Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 13 AKUREYRI Sveitarfélög á Norðurlandi eystra og Austfjörðum Möguleikar á beinu flugi Flugleiða kannaðir MÖGULEIKAR á beinu flugi Flug- leiða til Norður- og Austurlands voru ræddir á fundi sem fulltrúar Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og Samtaka sveitarfélaga á Austur- landi, SSA, áttu með fulltrúum Flugleiða á Akureyri í gær. Arni Steinar Jóhannsson for- maður vinnuhóps Eyþings og SSA sagði að stefnt væri að því að hefja slíkt flug árið 1998. „Fólk var bjartsýnt eftir þennan fund á að þetta gæti orðið að veruleika," sagði Arni Steinar. Næstu skref verða að heima- menn á hveijum stað munu vinna að frekari undirbúningi, kortleggja sín svæði í því skyni að gera þau markaðshæfari og þá munu Flug- leiðamenn einnig kanna hvort um raunhæfan möguleika er að ræða. Framþróun í ferðaþjónustu Að sögn Árna Steinars er unnið að því að beint áætlunarflug verði daglega milli Akureyrar og ein- hverrar borgar í Evrópu yfir sum- armánuðina. Með því móti dreifð- ust útlendir ferðamenn meira um landið og þá gæti slíkt fyrirkomu- lag einnig orðið til þess að unnt yrði að fresta framkvæmdum við stækkun Leifsstöðvar þar sem álagið yrði ekki eins mikið. „Fulltrúar í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi telja það meðal brýnustu verkefna að stuðla að framþróun í þessari grein,“ sagði Árni Steinar og einnig að Norðlendingar og Austfirðingar hygðust eiga með sér samvinnu í ferðamálum. „Þar telja menn að bættar vegasamgöngur milli ijórð- unganna, sem væntanlega verða á næstu árum, opni mikia mögu- leika.“ Árni Steinar nefndi að á næstu tveimur árum yrði unnið að stór- framkvæmdum á Akureyrarflug- velli sem gerði hann vel í stakk búinn að takast á við aukið hlut- verk. Framkvæma ætti fyrir 128 milljónir króna á þessu tímabili, m.a. við gerð öryggissvæðis, nýja flugstöðvarbyggingu, bætta að- komu og tækjabúnað. LAINIDIÐ Andrésar Andar- leikarnir á skíðum Um 800 keppend- ur mæta til leiks ANDRÉSAR Andarleikarnir á skíðum, hinir 21. í röðinni, fara fram í Hlíðarfjalli 24.-26. apríl nk. Um 800 keppendur á aldrinum 7-12 ára munu mæta til leiks og er þátttöku- fjöldinn í ár svipaður og í fyrra en þá var metþátttaka. Keppendur koma frá 16-17 félögum víðs vegar um landið en einnig munu fjórir græn- lenskir krakkar mæta til leiks að þessu sinni. Gífurleg vinna liggur að baki undirbúningi mótsins, sem er eitt hið stærsta og fjöl- mennasta hérlendis á hveiju ári. Keppt er í svigi, stórsvigi og göngu í öllum flokkum og til viðbótar í stökki í þremur elstu flokkunum. Gísli Krist- inn Lórenzson, formaður framkvæmdanefndar segist ekki óttast snjóleysi. „Það á örugglega eftir að snjóa fyrir mót og verður nægur snjór um mótsdaganna." Gísli Kristinn gerir ráð fýrir því að á annað þúsund manns komi til Akureyrar í kringum Andrésar Andar leikanna, því keppendunum fylgi stór hópur foreldra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna. Morgunblaðið/Kristján Brunabíllinn skoðaður ÞEIM fannst mikið til koma krökkunum í þriðja bekk í Lund- arskóla sem fengu að skoða slökkvistöðina á Akureyri í gær. Fyrr í vetur kom fulltrúi slökkvil- iðsins í bekkinn og ræddi við börnin um eldvarnir og fleira, en nú var komið að þeim að skoða tæki og tól slökkviliðsins. Mest spennandi var að stíga upp í brunabílana og heyra í sírenun- um. Kaupir Samherji nótaskipið Albert GK? Oddeyrin EA seld til Stykkishólms UTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Sam- heiji hf. hefur selt frystitogarann Oddeyrina EA til Sigurðar Agústs- sonar hf. í Stykkishólmi. Skipinu fylgja nokkur tonn, eins og Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija orðaði það og verður Odd- eyrin afhent nýjum eigendum eftir um þijár vikur. Samherji hefur haft augastað á nótaskipinu Albert GK í Grindavík og staðfesti Þorsteinn Már að til tals hafi komið að kaupa skipið. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það mál á þessari stundu. Oddeyrin EA er 274 brúttórúm- lestir að stærð og um 39 metrar að lengd. Skipið var smíðað í Slippstöð- inni á Akureyri árið 1986 og er eitt hinna svokölluðu raðsmíðaskipa. Skipið hefur legið við bryggju á Akureyri í um mánaðartíma en hefur lengst af verið gert út á rækju. Nótaskipið Albert GK er í eigu Þróttar hf. í Grindavík en það var smíðað í Noregi árið 1967. Albert er 335 brúttórúmlestir að stærð og um 50 metrar að lengd. Mikil vinna hjá trésmiðum Mun lægri upphæð í atvinnuleysisbætur MUN betra ástand hefur verið hjá trésmiðum á Akureyri í vetur samanborið við nokkur fyrri ár. Til marks um það sagði Guð- mundur Ómar Guðmundsson for- maður Félags byggingamanna í