Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 25 jHfflngtmfrliifrlfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EÐLILEGT FRAM- HALD Á ÞRÓUN VARNARMÁLA SAMKOMULAG það, sem íslenzk og bandarísk stjórn- völd hafa gert til fimm ára um framkvæmd varnar- samnings ríkjanna, er á flestan hátt jákvætt og eðlilegt framhald þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað í íslenzk- um varnarmálum undanfarin ár. í fyrsta lagi er jákvætt að Bandaríkin ítreka skuldbind- ingar sínar um varnir íslands og að hér á landi verður áfram lágmarksvarnarviðbúnaður, sem auðvelt er að auka með skömmum fyrirvara. Sömuleiðis er eðlilegt að samkomulag ríkjanna um rekst- ur varnarstöðvarinnar í Keflavík skuli vera til lengri tíma en áður. Ætla verður að mestu breytingarnar á varnarvið- búnaði vestrænna ríkja vegna loka kalda stríðsins séu að baki og að Keflavíkurstöðin sé nú rekin með lágmarksmann- afla og tækjakosti. Sá sparnaður, sem þegar hefur átt sér stað í Keflavíkur- stöðinni, var óhjákvæmilegur í ljósi breyttra aðstæðna og einungis hluti af gífurlegum niðurskurði fjárframlaga til varnarmála í öllum vestrænum ríkjum. Nauðsynlegt er að stuðla áfram að sparnaði og aðhaldi, líkt og kveðið er á um í samkomulagi íslands og Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn kröfðust afnáms einkaréttar íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á framkvæmdum fyrir varnarliðið í viðræðum við íslenzk stjórnvöld. Sú krafa var af þeirra hálfu ekki sízt tilkomin af sparnaðarástæðum; búast má við að rekstrarkostnaður varnarstöðvarinnar lækki eiin með aukinni samkeppni í varnarframkvæmdum. Hins vegar hefur lengi legið Ijóst fyrir að fyrirkomulag, sem fært hefur fámennum hópi manna stórgróða af varnar- framkvæmdum á silfurfati, er óréttlátt, óþolandi og full- komin tímaskekkja í landi, þar sem frjálst markaðskerfi á að ríkja. Sú ákvörðun að afnema einkarétt var því seinna á ferðinni en ástæða var til. Jafnframt má spyija hvort sá átta ára aðlögunartími, sem íslenzk stjórnvöld sömdu um fyrir hönd fyrirtækjanna, sé ekki fullríflegur. Það er aftur á móti full ástæða til að taka undir það með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra að ríkið selji hlut sinn í Aðalverktökum þegar fyrirtækið verður orðið að venjulegu verktakafyrirtæki á almennum'markaði. Ríkið á ekkert erindi í verktakastarfsemi. BÆTT STAÐA SMÁBÁTA VERULEG breyting verður frá og með næsta fiskveiði- ári á starfsumhverfi smábáta, en harkalegar deilur hafa staðið síðustu árin um aðstöðu þeirra. Skömmu áður en Alþingi fór í páskaleyfi lagði Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, fram tvö frumvörp, sem ætlað er að lögfesta samkomulag við Landssamband smábátaeigenda um breyt- ingar á stjórnun veiða smábátanna. Það felur í sér, að heildarafli þeirra verði framvegis 13,9% af ákvörðuðum heildarþorskafla hvers fiskveiðiárs, sem er sama hlutfall og nú. Þó verði heildaraflinn aldrei minni en núverandi aflahámark eða 21.500 tonn. Þetta ákvæði veitir smábátun- um sjálfkrafa hlutdeild í þeirri kvótaaukningu, sem fyrirsjá- anleg er þegar næsta haust. Mikilvæg breyting verður einnig fyrir smábátana með niðurfellingu allra fastra banndaga, sem nú eru 136 á ári, og verða sjómenn ekki háðir öðrum takmörkunum en að halda sig innan aflahámarksins á þorskveiðum. Þeim verð- ur heimilt að flytja 20% þorskkvótans milli veiðiára, svo og að framseija kvóta milli báta innan ársins. Smábátum verður skipt í tvo flokka, krókabáta, sem eingöngu stunda handfæraveiðar, og báta, sem veiða bæði á handfæri og línu. Ástæðan er ólíkir hagsmunir þessara báta að sumu leyti, m.a. að aukning á línuveiðum skerði