Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996_____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnarandstaðan um endurnýjun varnarsamningsins Formenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka jákvæðir SAA fær ótímabundin afnot af Staðarfelli UNDIRRITAÐUR var í gær samningur milli Samtaka áhugafólks um áfengis; og vímuefnavandann (SAA) og stjórnvalda um ótímabundin afnot samtakanna af Staðarfelli í Dölum. Hyggjast samtökin ráðast í miklar endurbætur á húsnæðinu sem liggur undir skemmdum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar læknis og for- manns SAÁ, en þær verða með- al annars fjármagnaðar með landssöfnun. „Ríkið átti skuldabréf sem við áttum að greiða af og á það er fallist í samningnum að þeir peningar fari til viðhalds á Staðarfelli," segir Þórarinn og er um að ræða 6 milljónir króna. Hann segir jafnframtað til standi að leggja hluta af rekstrarfé Staðarfells á móti, um það bil sex milljónir. Að því búnu vanti 10-12 milljónir vegna viðgerðanna, því skipta þarf um glugga og gera múr- viðgerðir í húsinu sem liggur undir skemmdum vegna vatns- leka. Söfnunin hefst á Rás 2 á föstudag og daginn eftir verða styrktartónleikar haldnir í Borgarleikhúsinu. Þá segir Þórarinn að efnt verði til ýmiss konar uppákoma í fjáröflunar- skyni. Á móti skuldbinda sam- tökin sig til þess að sinna rekstrinum með reisn og halda við kirkjugarði segir Þórarinn að lokum. SÁÁ hefur nýtt húsnæðið frá 1981 en Staðarfell hýsir að minnsta kosti 30 vistmenn. Á myndinni sjást Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guð- mundur Bjarnason landbúnað- arráðherra og Sveinn Gestsson bóndi á Staðarfelli. FORMENN Alþýðuflokks og Þjóð- vaka telja að farsællega hafi tekist til með nýtt samkomulag um fram- kvæmd vamarsáttmálans við Banda- ríkin, sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra kynnti á mánudag. Þingflokksformaður Kvennalista segir að svo virðist sem vera varnar- liðsins sé orðin einskonar efnahags- aðstoð til íslendinga. Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra sagði að eins og utanríkisráðherra hefði sjálfur orðað það væri með samkomuiagmu fram haldið þeirri stefnu sem mótuð var 1994 með sérstakri bókun við varn- arsamninginn. „í því felst að trúverðugar vamir eru tryggðar áfram næstu 5 ár. Með trúverðugum vömum á ég við að haldið er algeru lágmarki varðandi veru orustuþotna hér á landi, og af því leiðir að flugbjörgunarsveitin verður áfram. Vonandi verður eitt- hvert framhald á því að Islendingar taki smám saman við rekstri hennar eða að formlegu samstarfl verði kom- ið á milli Landhelgisgæslu og flug- björgunarsveitarinnar," sagði Jón Baldvin. I samkomulaginu felst einnig að fjölgað verður í áföngum útboðum á framkvæmdum fyrir varnarliðið þar til einkaréttur Islenskra aðalverk- taka og Keflavíkurverktaka verður afnuminn að fullu árið 2004. Jón Baldvin sagði að fyrstu skref- in til útboða hefðu verið stigin á fyrra kjörtímabili. í þeim áfanga hafi verið um að ræða verkefni fjármögnuð af Mannvirkjasjóði NATO en nú sé tek- ið næsta skref sem varðar fram- kvæmdir á vegum Bandaríkjastjórn- ar. Sú stefna hafí einnig verið mótuð á síðasta kjörtímabili að gefa Aðal- verktökum umtalsverðan umþóttun- artíma, en Jón Baldvin sagði að sá tími væri að vísu orðinn lengri en hann hafði í huga. „Ég held því að þetta hafi allt stefnt í rétta átt og tekist farsæl- lega,“ sagði Jón Baldyin. Samstarf tryggt Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka sagðist fagna því að áfram- haldandi samstarf Islendinga og Bandaríkjamanna í öryggis- og vam- armálum hefði verið staðfest og með því væri treyst áframhaldandi far- sælt samstarf þessara þjóða. „Hér er fyrst og fremst um að ræða aðlögun starfseminnar að breyttum aðstæðum. Ég fagna sér- staklega að þyrlubjörgunarsveitin skuli áfram vera staðsett hérlendis og við njótum þar sömu þjónustu og áður. Mér finnst einnig sérstaklega gott að þeim möguleika er haldið opnum að íslendingar taki aukinn þátt í rekstri þyrlubjörgunarsveitar- innar. Síðan finnst mér skynsamlega farið að því að afnema einkarétt Aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli. Ég tel að sú leið sem er farin sé fallin til að treysta atvinnuöryggi fólks á Suðumesjum.