Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 48
UYilNDAI Hátækni til framfara É TæknSvai Skeifunni 17 • Slmi 568-1665 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 28% barna laus í bílum TUTTUGU og átta prósent barna á leið í leikskóla eru laus í bílum, sam- kvæmt könnun sem slysavarnafólk víða um land gerði í síðustu viku. Af 1.028 börnum sem könnunin náði til reyndust 285 vera án örygg- isbúnaðar. Mikill mismunur reyndist vera á notkun öryggisbúnaðar eftir byggð- arlögum og var ástandið verst á Eyrarbakka, þar sem 95% barna voru laus og í Garði, þar sem 91% barna sat laust í bílum. Best var ástandið í Hafnarfirði og á Húsavík, þar sem 2% bama voru laus. Helstu aðstandendur könnunar- innar voru Slysavarnafélag Islands, Umferðarráð og samtökin „Betri borg fyrir börn.“ Búnaður ekki notaður Yngstu börnin vom oftast í rétt- um öryggisbúnaði, en eftir þriggja ára aldur virðist ástandið breytast og vom dæmi um börn sem voru laus í framsæti, í fangi foreldra í aftursæti eða sátu laus í aftursæti. Þeim sem unnu könnunina þótti einkum eftirtektai’vert að algengt var að allur búnaður væri fyrir hendi í bílum, en hann væri ekki notaður eða ekki notaður rétt. Sjávarútvegsráðherra um ályktun LÍÚ vegna samningsins við smábátaeigendur Atök við trillukarla bæta ekki stöðu stórútgerða Hlaup í Skeiðará HLAUP í Skeiðará er að hefjast. Megna brennisteinsfýlu leggur af ánni, sem er talið öruggt merki um að hlaup sé í aðsigi. Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður fylgist með ánni. ■ Megna brennisteinsfýlu/6 ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að það sé ekkert nýtt að einstakir hópar innan sjávarút- „vegsins hafi hátt þegar veiðihags- munir séu annars vegar, en Lands- samband íslenskra útvegsmanna hef- ur mótmælt harðlega þeim vinnu- brögðum sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnar að gera einhliða samn- inga við Landssamband smábátaeig- enda um grundvallarbreytingar á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um þróunarsjóð. Segir stjórn LÍU að sú aðferð sem nú sé beitt við fisk- veiðistjórnun sé i hættu ef ríkis- stjórnin telji það vera hlutverk sitt að semja á laun um aukinn veiðirétt eins hóps á kostnað annars. Ef engu sé hægt að treysta í þessu efni sé eðlilegra að einstök skip keppi um veiðar á leyfilegum heildarafla enda þótt það hafi aukinn kostnað í för ‘ með sér. Sljórn LÍÚ segir núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi geta verið í hættu Þorsteinn sagði að það hefði verið mjög brýnt að ná samkomulagi við Landssamband smábátaeigenda og það samkomulag væri í mjög góðu jafnvægi þegar tekið væri tillit til þróunarinnar síðustu árin. „Það ætti að vera stórútgerðinni í landinu keppikefli að skapa frið um fiskveið- arnar. Ég sé ekki að hún bæti stöðu sína með því að vera i endalausum stríðsátökum við minni báta og trillukaría," sagði Þorsteinn enn- fremur. í ályktun stjórnar LÍÚ segir að með þessu samkomulagi við smá- bátaeigendur sé annarsvegar verið að rýra aflahlut þeirra skipa, sem verið hafa á aflamarki, og krókabát- um umbunað sérstaklega á kostnað Var rutt úr brúnni ÍSLENSKU skipveijarnir á lithá- íska togaranum Vydunas höfðu samband við Úthafsafurðir hf., útgerðaraðila skipsins; í gær. Sig- urður Grétarsson hjá Úthafsafurð- um kveðst áður hafa sent mörg bréf til utanríkisráðuneytisins í Litháen þar sem hann hótaði því hi.a. að kæra Litháa fyrir mann- réttmdabrot. „Ég talaði við Alfreð Steinar Rafnsson og það var dauft í hon- um hljóðið. Hann sagði að þeir hefðu haft áhyggjur af framtíð sinni og öryggi. Þeim var rutt úr brúnni og tekin af þeim