ekki hlut þeirra, sem stunda handfæraveiðar eingöngu. Samkomulag tókst um það að hækka tilboð um úrelding- arstyrk til krókabáta á sóknardagakerfi í 80% af trygging- arverðmæti og 60% á þorskaflahámarki. Þessi breyting er gerð í því skyni að fækka smábátum og gera það fýsilegra fyrir eigendur þeirra að draga sig í hlé. í ljósi þeirra hörðu deilna, sem verið hafa milli sjávarút- vegsráðuneytis og smábátaeigenda, er fagnaðarefni að sam- komulag hefur tekizt. Mikilvægt er að smábátaútgerðin sé lífvænleg, því hún hefur úrslitaáhrif á afkomu fólks víða um land. + ; Áhugi íslenskra útgerða á að sækja á fjarlæg mið eykst með hveiju árinu ; . , *v, » , „ , ■ Tsli ■ WJfc .'V»: _ , ■: .£ '-J *■-,' r rÁ Tr l : • —- ■ 'y-zr '' ■ A .. * ". - "r y ■J”‘ ■;■» ' f ' Morgunblaðið/Halldór B. Nellet TÍU skip voru að karfaveiðum þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, flaug yfir miðin á Reykjaneshrygg um kvöldmatarleytið á mánudag. Rétt við lögsögumörkin voru fjögur þýsk skip, eitt frá Eistlandi, tvö frá Rússlandi og tvö íslensk, Heinaste og Siglir, sem er í forgrunni á myndinni. Að auki var eitt skip, sem Landhelgisgæslan hafði ekki upplýsingar um hvaðan væri. Karfaaflinn var eitthvað að glæðast, en helsti sóknartíminn er þó ekki hafinn. Tvöfalt fleiri á Flæmska hattinn JÓHANN A. Jónsson, formaður Úthafsveiðifélagsins, segir að erfitt sé að henda reiður á hve margir ætli til veiða á fjarlæg- um miðum í ár, en greinilegt sé þó að æ fleiri íslenskir útgerðarmenn líti til rækjuveiða á Flæmska hattinum og áhugi á Smuguveiðum sé mikill sem fyrr. Pétur Örn Sverrisson, forstöðu- maður Aflamiðiunar, segir að hann reikni með að fjöldi íslenskra skipa á Flæmska hattinum tvöfaldist hið minnsta. • Þau fjarlægu mið, sem íslendingar hafa sótt, eru helst Barentshafið, Flæmingjagrunn, eða Fiæmski hatt- urinn, og Reykjaneshryggur. í Barentshafi veiddu íslensk skip 34 þúsund tonn á síðasta ári. Mest var það þorskur og ef miðað er við 85 króna kílóverð hefur heildarverð- mæti aflans verið tæpir 2,9 milljarðar króna. Um 50 skip sóttu á miðin og þegar sóknin var þyngst voru 40 ís- lensk skip að veiðum í Smugunni á sama tíma. Á Flæmska hattinum veiddu 18 ís- lensk skip 7.600 tonn af rækju á síð- asta ári og aflaverðmætið var um 1,4 milljarðar króna. Rækjuafli á fjarlæg- um miðum rúmlega þrefaldaðist milli ára, því hann var 2.400 tonn árið 1994 og verðmætið 420 milljónir. Nú hafa 12-15 íslensk skip þegar hafið rækjuveiðar á Flæmska hattinum og afli hefur verið ágætur. 29 skip veiddu á Reykjaneshrygg Karfaveiðar á Reykjaneshiygg voru stundaðar af 29 skipum í fyrra, sem samtals veiddu 27.215 tonn og aflaverðmætið nam tæp- um 1,3 milljörðum króna. Líkt og í rækjuveiðunum sóttu menn misstíft, sumir fóru einn túr, en aðrir mar- goft, svo fjöldi skipa segir ekki söguna. Nú hafa íslendingar fengið 45 þús- und tonna karfakvóta á Reykjanes- hrygg, en ákvörðun um hvernig sá kvóti skiptist milli útgerða hefur ekki verið tekin. Fjögurra vikna stopp á AF < V INNLENDUM VETTVANGI Sókn íslenskra fiski- skipa á fjarlæg mið mun að líkindum enn aukast á þessu ári, að því er menn segja Ragnhildi Sverrisdóttur. Aflinn hefur reynst íslenskum útgerðum mikil búbót og útgerðarmenn líta einnig til þess að veiði- reynsla sem þeir afli sér nú komi þeim til góða við kvótaúthlutun síðar. Ná í veiði- reynslu fyrir kvótaúthlutun alla besta tíma á karfaveiðunum í fyrra vegna sjómannaverkfalls setti strik í reikninginn og má búast við að afli hefði verið nálægt 45 þúsund tonnum, ef ekkert hefði verið verkfallið. Loks má svo nefna síldveiðar, en í fyrra veiddust um 173 þúsund tonn af norsk-íslensku vorgotssíldinni, bæði