Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarsýn fyrir Reykjavík Opin ráðstefna sjálfstæðismanna í Reykjavík um málefni borgarinnar Er stefna R-listans að leiða Reykvíkinga í ógöngur? Nú er kjörtímabil R-listans nærri hálfnað og tími til að staldra við og leita svara við því hvert stefni undir stjórn hans. Lægri skattar, minni skuldir og betri þjónusta fyrir Reykvíkinga Dregnar verða upp meginlínur í stefnu sjálf- stæðismanna um markvissa lækkun skatta og skulda borgarinnar fram á næstu öld og sýnt verður fram á hvað stefna sjálfstæðismanna þýðir fyrir fjárhag heimilanna. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum, í dag, miðvikudaginn 27. mars, kl. 17.30-21.15. Barnagæsla verður á staðnum. Allir velkomnir. Borgarstjórnarflokkur og Vörður - Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík NEXOL EFUÐALYF taktu pað i nefið ✓ Virka efnið xýlómetazólín vinnur gegn stíflu og slímmyndun í nefi. Notið Nexól ekki lengur en 10 daga í senn án samráðs við lækni. Sjúklingar með gláku, hjartasjúkdóma eða skjaldkirtilssjúkdóma ættu ekki að nota lyfið. Lesið vel leiöbeiningar sem fylgja lyfinu. LYFIAVERSLUN I'SLANDS H F. Bruce Gegnheill kostur Þú getur gengið yfir Bruce svo áratugum skiptir ! Bruce parketið er óvenju vel heppnuð blanda af gæðum og góðu verði sem endist ótrúleqa vel! I DAG SKAK llmsjón Margcir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í deilda- keppni Skáksambands ís- lands sem lauk um helgina. Karl Þorsteins (2.500), Taflfélagi Reykjavíkur, al- þjóðlegur meistari, var með hvítt og átti leik, en Jón Garðar Viðarsson (2.340), Taflfélagi Kópavogs hafði svart og lék síðast 17. — h7-h6. 18. Rxh6! - gxh6 19. Dxh6 — He5 (Eini varnarmögu- leikinn, en hann dugar skammt) 20. Bxe5 — dxe5 21. Hf5 - Rh7 22. Hxf7! - Kxf7 23. Dxh7+ - Ke8 24. Dg6+ og svartur gafst upp. Eftir 25. - Ke7 26. De6+ - Kf8 27. Hfl+ verður stutt í mátið. Pennavinir FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bók- menntum, bréfaskriftum, söng, tónlist, teiknun og íþróttum: Yukari Sugiharra, 14-19 Kakinokizaka, Hashimoto-shi, Wakayama-ken, 648, Japan. ELLEFU ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 10-12 ára stráka: Maggie Miklos, 3869 Bristol ct., Hermitage, Pa 16148-3789, U.S.A. FIMMTÁN ára norsk stúlka með áhuga á sundi, tónlist o.m.f!.: Jorunn V. Eriksen, Oystein Moylasv. 10, 7031 Trondheim, Norway. ÞÝSKUR mynd- og seðlasafnari vill komast í samband við fólk með sama áhugamál: Lutz Janicke, Felsbergstr. 13, D-14772 Brandenburg, Germany. ÁTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bók- menntum og allri tónlist en hún spilar á píanó: Miki Matsumoto, 1234-22 Kawahari, Nadasaki-cho, Kojima-gun, Okayama-ken, 709-12, Japan. SAUTJÁN ára piltur í Litháen með mikinn ís- landsáhuga og langar að læra málið. Hefur hann sett sig í samband við Menntaskólann í Hamra- hlíð sem boðið hefur hon- um skólavist. Vonast pilt- ur til að fá inni hjá fjöl- skyldu hér á landi svo hann geti þegið boðið: Darijus Sukliauskas, Jaunimo kv.7-88, LT-5730 Silute, Lithuania. LEIÐRÉTT Misritun NAFN ljósmyndarans sem tók mynd af hala- stjörnunni sem birtist á bls. 10 í gær misritaðist. Hann heitir Snævarr Guð- mundsson. Er hann beð- inn velvirðingar á þessari misritun. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Nafn á dreka HILDE hafði samband við Velvakanda, og sagð- ist vera að stofna klúbb undir drekamerki. Geti einhver hjálpað henni við að finna íslenskt nafn á dreka er hann beðinn að hafa samband við hana í síma 551-5792. Hjól tapaðist DÖKKVÍNRAUTT sans- erað fjallahjól af gerðinni Mount-Grizzly tapaðist sl. föstudag frá Sigtúni < 21 í Reykjavík. Hjólið er á skrá hjá Vara og er skilvís finnandi vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 568-8165. Tapað/fundið Barnapeysa tapaðist NÝ ÞYKK röndótt marg- litapeysa á ca. fjögurra ára barn tapaðist fyrir u.þ.b. hálfum mánuði trúlega í Bergstaða- stræti eða Laugavegi. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 551-5216. Hjól fannst BLEIKT og svart nýlegt telpnahjól fyrir ca. 10-11 ára fannst við Frosta- skjól í september- októ- ber. Eigandinn getur vitjað þess hjá Elsu eftir kl. 17 í s. 552-5536. Hjól tapaðist FJÓLUBLÁTT og silfrað hjól af gerðinni MTB Pro Line 26 “, með dempara á framhjóli og auka- handfangi vinstra megin hvarf frá Tjarnarskóla í marsbyrjun. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-4887 eða 525-7302. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR fannst fyrir rúmum hálf- um mánuði fyrir utan „ísbúðin okkar“ í Ár- múla og getur eigandinn vitjað hans í síma 525-2583. Farsi Víkveiji skrifar... FYRIR rúmri viku var opnuð í Norræna húsinu í kjallaran- um afar sérstök og falleg samnorr- æn sýning handverkslistamanna. Sýningin er mjög fjölbreytt og skemmtilega uppsett. Þegar Vík- veiji sótti Norræna húsið heim, var svo margt um manninn á sýn- ingunni, að hann gat naumast skoðað hina fjölmörgu muni með þeim hætti, sem hann hafði hug á og varð því að ákveða að koma aftur í heimsókn. Munirnir eru ótrúlega fallega unnir og efniviður listamannanna afar mismunandi að uppruna. Svo dæmi séu nefnd, er norskur brúðarkjóll (svartur) sýningarmunur númer eitt og hann er úr fiskroði(l), flaueli og silki. Þarna eru einnig skálar, veski, vesti og skartgripir úr fisk- roði. Nokkrir munir eru unnir úr hvaltönn. Skeljar og kuðungar eru efniviður nokkurra muna. Selskinn er áberandi í ýmsum fatnaði og munum á sýningunni, sömuleiðis hör, hálmur, torf, ull, steinar og leir. Bein, horn, skinn, hrosshár, pappír, birki og víðir eru sömuleið- is grunnefnið í fjölda muna. Sýn- ingin er skemmtileg og ólík flestu sem á boðstólum er í sýningarsöl- um um þessar mundir og því telur Víkveiji óhætt að mæla með heim- sókn í Norræna húsið á meðan sýningin stendur. XXX THYGLI Víkveija hefur verið vakin á ódýrum og góðum matsölustað í næsta nágrenni Morgunblaðsins, sem er Kringlukráin í Borgarkringlunni. í hádeginu er hægt að fá prýðis- góða rétti þar fyrir innan við 600 krónur. Fyrir skömmu kom Vík- veiji þar við að kvöldlagi og fyrir utan hinn hefðbundna matseðil bauð kokkurinn upp á glænýja lúðu að hætti hússins. Frómt frá sagt var lúðan sú slíkur hágæða- réttur að hún verður lengi í minn- um höfð. Fyrir réttinn, sem súpa dagsins, lauksúpa, fylgdi, voru svo greiddar 590 krónur! xxx ÍKVERJI veltir fyrir sér hveijar ástæður þess eru að lítill áhugi virðist vera meðal fólks á forsetaframboðsmálum. Það er varla hægt að tala um að áhugi manna hafi glæðst nokkuð nú um helgina, þegar Guðrún Agnarsdóttir lýsti yfir framboði sínu. Alla vega heyrir Víkveiji menn bollaleggja meira um hugs- anlega frambjóðendur og líkur á framboði þeirra, en um þau fram- boð sem þegar eru komin fram. Einna mest er rætt í eyru Vík- veija um mögulegt framboð Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíðs Oddssonar, það eru þá auðvitað vangaveltur og ekkert sem hönd er á festandi, þar sem enn er ekki vitað hvort annar eða báðir ætla að skella sér í slaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.