Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Séra Flókl Kristlnsson og )ón Stefánsson organisti halda bábir áfram störfum sínum: Aftur á byrjunarreit? GMu ÁFRAM með smjörið í Jesú nafni . . Notkun jarðhita til húshitunar í stað olíu Beinn árlegur sparnað- ur 6,5 milljarðar króna AÆTLA má að beinn sparnaður af nýtingu jarðhita til húshitunar hér á landi í stað olíu sé um 6,5 milljarðar króna á ári miðað við meðalolíuverð á árinu 1995. Sparnaðurinn hefur verið talsvert meiri ef litið er til síðustu 25 ára eða tæpir 10 milljarðar króna ár- lega vegna þess að olíuverð hefur oft verið hærra en það er nú. Þetta kemur fram í erindi eftir Guðmund Pálmason um þjóðhags- legan ávinning af nýtingu jarðhita á Islandi sem flutt var á ársfundi Orkustofnunar s.l. fimmtuda™ Fram kemur að samanlagð sparnaður af því að kynda h með hitaveitu í stað olíu frá árii 1970 eru rúmir 250 milljarð króna. Árið 1970 voru 83 þúsui íbúar með hitaveitu en þeir voi orðnir 219 þúsund í fyrra. Minna losað af koltvíildi Jafnframt er á það bent að fy ir utan hreinan peningalegí sparnað af nýtingu jarðhitai megi einnig gera ráð fyrir heilsu arslegum sparnaði vegna sum lauga og jákvæðum umhverfí áhrifum vegna þess að minna < Skipting jarðhitanýtingar árið 1994 250 milljarða kr. sparnaður frá 1970 losað af svonefndum gróðurhúsa- lofttegundum út í andrúmsloftið en annars væri. Erfitt sé hins veg- ar að meta fjárhagslegan ávinning af þessum þáttum, en þetta komi þó örugglega til viðbótar hinum peningalega sparnaði. Þannig kemur fram að heildarlosun á koltvíildi hér á landi árið 1990 er talið hafa numið 2,9 milljónum tonna. Gera megi ráð fyrir að ef hús væru kynt með olíu hér á landi yrði losun koltvíildis til viðbótar 1,9 milljónir tonna. Til samanburðar um sparnaðinn af notkun jarðhitans til upphitunar í stað olíu er nefnt í erindinu að árlegur innflutningur bíla nemur 5,4 milljörðum króna, innflutt eldsneyti 8,4 milljörðum króna og heildarþorskafli úr sjó 17 milljörð- um króna. Sundlaugar 4,5% Snjóbræðsla 1,7% i Iðnaður 9,1% Gróðurhús 3,8% Fiskeldi 2,9% Raforkuframleiðsla 4,3% Samanburður á kostnaði við kyndingu húsa á íslandi með olíu eða jarðhita 1970-1995 30■ 25 20 15 10 5 Milljarðar króna á ári á verðlagl 1995 Byggingarvísitala Tttttl ■ ■ I I I I I I 0-“* 1970 llll _______lllllll MPrnnimvmmimi liiii! r p if r n r 1111 iiiiiin 1975 1980 1985 1990 1995 Samanlagður sparnaður af notkun jarðhita til húsakyndingar á Islandi frá 1970 1990 1995 Eystrasaltsráðið Að tryggja rétt íbúanna gegn yfirvöldum LÝÐRÆÐIS- og mannréttindastofn- un Eystrasalts- ráðsins var stofnuð 1994 til þess að fylgjast með stöðu þessara mála í aðild- arríkjum ráðsins og er áhersla lögð á réttindi minnihlutahópa. Ole Espersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Dan- merkur, er fyrsti stjóm- andi stofnunarinnar, sem verður tekin til endurskoð- unar 1997 eftirþriggja ára starf og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið. Ein af skyldum Espers- ens er að ferðast um aðild- arríki Eystrasaltsráðsins og kynna sér stöðu mann- réttindamála í þeim af eig- in raun. Hann kom hingað til Islands fyrir helgi. „Ég hef ekki fengið neinar kvart- anir um stöðu mála á Islandi," sagði Espersen. „Ég hef rætt við utanrík- isráðherrann og dómsmálaráðherr- ann, stjómendur mannréttinda- samtaka og þingmenn. Mér hefur verið greint frá athyglisverðum frumvörpum, til dæmis um lög- mannafélagið, en sjálfstæði lög- manna er ’mér sérstakt áhugamál. Ég hef einnig rætt flóttamannaað- stoð íslendinga, sem er ekki erfitt mál á íslandi vegna þess að það eru svo fáir, sem sækja hér um hæli. En mér skilst að verið sé að athuga hvernig hægt sé að breyta lögunum þannig að ekki leiki vafi á því hvernig hátta eigi meðferð umsókna um hæli á íslandi og einn- ig hvernig leggja eigi fram kvartan- ir á hendur lögreglu. Þetta eru hins vegar aðeins málefni, sem verið er að ræða, og ég hef enga ástæðu til að halda því fram að um brot af nokkru tagi sé að ræða,“ bætti hann við. „Starf mitt er í raun tvíþætt," sagði Espersen. „Annars vegar get ég átt frumkvæði að því að taka upp mál og hins vegar þarf ég að bregðast við kvörtunum, sem ber- ast.