“ Fyrst og fremst efnahagsaðstoð? Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, sagði sam- komulagið lykta af því að vera bandarísks vamarliðs væri fyrst og fremst orðin efnahagsaðstoð og að Bandaríkin hafí gengizt inn á sjónar- mið íslenzkra stjómvalda í því efni. „Bandaríkin eru að draga mikið saman í vamarmálum sínum almennt og maður veltir því fyrir sér að þau skuli þó ekki draga meira saman hér en þetta,“ sagði Guðný. „Það er eins og þetta sé að verða bein efnahags- aðstoð og við Kvennalistakonur höf- um gagnrýnt það mjög hvað stjórn- völd hafa farið hægt í atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum til að und- irbúa það að herstöðin fari.“ Guðný sagði að Kvennalistinn telji eðlilegt að samningurinn við Banda- ríkin sé gerður til lengri tíma en áður og að stefnt sé að afnámi einka- réttar Islenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á vamarfram- kvæmdum. „Aðlögunartími fyrir- tækjanna er þó nokkuð langur, því að það samræmist varla nútímaat- vinnuháttum að hafa svona einka- réttarfyrirtæki. Það, að þessi aðlögun er svona löng, sýnir kannski ákveðna tillitssemi, miðað við það ástand, sem þarna hefur skapazt," sagði Guðný. Samkomulagið við Bandaríkja- menn var kynnt í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudagsmorgun og kom fram gagnrýni af hálfu stjómarand- stöðunnar á það að ekkert samráð hefði verið haft við nefndina um málið. Ólafur Ragnar Grímsson full- trúi Alþýðubandalagsins í nefndinni vildi að svo stöddu ekki tjá sig um samkomulagið. Morgunblaðið/Asdís Sérfræðingum sagt mismunað eftir starfsvettvangi með túlkun ráðuneytis á reglugerð um ferliverk Ráðuneyti sagt hafa torveldað rannsókn TÚLKUN heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytis á reglugerð um ferliverk, þ.e. þá læknismeðferð sem sjúklingi er veitt á læknastofum eða sjúkra- húsum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild, mismunar sérfræðingum eftir því hvort þeir hafa aðstöðu á sjúkrahúsum eða starfa sjálfstætt. Þetta kemur fram í nýlegum úr- skurði samkeppnisráðs, sem mælist til að umræddar leiðbeiningar ráðu- neytis verði felldar úr gildi þannig að reglugerðin gildi ein sér eða að sjálfstætt starfandi sérfræðingum verði heimilað að beita umræddri túlkun gagnvart sjúklingum sínum, ti! jafns við sérfræðinga á spítölum. I leiðbeiningunum frá árinu 1993 er m.a. kveðið á um að innheimta skuli 1.500 króna komugjald fyrir sjúkratryggða þegar þeir leiti þjón- ustu á göngudeildum, slysadeild og bráðamóttöku. Sjúkrahús eru því skylduð til að innheimta aðeins 1.500 krónur fyrir komu á viðkomandi deildir í stað þess að innheimta 1.400 krónur auk 40% af kostnaði við komu, eins og kveðið er skýrt á um í reglugerðinni um ferliverk og sjúkl- ingar þurfa að greiða hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingi. Að mati Samkeppnisráðs á þetta greiðslufyrirkomulag sér enga stoð í reglugerð um ferliverk og gangi það í raun lengra en reglugerðin sjálf heimilar. I úrskurðinum kemur fram að á þetta hafí starfsmaður ráðu- neytis fallist, á fundi með starfs- mönnum Samkeppnisstofnunar. í úrskurðinurn kemur fram að í október 1992 hafi ráðuneytið sent sjúkrahúsum bréf ásamt reglugerð um ferliverk þar sem þau eru skil- greind og greiðslur fyrir þau. Þar komi m.a. fram að sé ferliverk unnið af sérfræðingi inni á sjúkrahúsi sé sjúkrahúsinu heimilt að innheimta greiðslur hjá Tryggingastofnun rík- isins, sé búið að ganga frá samningi við viðkomandi sérfræðing um