Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJARNIS. GUÐJÓNSSON + Bjarni S. Guð- jónsson, Stiga- hlíð 8, Reykjavík, fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 16. mars 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur (Landakoti) 18. mars síðastlið- inn. Foreldrar Bjarna voru hjónin Guðjón Jóhanns- son skósmiður, 20.6. 1976, og kona hans Ágústa Bjarna- dóttir, f. 24.8. 1893, d. 11.10. 1962. Þeim varð sex barna auðið, en aðeins þrjú þeirra komust á legg, en þau voru auk Bjarna, Ragnheiður (Ragna), gift Grími Norðdahl, en hún lést fyrir átta árum, og Ágústa (Dedda), búsett í Svíþjóð ásamt sambýlismanni sínum Kristni Magnússyni. Bjarni kvæntist Ástu Þórarinsdótt- ur 2. febrúar 1940. Sonur þeirra er Ásgeir, f. 18. mars 1952, kvæntur Ragnheiði Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn. Bjarni lauk námi í vélvirkjun 1931 og mótornámskeiði Fiskifélags Islands 1947. Hann starfaði til sjós frá 14 ára aldri, lengst af hjá Jöklum eða þar til 1951 er hann hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sem eftirlitsmaður og ráðunautur um frystivélar og starfaði þar í yfir 30 ár. Útför Bjarna fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Nú er afí dáinn. Afí var engum líkur og það er erfítt að ímynda sér að við eigum aldrei aftur eftir að hitta hann. Afí var ákveðinn maður en einn- ig léttlyndur og fijálslegur í hugs- un. Léttleiki hans birtist meðal annars í bröndurum hans, sem hann hikaði ekki við að segja og sem urðu oft til þess að maður beinlínis lá í hláturskasti. Vegna þessa átti hann mjög upp á pall- borðið hjá okkur unga fólkinu og vinum okkar, sem komu stundum með í heimsókn, fannst hann alveg frábær. Afí var mikill tónlistarmaður og átti hann nokkur hljómborð og harmoníkur. Hann reyndi allt sem hann gat til að smita okkur krakk- ana af tónlistaráhuga sínum en því miður tókst það ekki nógu vel. Hann leyfði okkur samt sem áður alltaf að fíkta við hljómborðin sín og veitti okkar litla glamur, sem sjaldan varð að lögum, honum mikla ánægju. Þar sem pabbi var einkabam vorum við systkinin einu bama- bömin hans afa og vorum við mik- ið dekruð á heimili hans og ömmu. Alltf var til kók og oftar en ekki lakkrís eða súkkulaði. Einnig voru þau amma dugleg við að gauka að okkur smá aur þegar við komum í heimsókn. Það var einnig mjög gaman að sitja inni í herberginu hans afa og ræða við hann um líf- ið og tilveruna, og þeim stundum mun maður seint gleyma. Afí var mikið veikur undir það síðasta og þótt dauði hans geri okkur sorgmædd, er þó gott til þess að vita að nú líður honum vel og það veitir okkur styrk. Fyrir hönd okkar systkinanna, Ásta Lilja. Gamall maður liggur í myrkri á sjúkrahúsi. Hann hefur verið blind- ur síðustu árin, en sá þó mun dags Erfidnkkjur Glæsileg kaffi- hiaðború. faiJegir saiir og nyög góó þjíínusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIDIR HÍTEL LöFTLElllIR og nætur. En nú á þriðja mánuð alblindur. Þrátt fyrir góða hjúkrun er hann altekinn kvöl. Nær öll lík- amsstarfsemi hefur verið að gefa sig. Myrkrið þrengir að honum. Bæði myrkur hins alblinda manns sem þekkir ekki umhverfíð og myrkur sálar. Skapið sveiflast á milli angistar, ergelsis, auðmýktar, reiði og væntumþykju. Hefur áhyggjur af Ástu sinni, lífsföru- nauti til 60 ára. Nú er hún ein heima. Hvað ef hún dettur nú og enginn til að hjálpa henni. Svo kemur dauðinn, líknandi dauði. Svo lengi sem ég man eftir mér hafa þau Ásta frænka, móðursystir mín og Bjami „frændi" verið stór partur af lifi mínu. Ásta með sitt stóra hjarta sem hefur veitt mér ást sína og umhyggju, síðan