Morgunblaðið - 27.03.1996, Page 22

Morgunblaðið - 27.03.1996, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996...... ..................... LISTIR TRÚBADORINN (II Trovatore) eftir Giuseppe Verdi var fyrst frumsýndur árið 1853 í Róm. Sögusviðið er Spánn á fyrrihluta 15. aldar þar sem alræði konungs er stutt af illræmdum her hans. Aðalpersónur eru ástfangna parið Manrico og Leonora, vondi greif- inn Luna og sígaunakonan Azuec- ena, sem í misgripum brenndi einkason sinn á báli þegar hún ætlaði að hefna dauða móður sinn- ar með því að brenna son greif- ans. Manrico son greifans tekur hún sér í sonarstað. Gamli greifinn Luna er eftir sem áður viss um tilvist sonar síns. Á dánarbeði sínu lætur hann eftirlifandi næstelsta son sinn sveija að hann muni helga líf sitt leitinni að hinum týnda syni og tryggja hefndir á hendur Azucenu. En þetta er aðeins forsaga óperunnar. Þegar leikurinn hefst eru bæði Luna og Azucena í álíka erfiðum aðstæðum. Ef hann finn- ur bróður sinn á hann það á hættu að tapa völdum og hún, sem jafn- framt sór móður sinni hefndum en varð eigin barni að bana, getur ekki ljóstrað upp að Manrico sé ekki sonur hennar því þá myndi hún tapa hefndartæki sínu. Ástarflækjur og afbrýðisemi vantar ekki í verkið, því bæði Manrico og Luna þrá hina fögru Leonoru, en ást hennar er aðeins helguð hinum fyrrnefnda. Til- finningaofsi persónanna magn- ast þegar líður á verkið og er túlkaður í leik sem einkennist af afbrýði, ást, hatri, valdafíkn, harmi og móðurást. Þó að Trúbadorinn fjalli í stór- Mikil hrifning og fussað og sveiað Erótísk leikmynd og ýktir búningar vöktu sterk viðbrögð á frumsýningu á II Trovatore í Deutsche Oper í Berlín þar sem Kristján Jóhannsson er í aðalhlutverki. Rósa Guðrún Erlingsdóttir var viðstödd sýninguna. um dráttum um bamsrán, nauðgun, kynþáttaofsóknir, djöflabrottrekstur og mannabrennur getur það varla hafa vakað sérstaklega fyrir Verdi að hneyksla áhorfendur sína með eintómum hryllingi. Það var frekar ætlun hans að vekja athygli á verki sínu og þar með áhuga sem flestra með því að sýna fram á hvernig mannlegir eiginleikar þessa tíma hafa áhrif og eiga er- indi aftur og aftur. Einmitt á þann hátt getur Verdi átt erindi í dag, 143 árum seinna. Nútímaleg uppfærsla Uppfærslan á Trúbadomum í Deutsche Oper er mjög nútímaleg og era flest boð og bönn hinnar hefðbundnu ópera brotin. Leiksljórinn Hans Neuenfels og leikmynda- og bún- ingahönnuðurinn Rein- hard von der Thannen era síður en svo þekkt- ir fýrir að fara hefð- bundnar leiðir og vakti það því nokkum óhug meðal unnenda hinnar klassísku uppfærslu að þeim var falið þetta stóra verkefni. Kristján Jóhannsson Áhangendur nútímaleikhúss bíða þegar með óþreyju eftir að áhrif nútímans nái inn á fjalir þekktra óperuhúsa. Deutsche Oper á í miklum fjárhagserfiðleik- um, þar sem vinsældir óperunnar hafa verið mjög á undanhaldi síð- ustu ár og hafa því stjórnendur hennar ákveðið að fara nýjar leið- ir. í ljósi alls þessa var andrúms- loftið á frumsýningunni þrungið mikilli spennu og eftirvæntingu. Á meðan á sýningunni stóð og að lokinni hverri senu létu áhorf- endur óspart í sér heyra og minntu lætin stundum á fótbolta- leik þar sem áhengendur beggja liða reyna að yfirgnæfa andstæð- inginn. Á köflum erótísk leikmynd og ýktir búningar vöktu ýmist mikla hrifningu og komu af stað hláturkviðu eða fólk fussaði og sveiaði. Að sýningunni lokinni voru ánægjuraddirnar orðnar pú- inu yfirsterkari og það brutust út mikil fagnaðarlæti. Söngvar- arnir fengu mikið lófatak fyrir frammistððu sína, enda ekki 'af lakara taginu, þau Kristján Jó- hannsson, Amanda Halgrimson, Paolo Coni og Egil Silins. Það leyndi sér svo ekki, þegar leik- Himnesk lengd með meiru TONLIST Ilafnarborg SAMSPILSTÓNLEIKAR Flyljendur Tríó Reykjavíkur ásamt gestunum Hafliða Hallgrímssyni, selló, Hlíf Sigurjónsdóttur, fiðlu