Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður MS 25 milljónir Stærstur hluti hagnaðarins vegna söluhagnaðar fasteigna HAGNAÐUR af rekstri Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík á síðasta ári nam rúmum 25 milljónum króna og dróst saman um tæpar 8 milljónir á milli ára. Það vekur einnig athygli að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta á síðasta ári dróst verulega saman, nam rúmum 10 milljónum saman- borið við rúmlega 65 milljónir króna árið 1994. Á móti kemur hins vegar söluhagnaður fasteigna sem nam tæplega 31 milljón króna á síðasta ári. Heildarvelta MS var nokkuð svipuð á milli ára, en hún nam rétt rúmum 4 milljörðum króna í fyrra. Rekstrargjöld jukust hins vegar meira, fóru úr 3.877 milljón- um árið 1994 í 3.972 árið 1995. Litlar verð- hækkanir frá 1992 Lakari afkoma á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af nokkrum samdrætti í mjólkurneyslu og kostnaðarhækkunum í mjólkur- vinnslu og dreifingu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MS. Þar kemur ennfremur fram að úrvinnsluiðnaðurinn hafi tekið á sig þessar hækkanir án þess að hækka heildsöluverð mjólkur. Grundvallarverð mjólkur hafi þannig hækkað um 0,36% á tíma- bilinu mars 1992 til desember 1995, en á sama tíma hafi neyslu- vísitala hækkað um 9,86%. Heild- arverð mjólkurafurða til neytenda hafi því haldist nær óbreytt um árabil. Hins vegar er gert ráð ráð fyrir því að aukin hagræðing vegna úreldingar Mjólkursamlagsins í Borgarfirði á síðasta ári og flutn- ingur Emmess íss hf. í húsnæðið að Bitruhálsi 1 í ársbyijun 1995 muni gæta í afkomunni strax á næstu misserum. Tveir nýir menn, þeir Kjartan Magnússon og Jens Hansson, voru kjörnir í stjórn MS. Aðrir í stjórn eru Magnús H. Sigurðsson stjórnarformaður, Guðmundur Þorsteinsson og Vífill Búason. Betri afkoma hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga Allar deildir nema frystihús með hagnað KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga (KFFB) skilaði rösklega 21 milljónar króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 14 milljónir árið 1994. Velta félagsins var rúmur 1 milljarður og jókst um 6% milli ára. Hagnaður varð af öllum deildum félagsins nema landfrystingunni, en tap hennar nam tæpum 20 milljónum króna árið 1995. Að sögn Gísla Jónatans- sonar, kaupfélagsstjóra KFFB, skýrist tapið af landfrystingunni fyrst og fremst af gengislækkun dollars og lægra afurðaverði er- ! lendis á sama tíma og launa- og hráefniskostnaður hafi aukist. Bygging loðnuverksmiðju vegur þungt Gísli segir að mestur hagnaður hafi orðið af útgerð skuttogara félagsins, eða um 30 milljónir króna, þar á eftir hafi komið þjón- ustudeild félagsins með um 26 milljóna króna hagnað og verslun- in hafi rekið lestina með um 1 milljón króna í hagnað. Hann seg- ir að velta þjónustudeildarinnar hafi verið óvenju mikil vegna vinnu við nýbyggingu Loðnuverksmiðj- unnar hf. Þannig nam velta deild- arinnar í fyrra um 130 milljónum samanborið við röskar 50 milljónir króna árið 1994. Þjónustudeildin samanstendur af vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og trésmíða- verkstæði. Gísli segist ekki nógu ánægður með þessa afkomu. „Maður hefði viljað hafa landfrystinguna réttu megin við strikið, enda vegur hún þungt í rekstri félagsins. Kaupfé- Iagið velti á síðasta ári um 1 millj- arði króna og var velta fiskvinnsl- unnar 470 milljónir þar af. Ástandið þar hefur hins vegar lítið breyst það sem af er árinu og því er útlitið nokkuð svipað. Hins veg- ar náðum við að frysta um 1.200 tonn af loðnu í febrúar og mun það eflaust hjálpa nokkuð til.