börn- um mínum, og nú barnabömum og Bjarni „hennar Ástu“. Minningar streyma fram. Bjarni, glæsilegur ungur maður, vélstjóri á Vatna- jökli, með hvítt kaskeyti í borða- lögðum svörtum einkennisbúningi. Bjarni sigldi til „útlandanna" sem þá voru svo fjarlæg og kom heim færandi hendi. Kom með leikföng, appelsínur og epli, og annan vand- fenginn vaming. Færði Ástu sinni dýrgripi, skartgripakassa með spiladós, silfurslegið burstasett, glerkúlu sem snjóaði í væri hún hrist, lampa búna til úr stómm undurfögrum kuðungum, þjóðbún- ingadúkkur. Margir af þessum dýr- gripum enduðu svo hjá mér. Orlátur höfðingi, stundum með fínt viskí, settist við píanóið og spilaði af fingmm fram, hávaða- samur og fyrirferðarmikill, en alltaf veitandi og gefandi. Dúkkuvagn fékk ég sem engan átti sér líkan, nákvæma eftirlíkingu af barna- vagni af dýmstu gerð. Heimili þeirra var oftar en ekki eins og áningarstaður, öllum tekið með sömu gestrisni. Kaffi, kók, kökur, brauð eða matur, öllu vildu þau deila með öðmm. Aldrei var maður að tefja. Alltaf tími fyrir spjall. Tónlist og hljóðfæraleikur spiluðu stóran þátt í lífi Bjarna og hann var vel liðtækur á harmonikku og orgel. Hljóðfæraleikurinn var hon- um mikil afþreying eftir að hann missti sjónina. Hann var góður fag- maður og fór út um allt land og gerði við fiystivélar. Hann var oft kallaður til þegar mikið lá við. Svo eignuðust þau son sinn Ás- geir, en ég féll ekkert í skuggann heldur fékk að taka þátt í öllu. Fékk að taka þátt í hamingju þeirra. Gieðinni yfír fyrsta brosinu, fyrstu spomnum. Litli frændi minn óx upp, menntaði sig til vélstjóra eins og pabbi hans. Hann eignaðist góða konu, Ransí, eigið heimili og þijú mannvænleg böm. Bamabörn- in Ásta Lilja, Elín Marta og Bjami Gunnar hafa veitt þeim hjónum mikla lífsfyllingu. Vakandi og sof- andi hafa þau hugsað um velferð þeirra. Bömin hafa líka launað þeim ríkulega með gagnkvæmri ástúð. Nú syrgja börnin góðan afa. Ég votta Ástu frænku minni og fjölskyidu mína dýpstu samúð. Vertu blessaður, Bjarni minn, við munum gæta að Ástu fyrir þig. Sólveig Ásta (Lolla). Nú er fallinn í valinn minn gamli vinur og samstarfsmaður um 30 ára skeið, Bjarni S. Guðjónsson, vélstjóri, rétt 81 árs að aldri. Þegar ég hóf störf hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (S.H.) seint á árinu 1957, í tæknideild samtakanna, var Bjarni þar fyrir og hafði starfað þar sem eftirlitsmaður vélkerfa frystihúsanna í nokkur ár. Tókst þegar góð samvinna okkar á milli, enda var það strax sameiginlegt áhugamál okkar að endurbæta vélakerfi frystihúsanna og stuðla þannig að snurðulausum rekstri þeirra á því sviði. Hafði Bjami áður starfað með Þorsteini Gíslasyni í sama skyni, en Þorsteinn hafði verið verkfræðingur hjá samtökun- um í nokkur ár. Samstarf þeirra hafði verið árangursríkt og voru þeir eftir það góðir vinir. Þorsteinn var hættur hjá samtökunum fyrir tveimur ámm, er ég hóf störf mín hjá S.H. Nokkmm áram síðar átti þó Þorsteinn eftir að starfa fyrir SH í Bandaríkjunum um skeið. Bauð Þorsteinn þá Bjama að koma vestur og kynna sér starfsemina þar og bauðst mér þá sá kostur að fara með honum, sem ég þáði að sjálfsögðu. Var þetta góð og fróðleg ferð og naut Bjami hennar í ríkum mæli. Samvinna okkar í tæknideildinni var á þann veg, að ég hannaði, reiknaði út og teiknaði frystikerfín, en Bjami fylgdist með uppsetningu þeirra og tók þau út að lokum og sá um gangsetningu þeirra. Var það verk allt í góðum höndum þar sem Bjama naut við. Við fórum fjölmargar ferðir sam- an til frystihúsa samtakanna til skrafs og ráðagerða við fram- kvæmdastjóra