og Guðmundi Kristmundssyni, lágfiðlu. Sunnudagur 24. marz. TRÍÓ Reykjavíkur hefur enn eitt árið tónleikahald sitt í Hafnarborg og kunna tónleikagestir auðsjáan- lega vel að meta, því vel sóttu þeir tónleikana , sem fyrr. Einhver óskil- greind hefð virðist komin á kam- mertónleikaformið hér á Fróni, því þetta tónlistarform er yfírleitt mjög vel sótt af áheyrendum og kannske betur en víða annars staðar. Manni dettur í hug að rekja megi hefðina til þeirra Áma Kristjánssonar, Bjöms Ólafssonar og Hans Edel- stein, sem ég held að hafi veri frá- bært tríó á sínum tíma. Tríó Reykjavíkur hóf tónleikana á Tríói í D-dúr eftir J. Haydn, eitt þeirra sem hann samdi í Englandi. Þau hófu leikinn af skaphita og fluttu þannig alla þijá þættina. E.t.v. hefði verið heppilegra að flytja þá meir í stíl Mozarts, sem kannske skiptir þó ekki máli, því þetta tríó breytir engu í sögunni og flutningsmátinn liefði sjálfsagt engu breytt þar um. Næsta verk var eftir Hafliða Hallgrímsson, Fjórir þættir fyrir strokkvartett, sem hann skrifaði eftir vin sinn og kollega er sá ekki tilgang í lífinu og lauk fyrir sjálfs sín hendi. Stóra C-ið, dýpsti tónninn á selló- inu, er einskonar granntónn þessa verks og út frá því vefja hljóðfærin sig, en c-ið einskonar örlög sem endalaust minna á sig og dýpra verður ekki komist. Þessa aðferð notar Hafliði í báðum fyrstu þáttun- um og finnst mér það kannske eini veikleiki verksins að efnið og tema- tík heldur áfram í svipuðum farvegi og í'fyrsta þættinum. Þriðji þáttur- inn er líflegur, þótt undir kraumi sorgin, mjög vel unninn þáttur og um leið þessi nauðsynlega and- stæða allra kvartetta. í síðasta þættinum leitar Hafliði aftur til upphafsins, en þó í bjart- ari tónum, í von og þættinum lýk- ur með dúr-hljómi. Hér bættust við Hlíf og Hafliði sjálfur og auð- heyrð vora áhrif hans á flutning- inn. Kvartettinn var mjög vel flutt- ur, auðheyrilega mikil og sönn vinna lögð í æfingar. Hafliði hefur hér fætt af sér lífvænlegt verk sem hreif undirritaðan mjög. Lokaverk tónleikanna var Kvint- ettinn fyrir tvær fiðlur, lágfiðlu og tvö selló op. 1763 eftir Fr. Schu- bert. Víða má nota samlíkingu Brackners, um hinmeska lengd, þear talað er um verk Schuberts og ætti þá ekki síst við um þennan Kvintett og kannske ekki hvað síst um annan þáttinn, sem aldrei virð- ist ætla að ljúka, en bjargar sér í stórkostlegri músík. k allan skala tilfinninganna er hér leikið og tematísk auðlegð bregst Schubert aldrei. Yfirleitt var Kvintettinn mjög vel spilaður, þótt finna hefði mátt hnökra og áhrif þessarar tón- listar er vökvun sálarinnar. Hvar er annars pallurinn, upphækkunin, fyrir flytjenduma, sem mér skilst að lofað hafi verið? Ragnar Björnsson LEIKHÓPINN skipa Guðmundur Magnússon leikari, Gunnlaug- ur Helgason leikari, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikari, Hlín Gunnarsdóttir leikmyndarhöfundur, Ægir Ásbjörnsson ljósa- hönnuður og Hávar Siguijónsson leikstjóri. Fjötur um fót UNDANFARNAR vikur hefur leik- þátturinn Fjötur um fót verið sýnd- ur grunnskólanemendum á Litla sviði Þjóðleikhússins og verður sýningum haldið áfram í apríl. Fjötur um fót er gamansamur leikþáttur ætlaður til upplýsingar og fræðslu um aðgengis- og ferli- mál fatlaðra. Athygli áhorfenda er vakin á öllum þeim fjölda hindr- ana sem blasa við hreyfihömluðum í daglegu lífi þeirra, jafnframtþví sem reynt er að vekja fólk til vit- undar um að þarfir fatlaðra eru þær sömu og allra annarra, s.s. samneyti við aðrar manneskjur á jafnréttisgrundvelli. Segir verkið frá Fal Atla, sem er fatlaður í hjólastól, og stórfurðulegri mar- tröð hans um Fatlavík. Leikþátturinn vann til 1. verð- launa í leikritasamkeppni sem Sjálfsbjörg í Reykjavík, Halaleik- hópurinn og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til í haust og var þátturinn frumfluttur í leik- lestri á alþjóðadegi fatlaðra í Há- skólabíói þann 3. desember sl. Höfundar eru Unnur Guttorms- dóttir, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Fríða B. Andersen. Þær eru allar sjúkraþjálfarar að mennt, hafa starfað mikið með fötluðum og hreyfihömluðum. Sigurður og Vovka 1 menningarborg Evrópu SIGURÐUR Bragason baríton- söngvari og Vovka Ashkenazy píanóleikari halda tónleika í Hels- ingor 14. apríl og í Kaupmannahöfn 16. apríl á vegum listaráðs Kaup- mannahafnarborgar í tilefni þess að borgin er menningarborg Evrópu 1996. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Modest Mussorgsky, Serge Rachmaninoff, Jón Leifs, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson. Þá Sigurð Bragason og Vovka Ashkenazy þarf vart að kynna. Sig- urður hefur sungið í mörgum af virtari tónleikahúsum Evrópu og Ameríku, svo sem Wigmore Hall í London og Beethoven Haus í Bonn og Corcoran listamiðstöðinni í Was- hington. Vovka hefur komið fram sem einleikari í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og leikið einleik með mörg- um af þekktustu hljómsveitum stjórinn Neuenfels og von der Thannen komu fram á sviðið, hveijum óánægjuraddirnar voru ætlaðar. Kristjáni vel fagnað Kristján Jóhannsson fer með hlutverk Manricos í sýningunni og var honum vel fagnað af áhorf- endum. Kristján sagði í viðtali við fréttaritara að hann væri mjög ánægður með sýninguna og mót- tökurnar sem hann fékk. Fyrir skömmu söng Kristján sama hlut- verk í Hamborg í mjög hefðbund- inni uppfærslu svo hlutverkið í sýningunni núna gerði aðrar kröf- ur um leik og alla tækni. Kristján sagði jafnframt að menn þyrftu að fara gætilega í að setja gamlar óperur í nútímabúning, því ekki mætti ganga of langt í þeim efn- um. Það væri enn stór markaður fyrir hefðbundnar uppfærslur og ekki mætti mismuna því fólki um of, né misbjóða þeim áhorfendum með „klámfengnum“ atriðum og/eða senum sem einkennast t.d. af trúarbragðaháði. Kristján nefndi dæmi um að bæði kaþólskir söngvarar og með- limir hljómsveitarinnar hefðu gengið út af æfingum og neitað að halda áfram nema gerðar yrðu breytingar á ýmsum senum. Sér- fræðingar búast við miklu umtali í kringum sýninguna og eftir frumsýninguna var talað um mjög viðburðaríka sem og þýðingar- mikla uppfærslu fyrir leikhús- og óperulíf í Berlín. Á þessu leikári verður Trúbadorinn sýndur níu sinnum og nú þegar er uppselt á fyrstu sjö sýningarnar. •ÚT er komin bók um Karl Gústaf Svíakonung eftir Lenu Rainer, sænskan blaðamann. í bókinni kemur fram að uppá- halds orð konungs er „búbbelí- búbb“, hann borðar döðlur með smjöri, krotar og rissar án afláts á fundum og er önug- ur á morgnana. Höfundur tók viðtöl við sex af nánustu vinum Karls Gústafs, sem verður 50 ára í apríl, auk gamalla kær- asta, skólafélaga, stjórnmála- manna og veiðifélaga. •BRESKI stjórnandinn sir Charles Mackerras hyggst snúa aftur til Prag, en þangað á hann tónlistarrætur sínar að rekja og var þar við nám á áranum upp úr stríði hjá Vaelav Talich. Han mun að sögn dag- blaðsins Pravo stjóma Fíl- harmóníuhljómsveit Prag þar til nýr stjómandi verður fast- ráðinn í stað Gerds Albrecths, sem fór frá 30. janúar. •FIMM rithöfundar hafa verið tilnefndir til PEN/Faulkner- verðlaunanna, sem veitt eru árlega í bókmenntum. Höfund- arnir era Madison Smartt Bell fyrir skáldsöguna „All Souls Rising“, Richard Ford fyrir „In- dependence Day“, William H. Gass fyir „The Tunnel", Claire Messud fyrir „When the World Was Steady" og A.J. Verdelle fyrir „The Good Negress". Verðlaunin verða veitt í apríl og fær sigurvegarinn um 200 þúsund krónur ásamt ein- þokkalegri auglýsingu. Sigurður Vovka Bragason Ashkenazy heims, svo sem Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Sir Richard Hickox. Geisladiskur þeirra Ljóðakvöld er kom út fyrir síðustu jól, hlaut einróma lof gagnrýnenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.