Eyjafirði að á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs hefðu verið greidd- ar út atvinnuleysisbætur að upp- hæð um 1,6 milljónir króna, en á sama tíma á liðnu ári voru greidd- ar út 6,2 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur til byggingamanna. „Það hafa sárafáir smiðir verið á atvinnuleysisskrá í vetur, sem betur fer og í flestum tilfellum er um að ræða tímabundið atvinnu- leysi. Það er alltaf einhver hreyfing á skráningunni. í fyrra vetur aftur á móti voru menn án atvinnu mest- an part vetrar og engin hreyfing að ráði fyrr en lengra var komið fram á vorið,“ sagði Guðmundur Ómar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson UNNIÐ við niðurlögn steypu í gólf gróðurhússins. Gróðurhús byggt yfir sæeyrnaeldi Vogum - Við Voga standa yfir framkvæmdir við byggingu gróðurhúss sem verður notað við eldi á sæeyrum. Benedikt Kristjánsson, húsasmíðameist- ari, sem sér um framkvæmd- ina, segir húsið vera 210 fer- metra að stærð og byggt fyrir fiskeldisfyrirtækið Sæbýli, sem er með ræktun á sæeyr- um. Benedikt segir framkvæmd- ir hafa hafist í byrjun desem- ber við sökkla. Á föstudag var botnplata steypt og þá segir hann eftir að steypa ker fyrir eldi þannig að framkvæmdis standa þrjár vikur enn. Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum Sláturleyfishafar gangi til samninga um slátursamlag Hann sagði einstaklega gott tíðarfar koma sér vel fyrir þau fyrirtæki þar sem vinna þyrfti úti við og væru þau að spara sér mikinn kostnað. Það væri þó meira en tíðarfarið eitt sem gerði að verkum að atvinnuleysi væri minna nú en á sama árstíma í fyrra, unnið væri að ýmsum stór- um verkefnum og það sem mestu skipti væri að lifnað hefði yfir íbúðarmarkaðnum. Vaðbrekku, Jökuldal - Aðalfund- ur Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum var haldinn síðastliðinn miðvikudag í Golfskálanum á Ekkjufelli. Fram kom í skýrslu frá- farandi formanns, Þórarins Rögn- valdssonar bónda á Víðivöllum, að síðasta starfsár félagsins hefur verið mikið umbrotaár þar sem bar hæst nýjan búvörusamning. Fundurinn samþykkti að beina því til Aðalfundar Kaupfélags Héraðsbúa að gengið verði sem fyrst til samninga um stofnun slátursamlags þeirra fjögurra sláturleyfishafa sem nú starfa á Austurlandi. Fundurinn telur slíka samvinnu nauðsynlega til að ná fram hagræðingu í rekstri sláturhúsa og tryggja möguleika á útflutningi dilkakjöts með sem lægstum flutningskostnaði á lif- andi fé. Alþingi gagnrýnt Taldi Þórarinn Rögnvaldsson þann búvörusamning er náðist við ríkisvaldið viðunandi miðað við stöðu sauðfjárræktarinnar þegar hann var gerður en gagnrýndi aftur á móti harðlega hvernig Al- þingi breytti honum í meðförum sínum. Sagði Þórarinn það eins- dæmi að þingið breytti samningi sem samtök bænda hefðu verið búin að gera við ríkið, og bent var á að þetta hefði ekki verið reynt ef til dæmis launþegasamtök hefðu átt í hlut. Aðalmálefni fundarins var að Aðalsteinn Jónsson búnaðarþings- fulltrúi kynnti fyrir fundarmönn- um helstu mál nýliðins Búnaðar- þings. Stiklaði hann á stóru varð- andi þau mál er þar voru rædd og afgreidd og vörðuðu sauðfjár- ræktina. Þau mál er hæst bar voru álykt- anir Búnaðarþings um sölu og markaðsmál sauðfjárafurða, svo sem stofnun slátursamlaga sem hvert um sig hefði innan sinna vébanda útflutningshæft slátur- hús; töldu fundarmenn það for- sendu fyrir að hagræðing næðist í slátruninni. Einnig kom fram að Búnaðarþing ályktaði um stofnun Sölumiðstöðvar landbúnaðarins sem hafa skuli með höndum allan útflutning á landbúnaðarvörum, sérstaklega sláturafurðum. Henni verði jafnframt falið að markaðs- setja alla landbúnaðarvöru erlend- is ásamt auglýsingum á fram- leiðslunni. Fundarmenn ræddu einnig líf- ræna og vistvæna sauðfjárfram- leiðslu á Fljótsdalshéraði og í ná- grenni og nauðsyn þess að sauðfjárframleiðsla gangi ekki á landgæði, og framleiðslan verði án aukaefna, það muni líka auð- velda markaðssetninguna bæði erlendis og innanlands. Fyrirlestur um veður- fræði til fjalla BJORGUNARSKOLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands stend- ur fyrir fræðslufundi fyrir almenn- ing um veðurfræði til fjalla að Flúð- um fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í Flúðaskóla. Fyrirlesari verður Einar Sveinbjörnsson, veðurfraaðingur. Markmið fræðslufundarins er að þátttakendur geti túlkað veðurspár og öðlast betri skilning á breyting- um veðurs með aukinni hæð yfir sjávarmáli. Allir þeir sem eru að undirbúa ferðir um hálendið nú fyr- ir páskana og aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um veður- fræði innifalið í þátttökugjaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.