Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í
Blendin viöbrögð við saipkomulaginU. við smábátaeigendur:
BÚÐU þig undir að þurfa áfallahjálp. Steini er kominn með hjartað á réttan stað.
Verður Hampiðjan af viðskiptum upp á 15 milljónir kr.?
Heather Sea fékk ekki
að leita hafnar hér
FRY STITOGARANUM Heather
Sea var snúið frá Reykjavíkurhöfn
sl. þriðjudag af sjávarútvegsráðu-
neytinu. Skýringin er sú að öðrum
þjóðum en þeim sem náðu sam-
komulagi á aukafundi Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðiráðsins í lok
marsmánaðar um skiptingu
heildarafla á úthafskarfa á Reykja-
neshrygg er ekki heimilt að leita
hér hafnar nema til þess að fá
neyðarþjónustu.
Togarinn Heather Sea er skráð-
ur á Marshalleyjar í Karíbahafi og
heyrir því ekki undir þetta sam-
komulag. Togarinn sótti um leyfi
til að koma inn í Reykjavíkurhöfn
og bar því við að bilun hefði orðið
kapalvindu. Síðan var m.a. ætlunin
að festa kaup á Hampiðjutrolli.
Samningur við viðkomandi ríki
þarf að liggja fyrir
Sjávarútvegsráðuneytið sendi
frá sér fréttatilkynningu vegna
málsins þar sem segir að lögum
samkvæmt sé erlendum veiðiskip-
um heimilt að landa eigin afla og
sækja hingað alla þjónustu er varði
útgerð skipsins.
Þettá sé þó ekki heimilt þegar
um sé að ræða veiðar úr sameigin-
legum nytjastofnum, sem veiðist
bæði innan og utan íslenskrar
efnahagslögsögu, hafi stjórnvöld
ekki gert samning um nýtingu við-
komandi stofns við stjórnvöld í
hlutaðeigandi ríki.
Á aukafundi NEAFC sem hald-
inn var í lok marsmánaðar náðist
niðurstaða um skiptingu heildar-
afla í úthafskarfa á Reykjanes-
hrygg. Skiptingin var þannig að
Grænland og Færeyjar fengu 40
þúsund lestir, Evrópusambandið
23 þúsund lestir, ísland 45 þúsund
lestir, Noregur 6 þúsund lestir,
Pólland eitt þúsund lestir og Rúss-
land 36 þúsund lestir.
Einnig var sú ákvörðun tekin á
fundinum að tvö þúsund lestir
skyldu ætlaðar öðrum þjóðum sem
samstarf hefðu við NEAFC varð-
andi stjórn á úthafskarfaveiðun-
um. Þær þjóðir sem tekið hafa upp
slíkt samstarf eru Kanada og Jap-
an.
Ofangreindar þjóðir auk Evr-
ópusambandsins eru því aðilar að
samkomulagi um nýtingu úthafs-
karfastofnsins og er því fiskiskip-
um frá þeim heimilt að landa hér
afla og sækja hér til hafnar alla
þjónustu, sem snertir veiðar á þess-
um stofni. Gildir þessi ákvörðun
uns þær hafa veitt leyfilegt magn.
í tilkynningu ráðuneytisins segir
að Rússar hafi gefið í skyn á fund-
inum, að ákvörðuninni um skipt-
ingu heildarkvótans kynni að verða
mótmælt, en engin mótmæli hafi
komið fram enn frá þeim. Berist
mótmæli frá Rússlandi verði tekin
afstaða til þess í ráðuneytingu
hvort skipum frá Rússlandi verði
heimilt að sækja hingað þjónustu.
Öðrum þjóðum sem veiðar
stundi úr úthafskarfastofninum sé
óheimilt að leita hér hafnar nema
til þess að fá neyðarþjónustu.
Löndun afla, kaup á vistum og
þjónustu og mannaskipti séu því
þessum skipum óheimil.
Samið um kaup á tveimur
trollum upp á 15 milljónir
Hampiðjan hafði samið um sölu
á tveimur trollum til skipsins Heat-
her Sea og systurskips þess.
Hampiðjan gæti því orðið af um
15 milljónum króna ef ekkert verð-
ur úr kaupunum vegna málsins.