þeirra og einnig ræddum við ítarlega við vélstjórana og reyndist Bjarni ætíð tillögugóð- ur í þeim ferðum, enda gjörþekkti hann starfsemi frystikerfanna eftir marga ára eftirlit með þeim. Eins og eðlilegt getur talist urðu bilanir við og við í frystivélum og frysti- kerfum og var Bjarni þá fljótur að bregða við og farta á staðinn hvort sem var á nóttu eða degi. Han var . undranaskur að finna út hvað var að og vann síðan með þeim viðgerð- armönnum sem fengnir voru til verksins þar til því var lokið. Oft vom ferðir þessar erfíðar einkum að vetri til, en hann lét engan bil- bug á sér finna. Hafði hann til umráða bíl frá samtökunum og fór á honum ef hentugt þótti, og komst venjulega á staðinn í tæka tíð þó að harðsótt væri stundum. Bjami var ljóðelskur maður og tónlistin -var honum runnin í merg og bein. Hann hafði á unglings- árum eignast harmónikku og lék hann á hana á böllum á heimaslóð- um. Eftir að ég kynntist honum átti hann fleiri en eina vandaða harmonikku og lék hann á þær sér til yndisauka í tómstundum sínum. í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðár og hafði gamanmál á vömm, og eram við nú að sjá á bak góðum dreng og félaga. Síðustu árin átti hann við mikil veikindi að stríða og barðist við þau hetjulega uns yfir lauk. Við hjónin sendum þér, Ásta mín, hlýj- ar samúðarkveðjur, einnig Ásgeiri og fjölskyldu hans og öllum ykkar ástvinum. Baldur Sveinsson. Með örfáum orðum langar mig til þess að minnast fyrrverandi samstarfsmanns og vinar sem ég kveð í dag. Bjami S. Guðjónsson starfaði síðari hluta starfsævi sinnar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en þar kynntist ég Bjarna fyrst árið 1979 er ég, nýkominn heim frá námi, hóf störf hjá SH. Þegar leiðir okkar lágu saman má segja að aldursmunur okkar hafí verið allmikill en þar sem Bjami var ungur í anda varð mun- urinn með tímanum minni og að lokum sáralítill. Mér er sérstaklega í mun að geta hans sem góðs drengs sem var gaman og gagnlegt að eiga samstarf og samvinnu við og um- fram allt að eiga hann að góðum vini og félaga. Þegar litið er yfír farinn veg og íhugað, hvað það var sem var svo eftirtektarvert í fasi GUÐRÚN VEIGA GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Veiga Guðmundsdótt- ir fæddist 28. júlí 1940 á Eskifirði. Hún lést á Land- spítalanum 17. mars. Foreldrar: Una Petra Vigfús- dóttir, f. 1. ágúst 1912 og Guðmund- ur Þórarinsson, f. 16. júní 1892, d. 5. febrúar 1979. Þau eignuðust 2 börn, Kára, f. 28. desem- ber 1935 og G. Veigu. Frá fyrra hjónabandi átti Guðmmundur 3 börn: Karl, f. 24. janúar 1922, d. 15. júlí 1941, Oddnýju Guð- rúnu, f. 15. ágúst 1923 og Krist- in Guðmund, f. 8. desember 1928. G. Veiga giftist 16. des- ember 1972 eftirlifandi maka sínum Gylfa Þór Eiðssyni, f. 19. september 1939. Þau eignuðust 4 börn. Þau eru Guð- mundur, f. 30. október 1962, hans kona er Sigrún Traustadóttir og eiga þau 3 börn; Eiður Þór, f. 24. febrúar 1966, hans kona er Kirstine Jensen og eiga þau 2 börn; Guðbjörn, f. 26. febrúar 1967, hans kona er Jón- ína Helga Ólafsdóttir og eiga þau 1 barn; Járnbrá Hrund, f. 6. ágúst 1973 og á hún 1 barn. Útför G. Veigu verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá börnum, tengdadætrum og barnabörnum. Elsku Veiga okkar, mamma, amma og tengdamamma. Nú hefur þú verið tekin frá okk- ur svo snöggt og óvænt. í fjölskyld- una er komið stórt skarð sem aldr- ei verður hægt að fylla. