög séu brot á alþjóðasamþykktum sem ísland er aðili að, ráðherrum ríkisstjórnarinn- ar hefur verið bent á þetta, þeir leggja aðeins kollhúfur og leiðara- höfundur Morgunblaðsins fagnar en biður um að lengra verði gengið, ekki orð um að málið krefjist athug- unar þannig að ljóst megi vera að farið sé að alþjóðlegum leikreglum. Mikið er gert úr því að frumvarp- ið stefni í lýðræðisátt, þrátt fyrir það þá em í rökstuðningi fyrir framlagn- ingu frumvarpsins komin tímamörk á lýðræðið. Að loknum 48 fundum átti það ekki lengur við því ráðherr- anum og ríkisstjóminni lá á. Lýð- ræði er oft á tíðum svifaseint stjórn- form og kostar þolinmæði, ekkert betra hefur þó fundist og að mínum dómi er Höllustaðaútgáfan ekki til Hrafnkell A. Jónsson bóta. Mér þætti áhugavert að Morg- unblaðið fjallaði í svo sem einum leiðara um skilgreiningu á tíma- mörkum lýðræðisins. Það segir einhvers staðar að hæg- ara sé að gefa heilræðin en halda þau, það kemur í hugann þegar ráð- herrar og þingmenn finna að þátt- tökuskorti í fundum verkalýðsfélag- anna en hafa sjálfir ekki tíma til að mæta á þingfundi þótt þeir þiggi fyrir þokkaleg laun frá almenningi. Hvernig væri nú að taka upp hin nútímalegu og lýðræðislegu vinnu- brögð á Alþingi og þar öðluðust mál samþykki ef innan við ‘A þingmanna greiðir atkvæði gegn þeim og svo væri hægt að heimila þingmönnum að greiða atkvæði í gegnum póstfax í grein þessari ræðir Hrafnkell A. Jónsson um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um vinnulöggjöfína. ef þeir eru svo uppteknir að þeir mega ekki vera að því að mæta í vinnuna. Vill ekki Morgunblaðið taka upp baráttu fyrir lýðræðislegri nút.ímavæðingu Alþingis? Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar verður að setja í pólitískt samhengi. Þau hafa orðið mér sem forystu- manni innan Sjálfstæðisflokksins umhugsunarefni og ég hefi orðið að endurmeta ýmsa hluti. Breytingar á vinnulöggjöfinni eru meðal fjölmargra mála sem rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur bor- ið fram á síðustu vikum og lúta að því að breyta og bijóta niður velferð- arkerfið íslenska. Til viðbótar eru mál sem ekki hafa enn verið borin fram en vitað er að eru í farvatninu og kynnt hafa verið verkalýðshreyf- ingunni, þar má nefna breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem á að snúa af leið samhjálp- ar og samtryggingar og taka upp á nýjan leik sveitarframfæri, og end- urvekja hreppsómagahugsunarhátt miðalda. Samhliða þeirri leiftursókn sem nú stendur yfir gegn velferðarkerf- inu og verkalýðshreyfingunni þá hefur öllu samráði forystu Sjálfstæð- isflokksins við þá aðila innan flokks- ins sem starfa í verkalýðshreyfing- unni verið vikið til hliðar. Við því er auðvitað ekkert að segja að öðru leyti en því að kjörorðið gamla „stétt með stétt“ á ekki lengur við af hálfu forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími til að endurmeta íslenska flokkakerfið. Sá pólitíski bakhjarl sem launþegar hafa um áratugi átt innan Sjálfstæð- isflokksins er ekki lengur til staðar. Forysta flokksins vill hafa það með þeim hætti, afleiðingin hlýtur að verða sú hjá þeim sem ekki sætta sig við þá niðurstöðu að leita að öðrum samstarfsaðilum þar sem vilji er til að viðhalda velferðarkerfinu og réttur launafólks til að ráða sam- tökum sínum án íhlutunar ríkisvalds- ins er virtur. Höfundur er formaður verkalýðs- félagsins Árvakurs á Eskifirði. Aths. ritstj. Hrafnkell hefur rétt fyrir sér í því, að ranglega er sagt í forustu- grein Morgunblaðsins, að 17% at- kvæða þurfi til að fella miðlunartil- lögu samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Biðst blaðið velvirð- ingar á því, en sú tala var byggð á kynningu félagsmálaráðherra á frumvarpinu á blaðamannafundi og birtist í fjölmiðlum. Þetta hefur ver- ið leiðrétt hér í blaðinu. Af þessu tilefni er rétt að ítreka niðurlag forustugreinarinnar, en þar segir: „Heillaríkast er að slíkt fmmvarp sem hér um ræðir njóti stuðnings sem flestra þegar það verður afgreitt og ættu menn að vinna að því, nú þegar búið er að viðra fmmvarpið og næg- ur tími er til skoðunar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.