“ Kaupfélagið varði tæpum 160 milljónum til fjárfestinga á síðasta ári, að sögn Gísla. Þar af keypti félagið hlutafé í Loðnuvinnslunni hf. fyrir um 113,5 milljónir og er það stærsti einstaki hluthafínn með tæplega helming hlutafjár. Þá var frystigeta hraðfrystihúss- ins stóraukin þannig að nú er t.d. hægt að frysta þar um 100 tonn af loðnu á sólarhring. Bókfært eigið fé félagsins í árs- lok nam 540,8 milljónum króna sem svarar til 52% eiginfjárhlut- falls. Launagreiðslur til starfs- manna, sem voru að jafnaði um 200 talsins, jukust um tæp 17%. Morgunblaðið/Ásdís FRÁ aðalfundi Tæknivals. Á myndinni sjást þeir Elvar Unnsteinsson, fundarstjóri, Rúnar Sigurðs- son, framkvæmdasljóri, Eysteinn Helgason, stjórnarformaður, Ómar Örn Ólafsson og Páll Jensson. Tæknival hf. með 50% veltuaukningu á síðasta ári Veltan áætluð tæpir 2 milljarðar í ár ÁÆTLANIR Tæknivals hf. fyrir þetta ár gera ráð fyrir að veltan muni aukast um 28% og nema rétt tæpum 2 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir því að hagnaður fyr- ir skatta muni aukast úr 52 milljón- um króna i um 86 milljónir. Þetta kom fram í máli Rúnars Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Tækni- vals, á aðalfundi félagsins í gær. Á fundinum var framkvæmda- stjóri beðinn um skýringar á því hvers vegna hagnaður fyrirtækis- ins hefði ekki fylgt eftir mikilli veltuaukningu, en veltan jókst um 50% og nam um 1.530 milljónum í fyrra. Hagnaður eftir skatta dróst hins vegar lítillega saman og nam 36,8 milljónum króna. Rúnar sagði nokkrar skýringar á því hvers vegna hagnaðaráætlan- ir fyrirtækisins hefðu ekki staðist. Mestu sagði hann þó skipta mikla fjölgun starfsmanna, en þeim fjölg- aði um 40 á árinu og voru 130 í árslok 1995. Sagði hann kostnaðar- aukningu vegna þessa mikla, en tekjurnar vegna fjölgunarinnar skiluðu sér síðar þar sem það tæki allt upp undir eitt ár að gera nýja starfsmenn fullvirka í starfseminni. Þá sagði Rúnar að þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefði verið í á árinu, þ.m.t. um 900 m2 stækk- un á húsnæði félagsins, hefðu ver- ið gjaldfærðar á síðasta ári að svo miklu leyti sem unnt hefði verið. Afrakstur þeirra myndi hins vegar skila sér síðar. Rúnar var einnig spurður út í persónulegar ábyrgðir nokkurra hluthafa að fjárhæð tæpar 90 millj- Tæknival 10 Stærstu Hlutafé Elgnar- hluthafar "*,r 0hJu& Eignarh.fél. Alþ.b. 17,95 17,95% Rúnar Sigurðsson 14,87 14,87% Þróunarféiag ísl. 9,60 9,60% Opin kerfi hf. 8,70 8,70% Ómar Örn Ólafsson 8,61 8,61% Auðlind hf. 8,53 8,53% Sundagarðar hf. 4,83 4,83% Gísli V. Einarsson 4,31 4,31% Bjarni Bjarnason 3,10 3,10% Friðst. Stefánsson 1,35 1,35% 87 aðrir hluthafar 18,14 18,14% Heildarhlutafé 100.000.000 k7 ónir og hvernig greitt hefði verið fyrir þær. Sagði hann að til þess- ara ábyrgða hafí verið stofnað árið 1992 en stærstur hluti þeirra félli út nú