Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samæfing björgunarsveita SVFI á Suðurnesjum og Landhelgisgæslunnar ÁHÖFN Hannesar Þ. Hafstein æfði björgun fólks úr flugvélarflaki á hafi úti. Æfðu viðbrögð við nauðlendingu B JORGUN ARDEILD Slysa- varnafélags íslands stóð síð- astliðinn laugardag fyrir æf- ingn með björgunarsveitum félagsins á Suðurnesjum í þeim tilgangi að æfa björgunar- sveitirnar í viðbrögðum vegna hugsanlegrar nauðlendingar flugvélar á sjó skammt undan flugvellinum í Keflavík. Æf- ingin var haldin í náinni sam- vinnu við stjórnstöð og flug- deild Landhelgisgæslunnar, en þyrla Landhelgisgæslunnar sá m.a. um flutning slasaðra flug- manna. Þá var fulltrúum al- mannavarnanefndar Suður- nesja boðið að fylgjast með æfingunum. Meðal þeirra markmiða sem leitast var við að ná með samæfingunni eru fagleg sam- skipti björgunarmiðstöðvar SVFÍ og stjórnstöðvar Land- helgisgæslunnar, fagleg og vel skipulögð samskipti björgun- armiðstöðvar SVFÍ og björg- unarsveita og eininga SVFI á Suðurnesjum, svo sem við Hannes Þ. Hafstein, björgun- arskip SVFÍ í Sandgerði, fjar- skiptamiðstöð björgunarsveit- ar SVFÍ í Garðinum og ann- arra björgunarsveita SVFI á Suðurnesjum. Einnig fagleg samskipti og vinnubrögð milli flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar og fyrrnefndra aðila. Útkallstölva björgunarmið- stöðvar SVFI var notuð til að boða björgunarsveitarfólk út vegna æfingarinnar, en með henni er möguleiki á að boða út björgunarsveitir um allt land á örskömmum tíma. Áhöfn Hannesar Þ. Hafstein æfði björgun fólks úr flugvél- arflaki á hafi úti, slökkvistörf ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sá um flutning slasaðra flugmanna. í brennandi flugvélarflaki og móttöku á þyrlu Landhelgis- gæslunnar sem flutti slasaða til Sandgerðis þar sem björg- unarsveitirnar á Suðurnesjum æfðu móttöku þyrlu á landi og flutning slasaðra. Henry A. Hálfdánsson, björgunarskip SVFÍI Reykjavík, var staðsett nokkrar sjómílur út af Staf- nesi, en áhöfn skipsins sá um að gera æfinguna sem raun- verulegasta. Hún lék áhöfn Falcon-einkaþotu í ferjuflugi sem neyddist til að nauðlenda í sjó. Uppeldismálaþing HIK, KI og Félags íslenskra leikskólakennara Auka þarf æfingakennslu nemenda og starfsmenntun Morgunblaðið/Kristinn RÚMLEGA 400 kennarar á öllum skólastigum sóttu uppeldis- málaþing á Hótel Loftleiðum á laugardaginn. KENNARASAMBAND Islands, Hið íslenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskólakennara efndu til uppeldismálaþings sl. laugardag á Hótel Loftleiðum. Voru þátttakend- ur rúmlega 400 víðs vegar af land- inu, en svipað þing verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri 13. apríl nk. „Það sem stendur upp úr eftir daginn er að auka þarf fjárveitingar til rannsókna- og þróunarstarfa á öllum skólastigum. Einnig var lögð mikil áhersla á að auka þyrfti æf- ingakennslu kennaranema og starfsmenntun," sagði Svanhildur Óíafsdóttir, formaður Skólamála- ráðs Kennarasambands íslands. Menntun misjöfn í Evrópu Fjöldi fyrirlesara hélt erindi á þinginu. Dr. Friedrich Buchberger, prófessor í kennaramenntun við há- skólastofnun í Austurríki, fjallaði um kenntaramenntun í Evrópu, sem hann sagði að væri mjög misjöfn. Nær hún allt frá tveggja ára námi á framhaldsskólastigi í það að vera fimm ára menntun á háskólastigi. Dr. Buchberger taldi að meiri gagn- rýni þyrfti að vera á inntaki námsins og nauðsynlegt væri að endurskil- greina markmiðin með það í huga að samfélagið væri í örri þróun. Kennarar þyrftu sífellt að hafa á valdi sínu nýja tækni og breytingar. Hann taldi að auka þyrfti kenslu- fræði greina, efla æfingakennslu og leiðsögn við nýja kennara. Dr. Buchberger lagði áherslu á að auka þyrfti fjárveitingar til rann- sókna- og þróunarstarfs á öllum skólastigum, þannig að hægt væri að móta raunhæfa stefnu í skóla- málum. Gefa þyrfti kennurum og skólum tækifæri til þess í tengslum við endur- og framhaldsmenntun, sem væru ekki síður mikilvægir þættir. Fjölbreytt „kennaraflóra“ Aðrir fyrirlesarar tóku undir þessi orð Buchbergers og lýstu margir yfír ánægju með kennara- menntun hér á landi. Undirbúning- ur væri góður og almennur, en í máli kennara kom fram að nauðsyn væri á aukinni æfingakennslu og/eða leiðsögn með nýliðum. