Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talsmaður Búnaðarbankans í Litháen um samskiptin við Úthafsafurðir Samningar veríð brotnir Morgunblaðið/Sverrir SKIPVERJAR á litháíska togaranum Anyksciat sátu að kvöldverði i matsalnum í gærkvöldi þegar ljósmyndara bar að. Togarinn hefur verið bundinn við bryggju í Hafnarfirði síðan 12. febrúar sl. BUNAÐARBANKINN í Litháen segir að Úthafsafurðir hf. í Fellabæ á Héraði skuldi bankanum 700 þús- und dollara og hafi auk þess brotið samninga við bankann þegar fyrir- tækið framleigði togarann Anyksc- iat, sem liggur við bryggju í Hafnar- firði og er einnig í eigu bankans, til Sogs hf. án heimildar bankans. Bankinn hefur skipað Rimantas Bendorius, forstjóra Baltai & Co., sem er litháískt útgerðarfyrirtæki, talsmann sinn hér á landi. Úthafsaf- urðir þvertaka fyrir að tengjast máli Anyksciat. í jfirlýsingu frá bankanum segir að Úthafsafurðir hf., sem séu raun- verulegur leigjandi skipsins, hafí sent hluta af áhöfn skipsins, þar á meðal yfirloftskeytamann og fjóra vélstjóra, til Litháens. Þar með hafi reglugerðir um lágmarksfjölda skipverja um borð i skipinu svo það sé haffært verið brotnar og bankinn hafí ekki getað haft fjarskiptasam- band við það. Um borð í Anyksciat eru nú 20 skipvetjar og segir Bend- orius að þeir hafi ekki fengið greidd laun að fullu frá því í september á síðasta ári. Forseti Litháens Ijáir sig í yfirlýsingunni segir einnig að leigutakinn, þ.e. Úthafsafurðir, hafi gefið skipstjóranum á Vydunas fyr- irskipun um að sigla inn til enskrar hafnar til þess að koma veiðarfær- um þar í land. „Við slíkar aðstæður hafði Bún- aðarbanki Litháens engan annan kost en að rifta leigusamningi við Úthafsafurðir og kalla skipið heim til hafnar í Klaipéda. Vydunas er nú stefnt þangað. 63 eru í áhöfn skipsins, þar af fjórir íslenskir ríkis- borgarar. í skipinu er læknir og um borð í skipinu er eðlilegt ástand og enginn þarf þar á læknishjálp að halda. Um leið og skipið kemur til hafnar í Klaipéda verða íslensku ríkisborgararnir fluttir til íslands á kostnað Búnaðarbanka Litháens." Undir yfirlýsinguna ritar Vaclovas Litvinas, formaður bankastjórnar- innar. Bendorius sagði að birst hefðu fréttir um tog- arann Vydunas í litháísk- um fjölmiðlum. í einni fréttinni segir frá blaða- mannafundi sem Algirdas Brazauskas forseti Litháens hélt í fýrradag. Þar sagði Brazauskas að deilur Uthafsafurða hf. og Búnað- arbankans yrðu aðeins leystar fyrir dómstólum og þegar skipin væru komin aftur til Litháens. „Hvorki Landsbergis né ég getum gerst dómarar í þessu máli,“ sagði Braz- auskas. Bendorius segir að Úthafsafurðir hafi ekki lagt fram nein raunveru- leg gögn í þessu máli. Bankinn hafi hins vegar lagt fram opinber gögn sem byggist á samningi hans við Úthafsafurðir þar sem fram komi að íslenska fyrirtækið skuldi bankanum yfir 700 þúsund banda- ríkjadollara, sem eru vangoldin leigugjöld frá því í júní 1995. Einn- ig hafi orðið misbrestur á launa- greiðslum og þvi að skipin hafi ver- ið búin kosti. Úthafsafurðir hafi virt að vettugi allar óskir bankans um framlagningu gagna um kostn- að við endurbætur á skipinu. Aðeins hafi verið lagðar fram handskrifað- ar nótur sem hafí ef til vill ekkert lagalegt gildi. Meginástæða þess að Vydunas hafi verið kallaður heim sé sú að tryggja hagsmuni eiganda togarans. „Ég vona að Úthafsafurðir leggi fram viðeigandi gögn sem sanni með ótvíræðum hætti hve mikið fé fyrirtækið hefur lagt í skipið,“ segir Bend- orius. Bendorius segir að þegar Vydunas komi til Litháens verði gerð skrá yfír tæknibúnað um borð í skipinu og unnar afurðir og fari Úthafsaf- urðir fram á að hafa sinn fulltrúa viðstaddan geti bankinn fallist á það. Bendorius segir að Jura Liut- as, sem Sigurður Grétarsson hjá Úthafsafurðum hefur sagt að sé útgerðaraðili Vydunas, sé aðeins fulltrúi fyrirtækisins í Litháen. Bendorius