„Gunnar Svavarsson, forstjóri
Hampiðjunnar, segir staðreyndir
málsins þær að skipið sé að upp-
runa frá Kaliningrad. Rússar og
Bandaríkjamenn hafi stofnað með
sér félag um flota átta skipa. Þau
séu gerð út af fyrirtæki í Seattle
en skráð í þriðja landi. Tvö systur-
skip sem tilheyri þessum flota hafi
verið á úthafskarfaveiðum á
Reykjaneshrygg undanfarnar vik-
ur.
„Útgerðarmenn skipanna komu
að máli við okkur fyrir mánuði síð-
an til að kanna hvort við gætum
útvegað þeim troll vegna þess að
veiðarnar gengju ekki nógu vel,“
segir Gunnar. „Við sendum þeim
tilboð og þeir gengu að þeim, að
sjálfsögðu með þeim fyrirvara að
í trollin fiskaðist."
Hann segir að það sem hafi orð-
ið til þess að skipin hafi sótt um
að komast í höfn hafi verið bilun
í kapalvindu. Skipunum hafi hins
vegar verið snúið við og nú sitji
Hampiðjan uppi með tvö troll upp
á 15 milljónir króna sem ekki sé
hægt afhenda.
Eins og að skjóta
sjálfan sig í fótinn
„Við hljótum að styðja að menn
komi taumi á úthafskarfaveiðar,
en það sem okkur þykir skondið
er að þessi skip geta sótt sömu
þjónustu til nágrannaríkja okkar,“
segir Gunnar. „Þar með geta þau
sótt miðin, með aðeins meiri til-
kostnaði að vísu, en við missum
af þessum viðskiptum. Þetta er
gagnslitlar aðgerðir á meðan menn
eru ekki samstiga í þeim. Þetta
er eins og að skjóta sjálfan sig í
fótinn.“
Hann segir að það sé undarlegt
að þetta eigi sér stað á sama tíma
og Útflutningsráð sé að markaðs-
setja ísland sem þjónustumiðstöð
fyrir erlend skip: „Það má segja
að það sé verið að selja skipunum
þjónustu og svo megi skipin ekki
koma. Það getur verið erfið mark-
aðssetning að sumir megi koma
og aðrir ekki.“
Hollvinasamtök Háskóla Islands
Tengsl við þjóð-
líf efld og styrkt
Sigríður Stefánsdóttir
Hollvinasamtök Há-
skóla íslands eru
ný hér á landi en
ráðist var í stofnun þeirra
í framhaldi af átakinu
vegna Þjóðarbókhlöðu.
Var stofnfundur samtak-
anna 1. desember á síð-
asta ári en framhalds-
stofnfundur þeirra verður
17. júní næstkomandi.
Teljast þeir stofnfélagar,
sem ganga til liðs við sam-
tökin fram til þess tíma,
en starfsmaður þeirra og
talsmaður er Sigríður
Stefánsdóttir.
Að sögn Sigríðar eru
Hollvinasamtökin opin öll-
um velunnurum Háskól-
ans, fólki í atvinnulífinu,
háskólakennurum og
stúdentum, sem hafa verið mjög
öflugir í starfinu fram að þessu.
Á stofnfundinum 1. desember var
skipuð bráðabirgða- eða undir-
búningsstjórn og er hún þannig,
að Sigmundur Guðbjarnason há-
skólarektor er formaður og aðrir
í stjórn eru Lára Margrét Ragn-
arsdóttir þingmaður, Friðrik
Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Guðrún Er-
lendsdóttir hæstaréttardómari og
Skúli Helgason fyrir hönd stúd-
enta.
Sigríður sagði, að stjórn Holl-
vinasamtakanna starfaði í nánu
sambandi við háskólarektor og
forystumenn í stúdentaráði en
megintilgangurinn væri að
styrkja og efla háskólann og
tengsl hans við fyrrverandi nem-
endur sína og aðra velunnara,
ekki síst allan almenning.
„Það er von okkar, að sem
flestir, hvort sem þeir hafa num-
ið við Háskólann eða aðrar
menntastofnanir utanlands eða
innan, sjái og átti sig á, að Há-
skólinn er okkar æðsta mennta-
stofnun, sem nauðsynlegt er að
hlúa að. Að henni eiga í raun
allir aðgang og fólk getur nýtt
sér ýmislegt, sem þar er að ger-
ast, jafnvel setið fyrirlestra án
þess að ætla sér að stunda eigin-
legt háskólanám," sagði Sigríð-
ur.
