Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 39
f flKIA1,r/ MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIDS Umsjófl Guðmundur Páll Arnarson SUÐUR þarf að velja milli tveggja leiða í þriðja slag, og hefur ekkert við að styðj- ast annað en eigin þekkingu á tölfræði spilsins: Suður gefur; AV á hættu. Norður 4 3 4 9653 ♦ ÁK984 4 G84 Suður 4 ÁK6 4 ÁK4 4 732 4 Á1096 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: Spaðagosi. Suður drepur strax á spaðakóng, og spilar tígli á ásinn í borði. Vestur lætur fimmuna og austur sexuna. Nú kemur tvennt til greina: 1) Spila litlum tígli úr borðinu og treysta á að litur- inn falli 3-2. 2) Spila laufáttu með þá áætlun í huga að tvísvína, en þá vinnst spilið ef austur á a.m.k. annað hjónanna. Hvor leiðin er betri? Reyndir spilarar vita að fyrirframlíkur á því að litur falli 3-2 eru 68%. Þeir vita líka að tvísvíning heppast í þremur tilfellum af fjórum, en nákvæmlega í 76% til- fella. Að þessu athuguðu virðist rétt að tvísvína. Norður 4 3 4 9653 ♦ ÁK984 4 G84 Vestur Austur 4 G1095 4 D8742 4 G72 llllll 4 D108 ♦ D105 4 G6 4 KD2 4 753 Suður 4 ÁK6 4 ÁK4 ♦ 732 4 Á1096 En þá gleymist mikilvægt atriði. Skiptingarlíkur breyt- ast þegar lit er spilað. Sagn- hafi hefur spilað tíglinum einu sinni og báðir fylgdu lit. Þar með er 5-0-legan út úr myndinni. Og ekki nóg með það, heldur má líka henda út þremur af fimm mögulegum 4-1 skiptingum: þegar einspilið er tía, gosi eða drottning. Raunar falla út fjórar af tíu hugsanlegum 3-2 skiptingum (DG, DIO, GlO og DGIO), en eftir stendur að 3-2-legan er orð- in mun líklegri, eða 78%o. Og þá á enn eftir að taka tillit til vamarinnar: Myndi yestur láta lítið frá DG105? Örugglega ekki, svo raun- verulegar líkur á þvi að litur- inn falli 3-2 eru nálægt 90%. ÁRA afmæli.í dag, miðvikudaginn 27. mars, er sjötug Lilja Hall- grímsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi, áður búsett á Seyðisfirði. Hún tekur á móti gestum í Perlunni, laugardaginn 30. mars nk. kl. 15-18. ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 27. mars, er fimmtugur Berg- þór Einarsson, bifreiða- stjóri hjá Skýrr hf., Öldu- granda 5, Reykjaví. Hann og eiginkona hans Margrét Guðmundsdóttir verða að heiman á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Ást er ... að færa henni gjöf þegar þú vilt sættast við hana. TM Reg. U.S. Pat. 0(1. — all riQhts reserved (c) 1996 Los Artgelea Times Syndicate ÞESSI náungi nær meiru út úr gítarnum en nokkur annar. MAÐURINN minn vill alls ekki eyða peningum í veggfóðrara. HÖGNIHREKKVÍSI MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningarnar þurfa að berst með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á net- fangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. STJÖRNUSPÁ eltir Frances Orake HRUTUR Afmælisbam dagsins: Þú vilt eiga ímörgu að snú- ast, ogþér semur vel við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hlustaðu á góð ráð vinar varð- andi vinnuna. Ef þú íhugar ferðalag þarft þú að skipu- leggja það vel svo ekkert fari úrskeiðis. Naut (20. apríl - 20. maí) Vingjamlegt viðmót skilar þér betri árangri en harka f sam- skiptum við aðra í dag. í kvöld þarfnast þú hvíldar heima. Tvíburar (21. mai- 20. júni) Það hentar þér betur að heim- sækja aðra en að fá til þín gesti f dag. Þér verður boðið í samkvæmi um komandi helgi. Krabbi (21. júní — 22. júlf) H&e Hugmyndir þínar varðandi vinnuna þarfnast betri út- færslu áður en þú kynnir þær fyrir ráðamönnum. Sinntu fjöl- skyldunni í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sýndu þínum nánustu um- hyggju og skilning, og gerðu ekki kröfur, sem erfitt er að uppfylla. Pjármál og vinátta fara illa saman. Meyja (23. ágúst - 22. september) Að loknum vinnudegi væri ekki úr vegi að fagna góðu gengi með starfsfélögum. Sumir eiga von á góðri gjöf frá ástvini. Vog (23. sept. - 22. október) '$tS Það er vor í lofti, og þú ert að íhuga ferðalag í sumarleyf- inu. Óvæntir gestir geta valdið breytingum á fyrirætlunum í kvöld. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert með einhveijar áhyggj- ur árdegis, og ættir að ræða málið við vin, sem getur gefið géð ráð. Kvöldið lofar góðu. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Góð sambönd reynast þér vel í vinnunni og auðvelda lausn á erfiðu verkefni. Slakaðu á með ástvini að vinnudegi lokn- Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þér bjóðast mörg tækifæri til að fara út að skemmta þér næstu dagana, en þú ættir að reyna að hafa hemil á eyðsl- unni. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) tíh. Einkamálin eru í góðu lagi, en þú þarft að varast deilur við ráðamenn í vinnunni í dag. Reyndu að sýna umburðar- lyndi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ‘S* Aukið sjálfstraust auðveldar þér störfin f dag, og þú nýtur góðrar aðstoðar starfsfélaga. Góðar fréttir berast frá vini. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vfsindalegra stað- reynda. MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 39 Hvernig gæludýr mundir þú fá þér ef þú ynnir rúmlega 40 milljónir í Víkingalottóinu? K I N G A L#TT V Til míkils að vinna! AUa miðvikudaga fyrirkl 17,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.