Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 15 Verð bréfa í Philips lækkar Amsterdam. Reuter. HLUTABRÉF í Philips lækk- uðu í verði á mánudag þegar fjárfestar voru varaðir við því að hreinar tekjur mundu lækka verulega á fyrsta árs- fjórðungi 1966 miðað við sama tíma í fyrra. Philips kvað ástæðuna dræma eftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum. Við lokun höfðu bréf í Philips lækkað um 7.20 gyllini eða 10,9% í 59,00, en þau höfðu áður lækkað í 58,10 gyllini eftir yfirlýsingu Jans D. Timmers forstjóra á fundi hluthafa í Eindhoven. Viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Amsterdam voru þrisvar sinnum meiri en venjulega. Sérfræðingar sögðu yfirlýs- inguna ekki koma með öllu á óvart og að Philips virtist vilja búa fjárfesta undir allverulega lækkun 24. apríl þegar árs- fjórðungsreikningar verða birtir. Branson hyggur á plötusölu áný London. Reuter. BREZKI athafnamaðurinn Richard Branson íhugar að hefja hljómplötuútgáfu á ný, 3 1/2 ári eftir að hann seldi Virgin Records fyrir 560 millj- ónir punda. Talsmaður Branson segir að hann muni taka ákvörðun innan sex mánaða. Nýlega réð hann í sína þjónustu Jeremy Pearce, sem hefur verið einn framkvæmdastjóra Sony Rec- ords í Evrópu. Sameignarfyr- irtæki kemur til greina að sögn talsmannsins. Stækkun Virgin fyrirtækis- ins að undanförnu hefur aðal- lega gerzt með stofnun sam- eignarfyrirtækja, til dæmis þegar það keypti MGM bíó- keðjuna í Bretlandi í júní 1995 og flugfélagið EuroBelgian Airlines í febrúar. Nýjar höfuðstöðvar SÍF verða á 5. og 6. hæð skrifstofubygging- arinnar við Fjarðargötu 13. Höfuðstöðvar SÍF í Hafnarfjörð KAFLASKIL verða í sögu Sölu- sambands íslenskra fiskframleið-' enda hf. (SÍF) 1. apríl næstkom- andi en þá flytur fyrirtækið höfuð- stöðvar sínar auk dótturfyrirtækis, Saltkaupa hf., til Hafnarijarðar eftir 64 ára veru í höfuðborginni, að því er segir í frétt. Hinar nýju höfuðstöðvar SÍF hf. verða á 5. og 6. hæð í nýrri skrif- stofubyggingu við Fjarðargötu 13 til 15 en fyrirtækið gekk frá samn- ingi um kaupin við bæjarsjóð Hafn- arfjarðar seint á síðasta ári. Núver- andi húsnæði SIF á 3. hæð við Aðalstræti 6 í Reykjavík, þar sem fyrirtækið hefur haft aðsetur frá árinu 1957, gekk upp í kaupin. Nýja húsnæðið er alls um 900 fermetrar að stærð með sameign, þar af er séreign 758 fermetrar. Hér er því um nokkru stærri eign að ræða en núverandi húsnæði, sem er um 550 fermetrar að stærð. í bílakjallara eru 20 bílastæði fyrir starfsfólk SÍF. Um leið og gengið var frá hús- næðiskaupunum var gert sam- komulag við Hafnarijarðarbæ sem kveður á um afnot af lóð við höfn- ina, þar sem SÍF getur byggt upp aðstöðu í framtíðinni. Fosshótel tekur við HótelLind RAUÐI krossinn hefur ieigt Fosshót- eli ehf. rekstur Hótels Lindar við Rauðarárstíg til næstu fimm ára. Þeir sem standa á bak við Fosshót- el eru Ómar Benediktsson, Guð- mundur Jónasson ehf. og Halldór Bjarnason. Sjúkrahótel er starfrækt á efstu hæð hússins. I frétt segir að reynt hafí verið að fá heimild til að fjölga rúmum þar en fyrir því hafi ekki reynst áhugi hjá heilbrigðisyfir- völdum. Sjúkrahótelið verði því rekið áfram með óbreyttu sniði. ----»■• 4-4—.