Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk VE5, MAAM..I VE BEEN OOING MY RE6ULAR WORK N0,MA'AM,I HAVEN T BEEN WA5TIN6 MY TIME C0L0RIN6 IN A C0L0RIN6 BOOK.. TMAT5 NOTMT C0L0RIN6 BOOK. IT BEL0N65 TO MV P06.. Já, kennari ég hef verið að sinna verkefnum mínum. Nei, kennari, ég hef ekki verið að eyða tím- anum í að lita í litabók. Þetta er ekki lita- bókin mín - hundur- inn minn á hana. Hann er hrifinn af lita- bókum. Ég lita himininn alltaf bláan BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til málfarsráðunautar RÚV Frá Hauki Eggertssyni: AGÆTI málfarsráðunautur. Miðvikudaginn 13. mars sl. birt- ist eftir mig greinarkorn i Morgun- blaðinu undir heitinu Ríkisútvarpið og íslenskt mál. Meginefni þess var að láta í ljós þá skoðun mína, að málfar á bréfi frá Innheimtu- deild Ríkisútvarpsins, dags. 28. febr., félli ekki vel að mínum smekk um íslenskt mál, og jafnvel að því ýjað, að það væri nokkuð ensk/amerískuskotið og sæmdi því illa stefnu þeirrar stofnunar, sem einna fremst stendur um varð- veislu íslenskrar tungu. í grein minni beindi ég þeirri spurningu til þín, hvort þú værir sáttur við stíl bréfsins, eða mál- far, og hvort hann væri því mér eða öðrum til eftirbreytni. Ekki get ég að því gert, að ég hef ver- ið að vonast eftir athugasemd frá þér, en ekki séð hana enn sem komið er, enda er ekk-i víst, að þú hafir veitt grein minni at- hygli. Ég vona, að ekki sé til of mikils mælst þótt ég spyiji þig beint að því, hvort þú sért mál- farslega sáttur við bréfið; ég ætl- ast ekki til langra útskýringa. Sért þú sáttur við það nægir mér bara eitt stutt já, en teljir þú þar að um einhveija meinbugi sé að ræða í framsetningunni, þætti mér vænt um örlitla skýringu. Til þess að auðvelda þér verkið endurtek ég hér þann kafla bréfs- ins, er ég máli mínu til skýringar birti í greininni: „Beingreiðslur: Þú semur við bankann þinn um að greiða fyrir þig á ákveðnum gjalddögum um- samin útgjöld, til dæmis afborgan- ir eða áskriftargjöld. Þá millifærir hann greiðslu af reikningi þínum til þess sem þú ætlar að greiða á ákveðnum degi. Til þessa getur þú notað alla óbundna bankareikn- inga. Þetta er hagkvæmasti greiðslumáti nútímans. Þú þarft að veita bankanum þínum skrif- lega heimild til að gera þetta. Við sendum þér með þessu bréfi seðil sem þú getur fyllt út og afhent þínum banka eða sparisjóði, næst þegar þú átt leið þangað, ef þú kýst beingreiðslu." Þessi málsgrein er 91 orð, þar af persónufornafnið þú/þig/þér notað 9 ■ sinnum, og eignarforn. þinn/þínum 4 sinnum, samtals 13 sinnum fornöfn, notuð sem ávarp og áhersla til viðtakenda bréfsins. (Ég vantaldi um eitt í grein minni.) Það eru 14,3% af orðafjölda text- ans. Mér finnst þetta vera tæl- andi, ágengnis-framsetning, sem ákaft er nú lætt inn í málið, flest- um að óvörum, en eigi þar ekki heima, og síst hjá svo virðulegri stofnun sem Ríkisútvarpið er. Með bestu kveðju. HAUKUR EGGERTSSON. Nauðgun er glæpur Frá Ruth Ásdísardóttur: ÞAÐ gengur alveg fram af mér hvernig þessi þjóð tekur á málum sem kynferðisglæpum. Allir segja uss, roðna í framan og taka fyrir eyrun. Það sem fær mig til að skrifa bréf til blaðsins eru um- mæli einhverrar konu sem birtist 15. mars sl. Mér finnst hreint út sagt hlægilegt að sjá svona mörg bréf frá fólki sem þykist vita lengra nefi sínu og kallar aðra mannorðsmorðingja, nornir, at- hyglissjúkt fólk og Guð má vita hvað. Það vill enginn sjá neitt ljótt í þessu landi. Það vill enginn vita neitt og allir mega um fijálst höfuð stijúka. Allir hafa sama rétt og allir eiga rétt á að vera í kyrrþey og stunda sitt athæfi í friði, hvað svo sem það hugsan- lega gæti verið. Mig langar að benda fólki á, og þá sérstaklega fólki eins og þessari Guðrúnu Jakobsen, sem augljóslega er ekki mjög upplýst um hina stóru ver- öld, að nauðgun er glæpur. Sifja- spell er glæpur. Ofbeldi er glæp- ur. Slíkt afbrot sem kynferðislegt ofbeldi er, er allavega talið glæp- ur í þróaðri ríkjum eins og Banda- ríkjunum, Mið-Evrópu og Skand- inavíu. Mig langar einmitt í þessu samhengi að benda á mjög gott bréf sem birtist einnig í Morgun- blaðinu 15. mars sl. sem Jón Sig- urðsson sendi inn. Bretinn sem ranglega var kærður fékk enga miskunn, hvorki frá almenningi né fjölmiðlum. Þá var ekki mikið verið að íhuga friðhelgi hans né rétt á nafnleynd sem geranda, var það? En fyrst útlendingurinn var ekki sekur heldur einhver íslend- ingur, nú þá var allt í lagi, var það ekki? Er virkilega leyfilegt hér á landi að nauðga og beija konur? Er leyfilegt að áreita börn kynferðis- lega? Er þetta virkilega staða ís- lensks þjóðfélags í dag? Ég held að fólk sem telur af- brot af þessu tagi léttvæg og að verið sé aðeins „að sletta úr klauf- unum“ ætti að kynna sér þessi mál áður en ráðist er í fjölmiðla með heimskulegar yfirlýsingar. Ég vona bara innilega að slíkt viðhorf sé ekki allsráðandi í þessu landi. Það væri virkilega mikil skömm að vera íslendingur ef svo væri. RUTH ÁSDÍSARDÓTTIR Suðurbraut 24, 220 Hafnarfjörður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.