Sigríður sagði, að kynning á
starfi Hollvinasamtakanna yrði
með ýmsum hætti. Um þessar
mundir væri verið að gefa út
fréttabréf, sem yrði dreift mjög
víða, fréttatilkynningar yrðu
sendar út í gegnum fjölmiðlana
og verið er að senda út bréf til
þeirra, sem nú þegar hafa gerst
stofnfélagar.
Að sögn Sigríðar eru miklar
vonir bundnar við samkomu, sem
haldin verður í Odda sunnudaginn
5. maí nk. milli kl. 16 og 18 en
þar á að vera almenn móttaka
með ýmsum listrænum uppákom-
um og kynningarstarfsemi á út-
gáfu og fleiru á vegum
Háskólans. Sagði hún,
að þangað væru allir
velkomnir, þéir, sem
eru orðnir félagar í
Hollvinasamtökunum,
og þeir, sem vilja leggja hönd á
plóginn og kynna sér það, sem í
boði er.
„Við munum bæði nýta okkur
það, sem þegar hefur verið gert,
koma til dæmis betur á framfæri
því, sem gefið hefur út á vegum
Háskólaútgáfunnar og annarra
stofnana, og rétt er nefna, að
Hollvinir munu njóta ýmissa fríð-
inda. Þeim verður boðið upp á
sérstakar listauppákomur, fyrir-
►Sigríður Stefánsdóttir er
réttarfélagsfræðingur að
mennt og er hún ein um þá
menntun hér á landi. Felst hún
í því að fást við lögfræðileg
vandamál en með samfélags-
Iegri aðferðafræði. Er þá til
dæmis átt við hver reynslan sé
af tiltekinni löggjöf úti í þjóð-
félaginu, hvernig framkvæmd-
in hafi tekist og hvernig hún
hafi nýst sem stjórntæki. Sig-
ríður er menntuð frá háskólan-
um í Lundi í Svíþjóð og starf-
aði þar lengi við rannsóknir
og kennslu í vinnuverndarmál-
um.
lestraraðir og fleira," sagði Sig-
ríður.
Sigríður sagði, að það hefði
gefist mjög vel þegar haldnir
hefðu verið opnir fyrirlestrar eins
og bryddað hefði verið upp á í
Háskólanum að undanförnu. Til-
gangur Hollvinasamtakanna væri
líka einmitt sá að opna Háskólann
meira gagnvart þjóðfélaginu.
Auk hinna almennu Hollvina-
samtaka eru einstakar háskóla-
deildir farnar að undirbúa stofn-'
un sinna hollvinafélaga og kvaðst
hún vona, að sem flestar hefðu
lokið því starfi fyrir framhalds-
stofnfundinn 17. júní.
Hollvinasamtök einstakra há-
skóla eru algeng sums staðar
erlendis, einkum í Bandaríkjun-
um og Kanada, og eru Hollvina-
samtök Háskóla íslands að
mörgu leytí sniðin eftirþeim. Eru
margir íslendingar, sem mennt-
aðir eru vestanhafs, ennþá félag-
ar í hollvinasamtökum síns gamla
skóla, svokölluðum „alumni“, og
þekkja því vel til starfseminnar.
Sigríður sagði, að þessi félög
væru nokkurs konar sameining-
artákn fyrir þá, sem þar hefðu
stundað sitt nám, og gerðu ýmis-
legt til að efla samkenndina, til
dæmis með útgáfu minjagripa og
annars, sem einkennandi er fyrir
skólann. Sagði hún, að
hvað þetta varðaði
værum við íslendingar
miklir eftirbátar ann-
arra þjóða og kannski
því um að kenna, að
allt fram á síðustu ár hefði aðeins
verið um einn háskóla að ræða
hér á landi. Því hefði ekki verið
talin þörf fyrir þessa samsömun.
„Það er kominn tími til, að
fólk fylgist betur með. Framboðið
er mikið alls staðar í frá en vilji
menn vita hvað er að gerast og
hvað er nýjast í faginu þá er
gott að geta fengið það í gegnum.
sína háskóladeild,“ sagði Sigríður
að lokum.
Framhalds-
stofnfundur
17. júní nk.