fjarskipta- tæki þegar þeir ætluðu að nota þau sl. sunnudag. Hann sagði að þeir væru ómeiddir og hefðu ekki verið lokaðir inni. Þeir fengju þó ekki að ganga alveg ftjálsir um skipið,“ sagði Sigurður. Islendingarnir bjuggust við að skipið kæmi til hafnar í Litháen fyrir hádegi í dag. Sigurður sagði að lögfræðingur myndi hitta íslendingana í Lithá- en. „Alfreð Steinar óskaði eftir því að því yrði komið á framfæri við íslensk stjórnvöld að mál þeirra yrði tekið fyrir á alþjóðlegum grunni," sagði Sigurður. ■ Segja Úthafsafurðir/4 þeirra, nú þegar séð sé fyrir að þorskkvóti verði aukinn að nýju á næstu árum. Hinsvegar sé verið að auka úreldingargreiðslur fyrir króka- báta, sem skipaeigendum á afla- marki sé ætlað að greiða. Vinnu- brögð af þessu tagi dæmi sig sjálf og geti vart talist lýðræðisleg eða til þess fallin að auka sátt milli aðila í greininni. Síðan segir: „Útvegsmenn hafa sýnt fyllstu ábyrgð og aðgætni við uppbyggingu þorskstofnsins og tekið á sig mikla tekjuskerðingu vegna niðurskurðar í þorskveiðiheimildum á undanförnum árum. Afleiðingar þessa niðurskurðar hafa komið illa við marga útvegsmenn og hafa þeir verið knúnir til róttækra aðgerða s.s. að selja nýrri skip sín úr landi og hætta störfum við sjávarútveg. Þeir sem starfa áfram hafa orðið að kaupa veiðiheimildir háu verði og taka á sig auknar skuldbindingar í trausti þess að tekjur aukist að nýju þegar þorskstofninn hefur náð sér aftur. Því er þessi gjörð sjávarútvegs- ráðherra sem köld vatnsgusa í andlit atvinnugreinarinnar. Rétt er að minna ráðherra á að hann hefur réttilega haldið því fram á opinberum vettvangi að engar for- sendur væru til þess að auka við 21.500 tonna aflapott krókabáta nú eða þegar þorskkvóti yrði aukinn að nýju. Veiðiheimildir krókabáta í þorski hafa verið rúmlega sjöfaldaðar á örfáum árum úr um 3.000 tonnum í áðurnefnd 21.500 tonn á sama tíma og aflaheimildir báta og togara á aflamarki hafa verið skertar um nær 60%.“ Flugkonan útskrifuð JANET Ferguson, breska flug- konan sem brotlenti flugvél við Innri-Njarðvík 17. mars sl., hef- ur verið útskrifuð af Landspítal- anum og fer úr landi í dag. Að sögn Skúla Sigurðarson- ar, hjá Flugmálastjórn, hefur rannsókn á flugslysinu enn sem komið er ekki leitt í ljós hvers vegna flugvélin brotlenti. Skúli sagði, að það lægi þó fyrir að konan hefði ekki fjaðrað skrúf- una eftir að hún missti afl, þ.e. breytt skurði á hreyfilblöðum, þannig að loftmótstaðan hefði verið nokkuð mikil. Hún hefði heldur ekki reynt að setja hreyf- ilinn í gang aftur. Söluaukning hjá Fisk- markaði Suðumesja REKSTUR Fiskmarkaðs Suðurnesja gekk vel á síðasta ári. Hagnaður af starfsemi hans og hlutdeild í hagnaði Reiknistofu fiskmarkaða varð rúmar 23 milljónir króna, sem er aukning um tæp 50% milli ára. Rekstrartekjur Fiskmarkaðs Suðumesja hf. á árinu 1995 námu 139,5 miilj. kr. Tekjur af beinni starfsemi fiskmarkaðsins námu 113,8 milljónum. Tekjur ársins 1994 voru 126,1 milljón króna og er aukning milli ára 10,6%. Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. á árinu 1995 var 20,8 millj. kr. sem er 14,9% af rekstr- artekjum. Breyting milli áranna 1994 og 1995 var sú að magnið jókst um 8% en verðmæti jukust um 7%. Það sem af er þessu ári hafa selst 12.777 tonn fyrir 753 millj. kr. Með- alverð var kr. 58,92. Magnið hefur aukist um 40%, verðmætin um 12,9% en meðalverðið hefur lækkað um 19,4%. Stærstu breytingar eru að sala loðnu hefur aukist um 250%, sem orsakar lækkunina á meðalverð- inu, sala þorsks um 54%, ýsu um 32% en sala á ufsa minnkað um 24%. ■ Hagnaðurinn hjá FMS/Bl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.