segir að Úthafsafurðir hafi einnig verið með á leigu togar- ann Anyksciat sem hefur verið á úthafskarfaveiðum á. Irmingerhafi og þorskveiðum í Barentshafi. í leigusamningnum hafi verið ákvæði um það að Úthafsafurðir gætu framleigt togarann til þriðja aðila, en þó aðeins með því að upplýsa bankann um þau áform með skrif- legum hætti og bankinn yrði að samþykkja framleiguna. Þegar skipið hefði legið hér í höfn að ástæðulausu frá því í febr- úar á þessu ári hefði bankinn spurst fyrir um hveiju það sætti. Úthafsaf- urðir svöruðu því til að skipið hefði verið leigt til Sogs hf. sem hefði haft skipið á leigu frá því í desem- ber 1994. Tillaga til lausnar Bendorius segir að Búnaðar- bankinn hafi lagt fram tillögu til lausnar á máli Anyksciat. Leggur bankinn til að Úthafsafurðir, sem eru raunverulegur leigjandi skipsins, bæti Búnaðar- bankanum í Litháen skaðann sem hann hefur orðið fyrir og greiði áhöfn skipsins umsamin laun. Úthafsafurðir taki þau tæki sem það hefur fjárfest í og komið fyrir um borð í Vydunas. Þegar fyrirtækið hafi greitt öll út- gjöld skipanna hér á landi, þ.e. hafnargjöld og fleira, sé hægt að sigla Anyksciat til Litháens, segir Bendorius. Sigurður Grétarsson hjá Úthafs- afurðum hf. segir að fyrirtæki sitt tengist á engan hátt togaranum Anyksciat. „Ég tengist persónulega heldur á engan hátt Sogi hf.,“ sagði Sigurður. Gísli Jónsson er stjórnarformaður Sogs hf. Hann segir að Anyksciat sé framleigt til Sogs frá Jura Liut- as en hann kveðst ekki vita hver framleiguréttur Jura Liutas sé. Hann segir að Sog hafLekki getað greitt.leigu fyrir skipið síðustu tvo mánuði og samkvæmt samningnum við Jura Liutas kemst skipið í um- sjón þeirra þar til leigan er greidd upp. „Við höfum verið með þetta skip síðan 14. nóvember 1994. Skipið fór norður í Barentshaf 12. desem- ber á síðasta ári og kom aftur um tveimur mánuðum síðar. Síðan hef- ur það legið og beðið þess að úthafs- karfi veiðist. Eftir þennan langa túr í Barentshafið þar sem ekki fiskaðist neitt lenti Sog í greiðsluerfiðleikum og það dróst í fýrsta sinn að greiða áhöfninni laun. Núna er reyndar búið að greiða henni laun samkvæmt samningnum og það geta fulltrúar Sjómannasambands- ins staðfest því þeir komu með okk- ur um borð í skipið til þess að ganga úr skugga um að það væri unnið eftir samningnum," sagði Gísli. Fimmti áfangi við Kvíslaveitu hefst í vor Lægsta tilboðið 743 millj- ónir kr. TILBOÐ voru opnuð í gær í 5. áfanga Kvíslaveitu og kom lægsta tilboð frá Suðurverki og BV-tækjum, eða tæpar 743 milljónir, sem er tæplega 85% af kostnaðaráætlun, Hagtak átti hæsta tilboð, eða 1.025 milljónir. Fimm aðilar buðu í verkið, sem starfsmenn Lands- virkjunar eiga eftir að yfirfara og meta, en að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafull- trúa Landsvirkjunar, liggur ákvörðun stjórnar fyrirtækis- ins um hvaða tilboði verður tekið væntanlega fyrir innan mánaðar. Stærsta framkvæmdin Fimmti áfangi Kvíslaveitu er stærsta einstaka fram- kvæmd Landsvirkjunar síðan Blönduvirkjun var byggð. Framkvæmdin felur í sér að veita upptakakvíslum Þjórsár austan Hofsjökuls í Kvísla- veitu með því að byggja stíflur í Þjórsá og Austurkvísl, grafa skurð frá Hreysiskvísl og byggja yfir hann brú. Jafn- framt verður gerð botnrás í íjórsárstíflu og lagður vegur að vinnusvæði. Miðað er við að verkið hefjist í vor og ljúki 1. desember 1997. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen veitir Landsvirkj- un ráðgjöf um kostnað sem áætlaður er 875.948.759 krón- ur. Tilboð Suðurverks hf. og BV-tækja var 84,8% af áætl- un, eða 742.702.380 og ístaks hf. 85,3%, eða 746.816.585. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Háfell hf. og Völur hf. buðu 779.000.000, eða 88,9% af áætluðum kostnaði, Ellert Skúlason 798.132.929, 91% af áætlun og Hagtak rak lest- ina með áætlun upp á 1.025.499.834, sem er 117,1%. Tilboðin verða síðan yfirfarin og metin og þá mun stjóm Landsvirkjunar taka ákvörðun um að hveiju skal gengið. Dómstólar fjalli um deil- una, segir Brazauskas Laun hafa verið greidd samkvæmt samningnum ísraelsmaður sem lenti í hrakningum ásamt hópi landa sinna á Vatnajökli í ágústmánuði Fær ekki svar frá ráðu- neyti eftir 5 mánaða bið EMANUEL Blass, ísraelsmaðurinn sem var í hópi 26 ferðalanga er lentu i miklum hrakningum á Vatnajökli í ágúst síðastliðnum, segir sæta mikilli furðu að sam- gönguráðuneytið hafi ekki svarað erindi því sem hann sendi fyrir fimm mánuðum. Þar óskaði hann m.a. eftir ítarlegri rannsókn til að draga fram í dagsljósið allar staðreyndir málsins. Hann ítrekaði beiðni sína um svar i lok janúar sl., en ennþá hafa honum ekki borist viðbrögð ráðuneytis. Aðrir á sama báti „í febrúarbyrjun ræddi fulltrúi minn á Islandi við hlutaðeigandi embættismann hjá ráðuneytinu sem lofaði við sama tækifæri að mér yrði svarað innan nokkurra daga. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Mér finnst ég geta gert lágmarkskröfu um svar af einhvetju tagi, miðað við alvöru málsins, og fínnst algjörlega óvið- unandi að ekkert slíkt hafi borist," segir Blass. Hann kveðst hafa fregnað frá spænskum ferðalangi sem var í hópnum að hann hefði skrifað ráðu- neytinu bréf 7. september, eða skömmu eftir hrakningana, en hon- um hafi heldur ekki borist svar. Spánverjinn hafi einnig ritað Sam- vinnuferðum-Landsýn sem skipu- lögðu ferðina, og borist skömmu síðar svar með lýsingu fyrirtækisins á rás atburða og greinargerð frá fararstjóra hópsins. „Þar kemur fram í aðalatriðum sönnun alls þess sem við höfum haldið fram í sambandi við ferðina og hörmulegar lyktir hennar, en að sjálfsögðu draga þeir ekki réttar ályktanir og viðurkenna ekki ábyrgð sína,“ segir Blass. Auk Spánveijans hyggja bresk hjón á málarekstur til að fá skaðabætur að hans sögn. 12 ferðalanganna voru frá ísrael og hafa níu þeirra nú samþykkt að leiða málið til lykta utan dómstóla að sögn Blass. Níu manns þáðu bætur Israelska ferðaskrifstofan sem seldi þeim ferðina bauð öllum hlut- aðeigandi 3 þúsund dollara skaða- bætur fyrir skömmu, sem Blass segir í raun lítið meira en endur- greiðslu á ferðakostnaði þeirra á sínum tíma. „Óskað er eftir að fólkið þiggi þessar bætur í mynd annarrar ferð- ar erlendis, og ég held að engum blöskri þótt ég telji þessar greiðslur léttvægar miðað við það andlega og líkamlega áfall sem við urðum fyrir í ferðinni. Þeir sem slösuðust minna en ég eða kæra sig ekki um langan málarekstur þáðu þetta boð, þótt það bendi eindregið til þess að fyrirtækið telji sig hafa vondan málstað að veija,“ segir hann. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi snúið sér til hópsins og óskað þess að hann greiddi kostnað sam- fara björgunarstarfi því sem þyrla hennar vann á sínum tíma. „Uppgefinn kostnaður nam 20 þúsund dollurum og við vorum átta úr hópnum sem fengum kröfu um að greiða hann, eða um 2.600 doll- ara á mann. Ég svaraði fjármála- stjóra Landhelgisgæslunnar og rakti m.a. atburðarásina eins og hún birtist í bréfi mínu til ráðuneyt- isins. Mér skilst að Landhelgisgæsl- an muni ekki gera frekari kröfur á hendur okkur, en þar fyrir utan höfðum við verið fullvissuð um það af forkólfum SL seinasta kvöld okk- ar á íslandi að fyrirtækið myndi greiða allan kostnað við björgun- ina,“ segir Blass. Beðið eftir læknismati Hann segir lögfræðinga sína bíða eftir því að endanlegt Iæknisfræði- legt mat verði lagt á ástand sitt, og megi búast við því að það verði gert eftir um hálft ár. Þangað til safni þeir gögnum vegna væntan- legs málareksturs, en ekki sé ljóst hvort ísraelska ferðaskrifstofan og SL verði lögsótt samtímis, eða ein- göngu söluaðilinn í ísrael sem geti síðan gert kröfur á hendur fslenska fyrirtækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.