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og til þín var alltaf hægt að leita og þá réðir þú okkur heílt eftir bestu sam- visku. Enda sóttu börn þín, barna- börn og tengdadætur mikið til þín. Það leið ekki sá dagur að eitthvert okkar kæmi ekki í kaffi á Túngötu 9 og oft vomm við þar öll. Barna- börnunum sjö hafðir þú gaman af og dekraðir við þau svo oft þótti nú nóg um. Missir þeirra er mikill þegar amma Veiga þeirra hefur verið hrifín á brott. Alltaf tókst þú málstað þinna og stóðst þeim við hlið sama á hveiju gekk. Enginn hefði getað hans, þá var það sá tignarlegi glæsileiki og snyrtimennska sem var einkenni hans. Drenglyndi og heilildi voru hans aðalsmerki. Bjami var einn af fmmkvöðlum landsins í ráðgjöf, bilanaleit, upp- setningu og praktískum rekstri kæli- og frystikerfa í frystihúsum landsins. Afburða verkþekking, skipu- lagsgáfur, ósérhlífni og einstaklega gott minni Bjarna, ásamt miklum áhuga á öllu, sem hann fékkst við, gerðu honum kleift að gegna starfí sínu hjá SH með miklum ágætum. Öll frystikerfi sem hann kom að voru greypt í minni hans og var nánast hægt að fletta þar upp öllu er þeim við kom. Ofáar voru þær vinnuferðir sem við fórum saman, en við lausn kælitæknilegra vandamála var hann alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og taldi hann ekki eft- ir sér þann mikla tíma né erfiði sem hann lagði á sig, til lausnar þeirra. Bjarni var ekki bara einstakt ljúf- menni, heldur líka skemmtilegur og einstaklega fróður. Frásagnar- gleði og lífskraftur einkenndu hann, svo og þolinmæði og þraut- seigja. Heimili Bjarna og Ástu stóð allt- af opið og var sérstaklega ánægju- legt að koma á heimili þeirra. Nú þegar komið er að kveðju- stund er margs að minnast úr vinnuferðum okkar um landið. Skemmtilegri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér. Á slíkri kveðjustund leitar hugurinn til baka og koma þá fram minningamar hver af annarri sem eflaust gætu fyllt bók, svo margs er að minnast. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið svo lánsamur að hafa kynnst Bjarna. Það bar aldrei skugga á vináttu okkar. Bjarni er einn sá vænsti maður sem ég hef kynnst. Genginn er maður, sem var góð- ur samstarfsmaður, félagi og leið- beinandi, sem sárt verður saknað. Kveð ég með söknuði góðan vin og að lokum get ég aðeins sagt: Þakka þér fyrir samfylgdina. Guð geymi þig, gamli, góði vin- ur, í nýjum heimkynnum. Við hjónin vottum Ástu, Ásgeiri og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Magnús Már Valdimarsson. reynst henni Unu ömmu eins og þú sem til hennar fórst á hveiju kvöldi. Eftir að hún flutti á Dvalar- heimilið Hulduhlíð, þar sem Guð- björg móðursystir þín er líka vist- maður, þá gekkst þú þangað oft- ast tvisvar á hveijum einasta degi sama hvernig viðraði. Þær systur Una og Guðbjörg hafa mikið misst og sorg þeirra og söknuður er mikill. Honum Gylfa, pabba, afa og tengdapabba varst þú hægri hönd og stóðst sem klettur við hlið hans þegar eitthvað bjátaði á. Enginn getur bætt það sem hann hefur nú misst. Elsku Veiga okkar, þegar þú veiktist fyrir rúmum þremur vikum þá óraði ekkert okkar fyrir því að þú yrðir frá okkur tekin. Við trúum því að nú sért þú komin til Guðs á góðan stað þar sem þér líður vel. Við vitum að þú ert alltaf hjá okk- ur og minning þín mun lifa með okkur alla tíð, svo ljós og björt. Við biðjum Guð að geyma og vernda og blessa alla þá sem eiga nú um sárt að binda við fráfall þitt. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt bol og strið, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vep vaxa lætur gleðirós. Blessuð von, í bijósti mínu bú þú meðan hér ég dvei, lát mig sjá í ijósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (H. Hálfd.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.