í mars og stefnt væri að því að þær yrðu alveg úr sögunni fyrir árslok. Fyrir þær hefði verið greitt 2% flatt gjald, sem dreifðist síðan á ábyrgðaraðila. Mikill vöxtur olli vandræðum Eysteinn Helgason, stjórnarfor- maður Tæknivals, sagði i ræðu sinni að það væru engar ýkjur að árið hefði verið mjög hagstætt fyr- ir félagið að flestu leyti. Vöxtur þess hefði verið mikill á öllum svið- um og nefndi hann veltu, fjárfest- ingar og starfsmannafjölda sem dæmi. „Eg segi það meira í gamni en alvöru en satt að segja var vöxt- ur Tæknivals slíkur að til vandræða horfði," sagði Eysteinn. „I fyrsta lagi hefur uppbygging skuldahliðar efnahagsreikningsins ekki fylgt þessum mikla vexti eftir þannig að fjármögnun hans hefur verið þung í skauti. í öðru lagi hefur vöxtur fyrirtækisins krafist mikilla fjárfestinga í aðstöðu og þjálfun nýrra starfsmanna, þannig að hlutfallslegur hagnaðarauki læt- ur á sér standa.“ Eysteinn sagði hins vegar að stjórn félagsins teldi fjárfestingar síðasta árs arðvænlegar og þær myndu skila sér í bættri afkomu á yfirstandandi ári. Hlutafé aukið um 20 milljónir Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð jafn- framt því sem stjórn fyrirtækisins var veitt heimild til þess að auka hlutafé þess um allt að 20 milljón- ir króna að nafnvirði. Sagðist Ey- steinn reikna með því að sú heim- ild yrði nýtt á næsta ári. I stjórn Tæknivals voru kjörnir Eysteinn Helgason, Gunnar Þór Gíslason, Frosti Bergsson, Ómar Orn Ólafsson og Sigrún E. Jóns- dóttir. Þeir Gunnar Þór og Frosti eru nýir í stjórn og koma í stað þeirra Páls Jenssonar og Sindra Sindrasonar. Húsnæðisstofnun semur við VIB HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur samið við Verðbréfamarkað íslandsbanka hf. um sölu á nýjum flokkum húsnæðisbréfa á öðrum fjórðungi þessa árs. Bréfin eru til 24 og 42 ára og er þeim ætlað að fjármagna félagslega íbúðakerfið. Efnt var til útboðs meðal allra verðbréfafyrirtækjanna og þótti til- boð VÍB hagstæðast að því er segir í frétt frá Húsnæðisstofnun. Með samningnum tryggir VÍB hf. sölu á 1.500 milljónum króna í húsnæðis- bréfum á tímabilinu apríl til júní.og er ætlunin að Húsnæðisstofnun afli sér þannig 5 milljarða króna láns- fjár í ár. VÍB hf. mun að auki ann- ast viðskiptavakt fyrir Husnæðis- stofnun á Verðbréfaþingi íslands. Forstjóra- skipti hjá Ossuri hf. TRYGGVI Sveinbjörnsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækis- ins Ossurar hf., lét í gær af störfum að eigin ósk að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Össur Kristins- son, stofnandi fyrirtækisins og aðaleigandi þess, hefur tekið við starfi forstjóra. Forstjórar óttast rannsókn París. Reuter. FIMMTÁN af hundraði franskra forstjóra óttast að þeir verði látnir sæta rannsókn vegna fjársvika samkvæmt könnun í frönsku tíma- riti. Niðurstaða könnunar mánaðar- ritsins l’Entreprise á skoðunum 300 forstjóra í febrúarlok kemur á óvart, þar sem menn eru yfirleitt tregir til að viðurkenna slíkt, jafn- vel þótt nafnleyndar sé gætt. Fjörutíu af hundraði sáu ekkert athugavert við að taka maka með í viðskiptaferð og láta fyrirtækið borga og 61% taldi í lagi að snæða á kostnað fyrirtækisins utan vinnu- tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.