Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Réttí tímínn tíl að
forrækta grænmeti
Morgunblaðið/Þorkell
LÁRA Jónsdóttir garðyrkjufræðingur segir
skipta miklu máli að birta sé næg og kjörið
hitastig er 15-18 gráður
Afengislaus
bitter
VÍNLAND ehf. hefur sett á markað
áfengislausan bragðauka, Monin
Bitter. Drykkurinn er ýmist drukk-
inn einn sér, með klaka og kolsýrðu
vatni, blandaður appelsínusafa eða
notaður í óáfeng hanastél.
Hann er framleiddur í fjölskyldu-
fyrirtækinu Georges Monin SA, sem
stofnað var árið 1912 en þar eru
framleiddir yfir fjörutíu óáfengir
drykkir úr ávaxalíkjörum.
Monin Bitter mun fyrst um sinn
eingöngu fást í verslunum Hag-
kaups í Kringlunni og í Skeifunni
og kostar 700 ml flaska tæpar sex
hundruð krónur.
ekki er með umfangsmikla ræktun
að staksá, setja strax mold í að-
skilda potta og pilla eitt til tvö fræ
í hvern pott. „Þetta tekur örlítið
lengri tíma en þegar er dreifsáð
en fyrir vikið þarf ekki að um-
planta og lengri ræktunartími
fæst því vöxturinn stoppar aðeins
þegar umplantað er.“
- Hvenær má síðan planta út í
garð?
„Það fer eftir því hvernig vorar.
Búi lesendur það vel að vera með
vermireiti með plasti eða gleri má
setja plönturnar út um miðjan maí
og jafnvel fyrr en séu þeir að
planta í beð í garðinum eða borg-
arlandi þá er rétti tíminn í lok
maí eða byijun júní og þá er ráð
MONIN
ÞEIR sem hafa hug á að
setja niður kartöflur og
grænmeti ættu að fara að
huga að því að setja kart-
öflur upp til spírunar hvað
úr hveiju en einnig er rétti
tíminn núna til að for-
rækta grænmeti.
Þeir sem ekki hafa tök
á að setja niður kartöflur
og grænmeti við sumarbú-
staði eða í bakgarðinum
hjá sér eiga möguleika á
að leigja hjá Garðyrkju-
stjóra Reykjavíkurborgar
skika til ræktunar. Á ýms-
um bæjarskrifstofum er
einnig hægt að sækja um
svokallaða kartöflugarða,
til að mynda er hægt að
fá Ieigða garða hja Mos-
fellsbæ, Kópavogsbæ og
Hafnarfjarðarbæ.
Ekki er óalgengt að 100
fermetrar séu leigðir á frá
800 krónum ogupp í 1.500
krónur eftir bæjarfélagi.
Garðurinn er þá plægður
en fólk á eftir að útvega
sér áburð og plöntur.
Góð birta og jafn raki
Lára Jónsdóttir, garð-
yrkjufræðingur hjá
Blómavali, segir þennan árstíma
einmitt henta til að byija forrækt-
un á grænmeti.
„Það sem þarf helst að for-
rækta er blómkál, hvítkál, sperg-
ilkál, salat, rósakál og gulrófur
að hluta til. „Fyrsta uppskeran er
alltaf dýrust og því er oft gott að
forrækta gulrófur til að fá upp-
skeruna snemma. Það má síðan
sá gulrófunum beint út líka og fá
þá uppskeru aðeins seinna.“ Lára
segir að góð birta sé skilyrði fyrir
árangursríkri forræktun og jafn
raki líka. „Fólk þarf að passa upp
á að plönturnar ofþorni ekki og
æskilegur uppeldishiti er 15-18
gráður. Sé hitinn meiri þarf birtan
að sama skapi að vera mikil.“
Eftir fjórðu til fimmtu viku má
fara að viðra plönturnar sem þá
eru líklega um fimm sentimetra
háar. „Ef birtan hefur verið léleg
og hitinn of mikill, verða plönturn-
ar lengri og tuskulegri en ef birtan
er góð og loftræsting í lagi.
Dreifsá eða staksá
Lára segir um tvær aðferðir sé
að ræða við sáningu. „Það er
hægt að dreifsá í bakka og eftir
að kímblöðin eru komin í ljós er
mál til komið að dreifplanta í litla
potta. Lára ráðleggur fólki sem
að breiða akrýl yfir beðin.