“ Eitt fyrsta málið, sem Espersen ákvað að beita sér fyrir var að skipaður yrði umboðsmaður, sem hefði það hlutverk að gæta rétt- inda almennings gagnvart ríkis- valdinu líkt og umboðsmaður Al- þingis hér. „Það er mikilvægur þáttur mannréttinda að geta án fyrir- hafnar og kostnaðar farið og kom- ist að því hvort réttindi manns hafa verið brotin," sagði Espersen. „Nú er svo komið að umboðsmann vantar aðeins í Eistlandi og Rúss- landi." Annað mál, sem Espersen segir einkar mikilvægt, er réttur íbúa, sem ekki hafa ríkisborgararétt. „Til að styðja grundvallarþætti lýðræðisins hef ég lagt til að öll aðildarríkin veiti þeim, sem ekki hafa ríkisborg- ararétt, en búa í landinu, kosningarétt, sem nái að minnsta kosti til bæjar- og sveitastjórnarkosn- inga,“ sagði Espersen. „Ég er þeirrar hyggju að sá, sem býr í landi til frambúðar, verði að minnsta kosti að hafa rétt til að hafa áhrif á gang mála í héraði." Rammt kveður að málum af þessu tagi í Eistlandi og Lettlandi og þar hefur Espersen beitt sér sérstaklega: „í Eistlandi erskilyrði fyrir ríkisborgararétti að viðkom- andi tali eistnesku. I Narva búa um 100.000 manns, en þar eru Ole Espersen ► Ole Espersen fæddist í Dan- mörku árið 1934, lauk lagaprófi árið 1959 og hóf þá störf í danska dómsmálaráðuneytinu. Hann hóf afskipti af mannrétt- indum fyrir alvöru árið 1965 þegar hann settist í sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins um mannréttindi þar sem hann sat í fimm ár. Espersen varð og prófessor í stjórnarskrárrétti við Kaupmannahafnarháskóla eftir að hafa lokið doktorsprófi 1971. Hann var þingmaður fyrir jafnaðarmenn 1973 til 1994 og sat á Evrópuþinginu 1975 til 1977. Espersen sat í mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna 1976 til 1979. Hann var dóms- málaráðherra 1981 til 1982. Arið 1994 varð hann sljórnandi Lýðræðis- og mannréttinda- stofnunar Eystrasaltsráðsins. Espersen hefur skrifað fjölda bóka um lagaleg málefni. Að láta litla stofnun koma að gagni aðeins 27 eistneskukennarar. 90% íbúanna tala rússnesku. Þeir hafa búið þarna alla ævi og því er mjög erfitt að þurfa allt í einu að læra nýtt tungumál og fólk yfir ákveðn- um aldri ætti að vera undanþegið þessu. Þá ætti að hraða afgreiðslu dvalarleyfa því að 327 þúsund manns hafa sótt um og ættu að fá svar sem fyrst. Yfirvöld í Eist- landi hafa verið mjög fús til sam- starfs og það á einnig við um það að gera löggjöf skýrari þannig að embættis- og skrifstofumenn geti ekki tekið geðþóttaákvarðanir, sem fólk skilur ekki. í slíkum málum er hlutverk umboðsmanns veigamikið." Espersen lætur einnig til sín taka mál, sem við fyrstu sýn virð- ast ekki koma Eystrasaltinu við. Hann hefur gagnrýnt Rússa fyrir framgöngu þeirra í Tsjetsjníju og hyggst setja á laggirnar áfalla- hjálparstöð skammt fyrir utan Grozní, höfuðborg uppreisnarhér- aðsins, til að kenna læknum og sjúkraliðum að bregðast við þegar börn og borgarar eru í losti vegna átakanna. “ „Þetta er mín leið til að láta litla stofnun koma að gagni,“ sagði Espersen. Hann kveðst ekki hafa lent í því að ríkisstjórn hafi hunsað til- mæli hans frá því að mannrétt- indastofnunin var stofnuð 1994. Espersen hefur ekki vald til að beita þvingunum, en hann getur beitt áhrifum á ráðherra aðildar- ríkjanna og tíundað mannréttinda- brot í ársskýrslu stofnunarinnar neiti ríki að virða orð hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.