í Síldarsmugunni, en þó mest í fær- eyskri lögsögu. Sú veiði _var engin árið 1994, en í ár sömdu Islendingar og Færeyingar sameiginlega um 224 þúsund tonna afla. Veiðireynsla skiptir miklu „Það er meiri sókn á fjarla;gari mið og menn eru fyrr á ferðinni að hugsa fyrir slíku, eins og sóknin á Flæmska hattinn sýnir,“ segir Jóhann A. Jóns- --------- son á Þorlákshöfn, formað- ur Úthafsveiðifélagsins. „Þá er greinilegur áhugi á að stunda aukna sókn í Smuguna, enda eru menn ......... nú meðvitaðri en áður um að veiðireynsla skiptir miklu við út- hlutun kvóta, þegar þar að kemur. Því reyna þeir að styrkja sig í þeim komandi slag. Útgerðir hafa greini- lega vaxandi áhuga á að sækja lengra og ég er viss um að sá áhugi á enn eftir að aukast.“ Jóhann segir að sókn á fjarlægari mið dragi úr sókn á heimamiðum. Mörg þessara skipa eigi kvóta og geti stundað veiðar í lögsögunni, en fari út úr henni samt. Þá flytjist kvótinn einnig að hluta yfir á önnur skip, sem ella væru verkefnalaus og þannig styrktist atvinnulífið. „Það er góður kostur að leita lengra og það sjá rnenn til dæmis á því að nú er töluvert góð veiði á Flæmska hattinum og svo er karfatíminn að renna upp.“ Omögulegt að spá um afla „Það verður mikil sókn á Flæmska hattinn í ár og að.öllu óbreyttu ætla margir sér í Smuguna," segir Pétur Örn Sverrisson, forstöðumaður Afla- miðlunar. „í fyrra voi-u 18 skip á Flæmska hattinum, en nú eru þau þegar orðin 12-15 og fleiri ætla að fara. Ég er því viss um að fjöldi ís- lenskra skipa þar mun að minnsta kosti tvöfaldast." Pétur Örn segir að nú séu breyttar aðstæður á Reykjaneshrygg, því búið sé að semja um 45 þúsund tonna karf- akvóta íslendinga þar. „Nú veltur allt á því hvernig þeim kvóta verður skipt og full seint í rassinn gripið að ætla sér að ná í veiðireynslu þar. Það er Aftur fimmtíu íslensk skip í Smuguna ekki ólíklegt að íslensk skip hefðu náð að veiða 45 þúsund tonn á Reykjanes- hrygg í fyrra, ef ekki hefði komið til sjómannaverkfalls, sem stöðvaði veið- arnar í mánuð. Við erum því ekki að fá neitt gefins í kvóta, þrátt fyrir að hann sé tæpum 18 þúsund tonnum meiri en afli okkar þar á síðasta ári.“ Líklegt þykir að veiðireynsla ráði að mestu ferðinni þegar ákvörðun verður tekin um skiptingu 45 þúsund tonna karfakvóta á Reykjaneshrygg. „Það hlýtur að vera litið til þess að menn leggja ekki í fjárhagslega áhættu án þess að fá umbun fyrir,“ segir Pétur Örn. „Þegar tíu skip hafa stundað veiðar á fjarlægum slóðum um skeið og með góðum árangri, þá er engin áhætta fyrir aðra að sigla í kjölfarið. Hinir fyrstu verða hins vegar að fá að njóta frumkvæðisins." í Smugunni_ veiddu um 50 skip á síðasta ári. „Ég veit ekki betur en menn ætli sér þangað, en það er spurn- ing hvort einhver aukning verður, af því að við eigum nú ekki endalaust af skipum. Allir sem gátu farið hafa þegar gert það.“ Pétur Örn segir útilokað að giska á hver afli íslenskra skipa á fjarlægum miðum verði á þessu ári. „Ef við tökum dæmi af Barentshafi, þá fengum við um 34 þúsund tonn þar í fyrra, 37 þúsund árið 1994 og 11 þúsund árið 1993. í byijun árs í fyrra óttuðust menn að þeir næðu ekki miklu, af því að þá var ekki lengur veitt á Sval- barðasvæðinu, heldur einungis í Smugunni. 34 þúsund tonna afli fór því fram úr björtustu vonum manna. Það er hins vegar ekki á vísan að róa, svo það er ómögulegt að spá nokkru þótt sóknin verði svipuð. Búbótin undanfarin ár hefur hins vegar verið geysileg og hjálpað sjáv- “ arútveginum að komast í gegnum erfiða tíma.