Úrkoma kemst í gegn og
það hitnar ekki of mikið.
Gulrætur þarf ekki
endilega að forrækta
- Er ekki æskilegt að
forrækta gulrætur?
„Það er ekki nauðsynlegt
og hægt að sá þeim snemma
út í garð, jafnvel um þessar
mundir. Gulrætur eru lengi
að spíra og eru ekki við-
kvæmar gagnvart kulda,“
segir Lára. Hún segir að
þegar jarðvegur hlýni séu
þær tilbúnar. Ef gulræturn-
ar eru forræktaðar er best
að hafa þær í djúpum ílátum
og það má aldrei raska rót-
inni og ekki umplanta þeim.
Grýttur jarðvegur er slæm-
ur fyrir gulrætur.
Lára segir að salati megi
sá beint út í byijun júní án
forræktunar, radísum má
sá beint út líka, næpum,
rófum og spínati.
Kryddjurtir borgar sig
að forrækta
Kryddjurtir er á hinn bóg-
inn æskilegt að forrækta,
þær eru lengi að spíra og
um að gera að sá þeim strax í litla
potta og jafnvel tíu til tuttugu
fræjum í litla blómapotta. Stein-
selju er auðvelt að rækta úti eftir
að búið er að forrækta hana.
Þá segist Lára gjarnan vilja benda
á að um miðjan maí sé hægt að
kaupa tilbúnar grænmetisplöntur
og hún hvetur líka lesendur til að
prófa að rækta nýjar tegundir,
rautt blaðsalat, kínakál, iceberg
og rauðrófur.
Lífrænn áburður í moldina
- Hvernig býr fólk beð undir
ræktun?
„Það er mjög gott að setja líf-
rænan áburð í alla mold, hún verð-
ur lifandi og grænmetið bragð-
betra en ella. Það má nota þurrk-
aðan hænsnaskít, hrossatað er
gott að leggja nú þegar í beðin
og láta liggja í moldinni. Sama á
við um kúaskít. Það er gott að
láta hann snemma í beðin og skol-
ast niður í jarðveginn. Einnig má
nota þörungamjöl og það þarf að-
eins meira af því en öðrum áburði.
Tilbúinn áburður er einnig notaður
með, því í honum eru köfnunar-
efni sem ekki er mikið af í hús-
dýraáburði. Hinsvegar þarf að
fylgja ráðlögðum skömmtum með
hann.“
A næstu grösum
Tælensk mat-
reiðsla hjá
gestakokki
mánaðarins
í KVÖLD, fimmtudagskvöld,
verður Örn Karlsson gesta-
kokkur mánaðarins á veit-
ingastaðnum Á næstu grös-
um.
Hann er nýkominn frá
Tælandi og kom við á mark-
aði í Bankok til að kaupa
krydd og annað sem hentar í
tælenskra matargerð.
Mun hann matreiða með
hráefni úr leiðangri sínum
ýmsa grænmetis- og bauna-
rétti fyrir gesti staðarins.
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 15
OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12.00 TIL 18.30.
Lambasteik, 129g 58
Grísanaggar 300g
+ Uncle Bens súrsæt sósa 339
Danskar pylsur, 10 stk.
með pylsubrauði og sósu 399
Kjötfars, pr. kg 197
BC/NUS smópizzur 97
Ýsuflök, pr. kg 219
Hvítlaukur, þrír í kippu 29
Hvítkál, pr. kg 39
BÍ NUS Smyrill 69
KJARNA appelsínumarmelaði 99
Gul epli, pr. kg 69
GEVALIA kaffi rauður, 500g T97
KUCKEN Master kökur 119
JACOBS club kex, 7 stk. 99
Hafrabrauð frá Austurveri 97
B4>NUS sóda, kolsýrt vatn, lítri 59
Fjórar eldhúsrúllur 99
ORGANICS sjampó 199
Palmolive, 6 sápur 149
Tvö hundruð mynda albúm 369
Ódýrasta framköllun mynda
á landinu! - 24 myndir aðeins 495
Afgreiðslutími á laugardag er 10.00 til 16.00
til 17.00 í Holtagörðum.
Á sunnudag er opið í Holtagörðum
frá 13.00 til 17.00
Opið á morgun, föstudag frá 12.00 til 19.30
LANDUST