— Aðalfundur Árness Heimilað að auka hlutafé AÐALFUNDUR Ámess hf. sem hald- inn var á laugardag samþykkti að heimila stjórn félagsins að auka hluta- fé félagsins með sölu nýrra hluta um allt að 130 milljónir eða úr 260 millj- ónum í 390 milljónir. Heimildin_ gildir í tvö ár og eiga hluthafar _ Árness forgangsrétt til áskriftar. í stjórn félagsins voru end- urkjörnir þeir Jón Sigurðarson, for- maður, Ámi Vilhjálmsson, varafor- maður, Sigurður Einarsson, Þorsteinn Ásmundsson og Eyþór Björgvinsson. GM semurí vinnudeilu Dayton, Ohio. Reuter. GENERAL MOTORS bifreiða- fyrirtækið segir að vinna geti hafizt að nýju eftir um viku vegna samkomulags um lausn á 17 daga vinnudeilu við aðila sambands verkamanna í bílaiðnaði, UAW, í tveimur hemlaverksmiðjum í Ohio. Verkfallið hófst 6. marz, þar sem verkamenn héldu því fram að GM hefði heykzt á loforði um að verksmiðjurnar fengju fleiri verkefni. GM sagði að fyrirtækið yrði að geta samið við ódýrari, utanaðkomandi aðila til að halda samkeppnisstöðu sinni í bílaiðnaði í heiminum. Samkvæmt samningnum getur GM fengið hemla frá Robert Bosch GmbH í Chevrolet Camaro og Pontiac Firebird, árgerð 1998. Störfum hefði fjölgað um 120 ef gengið hefði verið að kröfum verk- fallsmanna. GM hét því að fjölga störfum um 200 og dregið verður úr yfirvinnu. Sérfræðingur Lehman Brothers segja GM telja að sigur hafi unn- izt, þar sem áfram verði unnið að því að treysta samkeppnisstöðuna. GM hefur ekki áður dregið í land í deilu af þessu tagi og allt bendir til að fyrirtækið taki harða afstöðu í viðræðum um heildarsamninga í haust. Hagnaður GM eftir skatta kann hins vegar að skerðast um allt að 600 milljónum dollara. Sigur hefur heldur ekki verið tryggður í nokkr- um öðrum svipuðum deilum við aðildarfélög UAW að sögn sérfræð- inga. Bill Clinton forseti kvaðst fagna því að 150.000 verkamenn gætu að öllum líkindum hafið vinnu aftur. LISTHUS LAUGARDAL Fermingargjafir Afmælisgjafir Brúðkaupsgjafir axora^5S verslanir undir sama þaki KATEl mynáif, innrömmun r. S6S 09691 íisi s. SS3 1SSO LIST Gallerí \f. S€S 37SO Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65 x85 45.768,- HF271 92 x 65 x 85 50.946,- HF396 126x65x85 59.170,- HF506 156x65x85 69.070,- Frystiskápar FS 205 125 cm 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS250 125 cm 58.710,- KS315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 88.524,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 1 pressa KF350 185 cm 103.064,- kælir 200 Itr frystir 156 ltr 2 pressur KF355 185 cm 97.350,- kælir271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttrœðisafmœli mínu þann 20. mars sl. Kœrar kveðjur. Bjarni Breiðfjörð Sveinbjörnsson, Stykkishólmi. LIST Gallerí Z P Xfl & > Listhúsinu í Laugardal Erum við með bestu gjafavönirnar? Myndlist - Leirlist Glerlist - Smíðajárn Listpeglar - Vindhörpur Fer mingargj afir Félag Lör.c.ll.1 ra Bifki idasai.a MMC Pajero Superwagon árg. '90, silfur- og blásans.,ástandsskoðun, 31" dekk, álfelgur, ek. 76 þús. km. Einn eigandi. Verð 1.850.000. Nissan Praier 4WD árg. '91, gullsans., ek. 65 þús. km. Verð 1.300.000. Toyota Landcruiser FRP diesel '89, rauður, 36" dekk, Intercooler, upptekin vél. Verð 1.860.000. Skipti. Mercedes Benz 190E, árg. ‘87, gull- sans., sjálfsk., sóllúga, ek. 99 þús. km. Verð 1.280.000. Skipti. Subaru Legacy árg. ‘90, hvítur, sjálf- sk., ek. 99 þús. km. Verð 1.120.000. Toyota Corolla Touring XL árg. '90, hvítur, ek. 114 þús. km. Verð 850.000. MIKIL SALA - ÚTVEGUM BÍLALAN TIL ALLT AÐ 5 ARA __r* __ « _ ^ _ ... ........ m PIIAI m mmmMM"MM JA M 4+ - wmnmw mwmmmmrmr Félag Löggiltra Bikreiðasala MMC Colt 1300 GLi árg. '93, græn- sans., ek. 40 þús. km. Verð 850.000. Toyota Hilux Xtra Cap SR 5 árg. '91, rauður, upphækkaður, 38" ný dekk, plasthús, ek. 91 þús. km. Verð 1.550.000. Skipti. Toyota Hilux SR 5 Double Cab árg. '92, steingrár, læst drif, 32" dekk, ek. 93 þús. km. Gullfallegur. Verð kr. 1.800.000. MMC Pajero Superwagon GLS árg. '92, blásans., sjálfsk., 31" dekk, sól- lúga, ek. 99 þús. km. Verð 2.700.000. Skipti. Nissan Sunny 1600 SLX árg. '92, hvít- ur, sjálfsk., ek. 67 þús. km. Verð 930.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.