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ, lagði áherslu á fjölbreytni í kennaramenntun og varaði við eins- leitni í námi. Hann lagði áherslu á að kennarar kæmust í framhalds- nám erlendis og að í skólum væri fjölbreytileg „kennaraflóra". Þá ræddi hann um nauðsyn þess að stofna kennaranám fyrir fram- haldsskólakennara á Akureyri. Fulltrúar KHÍ, HÍ og Fósturskól- ans sögðu frá skipan endur- og framhaldsmenntunar og lögðu áherslu á mikilvægi þess í síbreyti- legu þjóðfélagi. Var rætt um að auka þyrfti fjárveitingar til þessara þátta og stuðla þyrfti að samræm- ingu og samstarfi á milli kennara- stofnana. Fram kom að meistara- nám í kennaramenntun hefst næsta haust við Háskóla íslands, en slíkt nám hófst fyrir tveimur árum við KHÍ. Einnig kom fram að eins árs framhaldsnám er mögulegt við Fósturskólann og í fyrra var það helgað listgreinum. Sidsen Germeten, deildarstjóri við Hogskolen í Osló, sagði frá kennaramenntun í Noregi, sem fram fer á háskólastigi. Ein lög, sem tóku gildi 1994, eru um alla kenn- aramenntun, og samræmd kennslu- skipan er á milli þeirra skóla sem sinna slíkri menntun. Frumvarp á Alþingi Leynileg kosning tryggð SVAVAR Gestsson alþingismaður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að kjósendur í alþingiskosning- um geti óskað eftir því við kjör- stjórn að umboðsmenn lista fái ekki að vita nafn hans og sé kjörstjórn skylt að verða við því. Svavar segir í greinargerð að samkvæmt stjórnarskránni skuli alþingismenn kosnir leynilegri hlut- bundinni kosningu. Samkvæmt kosningalögum sé umboðsmönnum framboðslista heimilt að fylgjast með framkvæmd kosninga með því að sitja í kjörfundarstofu og þannig fá flokkarnir upplýsingar um hvern- ig þeir sem eru á kjörskrá hafi neytt kosningaréttar síns. Þessar upplýsingar séu síðan nýttar við kosningasmölun. „Kjósandi hlýtur að eiga rétt á því, í landi þar sem ekki er skylda að greiða atkvæði við alþingiskosn- ingar, að ekki sé haft eftirlit með því hvort hann nýti atkvæðisrétt sinn eða ekki. Taka verður af allan vafa um að hugtakið „leynileg kosn- ing“ nái einnig til þessa atriðis,“ segir Svavar. ----♦ ♦ ♦---- Halldór hittir Dick Spring HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Dick Spring, utanríkis- ráðherra írlands, halda fund í Dubl- in fimmtudaginn 28. mars. Þá fer utanríkisráðherra í opinbera heim- sókn til Liechtenstein hinn 29. mars. Á fundinum með írska utanríkis- ráðherranum verða málefni EES til umræðu svo og samskipti EFTA og ESB og samskipti þeirra við önnur ríki, s.s. Bandaríkin og ríki Asíu. Jafnframt verða til umræðu ríkjaráðstefna ESB og stækkun þess, myntsamband Evrópu, örygg- ismál Evrópu og tvíhliða málefni ríkjanna. Irland tekur við for- mennsku í ESB hinn 1. júli 1996 en Island verður með formennskuna í EES til áramóta. { opinberri heimsókn utanríkis- ráðherra til Liechtenstein mun ut- anríkisráðherra m.a. eiga fundi með Mario Frick forsætisráðherra og Andrea Will utanríkisráðherra. Á þeim fundum verða málefni Evrópu einkum til umræðu. Liechtenstein er aðildarríki að EFTA og EES. ----♦■■■♦ ♦-- V erkakvennaf élagið Framsókn Sameiningar- viðræður á byrjunarstigi VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framsókn hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem segir, að til að fyrirbyggja misskilning sem komið hafi fram í viðtali við Hall- dór Björnsson, formann Dagsbrún- ar, 22. mars sl., hafi verið haldinn einn fundur með formanni Dags- brúnar um sameiningu verkalýðs- félaganna fyrir fjórum árum og nú aftur 16. febrúar síðastliðinn í ann- að sinn. „Viðræður eru á byrjunarsligi, og engin tímasetning verið sett um sameiningu félaganna enn sem komið er,“ segir í tilkynningunni frá Framsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.