“ Pétur Örn segir að hann eigi ekki von á öðru en að náist að veiða upp í sameiginlegan síldarkvóta Islendinga og Færeyinga, sem í ár er 224 þúsund tonn. VERIÐ er að undirbúa breytingar á sláturhúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði til þess að auka mögu- leika þess til útflutnings á fersku dilkakjöti. KASK er einn af þremur sláturleyfishöfum í landinu sem hefur leyfi til útflutnings til Evr- ópusambandsins og annar tveggja sem má selja kjöt til Bandaríkj- anna. Á síðasta ári var meginhluti framleiðslunnar fluttur út. Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri segir að það dugi ekki til og því verði með öllum ráðum að auka framleiðsluna, með því að bæta aðstöðuna, fá fleira fé til slátrunar og lengja sláturtímann. Pakkað kjöt til Belgíu Kjötskrokkarnir eru hlutaðir nið- ur í sláturhúsi KASK og bitunum pakkað í neytendapakkningar eftir óskum hins erlenda kaupanda. í síðustu sláturtíð var til dæmis unn- ið kjöt úr 4.000 skrokkum í neyt- endapakkningar fyrir COVEE- verslunarkeðjuna í Belgíu. Kjötið var úrbeinað, fitusnyrt, pakkað og verðmerkt samkvæmt óskum versl- unarinnar. Pálmi segir að ekki hafi verið unnt að anna eftirspurn vegna þess að vinnuað- staðan takmarkaði það magn sem hægt var að úr- beina og pakka í sláturtíðinni. Einn- ig hafi hlutfall ein- stakra stykkja ver- ið óhagstætt, KASK hafi þurft að afsetja með öðr-, um hætti of stóran hluta skrokksins. Út úr þessum 4.000 skrokkum koma 60 tonn af kjöti og þegar búið er að úrbeina það að hluta eru eftir 38 tonn til útflutn- ings, þar af fóru 12 tonn af bein- lausu kjöti til COVEE. Pálmi segir að með því að úrbeina kjötið hér heima minnki flutningskostnað- urinn, ekki þurfi að kosta til flutnings beinanna. Pálmi segir að belgíska fyrirtækið selji sérpakkaðan fisk fyrir Islenskar sjávarafurðir hf. og sé KASK í raun að tengjast þróunarkerfi ÍS með því að taka þátt í þessari út- flutningstilraun. Hann segir að auk þess selji KASK kjöt til Bandaríkj- anna, Svíþjóðar, Danmerkur og Færeyja, í samvinnu við Kjötum- boðið hf. Pálmi segir stefnt að því að allt kjöt verði flutt út í neytenda- umbúðum. Aðeins þannig sé hægt að búast við hækkandi verði. KASK ætlar að leggja sitt af mörkum með því að koma upp sérhæfðri útflutningsvinnslu í sláturhúsinu fyrir næstu sláturtíð og stendur undirbúningur breytinganna yfir. „Til þess að geta aukið afköst í sláturtíðinni og lækkað vinnslu- kostnað verðum við að byggja upp Sérhæfð útflutnings- vinnsla á Höfn KASK ætlar að koma upp sérhæfðri útflutn- ingsvinnslu á dilkakjöti í sláturhúsi sínu á Höfn. Pálmi Guðmundsson kaupfélags- stjóri segir Helga Bjarnasyni að sláturtíðin Hagkvæmari siátmn greiddi KASK 162 kr. á kjötkílóið og er þá talið með það sem fæst fyrir gæruna. „Við stefnum að því að hækka skilaverðið verulega á næstu árum. Það munum við gera með aukinni markaðssetningu og að flytja stærri hluta afurðanna á markaði sem skila hærra verði og ekki síður með því að reyna að lækka kostnað við slátrun og vinnslu. Menn verða að búa sig undir það að kjötverð lækki á innanlandsmarkaði á næstu árum vegna samkeppni við annað kjöt og breyttra matarvenja. Þá má búast við að styrkir til bænda lækki. Ég spái því að ekki líði mörg ár þangað til að skilaverð fyrir útflutning og það kjöt sem selt er á innanlandsmarkaði mæt- ist,“ segir Pálmi. verði lengd og reynt að fá fleira fé til slátrunar utan félagssvæðisins, til þess að nýta sem best þann markað sem kaupfélagið er að rækta. sérhæfða vinnslu með fagfólki sem hefur að- stöðu og tækjabúnað til að ná miklum af- köstum með lágmarks tilkostnaði," segir Pálmi. Skilaverð mun hækka „Við höfum öðlast dýrmæta reynslu, það er eini ávinningur okk- ar af þessum útflutn- ingi hingað til. Við erum hins vegar vissir um að við séum á réttri leið og að við séum að búa til