skipt- ingu tekna fyrir ferliverkið á milli sjúkrahúss og hans. Algengt hlutfall sé um það bil 40% í hlut sjúkrahúss og 60% í hlut læknis. f bága við markmið laga „Það er mat Samkeppnisráðs að sú tillaga að tekjuskiptingu milli sjúkrahúss og sérfræðinga sem fram kemur í bréfí heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis til sjúkrahúsa, dags. 13. október 1992, mismuni sérfræðingum eftir því hvort þeir hafí aðstöðu á sjúkrahúsum eða starfi sjálfstætt. Telur ráðið það brjóta í bága við markmið sam- keppnislaga. Þá mælist Samkeppnisráð til þess að heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið felli brott umrætt tekjuskipt- ingarhlutfall milli sjúkrahúss og læknis þar til reiknað hefur verið út hver raunverulegur kostnaður sjúkrahúss er við hvetja aðgerð. Verður að telja það eðlilegt að tekjur fyrir ferliverk renni til viðkomandi sjúkrastofnunar enda séu þeir sér- fræðingar sem vinna verkin starfs- menn stofnunarinnar," segir í úr- skurðinum. Samkeppnisráð gerir athugasemd- ir varðandi samskiptin við ráðuneytið en á þeim þremur árum sem málið var til umfjöllunar hjá Samkeppnis- stofnun, lagði ráðuneytið hvorki fram leiðbeiningar þær sem um ræðir né áðurnefnt bréf þess um ferliverk sem sent var til sjúkrahúsa. Ámælisverð málsmeðferð „Ráðuneytið minnist heldur ekki á að það hefði gefíð slíkt út fyrr en á fundi þeim sem haldinn var 26. febr- úar sl. Þessi málsmeðferð ráðuneytis- ins er ámælisverð að mati Sam- keppnisráðs og ber keim af því að vilji ráðuneytisins hafí staðið til þess að halda gögnum frá samkeppnisyf- irvöldum. Ljóst má því vera að vinnu- brögð ráðuneytisins hafa torveldað rannsókn samkeppnisyfirvalda, auk þess sem dráttur og tregða ráðuneyt- isins til upplýsingagjafar fer þvert gegn 39. grein samkeppnislaga og er ekki i samræmi við góða stjórn- sýsluhætti." Fráleitar fullyrðingar Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu kveðst ekki skilja hvemig samkeppnisyfirvöldum hafi sést yfir þær upplýsingar sem um ræðir, þar sem mörg sjúkrahús á landinu hafi fengið þær í hendur í formi leiðbein- inga og dreifibréfa. Fullyrðingar um að ráðuneytið hafi reynt að halda gögnum frá samkeppnisyfírvöldum eigi ekki við rök að styðjast, og sé vandséð hvemig þær eigi heima í úrskurðinum. „Það er fráleitt að ráðuneytið hafi vísvitandi verið að leyna einhveijum gögnum, og þegar þau voru lögð fram var það gert óumbeðið, þótt fallast megi á að æskilegt hefði ver- ið að það hefði verið gert fyrr. í ofanálag er vert að minna á að þetta mál hefur verið rætt á Alþingi og heilbrigðisráðherra hefur sjálfur gagnrýnt þetta fyrirkomulag. Sam- keppnisstofnun veit að innan ráðu- neytisins er unnið að breytingum á því, enda öllum kunnugt um ákveðna galla á fyrirkomulaginu. Sjálfur gagnrýndi ég það mjög harkalega í fyrra starfi mínu sem framkvæmda- stjóri Ríkisspítala," segir Davíð. Hann segir að úrskurðurinn hafí ekki borist ráðuneytinu formlega, en þó sé Ijóst að höfuðvandinn felist í að sjúklingar mæti tvenns konar fyr- irkomulagi varðandi greiðslur, eftir því hvort sérfræðingurinn sé verk- taki eða launþegi. Ráðuneytið vinni að breytingum, en sú vinna sé hins vegar flókin og víðfeðm. Davíð segir að leiðbeiningum til sjúkrahúsa um framkvæmd innheimtu verði breytt í samráði við sjúkrahúsin. Aðspurður segir hann óljóst hvort að slík sam- ræming gæti leitt til hækkunar gjald- skrár sjúkrahúsa. Allir greiði hið sama „Það segir sig sjálft að þegar sam- ræma á tvennskonar fyrirkomulag, sem byggist á misháum greiðslum, verður annað hvort að hækka allt, lækka allt eða fara milliveginn. Menn hafa leitað að lausn sem þýðir að allir greiði það sama, óháð því hvort sérfræðingurinn sé verktaki eða launþegi. Ég treysti mér hins vegar ekki til á þessu stigi að meta hvort gjaldið á sjúkrahúsum hækki í kjöl- farið,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.