Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 33 ATVINNUA UGL YSINGAR A TVINNUAUGL YSINGAR Offsetprentarar Offsetprentari óskast til starfa sem fyrst. Umsóknarfresturertil þriðjudagsins 2. apríl. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Offset - 4224“. Bókasafnsfræðingur Bókasafnsfræðingur óskast í fjölbreytt og skemmtilegt starf við Sýslusafn Austur- Skaftafellssýslu frá og með 1. maí 1996. Um er að ræða störf við skólabókasöfn og Héraðsbókasafn, ásamt því sem til fellur við aðrar deildir Sýslusafns. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 478 1850. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður Sýslusafns A ustur-Ska fta fellssýslu, Hafnarbraut 36, 780 Hornafirði. æJ Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Starfsfólk til aðhlynningar Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar í 100% starf vegna veikinda. Einnig vantar hjúkrun- arfræðinga/hjúkrunarfræðinema til ýmissa sumarafleysinga bæði á hjúkrunardeildir og vistheimilið, m.a. vantar á næturvaktir (grunnröðun f. næturvakt Ifl. 213). Starfsfólk til aðhlynningar óskast nú þegar í hlutastörf, m.a. á 8-12 vaktir og 16-21. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 553 5262. Hálfsdags- og heilsdagsstörf Við leitum að framsæknu, ungu fólki á öllum aldri til að starfa að spennandi verkefni til framtíðar. Unnið er á vettvangi fyrirtækja, þar sem söluhæfni, áræðni og góð framkoma skipta miklu máli. Boðið er uppá menntun í nýju starfi, góða vinnuaðstöðu, vinnu undir álagi og góð laun. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé á eigin bíl. Vinnutími er samkomulagsatriði innan tímamarkanna 8.30-18.00. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyr- ir föstudaginn 29. mars nk., merktum: „Framtíð - 2000“. Ráðið verður í stöðurnar strax. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KUR Hjúkrunarfræðingar Á lyflækningadeild A-6 vantar áhugasama hjúkrunarfræðinga, sem hafa faglegan metn- að og eru tilbúnir að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Áhersla er lögð á hjúkr- un sjúklinga með innkirtla-, lungna-, melting- ar- og nýrnasjúkdóma. Einstaklingshæfð aðlögun. Sveigjanlegt vaktafyrirkomulag. Deildin er í nýuppgerðu húsnæði. Komið og sjáið hvað við höfum upp á að bjóða eða hringið og leitið upplýsinga hjá Guðrúnu Halldórsdóttur, deildarstjóra, í síma 525 1635 eða Margréti Björnsdóttur, hjúkr- unarframkvæmdastjóra, í síma 525 1555. Sölufólk - dagvinna Óskum eftir dugmiklu sölufólki til starfa við sölu á bókinni íslensk fyrirtæki 1996. Góð sölulaun í boði. Nánari upplýsingar gefur Hildur Kjartans- dóttir í síma 515 5630. á FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA A TVINNUHUSNÆ Ðl Laugavegur Hef traustan leigutaka að verslunarplássi við Laugaveg. Afhending skv. samkomulagi fyrir haustið. Til greina kemur að kaupa verslun með leigusamningi. Upplýsingar í símum 568 2511 og 896 2222. HÚSNÆÐIÓSKAST Sérbýli óskasttil leigu Erum að leita að íbúð, stærð 100-120 fm, til leigu fyrir einn af skjólstæðingum okkar. Æskileg staðsetning vestan Elliðaáa. Upplýsingar á skrifstofu í síma 562 2711. Endurskoðun Hjartar Pjeturssonar ehf., Mýrargötu 2, Reykjavík. Til sölu söluturn Söluturn, myndbandaleiga, matvara, Lottó, til sölu í góðu hverfi. Velta 3.000.000 á mán- uði. Gott fjölskyldufyrirtæki. Upplýsingar í síma 892 7708 frá kl. 14-18. J EQRVal Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði vegna kaupa og uppsetningar á innbrotaviðvör- unarkerfum í 17 leikskóla Reykjavíkur- borgar. Væntanlegir bjóðendur skili gögnum til skrifstofu vorrar fyrir kl. 16.00, fimmtu- daginn 28. mars 1996. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 EIMSKIP VERKFAÆÐISTOFA STtFAMS OUkFSSONAK HT. f AV. Utboð Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir tilboð- um í viðgerðir og viðhald mannvirkja utan- húss á athafnasvæði sínu í Sundahöfn og við Köllunarklettsveg 3 í Reykjavík. Helstu verkþættir eru: Málun steyptra flata 10.700 m2 Málunájárni 1.600 m2 Múrviðgerð á köntum 240 m Viðgerð á ryðpunktum 1.900 stk. Brot og endursteypa 25 m2 Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Þar verða tilboð opnuð fimmtudaginn 11. apríl kl. 11.00. KÓPAVOGSBÆR Opin svæði íNónhæð Á Bæjarskipulagi Kópavogs eru eftirtaldir skipulagsuppdrættir til kynningar: 1. Opin svæði í Nónhæð frá undirgöngum undir Fífuhvammsveg að hringtorgi í Arn- arsmára. 2. Sparkvöllur/leiksvæði við Arnarsmára. 3. Opið leiksvæði milli Eyktarsmára og Engjasmára. 4. Opið leiksvæði milli Foldasmára og Fitja- smára. Uppdrættirnir verða til kynningar á Bæjar- skipulagi, Fannborg 2, 4. hæð, milli kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 27. mars til 12. apríl nk. Skipulagsstjóri Kópavogs. K 1 p U L A G R I K I S I N S Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur Mislæg gatnamót og tvöföldun Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. Fallist er á fyrirhugaða bygg- ingu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar í Kópavogi og tvöföldun Reykjanesbrautar frá Nýbýlavegi suður fyrir Fífuhvammsveg (um 1500 m), með skilyrð- um. Úrskurðurinn er byggður á frummats- skýrslu Vegagerðarinnar og Verkfræðistof- unnar Hnits hf. og umsögnum. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími 621099 Skíðadeild Fram Skíðaskóli í dimbilviku Skíðadeild Fram heldur sitt árlega skíðanám- skeið fyrir krakka 9-12 ára frá 31. mars til 4. apríl. Markmið námskeiðsins er að kenna krökkum á öllum getustigum á skíðum. Námskeiðið verður haldið í Eldborgargili, á skíðasvæði Fram. Innifalið í námskeiði er gisting í 4 nætur, fullt fæði, kennsla og ein sundferð. Verð er 8.300,-. Uppl. í síma 561 8700. Skráning fer fram í Framheimilinu v/Safamýri fös. 29. mars frá kl. 20. A Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1990) fer fram í grunnskólum Kópavogs fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. mars kl. 10.00-12.00 og 13.00-16.00. Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog og/eða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.00 á Skólaskrifstofu Kópavogs, Fannborg 4, símar 554 1988 og 554 1863. Skólafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.