eftirspurn sem skilar betra verði í framtíðinni,“ kaupfélagsstjórinn. Pálmi segir að KASK hafi greitt bændum hærra verð fyrir kjöt sem þeir framleiða utan kvóta til útflutnings en þeir sláturleyfishafar sem ekki hafa útflutnings- leyfi. En hann viður- kennir einnig að bænd- urnir séu ekki of sæiir af því sem þeir fá og þeir geti ekki lifað af því að framleiða ein- göngu fyrir útflutning. Pálmi Pálmi býst við að fyrir Guðmundsson útflutningskjöt frá síð- okkur asta hausti fái bóndinn heldur segir lægra verð en haustið 1994. Þá Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að auka hagkvæmni í slátrun og vinnslu. Bendir á að sláturhúsin séu allt of mörg og þeim þurfi að fækka. Hann segir að sú fram- kvæmd sem KASK er að leggja út í til þess að geta sinnt betur út- flutningnum gefi fyrirtækinu möguleika á að nýta betur slátur- húsið. Ákveðið er að lengja sláturtíðina á Höfn til þess að sinna betur þörfum erlenda markaðar- ins. Byijað verður að slátra um miðjan ágúst, um það bil mánuði fyrr en venjulega. Pálmi segist stefna að því að fá fleira fé til slátrun- ar. KASK hefur slátrað fé af Héraði og Suðurfjörðum í samvinnu við slát- urhúsin sem þar eru. Og hann segir að alltaf sé töluverð ásókn að vestan í slátrun á Höfn. Fé- lagssvæði Sláturfé- lags Suðurlands tekur við um sýslu- mörk Vestur- og Austur-Skaftafells- sýslu en Pálmi lýsir þeirri skoðun sinni að slík mörk séu löngu úrelt. Hann segir að líta verði á landið allt sem eitt slátursvæði, sér- staklega þegar inn- anlandssalan dregst saman, en örfá hús hafi leyfi til að flytja út. Annars verði kjötið óseljanlegt. Sauðfjárveikivarnalína er á núlli félagssvæða KASK og SS og ekki' hefur fengist leyfi til að flytja fé( yfir hana. Pálmi segir að víða sé flutt yfir varnalínur og verði að finna leið til að heimila slíkt í þessi; tilviki vegna þess hve mikil nauð-í syn sé á að nýta sláturhús KASK til útflutnings. Pálmi segist ekki óttast samkeppni um sláturféð við SS. Kaupfélagið stefni að því að greiða bændum alltaf hæsta verð fyrir útflutningskjöt til þess að þeir geti treyst á þann tekjumögu: leika til framtíðar í stað þess að _ skera sífellt niður vegna minnkandi kvóta. „MÉR finnst ánægjulegt að þeir skuli leggja á þetta áherslu. Við tökum því vel,“ segir Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri KASK um þá ályktun Félags sauðfjárbænda á Héraði og Borgarfirði eystra að þeir fjórir sláturleyfishafar sem starfa á Austurlandi sameinuðust um eitt slátursamlag. Stjórnendur Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum og Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga á Höfn ræddu á síðasta ári möguleika á verkaskiptingu með því að stofna Slátursamlag Austurlands Slátursamlag Austurlands og Mjólkurbú Austurlands en ekki náðust samningar. Aðilar voru sammála um að leggja niður mjólkurbúið á Höfn og flytja osta- framleiðsluna á Egilsstaði. Kaup- félagið á Egilstöðum átti að verða aðalcigandi Mjólkurbúsins. Aust- ur-Skaftfellingar lögðu á móti áherslu á að þeir yrðu meirihluta- eigendur Slátursamlagsins. Færðu fram þau rök að slátur- húsið á Héraði væri að fullu af- skrifað en húsið á Höfn hefði útflutningsleyfi og möguleika tíi að bæta við sig fé. Á þetta gátu Héraðsbúar ekki fallist og féll þá allt málið um sjálft sig. Pálmi segist enn vera þeirrar skoðunar að hægt sé aö draga úr kostnaði við slátrun og vinnslu ineð því að fækka rekstraraðilum og Austur- Skaftfellingar séu opnir fyrir því að taka þessa umræðu upp á nýjan leik. Finnst honum vel koma til greina að sláturhúsin á Vopnafirði og Breiðdalsvík gangi til liðs við slíkt félag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.